Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 2 7 jlfofgisiiMiifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. LYÐVELDIS- HÁTÍÐIN LÝÐVELDISHÁTÍÐIN á Þing- völlum í fyrradag, í tilefni af því, að 50 ár voru liðin frá stofn- un Lýðveldisins íslands, fór vel fram og var vel heppnuð. Þetta er í fjórða sinn á þessari öld, sem slík hátíð er haldin á Þingvöllum. A' 'ngishátíðin 1930 er þeim enn í óiinni, sem hana sóttu. Hið sama má segja um 17. júní 1944, þegar lýðveldið var stofnað, og hátíða- höldin í tilefni af 1100 ára af- mæli íslands byggðar sumarið 1974 voru glæsileg. Dagskrá lýðveldishátíðarinnar var vönduð og ánægjuleg í alla staði. Fundur Alþingis fór fram með virðulegum hætti. Það vekur alltaf sérstakar tilfinningar í brjóstum íslendinga, þegar þjóð- þingið kemur saman á Þingvöllum. Þegar Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, ávarpaði viðstadda sýndu tugþúsundir landsmanna með áberandi hætti hvern sess hún skipar í hugum þeirra. Nærvera þjóðhöfðingja annarra Norður- landa sýndi betur en flest annað þau djúpu tengsl, sem eru á milli þessara þjóða. Margrét Þórhildur Danadrottning snerti streng í hjörtum íslendinga með ræðu sinni og það kom enn í ljós, hve sterk tilfinningatengsi eru á milli íslendinga og hins danska þjóð- höfðingja og fjölskyldu hennar, nú sem fyrr. Það vakti athygli, að Haraldur Noregskonungur vék að deilumál- um Norðmanna og íslendinga í ræðu sinni. Með sama hætti og Margrét Þórhildur sagði, að nú væri svo langt um liðið, að íslend- ingar og Danir gætu rætt allar hliðar þeirra ágreiningsmála, sem upp komu við lýðveldisstofnunina fyrir 50 árum, fór vel á því, að Noregskonungur skyldi hiklaust víkja að þeim hörðu deilum, sem hafa risið á milli þjóðanna tveggja um fiskveiðar í Norðurhöfum. Slík vandamál á að ræða og komast að samkomulagi, sem báðir aðilar geta-sætt sig við. Með því að víkja að þessum ágreiningsmálum í ræðu sinni á hátíðlegri stundu hefur Noregskonungur Vísað veg- inn til viðræðna og sátta á milli Norðmanna og íslendinga. Hátíðahöld sem þessi gegna þýðingarmiklu hlutverki í þjóðlífi okkar. Þau verða hverjum og ein- um íslendingi hvatning til þess að hugsa um uppruna þessarar þjóð- ar, sögu hennar, menningu og tungu. Þau verða til þess að vekja upp sterka og jákvæða þjóðernis- kennd í brjóstum okkar allra. Þau verða okkur hvatning til að standa sterkan vörð um tunguna og menningararfinn. Þess vegna er ástæða til að efna til hátíðar sem þessarar á merkum tímamótum. Þess vegna hefur hún tilgang. Ekki fer hjá því, að margvísleg vandamál komi upp, þegar fjórð- ungur og jafnvel þriðjungur ís- lenzku þjóðarinnar kemur saman á einn stað á einum degi. Þau samgönguvandamál, sem upp komu, verða ekki til þess að varpa skugga á hátíðahöldin sem slík, þótt þau hafi auðvitað verið óskemmtileg fyrir þá, sem verst urðu úti. Nauðsynlegt er, að allir aðilar fari vandlega yfir þau vandamál, sem upp komu, og geri sér grein fyrir því, hvernig hefði átt að standa að málum til þess að koma í veg fyrir umferðaröng- þveiti á leiðinni til og frá Þingvöll- um. Reynsluna af umferðinni nú á að nota til þess að tryggja betra skipulag á samgöngum næst þeg- ar þjóðin heldur til Þingvalla, sem væntanlega verður um aldamótin, þegar þess verður minnzt að 1000 ár verða liðin frá kristnitökunni. Með sama hætti er auðvitað ljóst, að þegar svo stór hluti þjóð- arinnar er saman kominn á einum stað verður hreinlætisaðstaða að vera viðunandi. Að skipulagi þeirra mála þarf einnig að huga í framhaldi af hátíðahöldunum nú til þess að tryggja að þau verði í betra horfi í framtíðinni. Allir þeir, sem unnið hafa að undirbúningi þessara hátíðahalda mánuðum saman undir forystu Matthíasar Á. Mathiesen, for- manns þjóðhátíðarnefndar, og Steins Lárussonar, framkvæmda- stjóra nefndarinnar, eiga miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt til þessarar sögulegu hátíðar. Við íslendingar stöndum um margt á vegamótum í sjálfstæðis- baráttu okkar. Hún tekur á sig ýmsar myndir. Framundan eru tvö veigamikil verkefni. Annars vegar að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar á næstu árum og ára- tugum með því að dragá úr skulda- söfnun við aðrar þjóðir og lækka skuldir okkar gagnvart þeim. Hins vegar að finna okkar rétta stað í þeirri breyttu heimsmynd, sem við blasir, eftir lok kalda stríðsins. Um hvort tveggja eru áreiðanlega töluvert skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar. Við hljótum að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu á grundvelli leikreglna lýðræðisins. Vonandi er sá tími liðinn, að þjóð- in skiptist í tvær andstæðar fylk- ingar vegna deilna um utanríkis- mál, eins og því miður var stað- reynd mestan hluta þess tíma, sem liðinn er frá lýðveldisstofnun. Þegar upp er staðið er ljóst, að við höfum reynzt farsæl í lífsbar- áttu okkar á fyrstu 50 árum lýð- veldisins. Á þeirri reynslu höfum við að byggja, þegar við stöndum nú frammi fyrir nýjum og veiga- miklum ákvörðunum. pT A HÖFUNDUR tl'íitGísla sögu segir okkur ekki hvort Þorgrímur goði hafi borið ábyrgð á vígi Vésteins eða ekki. Ef hann hefur ekki átt neinn hlut að því heldur hafi það verið verk Þorkels eins, þá hefur Gísli Súrsson framið eitt mesta níð- ingsverk sögualdar á íslandi. En ís- lendingar tóku ekki ástfóstri við slíka menn. Því verðum við að ætla þjóðin hafi lesið þá skýringu útúr frásögn- inni að Þorgrímur sé ábyrgðarmaður vígsins enda hafði hann sýnt hug sinn til Vésteins með eftirminnileg- um hætti. Gísli þekkti vel spjótið sem hann tók úr sári Vésteins, mágs síns. Það var eigandi þess sem átti eftir að fá kaldan koss af munni Grásíðu. Ógæfusamir og auðnulitlir einsog Gísli og Grettir Ásmundarson stóðu vígamenn til forna við sjálfsvitund sína og sannfæringu. Það kunnu þeir að meta sem festu þessar sögur á skinn á sturlungaöld, og ekkisíður hinir sem höfðu borið kyndil harm- sagnanna frá einni kynslóð til ann- arrar. r pr ÞAÐ ÞARF EKKI LENGI tJ «að lesa í vestfirzku sögunum til að sjá þær eru með nokkuð öðrum blæ en aðrar fomar sagnir íslenzkar. Þær eru yngri og ekki eins þéttar í sér og aðrar sögur, að Auðunarþætti vestfírzkra undanskildum. Þar er bjarndýrið veigamikill þáttur einsog bjamarylur Olafs Hávarðssonar í HELGI spjall Hávarðar sögu ísfírð- ings og í báðum þess- um sögum gegnir staf- karlinn mikilvægu hlutverki, en hans er ekki sérstaklega getið annars staðar. Ólafí er storkað með stafkarla hlut í sögu sinni en Auðunn segir við konung að móðir hans troði stafkarlsstíg úti á íslandi ef hann ekki fari þangað sem fyrst. Fátt virðist fyrirlitlegra með vestfírðingum en samlíkingin við stafkarla. Sjálfsbjargarviðleitnin hefur verið þessu fólki í blóð borin frá öndverðu og mættum við vel muna það á þessum síðustu og verstu tímum þorskleysis og kvótabrasks. 56.1 HÁVARÐAR SAGA IS- ifírðings hefst með hval- skurði einsog kvikmyndin í Skugga hrafnsins. Hvalskurður skiptir einnig máli í Fóstbræðra sögu. Fáar sögur eru með jafnmörgum efnislegum leiðréttingum og Hávarðar saga ís- fírðings í útgáfu Hins íslenzka forn- ritafélags. Það styður einungis þá sannfæringu að sagan sé skáldverk, unnið úr aifsögnum. En Hávarðar saga ísfirðings er ekki ein um það. í þessari athyglisverðu og að mörgu leyti velskrifuðu sögu sem er aug- sýnilega ung, eða frá upphafi 14. aldar, má sjá vinnubrögð íslendinga sagna í hnotskum; mótaðar sagna- persónur, ömefnum mglað og öllu hagrætt eftir hendinni, þótt höfundur hafi gott samband við umhverfi sitt og veruleika. En hann notar þetta hráefni eftir hentugleikum einsog aðrir höfundar íslendinga sagna. Veruleikatengslin samkvæmt list- rænum kröfum skáldskaparins. Þannig vinna skáldsagnahöfundar enn í dag. Nokkur dæmi úr Hávarðar sögu ísfírðings, til íhugunar: Hann grimm- ast við hann fyrir allt saman; stór- lega og samsetningar með stór- em algengar og minnir á Árna sögu byskups frá síðara hluta 13. aldar (stóreflismenn); þér fellur svo nær, minnir á Njálu; Þórdís minnir á kven- skömng Njálu, Bergþóm: Eigi þykist eg síður ráða eiga en Atli; jaxlar Ólafs og hefndarverk hryðjuverka- manna leiða einnig hugann að Njálu; annað að Árna sögu byskups og Hákonar sögu Sturlu Þórðarsonar þarsem talað er um að konunga en í Hávarðar sögu em sagnimar að ágæta og hégóma og þætti ekki gott í nútímamáli; ekki frekaren ef Morg- unblaðið segði einn góðan veðurdag um þingslit: eftir þetta slíta þeir þing- ið. Fátt er skemmtilegra en velta við steinum í þessum gömlu sögum og skoða lífíð undir þeim, svoað vitnað sé til texta eftir Sigurð Nordal sem ég Ias einhvem tíma á háskólaárum mínum en man nú ekki lengur hvar er að fínna. En kannski höfum við tök á því síðar að velta við nokkmm steinum, en áður skulum við líta okkur nær. M (me/ra næsta sunnudag) SVERRIR HERMANNSSON, bankastjóri Landsbanka íslands, flutti ræðu á aðal- fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna snemma í maímánuði, þar sem hann varpaði fram og fjallaði um þá spurningu, hvemig „tilrauninni um rekstur sjálfstæðs ríkis á íslandi“ mundi lykta. í kjölfar myndarlegrar þjóðhátíðar á 50 ára af- mæli lýðveldisins í gær, föstudag, er ekki úr vegi að fjalla svolítið um þessa spurn- ingu. I ræðu sinni sagði Sverrir Hermanns- son m.a.: „Fyrir margt löngu henti það mig á samkomu að velta fyrir mér, hvernig til- rauninni um rekstur sjálfstæðs ríkis á ís- landi myndi lykta. Menn ráku upp stór augu í fyrstu, en brugðust síðan illa við. Töldu óþjóðhollt tal og ábyrgðarlaust. Kom í einn stað niður, þótt ég ályktaði áður en yfir lauk, og þóttist færa fyrir því nokk- ur rök, að líkur væru á, að tilraunin myndi heppnast, að uppfylltum ýmsum skilyrðum að vísu. Menn skelltu skolleyrum við slík- um og þvílíkum speglasjónum og töldu allar efasemdir í þessum efnum jafnbrýna landráðatali. Það má mikið vera, ef þessi viðhorf eru ekki uppi enn, enda verður því ekki neit- að, að á allra síðustu árum hefur ýmsu þokað í þá átt, að líkur hafa aukizt á að tilraunin muni takast. En — enn eru ekki öll skilyrði uppfyllt. Tilraunin er sem sé ekki á enda kljáð.“ Síðan sagði bankastjóri Landsbankans: „Nú kann mönnum að þykja hæfilegt að miða við fullveldið 1918, sem upphaf til- raunar um rekstur sjálfstæðs ríkis á ís- landi. Það má vel, en reyndar sat hér hníp- in þjóð í vanda og verklítil fram í síðari heimsstyijöld. Þá hefst íslenzka byltingin ... þótt við teljum, að íslenzka byltingin hefjist ekki fyrr en upp úr 1940 er hún svo gagnger á hálfri öld, að vafalaust eru engin dæmi þess á jarðarkringlunni, þar sem framfarir hafa orðið með jafn skjótum hætti og á Islandi. En — samt sem áður er tilrauninni, sem ég minntist á í upp- hafi, ekki enn lokið. Meira að segja er hætta á, að hún mistakist, ef ekki er tekið í taumana. Næsta ríkisstjórn á íslandi verður að vera viðlagastjórn um fjármál þjóðarbúsins." Eftir að Sverrir Hermannsson hafði með þessum hætti lýst þeirri skoðun sinni, að ekki væri enn komið í ljós, hvort tilraun okkar íslendinga til að reka sjálfstætt ríki hefði tekizt, vék hann að yfirstandandi erfiðleikum í efnahagsmálum þjóðarinnar og andmælti þeirri skoðun, að þeir byggð- ust fyrst og fremst á hruni þorskstofns- ins. Hann sagði: „Sá kór, sem kyijar sýknt og heilagt, að allir okkar erfiðleikar orsak- ist af færri þorskum í sjónum, er svo vel æfður að varla heyrist ein einasta hjáróma rödd. Ekki skal lítið gert úr hruni þorsk- stofnsins, enda eru sjálfskaparvítin ekki betri hinum. Ég vil hins vegar halda því fram, að sú kreppa, sem við nú lifum við á íslandi, sé fyrst og fremst kreppa óráðs- íunnar, kreppa offjárfestinga og gegndar- lausrar eyðslu ... Við erum því vanastir að skipta í ijöru helmingi meiru en aflast, taka að láni tvöfalda þá fjármuni og eyða og spenna og fjárfesta í gullgreftri og glannaskap, sem aðrir eiga svo að borga. Eg held, að það gæti verið stanzlaust góð- æri á íslandi, ef við kynnum með fjármuni okkar að fara.“ Og loks sagði landsbankastjórinn: .. menn eru nú sem óðast að temja sér ný og stórbætt vinnubrögð í rekstri fyrir- tækja, enda gert sér ljóst, að önnur kom- ast ekki af. Og enn eitt, sem menn hérlend- is hafa vonandi lært: Stærð fyrirtækja er engin vörn gegn hruni og falli. En eitt er það fyrirtæki í landinu, sem ekki uggir að sér, það langstærsta, sjálft ríkið. Ar eftir ár er ríkissjóður rekinn með gegndarlausum halla. Með öllum ráðum verður að koma í veg fyrir, að sú ósvinna haldi áfram. Það verður aðalverkefni nýrr- ar viðlagastjómar á íslandi." Skoðana- bróðir í Bandaríkj- unum REYKJAVIKURBREF Laugardagur 18. júní ÞAU SJONARMIÐ, sem hér hefur verið vitnað til í ræðu Sverris Hermanns- sonar á aðalfundi SH snemma í maí,' lýsa óneitanlega mjög harðri afstöðu til ríkissjóðs og stöðu opinberra fjármála. Þau eru ekki sízt athyglisverð vegna þess, að hér talar maður, sem um árabil var í forystusveit Sjálfstæðisflokksins, gegndi ráðherraembættum í fjögur ár, stjórnaði einum helzta fjárfestingasjóði landsmanna um árabil og hefur nú um sex ára skeið kynnst innviðum íslenzks atvinnu- og fjár- málalífs frá sjónarhorni Landsbankans. Niðurstaða hans er þessi: næstu ríkisstjórn á íslandi á að mynda um það verkefni að ná tökum á ríkisfjármálum. Það eru hins vegar fleiri en Sverrir Hermannsson, sem hafa áhyggjur af halla- rekstri ríkissjóða. Fyrir nokkru kom út bók í Bandaríkjunum eftir mann að nafni Pet- er G. Peterson. Hann var viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna í forsetatíð Nixons og starfaði einnig sem ráðgjafi forsetans í alþjóðlegum efnahagsmálum. Hann á að baki glæstan feril í bandarísku viðskipta- lífi, bæði sem forstjóri stórfyrirtækis í framleiðslu svo og sem forstjóri eins stærsta verðbréfafyrirtækis Bandaríkj- anna. Á undanförnum árum hefur þessi bókarhöfundur varið hluta af starfstíma sínum til þess að vekja Bandaríkjamenn til vitundar um þær hættur, sem séu fólgn- ar í gífurlegum hallarekstri á ríkissjóði Bandaríkjanna. Um þetta hugðarefni fjall- ar bók hans, þar semj hann hvetur Banda- ríkjamenn til þess að horfast í augu við veruléikann og bjarga þjóðarbúskap sínum frá gífurlegri skuldabyrði. í upphafi bókarinnar minnir Peterson á viðvörunarorð ’Tómasar Jeffersons fyrir 200 árum, þar sem hann hafi minnt Banda- ríkjamenn á, að ekki væri við hæfi, að ein kynsióð safnaði skuldum, sem mundu íþyngja næstu kynslóð. Jefferson taldi, að lýðræðisríki ættu að setja ákvæði í stjórn- arskrár ríkjanna, þar sem skýrt væri tekið fram, að hvorki löggjafarvald né þjóðin sjálf gæti tekið á sig meiri skuldir, en hver kynslóð gæti greitt upp á sínu æviske- iði. Bandaríkjamenn hafi hins vegar gleymt þessum ráðum Tómasar Jeffersons og með því að safna skuldum, sem ætlast væri til að nýjar kynslóðir greiddu, væru þær sviptar frelsi sínu að töluverðu leyti. Raunar birtist í Morgunblaðinu í gær, föstudag, grein eftir Björgvin Sighvatsson, hagfræðing, þar sem hann lýsir nákvæm- lega sömu skoðunum og hér eru hafðar eftir Jefferson. Björgvin Sighvatsson segir:„Það er því „siðferðislegur glæpur“, að kynslóðin, sem ráðið hefur ferðinni síð- ustu 15 árin geti velt skuldavanda, sem hún hefur sjálf stofnað til, yfir á næstu kynslóð. í raun er verið að bijóta alvarlega siðareglu í lýðræðisríki, en hún er sú, að ein kynslóð geti ekki skuldsett afkomendur sína án þess að hafa nokkurn tímann feng- ið umboð til þess frá réttum aðilum. Hagfræðingar hafa bent á eina leið til þess að koma í veg fyrir þennan „siðferðis- lega glæp“. Hún felur í sér, að stjórnar- skrárlögunum yrði breytt á þann veg að banna með öllu hallarekstur hjá hinu opin bera, hvort sem um ríki eða sveitarfélag væri að ræða. Ef stjórnvöld gætu ekki miðað útgjöld sín við þær tekjur, sem inn heimtast þá yrði hreinlega að boða til nýrra kosninga, þar sem kjósendum væri boðið upp á annan valkost. Slíkar reglur mundu veita stjórnmálamönnum aðhald og stuðla að því að meiri jöfnuður næðist í rekstri hins opinbera. Vandamál geta þó augljóslega komið upp, ef almennur vilji kjósenda er að velta útgjöldum yfir á næstu kynslóðir. Eitt er þó víst, að það er með öllu óþol- andi að heilli kynslóð takist að velta gríðar- legum skuldavanda sínum yfir á næstu kynslóðir. Því er nauðsynlegt, að sú kyn- slóð, sem nú ræður ferðinni sníði sér stakk eftir vexti og geri ráðstafanir sem fyrst Morgunblaðið/Rax til að stöðva endanlega þessa óhugnanlegu þróun.“ í bók sinni lýsir Peter G. Peterson lífs- háttum Bandaríkjamanna m.a. á þennan veg: „Við höfum hvatt til lántöku og neyzlu á allan mögulegan hátt. Við höfum ekki aðeins hafíð neyzluna til vegs, heldur höfum við í raun lýst þeirri skoðun, að sparnaður sé af hinu illa með því að refsa sparifjáreigendum. Við veittum skuldurum skattahlunnindi. Við ýttum undir fast- eignakaup með ríkistryggðum veðlánum og ótakmörkuðum frádrættl vaxta- greiðslna frá skatti. í Bandaríkjunum hreykjum við okkur af því, að fasteigna- kaupendur þurfi aðeins að leggja fram brot af kaupverði fasteignar af eigin fé. Japanir eru þjóð sem sparar og þar er algengt að fólk leggi fram þriðjung eða helming sem eigið fé. Þar til fyrir skömmu var vaxtakostnaður af neyzlulánum frá- dráttarbær að fullu — ákvæði í skattalög- um, sem hvergi hefur þekkzt á byggðu bóli annars staðar í heiminum." Peterson segir, að á síðasta áratug hafi svo verið komið, að 97% af þjóðarfram- leiðslu Bandaríkjamanna hafi farið í neyzlu. Erlendar lántökur Bandaríkja- manna hafí ekki gengið til fjárfestinga heldur hafi þeir peningar gert þjóðinni kleift að kaupa meira af bílum og mynd- bandstækjum. Þegar þessi tæki séu úr sér gengin standi ekkert eftir á móti lántökun- um annað en skuldir. Opinberar lántökur Bandaríkjamanna séu fyrst og fremst not- aðar til þess að auka neyzlu en ekki í fjár- festingar. Nánast allir þeir peningar, sem ráðstafað er á fjárlögum, gangi til neyzlu. Hagfræðinga greini á um margt en tæpast mundi nokkur þeirra mæla gegn mikilvægi þess, að opinberar skuldir auk- izt ekki meir en nemur hagvexti. Banda- ríkjamenn þurfi á auknum fjárfestingum að halda og sumir telji, að nýjar fjárfest- ingar þurfi að nema 400 milljörðum Bandaríkjadala á ári. í þessu felist, að Bandaríkjamenn þurfi að spara miklu meira á ári hveiju, 400 milljarða dollara umfram það, sem þeir spara nú. Peter G. Peterson heldur því fram, að skuldaveizlu bandarísku þjóðarinnar sé lokið. Nú sé komið að skuldadögum. Þjóð- in sé komin upp í horn og finni hvergi þægilega útleið. Einni mestu tilraun til að örva hagvöxt með skuldasöfnun sé lokið. Bandaríkjamenn hafi öðlast mikla leikni í að ljúga að sjálfum sér. Þeir hafi talið sér trú um, að þeir gætu notið velmegunar, sem kostaði ekki neitt, og þeir gætu bara valið en þyrftu ekki að hafna. í raun og veru eru fyrrverandi viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi iðnaðarráðherra íslands að segja það sama: Það verður ekki gengið lengra í að halda uppi neyzlu almennings, hvorki á íslandi né í Bandaríkjunum, með halla- rekstri ríkissjóða þessara landa. Á nú að taka til hendi? ÞAÐ VÆRI vafalaust fróðlegt að nota mælistikur fyrrverandi ráð- gjafa Nixons á stöðu ríkissjóðs. Hve mikill hluti fjárlaga íslenzka ríkisins gengur til neyzlu og hve mikill til fjárfestinga? Hvert er hlutfallið á milli skuldasöfnunar og hagvaxtar? Að hve miklu leyti fjármögnum við fjárfesting- ar þjóðarinnar með sparnaði? Eða svo not- aðar séu mælistikur Tómasar Jeffersons: getur núverandi kynslóð íslendinga greitt upp á sínu æviskeiði þau lán, sem hún hefur tekið? Eða er hún að binda eftirkom- endur sína í skuldafjötra? Miklar vonir voru bundnar við, að núver- andi ríkisstjórn næði tökum á ríkisfjármál- unum, þegar hún tók við fyrir þremur árum. Töluvert hefur áunnizt. Einn af ráðgjöfum Friðriks Sophussonar fjármála- ráðherra, segir í grein hér í blaðinu í gær, föstudag, að ríkisútgjöld hafi verið skorin niður um 7% að raunvirði á sl. þrem- ur árum. Það er töluverður árangur. En um leið vekur það ugg, að nú stefnir í meiri hallarekstur ríkissjóðs á þessu ári en að var stefnt við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi í desembermánuði sl. Og spurning er hversu lengi vaxtastefna ríkisstjórnar- innar heldur, ef fram fer sem horfir um hallarekstur ríkissjóðs. Fyrir nokkrum dögum kynnti fjármála- ráðherra hugmyndir um langtímaáætlun um þróun fjárlaga. Þar kemur fram, að verði ekkert að gert muni fjárlagahallinn tvöfaldast á næstu fjórum árum. En jafn- framt er sýnt fram á þann árangur, sem nást mundi á sama tímabili, ef samneyzlu- útgjöld ríkissjóðs verða lækkuð um 3-4% frá núgildandi fjárlögum, framlög til ein- staklinga og fyrirtækja um 3% og dregið verði úr fjárfestingum um 20%. Sverrir Hermannsson telur, að næsta ríkisstjórn eigi að verða „viðlagastjórn um fjármál þjóðarbúsins". Reynsla okkar sjálfra og annarra þjóða, t.d. Bandaríkja- manna, bendir eindregið til þess, að hér vísi Iandsbankastjórinn veginn til réttrar áttar. En það verður ekki auðvelt verk. í þessu sambandi er þó ástæða til að vekja athygli á því að þrátt fyrir alla erfið- leika, hvort sem er vegna hruns þorsk- stofnsins eða óráðsíu fyrri ára, eru tæki- færi okkar mikil. Erlendur maður, sem hér hefur starfað um skeið og kynnzt íslenzku samfélagi, Christian Roth, forstjóri ísal, segir t.d. í samtali við Morgunblaðið fyrir viku: „Ég vil sjá ísland þróast í þá átt að það verði fyrirmyndarþjóðfélag, sem fer öðruvísi að en við höfum gert á meginland- inu, þið getið lært af mistökum okkar. Við njótum tveggja stórra kosta hér, víðf- eðms lands og fámennis. Menntunarstig þjóðarinnar er mjög hátt og við getum fylgzt með því, sem er að gerast í umheim- inum og dregið ályktanir af því. ísland getur orðið fyrirmynd að því marki, að aðrar þjóðir sjái í henni valkost. Lýðræðis land, þar sem íbúarnir njóta góðra lífs kjara, án þess að níðast á náttúrunni eða komandi kynslóðum." „í raun og veru eru fyrrverandi viðskiptaráð- herra Bandaríkj- anna og fyrrver- andi iðnaðarráð- * herra Islands að segja það sama: Það verður ekki gengið iengra í að halda uppi neyzlu almenninjgs, hvorki á Islandi né í Bandaríkjun- um, með halla- rekstri ríkissjóða þessara landa.“ <2 tl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.