Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Gestum stefnt á Þingvöll Selfossi. Morgunblaðid. HÁTÍÐAHöLD á Selfossi 17. júní voru verulega minni en venja er. Þjóðhátíðarnefndin á staðnum fór að tilmælum þjóð- hátíðarnefndar íslands um að minnka umfang hátíðarhald- anna. Hátíðargestum var því stefnt á Þingvöll. íbúum á Selfossi og nágrenni verður bætt þetta upp um næstu helgi en þá verður boðið upp á útsýnisflug, tívolí og tjaldmarkaður verða í miðbæn- um með ýmsum uppákomum og kvöldvöku í Hótel Selfossi. 17. júní var þó ekki með öllu viðburðasnauður á Selfossi. Yngstu kynslóðinni var boðið á hestbak um morguninn og síðar um daginn var barnadansleikur í miðbænum og unglingarnir dönsuðu þar fram yfir mið- nætti. Þeir eldri fóru á sinn þjóðhátíðardansleik í Hótel Sel- fossi. Hátíðlegt yfirbragð var á bænum sem var fánum skreytt- ur en fjöldi bæjarbúa lagði leið sína á Þingvöll til að fylgjast með hátíðarhöldunum þar. LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD 50ÁRA Morgunblaðið/Sigurður Jónsson eYGClNuAVORUR éHI Lýðveldisaf- mæli fagnað á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSKRÁ á Egils- stöðum hófst kl. 13.00 með skrúð- göngu frá Egilsstaðakirkju á hátíðar- svæði við sundlaugina. Þar tók við fjölskylduskemmtun og sáu börn og unglingar að mestu um kynningu dagskrár og um skemmtiatriði. í stað fjallkonunnar lásu þijár ungar stúlk- ur upp ljóð. Þær heita: Oddný Ólöf Sævarsdóttir, Jóhanna Ásgrímsdótt- ir og Margrét Stefánsdóttir. Leik- skólaböm sungu og léku, Lúðrasveit og slagverksveit Tónskólans spiluðu og kór skipaður ungum stúlkum söng, en kórinn kom þarna fram í fyrsta skipti. Leikhópur sýndi Haf- ursþulu og kirkjukór Egilsstaða- kirkju söng. Brúðuleikhús Egilsstaða flutti tvo leikþætti, Hestamannafé- lagpð Freyfaxi sýndi reið og gamlan heyskap og leyfði börnum að fara á hestbak. Kvenfélagið Bláklukka sá um þjóðlegt kaffíhlaðborð í Hótel Valaskjálf. Hátíðarsamkoma hófst í Vala- skjálf kl. 17:00. Þar flutti Jón Péturs- son dýralæknir hátíðarræðu, kór Egilsstaðakirkju söng og félagar úr Leikfélagi Fljótsdalshéraðs fluttu at- riði úr Skugga-Sveini, þjóðdansahóp- urinn Fiðrildin dansaði, Vísnavinir og fleiri fluttu gömlu góðu lögin, tónlistarkennarar fluttu lög á fiðlu og píanó og lesin voru upp ljóð. Um kvöldið var útidansleikur við Egilsstaðaskóla þar sem hljómsveitin Ýmsir flytjendur lék fyrir dansi. í félagsmiðstöðinni Nýjung voru sýnd- ar tvær stuttmyndir, en önnur þeirra, „Óðfluga", vann til 1. verðlauna í stuttmyndasamkeppni félagsmið- stöðva. í tilefni af þjóðhátíð opnaði Elías Halldórsson myndlistarmaður sýn- ingu í sal Svæðisskrifstofu Við Tjam- arbraut. Sýningin verður opin alla helgina frá kl. 14.00-22.00. Safnastofnun Austurlands var með sýningu á gömlum lækninga- tækjum og ýmsum minjum er tengj- ast sjálfstæðisbaráttu og lýðveldis- stofnun. Sýningin var aðeins opin 17. júní. Egilsstaðabúar og nágrannar höfðu nóg að gera þennan 17. júní, á 50 ára afmæli lýðveldisins, enda var vel mætt í alla dagskrárliði og var veður hið besta. Gleði og gott veður ísafirði. Morgunblaðið. HÁTÍÐLEIKI og gleði undirstrikuðu §ölmenn hátíðahöld á Ísafírði 17. júní. Mikill fjöldi var samankominn á túninu við safnahúsið (gamla sjúkrahúsið) þar sem aðaldagskrá hátíðahaldanna fór fram. Um kvöldið var svo slegið upp dansi við gömlu húsin í Neðsta-kaup- stað og dansað fram eftir nóttu í hægu og björtu veðri. Séra Magnús Erlingsson messaði í ísafjarðarkapellu að morgni þjóð- hátíðardagsins, en hann mun vænt- anlega halda upp á upphaf seinni helmings aldarafmælis lýðveldisins með því að flytja í nýja kirkju áður en þessu ári lýkur. Magni Guðmundsson netagerð- armeistari flutti hátíðarræðuna um miðjan daginn og lagði áherslu á að íslendingar hættu endalausum mæl- ingum við höfðatöluregluna og sneru sér að því að vera sterkir í sjálfum sér. Hann sagði að við byggjum í góðu landi mikilla tækifæra, ef við aðeins vildum taka á og nýta þá möguleika sem við höfum með nú- tíma þankagangi og sem fullgildir aðilar að samfélagi þjóðanna. Hundrað manna blandaður kór söng ættjarðarljóð við undirleik lúð- rasveitar. Stjómandi var Beáta Joó. Ýmislegt fleira var á dagskrá á tún- inu við safnahúsið, en kynnir var Marinó Hákonarson formaður þjóð- hátíðamefndar. Síðdegis var opnuð málverkasýn- ing fjögurra ísfirskra málara í sal frímúrara. Þar voru sýnd málverk eftir Kristján Magnússon, Jón Hró- bjartar, Vilberg Vilbergsson og Guð- þjörgu Lind Jónsdóttur. Komið var upp stóru tjaldi í Neðsta-kaupstað, þar sem Litli leik- klúbburinn og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar skemmtu ásamt fleirum. í Turnhúsinu léku félagar úr Harmoníkufélagi Vestfjarða fyrir dansi, og veitingar voru Tjöruhúsinu. Á laugardag og sunnudag verða svo haldin ýmiskonar íþróttamót á vegum félagasamtaka auk þess sem tónleikar og dansleikur verða fyrir ungu kynslóðina á laugardagskvöld. Fjöldi kvenna var á íslenskum búningi, en karlmenn hér vestra hafa augljóslega ekki enn komist í kynni við ýann búning sem nú hefur verið ha(inaðyr -þeim Ájlj þanda, s m nui Morgunblaðið/Grímur Gfelason ÚLFAR Steindórsson, forseti bæjarstjórnar, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, og Georg Kr. Lárus- son, sýslumaður, við hátíðarhöldin á Stakkagerðistúni í Eyjum. Hefðbundin athöfn auk léttmetis og leikja í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. EYJAMENN fögnuðu þjóðhátíðar- deginum 17. júni í sól og blíðskapar- veðri. Hátíðarhöld dagsins fóru fram á Stakkagerðistúni en síðdeg- Í8 stóð Kvenfélagið Líkn fyrir karni- vali við veitingastaðinn Skútann. Hátíðarhöld dagsins hófust með hlaupi ungmenna frá Hásteini að Stakkagerðistúni. Messa var síðan í Landakirkju klukkan ellefu en eftir hádegi var skrúðganga frá íþróttamiðstöðinni að Stakkagerð- istúni þar sem hátíðardagskráin fór fram. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék og kór Landakirkju söng. Úlfar Steindórsson, forseti bæjarstjómar Vestmannaeyja, flutti ávarp og Kristín Eggertsdóttir flutti ávarp i ftallkpúUBijaiv iiimiimi nifUj Að því loknu var slegið á léttari strengi og ýmiskonar léttmeti og leikir á dagskrá, bæði fyrir full- orðna og börn. Síðdegis stóðu konur úr Kvenfélaginu Líkn fyrir árlegu karnivali þar sem þær selja kaffi og meðlæti ásamt grilluðum pyls- um. Að þessu sinni var kamival Líknarkvenna á veitingastaðnum Skútanum, bæði utandyra og innan. Dagskrá 17. júní í Eyjum lauk síðan með útidansleik á Stakkagerðistúni og harmonikkuballi í Básum. Dagskrá 17. júni var í umsjá Leikfélags Vestmannaeyja, menn- ingarmáíanefndar bæjarins og Tómstundaráðs og var þátttaka þokkaleg í mjög góðu veðri sem var í i Eyjum & fösbudaginm i * u. i .*u Fjallkona Reyðfirð- inga í nýj- um búningi Reyðarfirði. Morgunblaðið. í TILEFNI afmælis lýðveldisins eignuðust Reyðfirðingar nýjan skautbúning sem Margrét Reyn- isdóttir var íklædd við flutning ávarps Fjallkonunnar. Búning- urinn var gjöf til Reyðfirðinga frá félagasamtökum á Reyðar- fírði. Hátíðarhöldin voru tilkomu- mikil í ágætisveðri og var margt um manninn. Að lokinni messu var skrúðganga inn að Anda- polli, þar sem samkoman var að þessu sinni haldin. Eftir ávarp Kór leikskólans söng nokkur lög í tilefni dagsins. Fjarðavísnavinir sungu, lúðrasveit lék, keppt var í hefðbundnum greinum, svo sem naglaboðhlaupi og reiptogi og kappróður var á slöngum vfir Andapollinn. ________ Akranes Tvöföld hátíð Akranesi. Morunblaðið. HÁTÍÐARHÖLD þjóðahátíðar- dagsins á Akranesi fóru vel fram og voru i hefðbundnu formi. Akur- nesingar minnast einnig þess að 130 ár eru liðin frá því Akranes varð formlegur verslunarstaður. Þannig tengdu bæjarbúar saman þessa tvo merkisviðburði. Hátíðarhöldin hófust á fimmtu- dag með kvöldskemmtun þar sem minnst var verslunarafmælisins. Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur flutti þar hátíðarræðu. Húsfriðunarnefnd afhenti viður- kenningar vegna eldri húsa og flutt var skemmtidagskrá. Að kvöldi þjóðhátíðardagsins var hátíðardagskrá þar sem Hallbera Jóhannesdóttir kennari og bæjar- stjórafrú flutti ræðu og flutt var skemmtidagskrá. Á sama tíma var skemmtidagskrá ætluð yngra fólk- inu sem lauk með dansleik. ----♦ ♦ ♦--- Suðurnesjabær Þjóðhátíðar- dagurtekinn snemma Keflavík. Morgunblaðið. Ibúar Suðumesjabæjar vöknuðu snemma til að hefja 17. júní-hátíðar- höldin sem hófust með liðlega klukkustundar dagskrá kl. 08.00. Gengið var í skrúðgöngu frá íþrótta- húsinu að skrúðgarðinum þar sem morgundagskráin hófst með fána- hyllingu sem Vilberg K. Þorgeirsson og fjölskylda framkvæmdu með að- stoð skáta, en Vilberg er fæddur 17. júní 1944. Að fánahyllingunni lokinni flutti Karlakór Keflavíkur þjóðsönginn og síðan var þjóöhátíðin sett af Drífu Sigfúsdóttur fyrrverandi forseta bæj- arstjómar. Þá kom fjallkonan fram, en hún var Birgitta María Vilbergs- dóttir. Ræðumaður dagsins var Mar- ía Rut Reynisdóttir nýstúdent. Hátíðarhöldunum var síðan fram haldið síðdegis með fjölskylduhátíð í .skrúðgarðinum og um kvöldið var ídansað. .T-r, i v )i ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.