Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD 50 ÁRA Haraldur V Noregskonungur Við Norðmenn erum stoltir af að vera af sömu ætt HER, á þessum sögulega stað, verð ég var hið sérstaka og sterka í íslendingum, það sem gerir það að verkum að við Norð- menn erum stoltir af því að vera af sömu ætt. Norski rithöfundurinn Nordahl Grieg fékk innblástur á milli þessara fjalla. I kvæðinu „Á Þingvöllum" lýsir hann „brún Lögbergs“, þar sem fólk kom saman fyrir þúsund árum með, eins og hann lýsir því, „vilja til að láta andann ráða lífsins ferð fremur en sverðshögg bráðlætisins". Þennan anda nýsköpunar, með sterkum sögulegum tengslum, hafa íslendingar ávallt haft til að bera og kraftur þessa anda nær langt út fyrir mörk ríkisins og tímabil stuttrar ævi. Svo snúið sé aftur til ljóðsins segir þar áfram: „Nú er hér autt og aldrei ríða vopnaðir hópar til þings“. I dag er hér ekki autt, því líkt og á öllum öðrum stórum stundum í sögu íslands hafa menn og konur þessa lands „riðið“ hingað. Við þökkum fyrir að hafa einnig fengið að „ríða“ til „brúnar Lögbergs", þó svo að önnur hestöfl hafi verið virkjuð í því sam- bandi en á árum áður. Við erum hingað komin til að heiðra þjóð er lætur andann ráða lífsins ferð. Fyrir fimmtíu árum átti sér aftur stað sögulegur atburður á Þingvöllum. Þessi slétta varð að tákni fyrir þörf íslands til að verða sjálfstæð þjóð. Þessi sama þörf veitti Norðmönnum sjálfstæði á friðsamleg- an hátt. Ég minnist nú þess sem ég las sem ung- lingur og mikilvægi íslensku fornsagnanna svo við getum fengið þekkingu um fyrri sögu okkar. Með þeim hafa íslendingar lagt ómetanlegan skerf af mörkum fyrir þróun okkar eigin þjóðarvitundar. í dag gleðjumst við yfir þvi að geta sýnt þakklæti okkar í verki þar sem á þessu ári verður stofnaður norsk-íslenskur menn- ingarsjóður. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og þróa tengsl ríkja okkar og þá sérstak- Martti Ahtisaari forseti Finnlands Þið eruð friðsöm þjóð sem hikar ekki við að standa á rétti sínum VIRÐULEGUR forseti íslands, forseti Alþingis, forsætisráðherra, jðar hátignir. Virðulega samkoma. Góðir Islendingar. „Eigi skal víkja“ var orðtak þjóðhetju íslendinga, Jóns Sigurðssonar. Siík staðfeta varðaði þann veg sem síðar lá til sjálfstæðis- yfirlýsingar og stofnunar lýðveldisins ís- lands hér á Þingvöllum 17. júní 1994. Það er mér mikill heiður á þessum sögu- lega degi og þessum sögufræga stað að flytja íslensku þjóðinni og lýðræðislega kjömum fulltrúum hennar kærar kveðjur frá finnsku þjóðinni. Fundur Alþingis hér í dag undirstrikar samfelldnina í sögu þjóðarinnar. í árdaga hafa íslendingar einnig fjölmennt til hins fyrsta Alþingis til þess með nærveru sinni að tjá samheldni sína og lýðræðislegar hug- sjónir. Það er eiginkonu minni og mér ógleyman- leg lífsreynsla að fá tækifæri til að upplifa og fá tilfinningu fyrir slíkri tjáningu varð- andi samheldni þjóðar. Ræru tilheyrendur. Á þeim fimmtíu árum sem liðin eru síðan lýðveldið ísland var stofnað hér á Þingvöll- um hafa íslendingar orðið virtur aðili í sam- félagi fijálsra þjóða. Atorka íslensku þjóðar- innar til að afla sér lífsviðurværis úr hafinu og jörðinni og leggja grundvöll að nútíma velferðarsamfélagi er allrar aðdáunar verð. Menningarvilji ykkar er staðfastur. Þið eru friðsöm þjóð, sem hikar þó ekki við að standa á rétti sínum til hafsins og fiskimið- anna umhverfis landið. Við metum mikils framlag íslendinga til norrænnar samvinnu. Sambúð Norður- landaþjóðanna er með miklum ágætum. Tími kalda stríðsins í tvískiptri Evrópu var mikill prófsteinn á norræna samvinnu. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig slíkri samvinnu verður hagað í framtíðinni. Ég er sannfærður um að norræn samvinna og þátttaka í einingarþróun Evrópu geta vel farið saman. Engin önnur ríki hafa hag af lega með þá kynslóð í huga, sem er að vaxa úr grasi. Ég minnist einnig náinnar samvinnu okk- ar á fjölmörgum sviðum á þessum fimmtíu árum. Skoðanaágreiningi hefur ekki verið leyft að skyggja á vinskap systkina. Ég er sannfærður um að atburðir síðustu daga muni ekki breyta því og að sameiginlega getum við fundið lausn er þjónar hagsmun- um beggja ríkja. Við höfum staðið saman í flestum málum. Hin gömlu ættartengsl okkar eru traust. Þannig mun það verða áfram. Á vegum frænda íslendinga í Noregi, og þfeir eru rúmlega fjórar milljónir! — færum við Sonja drottning og ég íslensku þjóðinni kærar kveðjur og hamingjuóskir á fimm- tugsafmælinu.“ því að við drögum úr samvinnu okkar á milli. Það yrði aðeins okkar eigin skaði. í dag er stór dagur fyrir Lýðveldið ísland og íslenska þjóð. Á þjóðhátíð koma vinir íslands hvaðanæva úr heiminum. Við óskum íslandi og íslensku þjóðinni til hamingju með allt það sem áunnist hefur með miklu starfi, staðfestu, bjartsýni og trú á framtíð- ina. Lengi lifi Lýðveldið ísland. Ólafur Skúlason biskup Islands Farsæld í fylgd með Kristi NÁÐ SÉ með yður og friður frá Guði föður vorum og drottni, Jesú Kristi. Amen. Maður var sendur til að leita. Hann lagði land undir fót. Fór vítt um nýnumið land, skoðaði og virti fyrir sér möguleika. Þar kom, að hann var ákveðinn. Nam staðar og kvaddi aðra til fundar. Á Þingvöllum skyldi þjóð eiga stað. Svo hefur verið síð- an. Hingað er litið og fylgja sterk hug- hrif. Ekki aðeins vegna fegurðar staðar með tignarlegum fjöllum, skínandi tindum, fallandi fossi og vatni víðfeðma. Þingvöllur varð höfuðstaður ungrar þjóðar í nýju landi. Hér voru ráð ráðin. Hér voru dómar upp kveðnir. Hingað gengu bestu hugsuð- ir og mildustu ráðgjafar og í hvívetna skyldi að iögum farið. Maður lagði upp í ferð og fann stað. Það eru Þingvellir. Og hafa verið í hugum þjóðar alla tíð síðan merkur staður, fagur og helgur. Því veldur sagan. Ástæður í örlögum skráðar vegna vona manna, sem rættust, eða vonbrigða, sem þeim örlögum ollu, að skaði fylgdi. Maður kom fram. Ekki til að leita stað- ar. Hafði þó vissulega næmt auga fyrir fegurð himins, dýrð jarðar og möguleikum alls þess, er á fold stígur eða vængjum beitir til flugs. Hann var kominn til að kalla menn. Helga staði þekkti hann og mat mikils. Saga þjóðar var honum vel kunn. Ekki síður vonbrigði en heilladrjúgar stundir. En ofar öllu í huga hans var viss- an um útvalningu og köllun. Grímur fann stað og kallaði Þingvelli. Jesús gekk fram og kallaði menn til fylgd- ar. Hann var útvalinn til að vinna það verk, sem öllum mundi vel gagna, án til- lits til fæðingarstaðar og án þess að upp- eldi eða viðfangsefni réðu úrslitum. Hann lagði í ferð til að kalla alla menn, allra þjóða og virti göfuga hugsun og fagurt verk í kærleika unnið, hver svo sem sá var, sem vann. Og fund átti hann, Jesús með þjóð vorri á helgum stað og vel virtum og vel völd- um. Þá var hætta í hvers manns huga, er af því stafar, að óvild og tortryggni veldur ófriði. Og þar sem engin vopn skyldu bor- in, var farið að huga að því að sækja sverð og spjót og bera skjöld fyrir bijóst. Af því varð ekki, svo sem sagan greinir og örlög vor bera gleggst vitni. Staðurinn helgi bætti því við í rósfagra festi merkra atburða, sem af öllu öðru ber og mestu hefur valdið um heill þjóðar, sjálf kristnita- kan. Skírt var í nafni Krists og skyldi þjóð öll honum lúta. Frá staðnum, sem helgað- ur var og útvalinn, bárust þau boð, að allir skyldu útvöldum Hvíta Kristi fylgja og honum einum þjóna. Á þetta var lögð áhersla og varðveitir sagan glögg dæmi um heill, þegar eftir var fylgt, en hættu, ef út af var brugðið. Á helgum stað var lýðveldi stofnað og er hálf öld liðin. Þá var þess einnig minnst, er gert hafði stað frægan, göfugan og öðrum betri. Þann stað, sem vér nú sækj- um. En gleymdist engu að síður ekki að þakka það verk, sem af ber um ljóma og af skín sem af heiðri sólu. Þegar kristni var ekki aðeins boðuð heldur og tekin af lýð og útvalning eins varð öllum til heilla. Á fimmtíu ára afmæli endurheimts lýð- veldis hljómar bæn á helgum stað í nafni hins heilaga: Skíni á Þingvöllum og svo vítt um land friðarljós til frelsis öllum heimi. Slíkt má verða, er einstaklingar lúta honum, sem útvalinn er og kallaður og þjóð öll tekur af mót og svo heimur gjörvallur. Blessi Guð í Jesú nafni þennan ginhelga stað og þjóðina íslensku. Blessi Guð sköp- un sína alla, börn sem fullorðna og leiði til farsældar í fylgd með Krist. Leggi svo hver og einn fram sinn skerf íslandi til heilla, íslenskri þjóð og svo sjálfum sér, að hér „verði gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár, sem þroskast á Guðs ríkis braut“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.