Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA/HEIMSMEISTARAKEPPNIN I BANDARIKiUNUM Klinsmann hetja Þjóðveija Reuter Helmsmeistarar Þýskalands urðu fyrstir meistara síðan 1974 til að sigra í opnunarleik HM. Á myndinni hefur Matthias Sammer betur í baráttu við Bólivíumanninn Melgar, en fyrir aftan er Jurgen Klinsmann við öllu búinn. Suður-Kórea kom á óvart SUÐUR-Kórea tryggði sér rétttil að leika ílokakeppni HM á kostnað Japans með jöfnunarmarki á síðustu stundu í leik þjóð- anna í keppni um sætið. Samkvæmt veðbönkum eru möguleikar Kóreumanna á heimsmeistaratitlinum 200 á móti einum, en þeir létu spár ekki trufla sig og gerðu 2:2 jafntefli við Spánverja í Dallas aðfararnótt laugardags í 2. leik C-riðils eftir að hafa verið tveimur mörkum undir. Jöfnunarmarkið kom á síðustu mínútu, en hitt fimm mínútum fyrr. Reuter Jöfnunarmarki fagnað SEO Jung Won var ekki í byrjunarliði Suður-Kóreu, en kom inn á undir lokin og jafnaði á síðustu mínútu. Kóreumenn fögnuðu gífurlega og ekki síst Seo eins og sjá má. HEIMSMEISTARAR Þjóð- verja byrjuðu vel ítitilvörninni og unnu Bólivíumenn 1:0 í opnunarleik HM í Chicago á þjóðhátíðardegi íslendinga. Jiirgen Klinsmann gerði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. Heimsmeist- arar hafa átt fyrsta leik í keppninni sfðan 1974 og aldr- ei sigrað fyrr en nú. Heimsmeistaramir voru ákveðnari í þessum harða leik, en Bólivíumenn treystu á skyndi- sóknir með Vladimir Soria, sem var á hægri vængnum gegn ís- landi á Laugardalsvelli 19. maí, og miðjumanninn Sanchez í aðal- hlutverkum. Berti Vogts, þjálfari Þýskalands, sagði að mikilvægt hefði verið að fá þrjú stig, en hann var ekki alls kostar ánægður með frammistöðu liðsins. „Það er mikilvægt að sigra, því það er gífurleg pressa á heims- .Aneisturunum í opnunarleiknum. Við lékum vel fyrstu 20 mínútum- ar, en nýttum ekki færin, vorum of hugmyndasnauðir á miðjunni.“ Bólivíumenn reyndu að veiða mótherjana í rangstöðugildru, en Vogts sagði að liðið hefði undir- búið sig undir það og markið hefði verið æft. „Þetta var mikilvægt mark, því við vissum að eftir því sem þeir næðu lengur að veijast yrði þetta erfiðara, en þetta er fyrsti „alvöru" leikur okkar í tvö ár.“ Xabier Azkargorta, þjálfari Bólivíu, sagði lið sitt hafa leikið vel og það hefði átt meira skilið. „Við áttum í erfiðleikum með að fínna taktinn, en síðan small þetta saman. Það em margir leikir eftir og við eigum eftir að eflast. Það er mikilvægt að liðið hélt settu marki og ég er ánægður með leik- inn, en óánægður með tapið og brottreksturinn. Tapið er sárt vegna þess að við gáfum allt í leik- inn og þeir stjómuðu ekki ferð- inni, en við eigum enn möguleika á að komast áfram." URSLIT I C-RIÐLI Þýskaland - Bólivía 1:0 Chicago, 17. júní: Jiirgen Klinsmann (60.). 62.000. Dómari: Arturo Brizio Carter (Mexíkó). Gult spjald: Þjóðverjarnir Jiirgen Kohler (7.), Andreas Möller (54.) og Bólivíumenn- imir Erwin Sanchez (37.), Julio Cesar Baldivieso (40.) og Carlos Borja (67.). Rautt spjald: Marco Etcheverry (82.), Bólivíu. Þýskaland: 1-Bodo lligner, 10-Lothar Matthaus, 14-Thomas Berthold, 4-Jiirgen Kohler, 3-Andreas Brehme, 16-Matthias Sammer, 20-Stefan Effenberg, 8-Thomas Hássler (Thomas Strunz, 83.), 7-Andy Möll- er, 9-Karlheinz Riedle (Mario Basler, 60.), 18-Jiirgen Klinsmann. Bólivia: 1-Carlos Trucco, 3-Marco Sandy, ,4-Miguel Rimba, 5-Gustavo Quinteros, 6- ^Carlos Borja, 8-Milton Melgar, 15-Vladimir Soria, 18-Willian Ramalio (Marco Etche- verry, 79.), 16-Luis Cristaldo, 21-Erwin Sanchez, 22-Julio Baldivieso (Jaime Mor- eno, 66.). Spánn - S-Kórea 2:2 Dallas: Julio Salinas (51.), Juan Goikoetxea (56.) - Hong Myong-bo (84.), Soe Jung-won (90.). 56.247. Dómari: Peter Mikkelsen (Danmörku). Gult spjald: Spánveijamir Luis Enrique (24.) og Jose Caminero (72.). Suður-Kóreu- mennimir Kim Joo-sung (37.) og Choi Yo- ung-il (61.) Rautt spjald: Spánveijinn Miguel Angel Nadal (26.). Spánn: 13-Jose Canizares; 2-Albert Ferrer, 12-Sergi, 20-Miguel Angel Nadai, 5-Abel- ardo Femandez, 18-Rafael Alkorta; 7-Juan Goikoetxea, 6-Femando Hierro, 8-Julen Guerrero (15-Jose Caminero, 46.); 19-Julio Salinas (16-Felipe, 62.), 21- Luis Enrique. Suður-Kórea: Choi In-young; 4-Kim Pan- keun, 5-Park Jung- Ijatí, 6-Lee Young-jin, 7-Shin Hong-gi, 8-Noh Jung-yoon (16-Ha Seok-ju, 73.), 9-Kim Joo-sung (11-Seo Jung-won, 59.), 10-Ko Jeong-woon, 12- Choi Young-ii, 18-Hwang Sun-hong, 20- Hong Myong-bo. Miguel Angel, fyrirliði Spán- verja, fékk að sjá rauða spjaldið á 25. mínútu fyrir brot og voru Kóreumenn mjög ógnandi eft- ir það út hálfleikinn, létu boltann ganga hratt á milli manna og voru óragir við langskotin. Spánveijar voru mun ákveðnari eftir hlé og útlitið var bjart eftir að Jose Sa- linas og Juan Goikoetxea höfðu skorað með fimm mínútna millibili skömmu eftir hlé. En Kóreumenn neituðu að gefast upp, miðvörður- inn Hong minnkaði muninn beint úr aukaspyrnu — boltinn fór í varn- armann og breytti við það um stefnu, sem annars góður Jose Canizares, markvörður, réð ekki við — og varamaðurinn Seo jafnaði með góðu skoti eftir sendingu frá Hong. Skömmu áður fékk miðjumaðurinn gott marktækifæri, var einn á móti einum, en Rafael Alkorta náði að komast í veg fyrir hann. Þetta var annað jafntefli Suður- Kóreu í átta leikjum lokakeppni HM, en lið landsins hefur tapað sex leikjum. Stigið gegn Spánveijum var óvænt, en kærkomið og því var vel fagnað á heimaslóðum. Kim Ho, þjálfari Suður-Kóreu, sagðist hafa gert sér vonir, þegar hann skipti Seo inn á. „Ég lét Seo inná vegna þess að hann er mjög fljótur og ég sá að Spánveijarnir voru orðnir mjög þreyttir. Jafnvel þegar sex mínútur voru til leiksloka vissi ég að við gætum náð þessu, því Spán- veijarnir voru búnir í lokin." Javier Clemente, þjálfari Spánar, tók í sama streng. „Það var erfitt fyrir okkur að missa Nadal af velli, en staðan var þægileg, þegar við vorum tveimur mörkum yfir. Hins vegar var erfitt að halda áfram í þessum hita og leikmennirnir urðu æ þreyttari." Clemente sagði að leikmenn sínir hefðu tekið jafntefl- inu illa. „Þeir voru með öll stigin í höndum sér og eru því auðvitað langt niðri eftir að hafa misst for- skotið niður. Þeir eru sárir, en við erum atvinnumenn og við töpuðum ekki. Við lögðum mikið á okkur, en okkur tókst ekki ætlunarverkið og við gáfum eftir undir lokin.“ Hann áréttaði að brottvísunin hefði breytt gangi mála. Hún hefði raskað ró manna í fyrri hálfleik og komið í veg fyrir að menn gætu verið afslappaðri eftir hlé. „Það er ■ BILL Clinton forseti Banda- ríkjanna hélt ræðu við opnunarat- höfn HM og sagði að áhuginn á knattspyrnu hefði enginn landa- mæri og færði þjóðir heims nær hvor annarri. ■ KJM Young-sam, forseti Suð- ur-Kóreu varð fyrstur til að óska knattspyrnulandsliðinu til hamingju með árangurinn gegn Spánverjum. Hann er mikill knattspyrnuáhuga- maður og sagði í skeyti sem hann sendi liðinu að þrátt fyrir mótlæti hefði liðið ekki gefist upp, og hvatti síðan sína menn til að halda barátt,- unniáfram. ■ ÁHUGI fjölmiðla og almenn- ings í Bandaríkjunum á opnunar- leik HM var heldur dræmur. Mestu fjölmiðlapúðri var eytt í hvarf bandarísku íþróttahetjunnar og leikarans O.J. Simpson, sem sak- aður hefur verið um morð á fyrrum eiginkonu sinni og vini hennar. ■ OPNUNARATHÖFN keppn- innar var glæsileg en gekk þó ekki fullkomlega upp. Söngkonan Diana Ross söng lag við athöfnina og átti að skjóta bolta í mark rétt áður en hún kom á sviðið. Hún brenndi hins vegar af, af stuttu færi. Kynnirinn Oprah Winfrey datt illa þegar hún yfírgaf sviðið og var borinn af leik- velli. ■ ÞJÓÐ VERJAR og Brasilíu- menn eru taldir sigurstranglegastir í HM. Þess má geta að þessar sigur- sælu þjóðir hafa aldrei glímt í heimsmeistarakeppni. ■ LEIKMENN frá 24 þjóðum taka þátt í HM, en þeir leika í 32 löndum. Alls eru 528 leikmenn mættir í slaginn — þar af 182 leik- menn sem leika með félögum utan heimalands síns, eða 34,5% leik- manna. ■ BARCELONA á flesta leik- menn i HM, eða þrettán. 45 leik- menn leika með ítölskum liðum og þá leika 45 leikmenn með liðum á Spáni, 38 leika í Þýskalandi, 38 í Englandi og 31 í Belgiu. mjög erfítt að leika með 10 menn og í lokin vorum við búnir. Við gátum ekki gætt Kóreumannanna því við þoldum ekki þungar sóknir þeirra.“ Fernando Hierro, miðjumaður Spánar, meiddist stundarfjórðungi fyrir leikslok og var af velli í fimm mínútur, en kom þá aftur inn á. „Þegar Fernando meiddist var allur kraftur úr liðinu," sagði Clementie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.