Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 47 J 0 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Reuter Patrlck Ewlng skorar fyrir New York Knicks í fimmta leiknum gegn Hous- ton aðfararnótt laugardags. Hakeem Olajuwon er til varnar. New York þarf einn sigur enn NEW York sigraði ífimmtu viðureigninni gegn Houston aðfarar- nótt laugardagsins og leiðir nú 3:2 í úrslitum NBA-deildarinnar. Munurinn á liðunum þegar upp var staðið var sjö stig, 91:84. Sfðustu leikir liðanna verða í Houston og þarf New York að sigra í öðrum af leikjunum tveimur til að tryggja sér fyrsta NBA-titilinn síðan 1973. Næsti leikur liðanna verður í kvöld, sunnudagskvöld, í Houston. Mesti munurinn á liðunum í leiknum var 13 stig, 56:43 > þriðja leikhluta. Houston tók sig þá á og gerðu leikmenn liðsins átján stig á móti fimm New York manna það sem eftir lifði leikhlutans og var staðan því jöfn, 61:61, þegar liðin mættu til leiks í síðasta hlutan- um. Þegar þrjár mínútur voru eftir hafði Houston forystu, 78:80, en John Starks kom sínum mönnum yfir með þriggja stiga körfu. Við það hrundi leikur Houston liðsins °g New York menn gerðu 11 stig á móti einu stigi Houston, á því tímabili og þar til tæplega hálf mínúta var eftir. Sigur New York var í höfn, en leikurinn endaði 91:84. John Starks bakvörður New York gerði 11 af 19 stigum sínum í fjórða og síðasta leikhlutanum og var mjög mikilvægur fyrir liðið. Ewing var'stigahæstur New York manna með 25 stig, en Hakeem Olajuwon gerði 27 fyrir Houston. Ewing tók auk þess tólf fráköst og jafnaði besta árangur í úrslitakeppninni þegar hann varði átta skot. Anth- ony Mason gerði 17 stig og Derek Harper 14 fyrir New York. KNATTSPYRNA Reykjavík landið Asunnudag verður leikur á milli úrvalsliðs Reykjavíkur og landsins á Laugardalsvelli í til- efni 75 ára afmælis KRR og hefst viðureignin kl. 16. Eftirtaldir leik- menn hafa verið valdir í leikinn: LANDIÐ: Priðrik Priðriksson ÍBV, Stefán Arnarson FH, Arnar Grétarsson UBK, Baldur Bjarnason, Ingólfur Ing- ólfsson og Ragnar Gíslason Stjömunni, Olafur Kristjánsson, Jón Erling Ragn- arsson og Andri Marteinsson FH, Gunn- ar Oddsson, Kjartan Einarsson og Óli Þór Magnússon ÍBK, Júlíus Tryggva- son, Guðmundur Benediktsson og Lárus Orri Sigurðsson Þór. Reykjavík: Birkir Kristinsson Fram, Kristján Finnbogason, Hilmar Bjöms- son, Einar Þór Danlelsson, Tómas Ingi Tðmasson og Heimir Guðjönsson KR, Eiður Smári Guðjohnsen, Steinar Adolfsson, Kristján Halldórsson, Bjarki Stefánsson og Guðni Bergsson Val, Steinar Guðgeirsson, Helgi Sigurðsson, Pétur Marteinsson og Kristinn Hafliða- son Fram. GOLF Montgomerie hefurforystu Skotinn Colin Montgomerie hefur forystu, 136 högg, eftir tvo daga á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, sem fram fer á Oakmont golfvellinum í Pennsylvaníu. Hann lék á sex höggum undir pari annan dag- inn, 65 höggum, og náði með því að skjótast fram úr Hale Irwin og sjálfum Jack Nicklaus, sem eru ásamt nokkrum öðrum búnir að leika á 138 og 139 höggum. Staðan eftir dagana tvo er þessi, leik- maður er bandarískur nema annað sé tekið fram: 136 Colin Montgomerie (Bretl.) 71 65 138 Hale Irwin 69 69, John Cook 73 65, David Edwards 73 65 139 Jeff Maggert 71 68, Jack Nicklaus 69 70 140 Frank Nobilo (Nýja-Sjál.) 69 71, Steve Pate 74 66, Curtis Strange 70 70, Ernie Els (S-Afriku) 69 71 141 Kirk Triplett 70 71, Tom Watson 68 73, Emlyn Aubrey 72 69, Jeff Sluman 72 69 með frönskum og sósu =995.- TAKIÐMEÐ iijii TAKIÐMEÐ - tilboð! VéA? - tilboð! Bartir I sauðir? .Jekki lambakjöt tyrir mig, takk! Við færum þér NetWare uppfærslur á silfurfati. Tæknival, sem er viðurkenndur dreifingaraðili Novell á Islandi, hefur um árabil sinnt NetWare notendum af kostgæfni og hjá fyrirtækinu starfa fjórir af þeim fimm islensku tæknimönnum sem hlotið hafa CNE-gráöuna (Certified NetWare Engineer) frá Novell. CNE-gráðan tryggir öllum viðskiptavinum Tæknivals aðgang að hámarks þekkingu og forgangsþjónustu við úrlausn hvers kyns mála. Við erum stöðugt að mæta nýjum og breyttum þörfum notenda NetWare sem gera kröfur um meiri hraða og betri nýtingu á tækjabúnaði sínum. Með því að nýta sér möguleika á uppfærslum, velur þú að njóta þess besta sem netkerfið býður upp á. Uppfærslan er bæði fljótleg og einföld, og eykur afköst i öllu fyrirtækinu. Til dæmis gætir þú fjölgað notendum á núverandi netkerfi og/eða uppfært í nýjustu útgáfu af NetWare 3 (v. 3.12). Þú gætir jafnvel viljað uppfærsluna NetWare 4 til aö auka hraðann, bæta frammistöðuna og um leið sveigjanleika netkerfisins. Þitt er valið. Og.rúsínan í pylsuendanum. Ef þú tekur uppfærslu fyrir 31. júlí 1994 færðu 40% afslátt af listaverði - í boði Novell og Tæknivals hf. Við leggjum metnað í að uppfylla óskir þínar um Novell netkerfi. Hafðu samband við fulltrúa Tæknivals í netkerfum og við munum I til móts' ■ú BS Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.