Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 11 LÝÐVELDIÐ ÍSLAND 50 ÁRA Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands á hátíðarfundi Gleði og þakklæti er efsti GÓÐIR íslendingar, yðar hátignir, virðulegu erlendu gestir. A fimmtíu ára afmæli lýðveldisins á hinum fornhelgasta stað þjóðarinnar hlýtur okkur ofar öllu að vera gleði í huga ásamt með þakklætinu til allra þeirra kynslóða sem hafa gert okkur kleift að standa hér. Hvert sem litið er á íslandi blasir við að þjóð okkar hefur á síðustu fímmtíu árum, frá stofnun lýðveldisins eða á síðustu sjö- tíu og fimm árum, frá fullveldi sínu, stigið risaskref á sjömílnaskóm til bættrar og bjartrar tilveru í landi sem bæði er gjöfult og agandi. Og við vitum að það eru frels- ið og sjálfstæðið sem hafa gefið okkur þrótt og þor til að stíga þessi skref, blásið okkur í brjóst krafti, birt okkur glæsilegar framtíðarsýnir. Þetta hljótum við að þakka á Þingvöllum huga í dag, þar sem hver íslendingur getur tek- ið undir með Jakobi Jóhannessyni Smára og sagt: Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu. Við vitum að allar kynslóðir hafa ævin- lega verið reiðubúnar að leggja líf sitt að veði til þess að búa til betri heim fýrir kynslóð morgundagsins. Og við vitum líka að það er okkar innsti og heitasti draumur að börnin okkar geti horft með bjartsýni til þeirra tíma er þau taka við af okkur til þess að gefa börnum sínum enn betri heim en okkur óraði fyrir. Þessi afmælishátíð gefur okkur öllum endurnýjaðan sjálfsstyrk til þess að víkja frá okkur tímabundinni bölsýni og fylla hugann þeirri trú á framtíðina sem feður okkar og mæður áttu þegar þau stóðu hér fyrir fimmtíu árum. Menntun okkar og kunnátta til hugar og handa hefur með arfi kynslóðanna í landinu kennt okkur hvernig við getum lifað með landinu okkar, gert það að síend- urnýjaðri uppsprettu og fagurri umgjörð auðugs mannlífs. Þess vegna höfum við enga ástæðu til annars en bjartsýni full- hugans sem veit að framtíðin er glæst ef hugur hans sjálfs bilar ekki. Islendingar hafa fyrir löngu hlotið viður- kenningu sem fullgild þjóð í samfélagi þjóðanna. En á þessum degi fullhuganna hljótum við samt að hugsa til þess að um aldir átti íslensk þjóð sér umfram allt eina réttlætingu, ein rök til þess að krefjast áheyrnar á þingum heimsins: Hún átti sér sjálfstætt tungumál og á þessu tungumáli hafði hún varðveitt minningar sínar, sögur sínar, ljóð sín, frábrugðin minningum, sög- um og ljóðum annarra þjóða. Það var sá arfur sem gaf henni réttlætingu. Á öllum öldum voru uppi konur og karl- ar sem sáu til þess að minningarnar varð- veittust og þeim væri fleytt frá kynslóð til kynslóðar, sáu til þess að ekkert gleymd- ist sem var þess eðlis að það gæti gert líf fólksins betra og fegurra. Það er þetta fólk sem kemur til okkar í minningunni í dag og segir við okkur: Gleymum ekki að ein skylda er öllum öðrum skyldum æðri; að varðveita minninguna um fólkið og landið. Segjum því börnum okkar söguna af því hvernig var að búa í landinu, segjum þeim söguna af lífsbaráttu okkar og sigr- um, gleði okkar og sorgum, svo þau megi áfram segja sínum börnum. Öllum góðum gestum okkar, þjóðhöfð- ingjum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja, þökkum við virðingu sem þeir og þjóðir þeirra hafa auðsýnt okkur á þessum tíma- mótum. Og við kveðjum þá með sömu orð- um og Gunnar kvaddi Njál á Bergþórs- hvoli: Góðar eru gjafir þínar en meira þyk- ir mér vert vinfengi þitt og sona þinna. Guð blessi ísland og íslenska þjóð. Gleði- lega lýðveldishátíð. Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl XVI Gústaf Svíakonungur Tengsl ríkjanna byggjast á rétti til sjálfsákvörðunar ÞAÐ er mikilfengleg og ánægjuleg upp- lifun fyrir Danaprins og mig að taka þátt í hátíðarhöldum vegna fimmtíu ára afmæl- is íslenska lýðveldisins. Og það er mér mikil ánægja að færa íslendingum kveðjur Dana af þessu tilefni. Hin nýja stjórnarskrá íslands var sam- þykkt á fundi Alþingis hér á Þingvöllum, hinum forna þingstað íslensku þjóðarinn- ar. Þar með var einnig endi bundinn á hið langvarandi samband Islands og Danmerk- ur. Gert hafði verið ráð fyrir þessari ákvörð- un í samkomulagi Dana og íslendinga frá árinu 1918 og lokaskrefið'var stigið eftir að íslenska þjóðin hafði nær einróma sam- þykkt það í atkvæðagreiðslu. Þó að í Dan- mörku hafi þrátt fyrir það verið að finna óánægju með niðurstöðuna verður að líta á það í samhengi við stöðuna í alþjóðamál- um: Síðari heimsstyrjöld var komin á loka- stig en Danmörk var enn hernumið land, einangrað frá hinum fijálsa heimi. í dag getum við rætt á opinskáan hátt um alla þætti fyrri samskipta þjóða okkar og allir Danir gleðjast yfir því að atburðir þessa tíma urðu ekki til að skaða hin nánu og innilegu samskipti Dana og íslendinga. Það er vegna þess að tengsl ríkjanna tveggja byggjast ekki einungis á formlegu sambandi þeirra um aldabil heldur á þeirri samstöðu sem einkennir samskipti Norður- landanna allra, sameiginlegri lýðræðishefð ; okkar og djúpstæðri virðingu fyrir einstak- lingnum og rétti þjóða til sjálfsákvörðunar. Foreldrar mínir gleymdu aldrei þeim hlýju móttökum sem þeir. fengu hjá ís- lensku þjóðinni í fyrstu opinberu heimsókn þeirra árið 1956 og Danaprins og ég höfum orðið sömu hlýju aðnjótandi í hinum tveim- ur lieimsóknum qkkar $1 Ííjands. í; jjósi þessara minnisstæðu upplifana og þess einstæða eiginleika íslands að geta tengt fortíðina við nútíðina færi ég hér með Is- lendingum árnaðaróskir Dana á þessum mikla hátíðisdegi og færi mínar bestu ósk- ir um áframhaldandi hamingju og velferð íslands og íslensku þjóðarinnar." ísland er ríkt af sögai, menningu ognáttúru KÆRU íslendingar, Svíadrottning og ég færum ykkur hlýjar og innilegar ham- ingjuóskir frá Svíþjóð og sænsku þjóðinni á þessum sögulega degi. Við dáumst mikið að því hvernig ísland hefur þróast í nútíma velferðarríki á þeim fimmtíu árum, sem ríkið hefur verið sjálf-* stætt lýðveldi. íslendingar og Svíar hittast reglulega innan Norðurlandasamstarfsins sem og í Evrópusamstarfi og á alþjóðavettvangi. Yið hittumst einnig sem einstaklingar. Árlega ferðast þúsundir íslendinga og Svía milli landanna, sem ferðamenn, náms- menn, kaupsýslumenn og stjórnmálamenn. Þetta net persónulegra samskipta milli ein- staklinga myndar traustan grundvöll hins nána samstarfs ríkjanna. Því líkt og segir í Hávamálum: Maður er manns gaman. Hér á Þingvöllum hafa lög verið sett og réttlætinu fullnægt í rúmlega þúsund ár. Hér varð það til sem nú er elsta þjóð- þing veraldar. Manni finnst því rökrétt að hylla nú einnig eitt af elstu lýðræðisríkjum veraldar. Grundvallarsjónarmiðin um frelsi og réttindi einstaklingsins sem eru grund- völlur hins íslenska samfélags hafa fornar og traustar rætur í sögu landsins. ísland er ríkt land. Ekki bara ríkt af sögu heldur einnig menningu og náttúru. Svíar og ég persónulega fylgjast af at- hygli með umhyggju ykkar fyrir náttúr- unni. Eg veit að þér, frú forseti, hafið lagt mikið af mörkum varðandi tijárækt og þá sérstaklega í Vinaskógi, hér í grennd við Þingvelli. Það er venja, að minnsta kosti heima hjá okkur í Svíþjóð, að færa fimmtugum gjafir. Okkur er mikil ánægja að aflienda ykkur fyrir höpd Svjþjóðar peningagjöf til styrktar gróðursetningu í Vinaskógi. Ríkisstjórn Svíþjóðar og þing hafa einn- ig í tilefni þessa dags ákveðið að veija fé til að stofna sjóð er á að styrkja samstarf Svía og íslendinga enn frekar og þá sér- staklega á menningarsviðinu. Með þessum orðum og þessum gjöfum færi ég fyrir hönd sænsku þjóðarinnar innilegar hamingjuóskir á þessum hátíðar- degi og innilega von um áframhaldandi velgengni Islands og íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. |Gangi ykkur veþ ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.