Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDIÐ ÍSLANP Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis Þegar minnst er merkisatburða stefna Islendingar til Þingvalla FUNDUR er settur í Alþingi — jfc, að Lögbergi á Þingvöllum við Öx- ará. Forseti íslands, háttvirtir alþing- ismenn, erlendir gestir, góðir Is- lendingar! Þegar minnst er merkisatburða í sögu íslensku þjóðarinnar stefna íslendingar til Þingvalla þar sem ættfeður okkar stofnuðu allsherj- arríki fyrir meira en árþúsundi. Svo er enn. í fjórða sinn síðan Alþingi var endurreist í Reykjavík fyrir nærri því einni og hálfri öld er haldinn þingfundur á Þingvöll- um. Við fögnu'm því að 50 ár, hálf öld, er liðin frá því að lokasigur vannst í langri sjálfstæðisbaráttu. Við erum komin hingað, á hinn fornhelga og fagra þingstað, til að minnast þessa atburðar. Á fundi Alþingis á Lögbergi 17. júní 1944 lýsti þáverandi forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveins- son, yfir því að stjórnarskrá Lýð- veldisins Islands væri gengin í gildi. Æðsta vald í málefnum þjóðarinnar var frá þeirri stundu í höndum okkar íslendinga til frambúðar. Þá var einnig í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kjörinn innlendur for- seti og hér sór hann embættiseið. Þessi gleðistund í lífi þjóðarinnar var sem skær logi í svartnætti heimsófriðar allt í kringum okkur, ógurlegustu hernaðarátaka sög- unnar. Forustumenn þjóðarinnar héldu fram löglegum rétti hennar til sjálfstæðis á árinu 1944, þrátt fyrir vábresti að utan, og vildu ekki tefla sjálfstæðismálinu í tví- sýnu við styrjaldarlok. Á þessari stundu minnumst við árvekni þeirra og staðfestu og fögnum því hve farsæl sú stefna var. Svo er sagt að sjálfstæðisbarátta þjóðar, einkum smáþjóðar, sé eilíf barátta. Það er rétt, en mikilvæg- ast í þeirri baráttu er að þjóðin hafi vopn sín, hafi stjórnarform sjálfstæðs ríkis og ráði óskorað málum sínum sjálf. En hún þarf einnig baráttuanda, vilja og þrek til að stjórna eigin málum, vilja og 50ÁRA þrek til að leysa sjálf þann vanda sem á vegi verður. Þann vilja eigum við Islendingar, ekki síst fyrir þá sök að baráttuþrekið getum við endurnýjað við nægtabrunn sögu okkar, tungu, lands og hafs. Við viljum á þingfundi á þessum stað og á þessari stundu lýsa yfir þeim ásetningi okkar að taka til endurskoðunar mikilvægan kafla stjórnarskrárinnar, sem meðal ann- ars geymir ákvæði hennar um mannréttindi, í því skyni að treysta enn betur rétt einstaklingsins og festa í grundvallarlög þjóðarinnar ýmis ný ákvæði sem felast í al- þjóðasáttmálum um mannréttindi sem við höfum gerst aðiiar að. Við viljum einnig hyggja að rót- um sjálfstæðrar tilveru þjóðarinnar og efla rannsóknir á forðabúri hafs- ins, sem guð gaf okkur til að búa við, og styrkja þá sem yrkja akur íslenskrar tungu. Það er Alþingi mikill heiður að hafa hér sem sérstaka gesti þjóð- höfðingja allra bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum, hennar hátign Margréti Þórhildi Danadrottningu og Henrik prins, hans hátign Karl Gústaf Svíakonung og Silvíu drottningu, hans hátign Harald Noregskonung og Sonju drottningu og forseta Finnlands, herra Martti Athisaari, og frú Athisaari. Slíkan virðingar- og vináttuvott sýna okk- ur þær þjóðir sem næst okkur standa. Fyrir hönd Alþingis færi ég þeim þakkir. Enn fremur er það Alþingi mik- ill heiður að þingforsetar nágranna- landa okkar, sem öll hafa búið við eða byggja á langri lýðræðis- og þingræðishefð, hafa þegið boð um að vera viðstaddir hátíðarfund Al- þingis á Þingvöllum af þessu tilefni. Fyrir hönd Alþingis færi ég þeim einnig þakkir. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins Islensk tunga traustasti hornsteinn menning*ar okkar og sjálfstæðis HÆSTVIRTUR forseti - góðir íslendingar. Á 50 ára afmæli ályktar Alþingi um dýrmæt grundvallaratriði: mannréttindi, óspillt lífríki hafsins og varðveislu íslenskrar tungu. Sjómenn okkar hafa um aldir stundað sjósókn á einhver gjöful- ustu fiskimið í heimi. Nýting þess- arar auðlindar, sem er sameign íslensku þjóðarinnar, hefur lagt grunn að því velferðarþjóðfélagi sem við búum við og viljum við- halda. jfu Þekking á vistkerfi hafsins og samspili þess við aðra þætti nátt- úrunnar er undirstaða réttra ákvarðana um nýtingu fiskimið- anna sem mestu ráða um afkomu þjóðar okkar. Frumkvöðull vísindalegra haf- rannsókna hér við hald var Bjarni Sæmundsson. Hann fór í nokkrar ferðir með danska rannsóknarskip- inu Thor fyrir 90 árum. Þar kynnt- ist hann fullkomnustu sjávarrann- sóknum og tækni þeirra tíma sem ásamt þekkingú, er hann þá þegar og síðar aflaði, varð þjóðinni mik- ill fjársjóður. Sjálfur komst hann svo að orði um fræðirit sitt: „að það gæti orðið þeim leiðar- vísir er vilja vita nokkuð frekari deili á sjónum og þeim skilyrðum er hann býður hinum mörgu og margbreyttu lífsverum, er leynast undir hinu síkvika, seiðandi yfir- borði hans. Jafnt í kolniðarmyrkri og kulda undirdjúpanna og uppi við yfirborðið í fullri dagsbirtu og góðum yl frá sólinni, því það sóm- ir sér illa fyrir oss, íslendinga, jafn háðir og vér erum sjónum, að vita ekki meira um hann en almennt mun gerast, jafnvel af þeim er daglega hafa hann undir kilinum." Þetta eru orð fræðimanns sem fæddist árið 1867. Samþykkt Alþingis er um fímm ára átak, þar sem 50 milljónum króna verður árlega varið til vist- fræðirannsókna á lífríki sjávar, til viðbótar hefðbundnum rannsókn- arstörfum. Sömu fjárhæð verður varið til eflingar íslenskri tungu. Einhveijir myndu ef til vill spyija hvort það sé nauðsynlegt verkefni. Forníslenska er fagurt mál. Hún var mál bænda og sjómanna en ekki jafnauðug af orðum og nú- tímaíslenska. Nýleg athugun á orðaforða fomritanna leiðir í ljós að ein dýrasta perla heimsbók- menntanna, Brennu-Njálssaga, notast aðeins við um þijú þúsund orð. Miklar bókmenntir þurfa ekki mörg orð. Flókið nútímasamfélag þarf hins vegar aragrúa orða um öll svið mannlífsins, um heimilishald, tölv- ur og tölfræði, stjörnuþokur himin- hvolfsins og örverur hafsins, um innstu fylgsni mannshugans og smæstu eindir efnisheimsins. Tungumál deyja út án þess að heimsbyggðin kippi sér upp við það. Með hveiju glötuðu máli deyr ákveðinn menningar- og hugar- heimur sem aldrei verður endur- heimtur. íslensk tunga er traustasti horn- steinn menningar okkar og sjálf- stæðis. Það er staðreynd sem við megum aldrei gleyma. Aðrar þjóð- ir eiga mörg hundruð ára órofna tónlistarhefð, aldagömul mynd- verk, fagra fornmuni og glæstar hallir. Við eigum tunguna og það sem hún geymir, bókmenntir og sögu. Hún er framlag okkar til tungu- málaflóru heimsmenningarinnar. Fyrir aðra en okkur er hún sérstök fyrir það að hún varðveitir lengri órofna hefð máls og bókmennta en nokkur önnur tunga að hebr- esku einni undanskilinni. Engar aðrar tungur veita núlifandi mönn- um milliliðalausan aðgang að hug- arheimi miðaldamanna. Það er skylda okkar að rækta íslenska tungu og ávaxta þann óviðjafnanlega og einstaka arf sem hún er. Á þúsund ára afmæli íslands- byggðar spyr Hannes Pétursson þjóð sína: En athafnir vorar, hnika þær draumum og vilja fram til fyllri reyndar til fyllra lífs við frelsi og ábyrgð, réttsýni og trú á tungu vora og framtíð? Mitt svar er já, það er trú mín. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Samtaka um kvennalista Hér meg*i alltaf búa frjáls og fullvalda þjóð HÆSTVIRTUR forseti. Góðir áheyrendur. A eins árs afmæli lýðveldisins sagði skáldið Davíð Stefánsson: Allt of sjaldan fögnum við í sam- einingu fegurð landsins og frelsi þjóðarinnar. Alit of sjaldan beinum við huganum að sögu hennar og framtíð. Allt of sjaldan lútum við í lotningu fánanum sem nú er tákn lýðveldisins, tákn þess frelsis sem þjóðin hefur þráð og barist fyrir öldum saman. Þessi orð eru í fullu gildi enn í dag. Boðskapur 17. júní er og verð- ur vonandi alltaf hinn sami: Að þá er þjóðhátíð á íslandi, að þá leiðum við hugann í þakklæti til - þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði okkar og menningu og þá heitum við á alla íslendinga að gera skyldu sína svo að hér megi alltaf búa frjáls og fullvalda þjóð. Þegar íslendingar minnast 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi er við hæfi að Alþingi efli þann efna- hagslega og menningarlega grund- völl er lýðræðið hvílir á. Þegar ákveðið var að Alþingi héldi sér- stakan fund á Þingvöllum í tilefni þessa afmælis var eðlilegt og sjálf- sagt að taka fyrir mál sem tengj- ast tilvist okkar og gera okkur að sjálfstæðri þjóð. Með þeirri tillögu, sem hér er fram borin af formönn- um allra þingflokka, er verið að leggja áherslu á þau tvö atriði sem við verðum að vera sívakandi yfir og skipta okkur svo miklu í nútíð og framtíð. Á auðlindum hafsins og landsins gæðum hefur þjóðin lifað um ald- ir. Lífríki hafsins er óumflýjanlega samofið möguleikum okkar til að lifa í landinu. Vistfræðirannsóknir í hafinu eru undirstaða þekkingar sem er okkur nauðsyn til að nýta þá auðlind sem lífríki sjávar er og umgangast þá auðlind með virð- ingu. Við höfum fært út landhelg- ina á liðnum árum til að vera bet- ur undir það búin að vernda fiski- miðin með nýtingarsjónarmið í huga. En við erum um leið skuld- bundin til að afla okkur þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til að vita hvar takmörk okkar liggja. Jafnframt er það styrkur hverr- ar þjóðar sem vill vera sjálfstæð að eiga sér eigin tungu og menn- ingu. Varðveitum því þann þjóðar- arf sem við eigum í móðurmálinu. Verum stolt af varðveislu þess. Móðurmálið er auðlind sem ekki eyðist þótt af henni sé tekið. Hlúum að málvitund æskunnar af fremsta megni. Því verki verður aldrei lok- ið. Að þessu hvoru tveggja vill Al- þingi vinna með stofnun hátíðar- sjóðs í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins. Auðlindir hafsins og ís- lenskt mál þurfum við að vernda og veija. Það er óþijótandi verk- efni. Vissulega er margt fleira sem þarf að huga að en við skulum sníða okkur stakk eftir vexti í þess- um efnum sem öðrum. Saga liðinna alda er sagan af baráttu mannanna við náttúruna og sjálfa sig. Oft höfum við lotið í lægra haldi en þó aldrei látið bugast, heldur tekist á við erfið- leikana. Þannig vil ég áfram sjá íslenska þjóð og þannig vil ég að æskan mótist. Við munum áfram búa við óblíð náttúruöfl, en við getum unnið með þeim, lært að þekkja landið og hafið betur og verndað það fyrir óæskilegum áhrifum og áníðslu, og staðið vörð um „ástkæra, ylhýra málið“. í dag fagnar öll þjóðin 50 ára lýðveldi. Við eigum það sem hveij- um manni og hverri þjóð er dýr- mætast, það er frelsið, réttinn til að ráða lífi okkar og framtíð. Varð- veitum það því að fjöreggið er brot- hætt. Sú þjóð, sem ekki er meðvit- uð um hvað er frelsi og sjálfstæði, er dæmd til glötunar. Við skulum hafa það hugfast að við erum á hveijum degi að móta sögu þjóðarinnar. Öll leggj- um við þar eitthvað af mörkum. Við getum því tekið undir með Margréti Jónsdóttur skáldkonu er hún orti á þessa leið: Ó, Saga - vor harma- og hamingjudís í hðll þinni er kyrrlátt og bjart, hve örlát þú gafst hinni íslensku þjóð allt hennar dýrasta skart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.