Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 39 BREF TIL BLAÐSINS Knörrinn á Vatns- fjarðar- vatni Verðugt og skylt að minnast liðinna kynslóða og verka þeirra Frá Þorbergi Ólafssyni: Á SÍÐARI árum hefur færst í auk- ana hér á landi áhugi á gildi ýmissa minja sem er arfur fyrri kynslóða. Það er síður en svo að þetta sé sérkenni fryir okkur íslendinga heldur berast okkur sífellt fréttir um aukin umsvif í þessa átt víða um heim. Fyrst beinist áhuginn að sjálf- sögðu að munum frá landnámstíð en síðan einnig að þeim búnaði sem heyrir til atvinnusögu þjóðarinnar. í örfáum orðum má fyrst nefna þann skipakost sem var forsenda landnámsins svo og húsagerð og síðan atvinnutæki. Það mun nú útbreidd skoðun að ein haldbesta undirstaða menntun- ar sé að hver þjóð kunni skil á fortíð sinni. Unnið er að könnun þeirra mála sem tilheyra atvinnu- sögunni. Eitt af merkustu framlög- um þeirra mála er útgáfa bókanna „íslenskir sjávarhættir“ eftir Lúð- vík Kristjánsson. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Verður hér aðeins vikið nánar að því sem nefnt var í upphafi, það er að varðveita og bjarga frá gleymsku arfi frá fyrri kynslóðum. Hér í Hafnarfirði hefur þegar nokkuð verið unnið að þessu mark- miði fyrst með stofnun Sjóminja- félags íslands sem varð kveikjan að því að Sjóminjasafn Islands var stofnað hér í bæ. Hefur þegar ver- ið safnað ýmsu merku og má nefna nokkra eldri báta sem telja verður að hafi verulegt gildi til að minna á og sýna atvinnutæki þjóðarinnar á liðnum áratugum, einmitt áður en vélaöldin gekk í garð og gjör- breytti öllu hér á landi bæði til sjós og lands. Ég vil í þessu spjalli mínu varpa fram þeirri spurningu til þeirra sem hafa áhuga á að verðveita það sem minnir á gamla tímann hvort ekki sé verðugt að gera bragarbót á varðveislu á knerrinum sem hann- aður var og siglt var á í tilefni af 1100 ára afmæli landnáms á ís- landi og komu Flóka Vilgerðarson- ar í Vatnsfjörð. Siglingin á knerrinum á Vatns- fjarðarvatni þótti takst vel og var talið að þangað hefðu komið um 12 þúsund gestir eða miklu fleiri en fyrirfram var búist við. Víst er um það að þjóðhátíðin í Vatnsfirði var sú sérstæðasta á öllu landinu með siglingu á knerr- inum en áhöfnin skartaði í forn- mánnabúningum. Að vísu var knörrinn ekki byggður upp frá grunni eins og hinir fornu knerrir voru en að ytra útliti minnti hann á slík skip í öllum aðalatriðum. Siglingin fór fram eins og menn hafa hugsað sér þegar mest var við haft. Fram- og afturstefni voru reist upp með auka umförum og drekahöfuð og sporður voru skorin út eins og menn hafa hugsað sér að þetta hafi litið út. Segl og skild- ir voru einnig útbúnir eins og hug- myndir manna eru um þann bún- að. Skipið er um 36 fet eða um 11-12 metrar á lengd og mælist því um 10 brúttólestir. Skipið er nú varðveitt utan dyra við minjasafnið á Hnjóti en þannig varðveitist það illa til frambúðar. Skipið hlýtur að veðrast og skemmast með tímanum. Spurn- ingin er hvort það væri ekki verð- ugt verkefni að skjóta rúmgóðu skjólshúsi yfir þetta skip þannig að það varðveitist og sé aðgengi- legt fyrir gesti og gangandi að skoða skipið til ánægju og fróð- leiks. Ef skipið er varðveitt vel má einnig leiða hugann að því hvort áhuginn verður ekki enn meiri eft- ir til dæmis 100 ár að sjá og skoða þetta skip sem siglt var á 1100 ára afmælinu til að minnast þeirr- ar siglingar til landsins er varð til að gefa því það nafn sem það ber í dag og væntanlega um langa ókomna framtíð. Þjóðhátíðarskipið við minjasafn- ið á Hnjóti hefur vakið athygli inn- lendra og erlendra ferðamanna. Er það ekki verkefni Þjóðhátíðar- sjóðs að varðveita þennan minja- grip frá þjóðhátíðinni 1994. ÞORBERGUR ÓLAFSSON, skipasmíðameistari. Sumarparadísin á Kanarí frá aðeins kr. 39.900 í 3 vikur 30. júní Tryggðu þér síðustu sætin í sólina í júní á hreint frábærum kjörum. Góðar rúmgóðar íbúðir með tveimur svefnherbergjum á Barbados, sem hafa verið mjög vinsælar hjá farþegum okkar síðustu 2 árin. Vegna mikilla viðskipta við Barbados-gististaðinn, bjóða þeir okkur sérkjör í þessari ferð á aðeins 8 íbúðum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 39.900 Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, 30. júní í 20 nætur. Verð kr. 54.900 Verð á mann m.v. 2 í íbúð, 30. júní í 20 nætur. Flugvallarskattar: ! FuIIorðlnn kr. 3.600, barn kr. 2.405. Reynum að feta færa slóð Seinni grein Frá Katrínu Árnadóttur: HVER er sá töfrandi sem á að leysa afl þjóðarinnar úr læðingi? Er það ekki trúin á heilbrigt mann- eðli og landið með alla sína mögu- leika? Eða óskar nokkur eftir borg- ríki með atvinnuleysi, unginga- vandamálum og ruslavandamáli? Er ef til vill einhver að „spá í“ borgríki sem byggist upp á verslun við útlönd, (einhvers konar mið- stöð) vitandi þó að nágrannar okk- ar hafa tæknina á sínu valdi ekki síður en við, og eru yfirleitt meira meðvitaðir en við um það að „dælt er heima hvað“. Hvemig yrði þetta á stríðstímum? Þetta eru nú öfgar, hugsið þið og það er rétt, en engu að síður umhugs- unarefni. Og ekki hef ég „ró í mínum beinum“ fyrr en ég sé, að þjóðin er farin að gera eitthvað róttækt í at- vinnumálum. (Svo held ég að sé um fleiri.) Eitthvað sem er í takt við líf- ið. Eitthvað á traustum grunni. Ég vil sjá íslenskan iðnað endurreistan, ekki á einum stað, heldur víðs vegar um landið. Nú munu vera í gangi samtök til að greiða veginn fyrir útlend fjárfest- ingarfyrirtæki til að efla atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Að þeim sam- tökum standa: Aflvaki Reykjavlkur, Rafveitan, Hitaveitan, Vatnsveitan, embætti borgarverkfræðings og Borgarskipulagið. Nú skilst mér að þeir sem kynnu að bíta á agnið, sæju þama leið til að græða. En er það hægt án þess að þrýsta kaupgjaldi mjög niður, fyrst að mörgum innlendum fyrir- tækjum gengur illa að græða? Gæt- um að öðm. Ekkert er líklegra en að fólkið af landsbyggðinni neyddist til að sækja í þá vinnu sem þama fengist. Gengi þá frá eigum sínum verðlausum og þrýsti mjög á til að fá þak yfir höfuðið á nýjum stað. Þetta held ég að megi ekki verða meira en orðið er, ef við viljum vera áfram sjálfstæði þjóð í eigin landi. Við eigum heldur að styrkja þá sem elska og þrá landið. Ég veit að það fólk er til, bæði í byggð og borg. Nú bendi ég á nýja leið. Eg hugsa mér fjölskyldu sem hefur áhuga fyr- ir að setjast að í byggðakjama eða sjávarplássi til að stunda þar ein- hvers konar iðnað eða vinnslu. Ég mundi vilja vera I sterkum en þó laustengdum samtökum, sem styddu þessa fjölskyldu með fjárframlögum. Stuðningsfólkið ætti að vera á ýms- um stöðum og helst á öllum aldri. Það ætti að fylgjast vel með þessum „frumherjum" og gjaman kaupa þeirra framleiðslu. Þetta em verkefni sem margir gætu stutt. Ef nú fjöl- skyldan reyndist vel og fyrirtækið . gengi - þar sem því væri ekki íþyngt með skuldum, þá væri hún búin að styrkja byggðina í kring. Svo einfalt er það. Þetta gerðist ef til vill svona: Bændakonur fengju hálfs- eða heils- dagsvinnu við fyrirtækið og það dyggði þá til að afstýra því að þeirra íjölskyldur flosnuðu upp. Þessar sömu konur hefðu þá ef til vill hjarta- rúm fyrir illa stadda unglinga. Nú virðist fólk aftur vera farið að átta sig á að dvöl í sveit, dálítinn tíma, geti verið æskunni holl. Góð starf- semi getur haft margs konar áhrif. Svona dæmi sem ég nú hef nefnt gæti margfaldast ef þjóðin vildi. Minna má á það þegar fólk í fjór- um sveitum hjálpaði til að koma upp 4 fyrirtækinu Límtré á Flúðum, sem kom í góðar þarfir. Allt ber að sama bmnni. Endur- reisn iðnaðar er það sem koma skal. Annað þýðir hmn. Auðvitað eigum við að fæða okkur og klæða með eigin höndum að mestu leyti og líka styðja þungaiðnaðinn. Við gleðjumst auðvitað mjög yfir vísindalegum af- rekum í hugbúnaði, en við getum varla búist við að þau vegi þungt þjóðhagslega séð. Öll þjóðin þarf að vinna. Tilgangs- laust er að bíða eftir aðgerðum stjórnvalda. Reynslan sýnir það. Rík- isstjómir em oft með bundnar hend- ur. Hitt er svo annað mál að styrkir em oft veittir þeim sem hafa sannað sína hæfni. Ég segi að lokum. Hér þarf glað- væra grasrótarhreyfingu, sem lætur ekki hefta sig í félagafjötra en leitar sér að leiðum og seinna fjárhalds- mönnum. Gaman væri að heyra I fólki sem spyr sig sjálft: „Hvað get ég gert til að forða þjóð minni frá niðurlægingu og eymd?“ Og svarið mætti vera: „Margt er hægt að gera!“ KATRÍN ÁRNADÓTTIR, Hlíð. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 air europa B TURAl/lA |H I 1 á Jarlinum, Sprengisandi laugardaga og sunnudaga ; Barnaboxin vinsælu Innihald: Hamborgan, franskar og kók + aukaglaðningur. Verð aðeins krónur. (Börnin séu í fyigd með matargesti). •- MEST SELDU STEIKUR Á fSLANDI Verð frá krónum. Vinsælasti salatbarinn í bænum. Þig megið til með að próf ’ann! :*N v /.>■. . . ___. ___ ’’ i I T I N S A S r O r A ■ Sprengisandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.