Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD rvr-' * Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands á fundi Alþingis Lýðræðið er samofið sögu þjóðarinnar FORSETI Alþingis, háttvirtir al- þingismenn, góðir Islendingar. Við minnumst þess í dag að hálf 'Sd er liðin síðan því var lýst yfir hér á Lögbergi að stjórnarskrá Lýð- veldisins íslands væri gengin í gildi, hinn 17. júní 1944. Hér kaus Al- þingi þann dag fyrsta forseta ís- lands, Svein Björnsson. Hér á völl- unum voru þennan hátíðar- og þjóð- frelsisdag saman komnir 25 þúsund Islendingar til þess að fagna straumhvörfum í sögu þjóðarinnar. Loks höfðu landsmenn tekið öll sín mál í eigin hendur, öðlast fullt.og óskorað sjálfstæði eftir að hafa lot- ið erlendri stjórn í liðlega sex aldir. Stofnun lýðveldis á íslandi átti sér að sjálfsögðu langan og merki- legan aðdraganda. Á öndverðri 19. öld námu framsýnir íslenskir menn TTelsisþeyinn sem fór um Evrópu í kjölfar frönsku stjómarbyltingar- innar 1789 og hófu á loft hugsjóna- fánann fyrir þjóð sína. Stjórnmála- menn í höfuðborg danska konungs- ríkisins hlýddu kalli tímans og sýndu íslendingum meiri skilning en títt er í samskiptum tveggja þjóða. í frelsisbaráttu sinni var þjóðin aldrei beitt þeirri óbilgirni sem valdið hefur illvígum átökum um víða veröld allt fram á þennan dag. -j.-Þjóðhollir hugsjónamenn nutu forystu og leiðsagnar Jóns Sigurðs- sonar, ruddu brautina og vörðuðu veginn til frelsis, farsældar og bjartari framtíðar. En þjóðfrelsis- baráttan var á stundum þung í vöf- um, gekk ekki jafn greitt og frum- heijarnir höfðu vænst. Eftir sár vonbrigði á þjóðfundinum 1851 reis Jón Sigurðsson upp og brýndi menn með þessum orðum: „Við getum seiglast, ef við nennum því og tekið okkur fram í mörgu, því við erum enda ekki undir frelsið búnir fyrr en við höfum gengið nokkuð í gegn- um.“ Liðlega tveimur áratugum síðar, 1874, fagnaði þjóðin stjórnar- skránni, en vissulega urðu íslend- ingar að „ganga nokkuð í gegnum" og þreyta sín próf áður en næstu stóráfangar voru í höfn, heima- stjórn árið 1904 og síðan samning- urinn milli Dana og íslendinga um að ísland skyldi vera fijálst og full- valda ríki í konungssambandi við Danmörku 1. desember 1918. Þann dag kom frelsið til íslands. Með þeim sáttmála var endanlega mörk- uð föst stefna og kveðið á um end- urskoðun sem báðum samningsaðil- um var þá þegar fullljóst að myndi leiða til fulls sjálfræðis íslendinga á öllum sviðum. Næsti aldarfjórð- ungur skyldi vera umþóttunar- og undirbúningstími fram að þeim þáttaskilum er íslendingar öxluðu sjálfír alla ábyrgð. Aldamótakynslóðin sem í landinu bjó taldi rúmlega 90 þúsund sálir, fátækt fólk sem reri til fiskjar á illa búnum fleytum og arði landið með amboðum víkingaaldar. Árið 1911 eignaðist þjóðin eigin háskóla og á undirbúningsárunum frá 1918 til 1944 er stórfróðlegt að fylgjast með hvemig eldhugar í hópi há- skólakennara og stjómmálamanna leggjast á eitt við að skapa þjóðinni þá sjálfsímynd sem hana hafði að mati Jóns Sigurðssonar skort árið 1851. Þeir tóku höndum saman við aðra baráttuhópa úr öllum stéttum og starf þeirra var undir eitt mark- mið sett: Að hér yrði á nýjan leik alsjálfstæð þjóð í eigin landi. Þegar tími var til þess kominn tók þjóðin af öll tvímæli: 98,6 af hundraði greiddu atkvæði, eða fleiri en nokkru sinni fyrr eða síðar í kosn- ingum á íslandi og 99,5 af hund- raði þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgjandi stofnun lýðveldis á íslandi. Hér bar þann skugga á að styij- öld geisaði í Evrópu. Danmörk var hersetin og vitanlega hlutu íslend- ingar að velta því fyrir sér hvort sú staðreynd ætti að breyta ein- hveiju um þessa ákvörðun sem hafði verið í undirbúningi í fjórðung aldar. Margir íslendingar höfðu verið við nám og störf í Danmörku og áttu Dönum gott eitt upp að inna. Það var því ekki óeðlilegt að ýmsum yrði hugsað til þess á stofn- degi lýðveldisins að nú væri vík milli þeirra og danskra vina. íslend- ingar urðu því djúpt snortnir á Þing- völlum hinn 17. júní 1944 þegar hingað barst skeyti með heillaósk- um frá Kristjáni Danakonungi tí- unda og var lesið upp við mikinn fögnuð hér á Lögbergi. Gagnvart Dönum eins og öðrum vinaþjóðum óg grönnum iðkum við þá jafnvægislist að láta okkur annt um sérkenni okkar og þjóðararf samtímis því að skoða með opnum hug það sem þeir hafa fram að færa. Reynslu úr síbreytilegum heimi berum við svo hingað norður í svalann og blöndum í deiglu menntunar, menningar og lista saman við það besta sem heima- fengið er. Á hálfrar aldar afmæli lýðveldis- ins verður okkur einnig hugsað til þeirrar kynslóðar sem hér kom sam- an fyrir fímmtíu árum. Við hljótum að spyija: Hvaða var það sem menn vildu þá, hvað töldu þeir sig hafa unnið með fullu sjálfræði? í hátíða- ljóðum sínum svaraði skáldkonan Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, Hulda, þessu fyrir hönd allra íslend- inga þegar hún sagði: Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Frelsið skipti þá sem nú megin- máli. Frelsið og sjálfstæðið, það sem fólst í að vera engum háður. Það hafði verið draumur íslenska bónd- ----------------------------------------------------------- Geir H. Haarde formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Efnahagslegar og meiiningaiiegar for- sendur tengdar saman HÆSTVIRTUR forseti, góðir ís- lendingar. Á næsta ári verða 150 ár liðin frá því Alþingi Islendinga var endur- reist. Með þeim atburði var mikil- vægum áfanga náð í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði íslensku þjóðar- innar sem lauk formlega á Lögbergi fyrir hálfri öld þegar stjórnarskrá lýðveldisins tók gildi. í vitund þjóðarinnar eru vellirnir SJfcm kenndir eru við þingið og Al- þingi sjálft tengd óijúfanlegum sögulegum böndum. Það erum við að ítreka og staðfesta með því að halda þennan þingfund hér á 50 ára afínæli lýðveldisins. Og hingað mændu eitt sinn allra þrár, ótti og von á þessum steinum glóðu; ' og þetta berg var eins og ólgusjár, - þar allir landsins straumar saman flóðu. Þannig, lýsti. skáldið. Jakob Jó- hannesson Smári þessum helga stað í Ijóði sínu um Þingvelli. Þingflokkar á Alþingi hafa orðið ásáttir um að minnast 50 ára lýð- veldisafmælis með því að samþykkja á þessum fundi tvær þingsályktun- artillögur. Með afgreiðslu fyrri tillögunnar ályktar Alþingi að stefna beri að endurskoðun VII. kafla stjórnar- skrárinnar, sem m.a. geymir mann- réttindaákvæði hennar, fyrir næstu reglulegar alþingiskosningar. Það fer vel á því við þetta tækifæri að huga með þessum hætti að ramma stjórnarfars i landinu með það fyrir augum að treysta og efla rétt ein- staklinga gagnvart opinberu valdi. Síðari tillagan, sem nú er til umræðu, er tvíþætt. Þar er mælt fyrir um verulegar fjárveitingar til sérstaks fimm ára. átaks í vistfræði- legum rannsóknum á lífríki hafsins og til eflingar íslenskri tungu. Ann- ars vegar er um að ræða átak í rannsóknum er beint varða undir- stöðuatvinnuveg landsmanna og þar með efnahagslega afkomu þegar fram í sækir. Hins vegar er ákveðið að styrkja þann menningarlega grunn sem öðru fremur gerir íslend- inga að einni þjóð og tengir fortíð við nútíð og framtíð, sjálft móður- málið. Með því að efla málrækt og mál- mennt getum við með jákvæðum hætti brugðist við áhrifum sívax- andi alþjóðlegrar ljölmiðlunar og utanaðkomandi menningarstrauma á þjóðtunguna. Fátt er mikilvægara fyrir æsku landsins og framtíð ís- lenskunnar en einmitt það. Þegar Alþingi kom saman á Lög- bergi fyrir 20 árum til að minnast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar MORGUNBLAÐIÐ 50ÁRA ans, íslenska sjómannsins, íslensku húsfreyjunnar um aldir. Á þessum þjóðfrelsisdegi heiðr- um við minningu þeirra ótöldu ís- lendinga sem í orði og verki lögðu grunn að því þjóðríki sem við tókum í arf. Það er okkar að gæta fengins frelsis og við megum ekki gleyma liðinni tíð og tapa áttum. Staðfastur vilji til að ráða lífi okkar og gerðum skiptir meginmáli. Við viljum vera sjálfstætt fólk. Lýðveldið íslenska grundvallast á lýðræði sem samofið er sögu þjóðar- innar. Hugsjónir þess eru mann- helgi og mannréttindi, frelsi til orðs og athafna, virðing fyrir skoðunum, sannfæringu og samvisku þeirra sem eru samferða okkur á líðandi stund. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Okkur ber að hlúa að því æskufólki sem nú er að komast á manndóms- ár, — hinni nýju aldamótakynslóð. Hún mun leiða íslenska þjóð inn í ókomna tíð og fær það vandasama verkefni að gæta fjöreggs okkar, sjálfstæðisins. Minningar þjóðarinnar verða ekki metnar til fjár en hafa dugað íslend- ingum í aldanná rás til að efla með sér sjálfstraust og þann innri styrk sem þurfti til að þrauka á tímum erfiðleika og andstreymis. Menning og arfur liðinna alda er og verður það veganesti sem hverri nýrri kyn- slóð er ætlað að færa börnum sín- um. Þannig tekur nútíð höndum saman við fortíð til að skapa fram- tíð. Megi Guð vors lands blessa þjóð- ina og landið um ókomna tíð. var samþykkt að ráðast í sérstakt átak til að greiða skuld þjóðarinnar við landið sjálft með stóraukinni landgræðslu og skógrækt. Þessa átaks sér nú víða stað í meiri rækt- un og gróðursæld. En þess sér e.t.v. ekki síst stað í breyttu hugarfari landsmanna gagnvart umhverfínu og almennari vitneskju um hve land okkar er viðkvæmt og vandratað meðalhófíð milli skynsamlegrar nýt- ingar þess og varðveislu. Að þessu sinni sameinast þing- heimur um afmælisgjöf til þjóðar- innar til að gera átak á öðrum svið- um sem ekki eru síður mikilvæg. Segja má að Alþingi sé með ákvörð- un sinni í dag að tengja með tákn- rænum hætti saman efnahagslegar og menningarlegar forsendur sem framtíð sjálfstæðrar þjóðar á Islandi byggist á. Sjálfsákvörðunarréttur smáþjóða fæst ekki af sjálfu sér nú á dögum fremur en áður. Okkur er skylt að gæta vel að undirstöðum hans. Sú er hugsunin með þeirri til- lögu sem hér verður afgreidd í dag. Þegar íslendingar stofnuðu lýð- veldi fyrir 50 árum háðu nágranna- þjóðir okkar harða hildi til að tryggja framtíð frjálsra lýðræðis- legra samfélaga, réttarríkja sem byggjast á virðingu fyrir mannrétt- indum. Sá hildarleikur kostaði gífur- legar fórnir, einnig hér á landi. Frá þeim tíma hefur verið ljóst hve at- burðir og þróun annars staðar í heiminum getur haft mikil áhrif hérlendis. Þannig hefur það vissu- lega verið allan lýðveldistímann. Undanfarin ár hefur atburðarás innanlands og utan hins vegar orðið til þess að gamall ágreiningur um grundvallarviðhorf hefur verið gerð- ur upp og deilumál honum tengd sett til hliðar. Það er sannarlega ánægjuefni. Lítil þjóð þarf á öllu öðru frekar að halda í gerbreyttu samfélagi þjóða en að eyða orku sinni í innbyrðis átök. Iðulega er um það deilt, þrátt fyrir miklar efnahagslegar framfar- ir undanfarna áratugi, hvort íslend- ingum hafi alltaf auðnast að ávaxta sitt pund með farsælasta hætti. Hitt hygg ég að sé óumdeilanlegt að nú, á þessu afmælisári, eru allar forsendur til þess að þjóðin geti horft meira sameinuð fram á veg en oft áður. Tækifærin sem við blasa til framfarasóknar er víða að fínna. Gæfa þjóðarinnar felst í því að standa saman um að hagnýta þau. Sú tillaga sem hér er til afgreiðslu er framlag til slíkrar sóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.