Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 LÝÐVELDIÐ ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ Engin óhöpp sem orð er á gerandi „ÞAÐ hafa ekki orðið nein óhöpp, sem orð er á ger- andi og ég veit aðeins um tvö minni háttar slys,“ sagði Jónmundur Kjart- ansson, yfirlögregluþjónn, sem stjórnaði aðgerðum lögreglu á Þíngvöllum. Jónmundur sagði að mestu vandræði lögregl- unnar hefðu verið þegar mikil rigningardemba skall á hátíðinni, en þá hefði fólk flykkst í átt að bílastæðunum. „Þetta olli til dæm- is erfiðleikum þegar þjóðhöfðingj- ar voru að yfirgefa svæðið.“ Umferðin í gusum Jónmundur sagði að mikil um- ferðarstífla hefði myndast í Mosfellsdalnum. „Fólk fór seint af stað úr borg- inni og umferðin dreifðist því ekki nóg. Við fengum umferðina í gusum, þegar losnaði um hana í Mos- fellsdalnum og í Reykja- vík, en þrátt fyrir það gekk greiðlega að vísa fólki á bílastæðin hér, enda nóg af þeim. Um kl. 14 vorum við til dæmis að giska á að 15 þúsund bílar væru komnir til Þingvalla og mannfjöldinn þá um 45 þúsund manns. Ég reikna með að alls hafi verið hér milli 50 og 60 þús- und manns í dag.“ Jónmundur Kjartansson VALGERÐUR Guðrún Ujartardóttir og Ragnar Kristinn Garð- arsson ætluðu bara í sumarbústað við Kárastaði en voru send austur um Gjábakkaveg. Þau voru sjö klukkustundir á leið á hátíðarsvæðið sem þau ætluðu ekki að heimsækja. í sumarbústað - hinu- megin við þjóðhátíð „EIGINLEGA vorum við bara á íeið í sumarbústað skammt frá Kárastöðum" sögðu Valgerður Guðrún Hjartardóttir og Ragnar Kristinn Garðarsson. Það hafði tek- ið þau sjö klukkustundir að aka leið sem þau fara venjulega á um klukkustund. Með í för var 7 mán- aða gamall sonur þeirra, Freyr. „Það er heppilegt hvað hann er geðgóður“ sagði Valgerður um son- inn, „það var auðvelt að halda hon- um góðum." Ragnar sagði að þegar þau hefðu lagt af stað hefði verið sagt í út- varpinu, að Hellisheiðin væri greið- færasta leiðin austur, þar sem umferðarþunginn á Mosfellsheiði væri orðinn of mikill. „Nesjavalla- afleggjarinn var lokaður þannig að við skelltum okkur austur fyrir fjall. Ferðin sóttist vel þar til við komum að Þrastarlundi, þar sat allt fast.“ Þau sogðust hafa verið þtjár og hálfa klukkustund að komast síð- ustu tuttugu og fímm kílómetrana. Og þegar Morgunblaðið hitti þau að máli sátu þau enn föst á Gjá- bakkaveginum og horfðu löngun- araugum til sumarbústaðarins hin- um megin við þjóðhátíð, sem þá var búin - á Þingvöllum. Morgunblaðið/Golli Fóru meðfram lestinni EKKI lentu allir í hremmingum í umferðinni á leiðinni á Þing- völl síðdegis í gær. Þeir sem voru á mótórhjólum áttu í litlum vandræðum og gátu farið hratt yfir. Klukkan 15.30 voru Lárus Karlsson, Axel Karlsson og Helga Bjarnadóttir nýkomin á hátíðar- svæðið. Þau komu á tveimur mótórhjólum og voru innan við klukkutíma á leiðinni. „Það gekk bara vel að komast," sagði Lár- us. „Við keyrðum meðfram bílalestinni.“ Þau ætluðu að leita uppi vini sína á svæðinu, virða fyrir sér mannfjöldann, kíkja í kaffi, en reyna svo að vera komin aftur í bæinn áður en útsending frá fyrsta leiknum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu hæfist klukkan 18.15. FJALLKONUR þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum voru vegalausar á Þingvöllum þegar hátíðinni lauk þar sem ástand í umferðarmálum á svæðinu olli því að jafnvel þótt rútur hefðu verið tiltækar að flytja þær og aðra skemmti- Fj allkonu vantar far krafta hátíðarinnar á brott hefðu þær tæpast komið leiðar sinnar. Ein fjallkvennanna tólf sem gengu um hátíðarsvæðið, slóst í för með félögum úr Þjóðkórnum, settist við gatnamót og húkkaði sér far til Reykjavíkur. Skundað á Þingvöll i með hraða snigilsins Umferð til Þingvalla gekk seint og illa upp úr hádegi 17. júní og tók þessi annars stutta ferð allt að 5-6 klukku- stundum. Ragnhildur Sverrisdóttir sat í um- ferðarsúpunni. VIÐ LÖGÐUM af stað til Þing- valla upp úr kl. 11, þijú saman í bíl. Við vorum við rætur Ártúns- brekkunnar um kl. 11.30 og þar gaf aldeilis á að líta, bíll við bíl svo langt sem augað eygði. Við vorum sannfærð um að umferðar- ljósum við Höfðabakka væri um að kenna og brátt yrði gatan greið. Klukkustundu síðar var bíll okkar kominn upp Ártúnsbrekk- una, en ekki mikið lengra. Bílaröð- in var óslitin upp í Mosfellsbæ og í útvarpinu var fólki ráðlagt að fara Hellisheiðina og Grímsnesið. Við tókum þann kostinn og vorum ekki ein um það. Þó gekk umferð- in mjög vel austur fyrir fjall og hægt var að halda góðum hraða. Við vorum í Þrastarlundi um kl. 13.30 og áfram gekk allt vel þar til kom að afleggjaranum til Þing- valla, en þá fór nokkuð að hægja á. Vandræðin hófust þó ekki fyrir alvöru fyrr en enn voru 15-20 kílómetrar eftir til Þingvalla. Þá má segja að umferðin hafi nánast stöðvast og annar farþeganna varð eitt sinn að hnippa í bílstjór- ann, sem dottaði þegar ekki hafði verið ástæða til að færa bílinn í langan tíma. Fólk sýndi ótrúlega ró í þessari endalausu bílalest. Þó var greini- legt að yngsta kynslóðin var orðin óróleg. Það vandamál reyndu for- eldrarnir að leysa með því að leyfa börnunum að hlaupa um úti. Kon- ur með ungbörn paufuðust við að skipta á þeim og gefa þeim í bílun- um, en búast má við að margir hafí verið orðnir ansi þreyttir, þyrstir og svangir. Þegar inn fyrir girðingu þjóð- garðsins kom tókum við þrjá lög- reglumenn tali og leituðum ráða hjá þeim. Þeir bentu á að bíla- stæði væri við Gjábakka, en þaðan var strætisvagn að aka í sömu mund. Við inntum þá eftir því hvort vagnarnir væru í tíðum ferð- um á milli bílastæða og hátíðar- svæðis og sögðu þeir svo vera. Við Gjábakkastæðið sögðu hjálparsveitarmenn að þar væri allt fullt og að næstu stæði væru við þjónustumiðstöðina á Þingvöll- um. Við héldum því enn áfram förinni, en nú var brúnin farin að þyngjast veru- lega og svipurinn vas ekki mjög léttur þegar við loks komum bílnum í stæði skammt frá þjón- ustumiðstöðinni um kl. 16.30, fimm klukkustundum eftir að við vorum að velta fyrir okkur ástæð- um umferðarþunga í Ártúns- brekku. Það er vert að geta þess, að á meðan við vorum að sniglast áfram milli Gjábakka og þjón- ustumiðstöðvarinnar mættum við aldrei strætisvagni, svo vart hafa ferðir til bílastæðisins þar verið mjög örar. Strætisvagnarnir sátu enda tepptir hér og þar um þjóð- garðinn. Lögregluþjóna sáum við fyrst þegar komið var að þjóðgarðinum sjálfum, en enginn var til dæmis sjáanlegur í Ártúnsbrekkunni eða á Höfðabakka, þar sem öngþveitið var algjört. Það er ljóst að eitthvað fór veru- lega úrskeiðis í skipulagningu umferðarmála. Þær skýringar hafa helst heyrst, að fólk hafi lagt of seint af stað og umferðin því ekki dreifst nóg. Rök af þessu tagi eru vart svara verð. Það i mátti einfaldlega búast við að ' flestir yrðu á ferðinni um kl. 10-11. Vegjnum um Mosfellsdal var lokað milli kl. 9.30 og 10, svo fólk hefði þurft að vera snemma á ferð, óvenju snemma á frídegi, til að komast dalinn fyrir lokun. Og sú ráðstöfun að loka dalnum var furðuleg, í ljósi þeirrar miklu t umferðar sem vænta mátti. Hefði ekki verið nær að feija höfðingj- | ana í þyrlu? j Skýringin á öngþveitinu í Reykjavík er m.a. sögð sú, að umferðarmannvirki hafi lítið breyst frá 1974, þegar 60 þúsund manns hafi skundað á Þingvöll, en bílum hafi hins vegar fjölgað mjög. Til að sporna við því að allt fylltist af einkabílum var fólk hvatt til að fara j í rútu. Fjölmargir ætl- j uðu að notfæra sér ódýr- | ar rútuferðir, en sátu * svo tímunum saman í borginni og biðu eftir rútum, sem aldrei komu, því þær komust ekki frá Þingvöllum. Svör þeirra sem sjá áttu uin skipulagningu hafa verið nokkuð á einn veg, að firra sig ábyrgð. Fulltrúi þjóðhátíðarnefndar segir i. í útvarpsviðtali eðlilegt að „ein- j hveijar tafir“ verði, en virðist ekki 1 telja ástæðu til að viðurkenna að | eitthvað hafí farið úrskeiðis. Lög- reglan ber sig nokkuð vel, en full- trúi hennar sagði í útvarpinu að hann tryði því ekki að nokkur maður hefði verið fimm tíma í bílnum sínum. Ef svo hefði verið þá hefði hann bara ekki nennt út úr bílnum! Sú er þetta ritar „nennti“ alveg að fara út úr bíln- P um, en átti einfaldlega ekki erindi K út úr honum fyrr en komið var á k áfangastað, Þingvelli, eftir fimm tíma setu. Eitthvað fór verulega úr- skeiðis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.