Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ1994 25 Þjóðhátíð í Fellahreppi Nýr íþrótta- völlur víg-ður Egilsstöðum - Lýðveldisafmæl- inu var fagnað í Fellabæ/Fella- hreppi með mikilli dagskrá sem hófst að morgni 17. júní með keppni barna í reiðhjólaþrautum. Eftir hádegi var farin skrúðganga um þorpið, að Fellaskóla, þar sem hátíðarhöld hófust með ávarpi fjallkonu, hátíðarræðu, leikþáttum og öðrum skemmtiatriðum, svo sem keppni í hjólböruakstri, reip- togi og fleira. Að lokinni dagskrá voru kaffiveitingar í boði Fella- hrepps. Nýr íþróttavöllur var vígður kl. 17:00 og tekin formlega'í notkun með knattspyrnuleik ungra drengja. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldunum, enda veður til útiveru ákjósanlegt. Um 'kl. 21:00 hófst dansleikur í Fellaskóla og var grillveisla og varðeldur síðar um kvöldið og var reiknað með að fólk dansaði eitthvað fram eftir nóttu. 30.000 komu sam- an í mið- borginni MIKIL ölvun var í miðborg Reykjavíkur að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins og langt fram eftir nóttu og voru fangageymslur lögregi- unnar í Reykjavík fullnýttar. Mjög vel viðraði til hátíðarhalda í borg- inni að því undanskildu að smá- skúr gerði undir miðnættið. Lög- reglan telur að um 30 þúsund manns hafi verið miðborginni bæði um hádaginn og á dansleikjunum um nóttina. Enn var þar hátt í fimm þúsund manns þegar klukk- an var sex að morgni laugardags- ins. Hátíðin fór þó slysalaust fram í Reykjavík, að sögn Geirs Jóns Þórissonar aðalvarðstjóra. Hann sagði að fækkað hefði í miðborg- inni upp úr kl. 17 þegar helstu skemmtiatriðunum lauk en svo fór það að streyma aftur í bæinn um kl. 23 um kvöldið. Lögreglan áætl- ar að um 30 þúsund manns hafi verið í miðborginni kl. 3 aðfara- nótt laugardagsins. Klukkan 4 að nóttu fór að fækka og á milli kl. 5 og 6 voru um 5-6 þúsund manns enn á staðnum. Fleiri í Hafnarfirði en búist var við Geir Jón sagði að mikil ölvun hefði verið á staðnum en allt hefði gengið stórslysalaust. Hann sagði að leið margra hefði legið í Laug- ardalinn þar sem margvísleg skemmtiatriði voru í boði um dag- inn. Alls voru um 100 lögreglu- menn að störfum í bænum yfir þjóðhátíðardaginn. Mun fleiri tóku þátt í hátíðar- höldunum í Hafnarfirði en lögregl- an þar gerði upphaflega ráð fyrir, en þó voru þar heldur færri en undanfarin ár. Skrúðganga var frá Hellisgerði kl. 15 og skemmtiatriði á Víðistaðatúni og dansleikur fram á nótt. Talsvert bar á ölvun og fangageymslur voru fullnýttar eins og í Reykjavík. LÝÐVELDIÐ ÍSLAND 50 ÁRA Af því að lýð- veldið á afmæli Hátíðarhöld á Akureyri Eftir hádegi safnaðist svo fjöldi fólks saman við Kaupang og hélt fylktu liði í Lystigarð- inn þar sem fjölbreytt skemmtidagskrá fór fram. Sérstaka athygli ungu kynslóð- arinnar vakti töframaður og eldgleypir frá Bretlandi og margir notuðu tækifærið og fengu sér ýmiss konar sætindi í sölutjöldum í garðinum. Síðar um daginn var efnt til ungl- ingaskemmtunar og dansleikja í miðbænum. Skólahátíð Stúdentar, nýstúdentar og eldri stúdentar, voru áberandi í bæjarlífi Akureyrar 17. júní eins og undanfarin ár. Hundr- að þrjátíu og sex nýstúdentar voru brautskráðir frá Mennta- skólanum fyrir hádegi og sóttu hátt í 800 manns hátíðarfagnað þeirra um kvöldið. Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu MA var tekin upp úr hádegi. Lögregla á Akureyri vissi ekki annað en hátíðarhöldin hefðu gengið vel fyrir sig þeg- ar haft var samband við hana síðdegis í gær. Talið var að þátttaka í hátíðarhöldum um daginn hefði verið ívið meiri en venja væri og sérstaklega tekið fram að óvenjumargir hefðu tekið þátt í skrúðgöngu eftir hádegi. Hátíðarhöldum í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins lýkur með tónleikum Blásarasveitar æskunnar í íþróttahöllinni kl. 20.30 í kvöld. Frumflutt verður hljómsveitarverk eftir Davíð Brynjar Franzson, 16 ára Ak- ureyring. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn LÖGREGLAN áætlar að um 30.000 manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið/Rúnar Þór SUNNA (t.h.), Bjarney Hrafnberg, vinkona mömmu Sunnu, og Sigurgeir, bróðir hennar, voru öll í hátíðarskapi í Lystigarðinum. „ÉG VEIT af hverju við höld- um upp á 17. júní. Af því að lýðveldið á afmæli," sagði Sunna Þórisdóttir, sjö ára, þeg- ar blaðamaður ræddi við hana í Lystigarðinum á Akureyri á föstudag. Eins og margir Ak- ureyringar og gestir þeirra reis hún árla úr rekkju til að taka þátt í fyrstu hátíðarhöld- um dagsins á Hamarkotsklöpp- um. „Eg er líka svo heppin að eiga heima rétt hjá,“ sagði hún en minntist ekki á dagskrána að öðru leyti en því að prestur hefði talað. Af öðrum dag- skráratriðum má nefna ávarp Sigurðar J. Sigurðarsonar, formanns lýðveldishátíðar- nefndar, ávarp fjallkonunnar Andreu Ásgrímsdóttur, ný- stúdents frá MA, og ættjarð- arsöngva. /V ^ uy o 53 O /994 ef't)nít>rött* Einsetinn íþróttaskóli íþróttaskólinn Sumarbúðir í borg er sniðinn fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 6-12 ára. Meginmarkmið skólans er að skapa börnunum góða alhliða grunnþjálfun, öruggt og félagslega gott umhverfi. Skráning á næstu námskeið er í fullum gangi á skrifstofu Vals að Hlíðarenda. Allar nánari upplýsingar eru veittar í sima 12187 og 623730. Námskeiðin verða sem hér segir: 20. júní - 1. júlí, 10 dagar..kr. 9.800. 4. júlí - 15. júlí, 10 dagar.kr. 9.800. 18. júlí - 29. júlí, 10 dagar.kr. 9.800. ✓ Sama verð fjórða árið í röð */ Fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir stráka og stelpur ✓ Samfelld dagskrá frá kl. 9-16 ✓ Gæsla frá kl. 8-9 og 16-17 er innifalin í verði ✓ HEITUR MATUR INNIFALINNIVERÐI ✓ Góðir leiðbeinendur ✓ 10% systkinaafsláttur ✓ 10% afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið ✓ Visa - Eurocard ✓ Allir fá sumarbúðabol, húfu og viðurkenningarskjal ✓ NÝJUNG, REGLULEGAR STUNDIR í FRIÐRIKSKAPELLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.