Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ1994 21 LYÐVELDIÐISLAND 50 ARA EINAR Halldórsson var búinn að vera rúma þrjá tima á leið- inni frá bílastæðinum við Skógarhóla til vegamótanna við þjón- ustumiðstöðina á Þingvöllum þegar Morgunblaðið hitti hann að máli í bíl sínum. Leiðin frá Skógarhólum er um 3 kilómetrar. ENGELHART Björnsson og Helga Haraldsdóttir höfðu einnig verið um þijá tíma á leiðinni frá Skógarhólum niður að þjón- ustumiðstöð. Þau voru samt ekki búin að týna góða skapinu og sögðu að menn yrðu bara að gera gott úr þessu. „Þetta var ekki slæmur dagur,“ sagði Helga, en hún var ekki ánægð með hlut skipuleggjenda hátíðarinnar. Kom tímanlega 1 hátíðarslitin RÚDÓLF Jóhannsson, kranabílsljóri, hafði ekki mikið að gera. Það var ekki vegna þess að ekki væri þörf á því að færa bíla heldur vegna þess að hann hafði enga möguleika til að athafna sig með bílinn vegna umferðar og þrengsla. Morgunblaðið/Þorkell EINAR Siguijónsson var 6 tíma á leiðinni til Þingvalla. Hann kom austur um það leyti sem verið var að slíta þjóðhátínni. Einar sagði að skipulag umferðar hefði verið klúður, en flestir hefðu þó tekið óþægindunum af jafnaðargeði. „ÞETTA er algjört klúður,“ sagði Einar Siguijónsson, rútubílstjóri, um skipulag umferðarmála á þjóð- hátíð. Einar fór frá BSÍ um klukk- an tólf, en var ekki kominn til Þing- vaiia fyrr en klukkan rúmlega sex, en þá var verið að slíta þjóðhátíð- inni. Hann sagðist hafa ætlað sér að fara 3-4 ferðir á Þingvöll, en komst við illan leik aðeins eina ferð. Einar sagði að menn hefðu átt að geta séð það fyrir að það væri ekki hægt að flytja þann mann- fjölda, sem þjóðhátíðarnefnd gerði ráð fyrir að kæmi til Þingvalla, þ.e. 60 þúsund manns, með þessu skipulagi. Eina færa leiðin til að koma þessu í kring hefði verið að loka annarri leiðinni til Þingvalla fyrir einkabílaumferð og láta hana rútum eftir. Þær rútur sem fóru snemma um daginn áttu í miklum erfiðleikum með að komast til baka vegna bfla- umferðar. Sumar rútur áttu t.d. í erfiðleikum með að snúa við á veg- inum og aðrar komust ekki leiðar sinnar vegna bíla sem lagt hafði verið í vegkanntinum. Þær rútur sem fóru af stað um hádegisbil, eins og rútan sem Einar ók, eyddu öllum deginum á leiðinni austur. Einar sagði að flest allir hefðu tekið þessum töfum með jafnaðar- geði, en fólk hefði eðlilega verið svekkt. Hann sagði að allir hefðu farið út úr rútunni loksins þegar hún komst á leiðarenda, en margir hefðu farið heim með sömu rút- unni eftir að hafa stoppað í fáar mínútur á Þingvöllum. KRISTBJÖRG Guðmundsdóttir og Guðmundur Magnússon kom- in á ÞingvöII með dæturnar Þóru, 16 ára, Sæunni, 13 ára og Huldu Björg, 5 ára. Fjölskyldan er ekki með hýrri há, enda búið að slíta þjóðhátíðinni. Misstu af hátíðinni eftir 6 tíma bílferð „AUÐVITAÐ erum við svolítið reið, en aðallega erum við sár og svekkt yfir því að missa af þjóðhátíðinni, þrátt fyrir sex tíma ferðalag," sögðu hjónin Kristbjörg Guðmundsdóttir og Guðmundur Magnússon, sem komu á Þingvöll laust eftir klukkan hálf sjö að kvöldi 17. júní, í þann mund sem þjóðhátíðinni var slitið. „Við gátum auðvitað hlustað á útvarp á leiðinni, en ferðin var nú ekki farin til þess og þar sem við áttum ekki von á þessum ósköpum, þá er ekkert sjónvarp í bílnum okkar!“ sögðu þau. Og bættu við. „Sjónvarpið ætti að endursýna sem mest af þjóðhátíðinni fyrir okkur sem upplifðum hana bara á þjóðveginum.“ Þau Kristbjörg og Guðmundur sögð- ust hafa farið að heiman í Reykjavik um hálftólfleytið og allt gengið skap- lega upp á Höfðabakkann. Þar urðu á vegi þeirra tveir lögregluþjónar á mótorhjólum, sem ráðlögðu þeim að fara Nesjavallaleiðina austur, því hún hefði verið opnuð fyrir umferð, þótt annað stæði á skiltum. „Ferðin aust- ur á Nesjavelli gekk greiðlega, en þegar þangað kom voru lögreglu- menn fyrir og bönnuðu okkur að fara niður á Þingvelli og vísuðu okk- ur niður að Ljósafossvirkjun og þar yfir á Gjábakkaleiðina. Og þar eydddum við svo því sem eftir var af deginum." Ekki sögðu þau hjón, að fjörugt mannlíf hefði verið í vegkantinum. Fólk sat mest inni í bílunum og beið og beið þess að komast áfram. Og algengt var, að tveir eða þrír væru í bíl. En hugleiddu þau aldrei að snúa við. „Við sáum fólk snúa við, en einhvern veginn héldum við alltaf í vonina. Og svo þegar við komum loksins hingað, þá hittum við mann, sem var búinn að vera í þijá klukku- tíma að komast út af bílastæðinu við þjónustumiðstöðina." „Þetta er með öllu óskiljanlegt. Við vorum búin að heyra dögum saman að menn byggjust við 60 þús- und manns og áttum ekki von á öðru en að komast á þjóðhátíð. En þetta er eitthvað sem enginn skilur en ein- hver ber ábyrgð á.“ - Hvernig á svo að veija því sem eftir lifir af 17. júní? „Nú er bara að brenna aftur í bæinn og fá sér snúning niðri í bæ. Það er lágmark að ná í einhveija smá þjóð- hátíð" sögðu þau hjón og héldu öku- ferðinni áfram. Vorum að taka heim ný stórglæsileg fyrsta flokks sófasett alklædd leðri. Sófasett 3+1+1 aðeins stgr. kr. 155.000 Sérstakt kynningarverð með ÞknmiilTH afslætti. Litir: Svart, brúnt, grænt, rautt, vínrautt, bleikt og Ijósbrúnt. Ath. Takmarkað magn. Greiðslukjör við allra hæfi. (E) Wj Munalán ValMsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375 EINSTAKT TÆKIFÆRI!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.