Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 32
S A 32 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MINNINGAR RONALD MICHAEL KRISTJÁNSSON + Ronald Michael Krisljánsson var fæddur á Norð- firði 10. maí 1951 og lést á Borgar- spítalanum 9. júní síðastliðinn. Hann var sonur Kristjáns J. Siguijónssonar, d. 1983, fyrrum skipstjóra á R/S Arna Friðrikssyni, og Bellu McDonald Siguijónsson frá Aberdeen í Skot- landi sem starfaði lengst af í brezka sendiráðinu. Hann átti einn bróður, Öldung Siguijón Helga Krisljánsson tölvufræðing, f. 24. desember 1959. Ronald var kvæntur Auðbjörgu Stellu Eld- ar fóstru, og eignuðust þau saman tvær dætur, Jóhönnu Bellu, f. 9. september 1988 og Eddu Rós, f. 16 apríl 1991. Frá fyrra hjónabandi átti hann El- len Mjöll, f. 21. marz 1980. Ronald var prentari að mennt og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, nú síðast í tíma- ritið „Nýir tímar“. Kunnastur var hann fyrir skrif sín um dulspeki og andleg málefni, ásamt barnaefni, sem birzt hef- ur í Barna-DV. Auk þess var hann með einkaflugmannspróf. Ronald hefur starfað sem afleysingamaður á R/S Árna Friðrikssyni, unnið hjá SVR., verið leigubílsjtóri hjá Stein- dóri, starfsmaður hjá Stein- smiðju S. Helgasonar og Velti hf. til skammst tíma, síðan prentari hjá prentsmiðju Árna Valdimarssonar (PÁV), og nú síðast vagnstjóri og trúnaðar- maður hjá Hagvögnum. Ronald verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni á morgun mánudag. ÞEIR sem guðirnir elska deyja ung- ir. Opið bréf til frumburðar míns. Á austurströnd íslands, í litlu sjávarþorpi er Neskaupstaður nefn- ist, fyrir 43 árum og þá var það mjög frumstætt, ól ég hinn 10. maí 1951 kl. 10.30 að kvöldi dags svein- barn í stofunni (því þá var engan 1 spítala þar að finna). Mér innan handar var ljósmóðir, og síðasta klukkutímann staðgengill læknisins sem hljóp í skarðið. Þetta var óvenju fagurt kvöld, Blömastofa Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Stmi 31099 Opið öil kvöld tíi kl. 22,-einnig um helgar Skreytingar við öil tilefni. Qjafavörur. sólin skein og nýfæddu lömbin valhoppuðu úti í túni. Sem nýbökuð móðir og full fordóma fannst mér ég aldrei hafa augum litið nokk- uð eins fallegt og full- komið að lögun, þetta var lítið kraftaverk. Er ég fylgdist með þér er árin liðu, minnist ég fyrstu rauðu stíg- vélanna þinna, sem þú heimtaðir að sofa með þar til það tæki að rigna og þá óðstu í gegnum pollana. Ég minnist þess einnig, þegar ég fór með þig að sjá myndir með Roy Rogers í sunnudagseftirmiðdegi, og hvernig þú lékst og lifðir þig inn í sérhvert hlutverk. Og nokkrum árum seinna, þegar ég þurfti reglu- lega að veiða þig upp úr Tjörninni, þegar þú fórst að veiða síli með sigti. Þú varst líka eitt af blóma- börnunum, og ég minnist þess er þú fórst niður í bæ í eldgulum bux- um um lendar þér, purpurablárri skyrtu, með sítt hár og bindi sem stakk mann í augun og í gömlum pels sem ég hafði átt. Þú varst konungur kastalans. í minningu alls þessa höfum við ákveðið að syngja eitt af lögum Johns Lenn- ons, „Imagine". Er árin liðu, fórum við í gegnum góðæri sem og erfiða tíma, og var stærsti löstur minn að elska þig heitt og ofvernda. Við fæðingu færðu álfarnir þér margar gjafir í vöggugjöf, gjöf mannúðar, hláturs og gleði, næm- leika, tónlistarhæfileika, þú söngst og samdir og spilaðir á hljóðfæri. Önnur gjöf var gjöf tungutaks og þú talaðir nokkur tungumál og gast gagtekið hlustendur með samtölum þínum. Gjöfm að teikna og mála myndir. Ást þín á námi og skrifum hafa getið af sér tvær bækur og ijölda greina. Sem skemmtikraftur lékstu oft jólasvein og færðir hundr- uðum bama gleði í hjarta. Ein af þínum heitustu óskum rættist er þú varst samþykktur og vígður í frímúrararegluna. Þessa naustu og reyndir að lifa samkvæmt hugsjónum þeirra. Mig langar að þakka frímúrarabræðrum þínum og samstarfsmönnum fyrir hlýhug þeirra, stuðning og aðstoð. Sérstak- ar þakkir til þeirra er standa heið- ursvörð. Ef unnt væri, er ég nú geng á eftir kistu þinni, minn ástkæri frumburður, á þinni hinztu för, að hafa vistaskipti við þig, myndi ég gera svo með glöðu geði. Haltu áfram að pússa stjömumar og taktu frá fyrir mig sæti þér við hlið þar til ég kem, svo að við get- um sameinast á ný. Hjarta mitt er fyllt sálarkvöl, en ég hafði þig um stundarsakir og Guð ákvað að hann þarfnaðist þín meir en ég. Ég elska þig heitt og fel þig í hans vörslu. Mamtna. Nú er elsku pabbi minn dáinn og sakna ég hans sárt. Ég mun minnast allra skemmtilegu sam- Krossar á leiði ttt I viparlit og máloöir Mismunandi mynstur, -/önduo vinna. Simi 91-35929 og 35735 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 m vemstundanna með honum. Það var enginn eins og pabbi, alltaf jafn- hress og kátur. Elsku pabbi, ég mun sakna þín sárt. Þín dóttir. Ellen Mjöll. Elsku pabbi okkar er dáinn. Hann er hjá Guði og englunum hans. Hann pabbi kemur ekki aftur, því hann er að hjálpa Guði að pússa stjörnurnar með englunum sínum og passa litlu englabörnin. Áf hveiju er pabbi dáinn? Hve- nær kemur hann aftur? Við viljum ekki hafa hann hjá Guði, við viljum hafa hann hjá okkur, en mamma segir að einhvern tímann kalli Guð á okkur og þá munum við hittast á ný. O, elsku pabbi, við munum sakna þín og skemmtilegu stundanna sem við áttum með þér. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjðrðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Ók. höf.) Við söknum þín voða mikið. Guð blessi þig, pabbi. Bless pabbi. Jóhanna Bella og Edda Rós. Nú er Ronni bróðir minn horfinn yfir á æðra tilverustig andaheims- ins, þar sem hann hefur tekið upp þjónustumerki sitt. Við bræðurnir voru mjög sam- rýndir og störfuðum saman í mörg- um félögum, s.s. Knattspyrnufé- lagsinu Val, Hinu íslenzka Biblíufé- lagi og nú síðast í MUFON, þar sem hann var í embætti. Ronni hafði mikinn áhuga á neyt- endavemd og málefnum er lutu að óréttlæti í garð þeirra sem minna mega sín. Þess vegna starfaði hann af ákafa fyrir Neytendasamtökin og skrifaði ótal greinar gegn barna- ofbeldi o.fl. í Morgunblaðið og DV. Hann var alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum og svara kalli og var kjörinn trúnaðarmaður vinnufé- laga sinna í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni. Reiðarslagið kom síðan 9. júní' sl. er hann af sinni alkunnu skyldurækni var mættur til vinnu á tilsettum tíma. Þeir sem þekktu Ronald á annað borð, þekktu hann sem áhugamann um vísindi og andleg málefni, og sem prakkara af Guðs náð. Þess vegna stofnaði hann stúkuna Topaz í alþjóðareglu kabbalista (þar sem hann var meistari) og Mömmu- hrekkjarafélagið, sem hann veitti formennsku til æviloka. Mesta ánægju hafði hann þó af frímúra- reglunni á íslandi og vil ég þakka bræðrum hans sem hafa sýnt okkur mikinn hlýhug við þennan bróður- missi, og heiðra minningu hans með því að standa heiðursvörð. Einnig vil ég þakka líknarfélagi kirkju Jesú Krists, hinna síðari daga heilögu, fyrir þeirra störf. Ronald sagði alltaf: „Maðurinn er bara skopstæling og vansköpuð eftirmynd fortíðarinnar, einskonar paródía Kalíbans. Þar sem ekkert er nýtt undir sólinni." Hann vildi að sín yrði minnst eins .og hann hafði lifað, sem er bezt lýst með orðum úr Mormónsbók: Maðurinn lifir, svo að hann megi gleði njóta. (2. Nefí 2:25.) Far í friði, elsku Ronni minn, þú hefur svo sannarlega markað vel. Þinn bróðir, Sigurjón Helgi. Hinn 10. júní bárust mér þær sorglegu fréttir að einn allrabesti vinur minn, Ronald, hefði látist skyndilega kvöldinu áður á Borgar- spítalanum. Ronni, eins og hann var alltaf kallaður, var lífsglaður maður og traustur vinur þeirra sem áttu hann að. Honum gekk einstaklega vel að samlagast fólki. Sérstaklega voru böm hænd að honum, að minnsta kosti mín. Okkar vinskapur spannar um 25 ár og gæti ég skrifað heila bók um þennan tíma. Um allt brall- MORGUNBLAÐIÐ ið á unglingsárunum hjá okkur fé- lögunum. Þar var Ronni oftast aðal- stjarnan. Hvað hann var góður vin- ur í gleði og sorg. Hann var aldrei langt undan ef á þurfti að halda. Árið 1980 eignaðist Ronni sína fyrstu dóttur, en hann eignaðist þijár stelpur. Árinu áður hafði syst- ir mín látist, sem Ronna hafði þótt ákaflega vænt um. Hann vildi fá að skíra dóttur sína nafninu hennar og var hún skírð Ellen Mjöll. Þetta sýndi trygglyndið sem við nutum sem þekktum hann og áttum hann að vini. í nokkur ár eyddum við gamlárs- kvöldi alltaf saman. Þetta var orðin venja og börnunum mínum eru þessi áramót ógleymanlegur tími. Ronni kom alltaf færandi hendi þessi kvöld. Hann sprengdi upp flugeld- ana, hann sagði brandarana og hann tók þátt í prakkarastrikunum með ungviðinu, eins og að setja upp hurðarsprengjur. Svo kom ég inn, opnaði hurðina og fölnaði upp þeg- ar sprengjan sprakk. Hann virtist aldrei þreytast á að hafa ofan af fyrir þeim þessi kvöld. Enda var hann mjög hjátt skrifaður hjá ung- viðinu. Þeim fannst alltaf gaman ef hann var einhvers staðar nálægt. Ronni giftist Auðbjörgu Stellu Eldar fyrir sex árum. Þau eignuð- ust tvær dætur, Jóhönnu Bellu og Eddu Rós. Stella er sú kona sem ég hefði valið handa Ronna. Eins og hann, trygglynd. Þau bjuggu sér heimili á Reynimelnum og þar fann ég hjá þeim báðum að ég var alltaf velkomin. Sama hvort leið langur eða stuttur tími á milli þess sem við sáumst eða töluðumst við, ekk- ert breyttist. Þetta voru vinir mínir. Eins á árum áður var mér alltaf vel tekið í foreldrahúsi Ronna og man ég eftir matarboði á jóladags- kvöld sem mér var boðið til á Fram- nesveginum. Elsku Ronni, mikið gaf hann af sér, og mikill er missir ykkar, elsku Babs, Stella, Helgi og dætur hans. Ég samhryggist ykkur af öllu hjarta. Ég bið algóðan guð að styrkja ykkur og eins að blessa minningu hans. Ég vil að lokum þakka Ronna mínum öll árin og vinskapinn í minn garð. Farðu vel, kæri vinur minn. Þín vinkona, Drífa og fjölskylda. Okkur langar að minnast góðs vinar, Ronalds M. Kristjánssonar, sem lést langt um aldur fram, að- eins 43 ára. Það kom sem reiðar- slag og mikill sársauki er fréttist um lát hans og erfítt er að átta sig á því að eiga ekki eftir að fá að sjá hann oftar eða geta ekki rætt við hann um daginn og veginn. Við ræddum oft um lífið og tilveruna og hann var sannfærður um að það væri eitthvað fyrir handan. Hann sagði okkur að hann hræddist ekki dauðann þegar að honum kæmi. Hann lagði alla ævi mikla rækt við að auka anda sinn að þekkingu og fróðleik. Ronald leiftraði alltaf af lífsgleði og hafði þá útgeislun sem engan lét ósnortinn sem honum kynntust. Hann var haihingjusamur fjöl- skyldufaðir, hann elskaði konu sína og börn og þau elskuðu hann og virtu. Við hjónin höfum kynnst mörgum og viljum ekki gera upp á milli, en mikið lifandis ósköp þótti okkur vænt um að hafa þekkt Ron- ald og hafa átt hann að vini. Það var heiður og upphefð og fyrir það erum við þakklát. Elsku Ronald, guð vildi að þú kæmir til sín og við verðum að trúa á hann og treysta, að hann hafí leitt þig inn í ríki sitt og dýrð sína, en huggi okkur hin sem núna erum hrygg. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur. Þó ég sé látinn þá harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þig hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu. (Höf. ók.) Guðjón og Margrét. Ég kynntist Ronald M. Kristjáns- syni fyrir nokkrum árum er hann gekk í Frímúrararegluna á íslandi. Þar sem við vorum þá nábúar var ég fijótlega orðinn heimagangur hjá honum og Stellu á Reynimelnum þar sem alltaf var svo mikil gleði ríkjandi. Enn óx gleðin þegar tveir sólargeislar komu í heiminn, Jó- hanna Bella og Edda Rós, auk þess sem Ellen Mjöll sem fermdist í vor var þama oft. En fljótt skipast veður í lofti: Það er napurlegt til þess að hugsa að á meðan ég ásamt fjölmörgum öðmm var að hlusta á níundu hljómkviðu Beethovens þar sem í lokakaflanum er sunginn óðurinn til gleðinnar var Ronald að heyja sitt stutta og snarpa dauðastríð. Ég hafði af tilviljun verið í heim- sókn hjá þeim Stellu kvöldið áður og þegar hann kvaddi mig við úti- dyrnar eins og venjulega kemur fram minning sem ætti að vera vin- um hans kunnugleg; gleðistund með hlátri og léttu tali og svo því að við myndum hittast um helgina eins og venjulega, en þar er nú orðin breyting á. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið að styðja Stellu og dætur Ronalds, móður hans og önnur skyldmenni. Minning um góðan og glaðan dreng lifír. Halldór Halldórsson. Það dimmdi svo skjótt og hljótt - við heljardyr. Hví var hinn góði drengur kvaddur braut í blóma lífs? Svo margur maður spyr og megnar ei að skilja dauðans þraut. (Margrét Jónsdóttir) Elsku Ronni, það var sem vondur draumur, þegar Stella, mín kæra vinkona, hringdi og sagði þig dáinn. Gat það verið? Þú fórst í vinnu að morgni en komst ekki aftur heim. Þessi stingur, sem þú fannst, reyndist vera farseðill yfir móðuna miklu. Ferðin var engan veginn nægi- lega undirbúin, en þú fékkst engu um hana ráðið, hún hófst að morgni 9. júní og lauk fyrir miðnætti sama dag. Þessa ferð eiga litlu stelpurnar þínar erfitt með að skilja. Það er þér huggun að þu veist þær umvafð- ar hlýjum örmum góðrar móður. Ég lofa þér því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að þeim líði vel. Ronni, þú varst lánsamur að kynnast Stellu. Hún er perla. Sam- an áttuð þið yndislegt heimili, þang- að var ekki bara gott að koma, heldur lífsnauðsynlegt. Alltaf gat ég litið á heimili ykkar, sem mitt annað. Til ykkar sótti ég ekki bara gleði, heldur einnig styrk ef eitt- hvað bjátaði á. Ronni minn, það er stutt síðan við sátum síðast yfír kaffibolla og ræddum saman um lífsins gagn og nauðsynjar. Það var bæði gott og gaman að tala við þig. Þú varst fróður um marga hluti. Margt hafð- ir þú reynt sjálfur en um annað lesið. Borgarstjórnarkosningar voru í nánd, margt var skrafð. Eg veif- aði pennanum mínum alsettum kosningaáróðri og slegið var á létta strengi. Þá óraði mig ekki fyrir því að með þessum sama penna yrðu þessi kveðjuorð rituð til þín, en veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Elsku Ronni, ég þakka þér fyrir að vera mér svona góður vinur. Ég þakka þér fyrir að koma ávallt til dyranna eins og þú varst klæddur. Ég þakka þér fyrir að þú gast hlust- að og virt skoðanir mínar þó svo að við værum ekki alltaf sammála. Ég þakka þér fyrir hvað þú varst gamansamur og hress. Kæri vinur, ég trúi því að við sjáumst á ný. Líði þér vel. Ég bið algóðan Guð að gefa Stellu og litlu pabbastelpunum, Ell-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.