Morgunblaðið - 19.06.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 19.06.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 19 LÝÐVELDIÐ ÍSLAND 50ÁRA Morgunblaðið/Golli HANNA María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður, fermdi tvær systur í Þingvallakirkju á þjóðhátíðardaginn. Systurnar heita íris og Anný Kjærnested. Hanna María Pétursdóttir „Yndislegur dagur“ „ÞETTA var yndislegur dagur,“ sagði Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Mikið hefur mætt á henni undanfarna daga og ekki síður á sjálfan þjóðhátíðar- daginn. Hún byrjaði daginn á því að messa í Þingvallakirkju. Síðan skírði hún lítið barn í Almannagjá og flutti ávarp í gjánni. Hún sat þingfund eftir hádegi og fermdi tvær systur síðdegis. Dagurinn var ekki búinn hjá henni þegar Morgunblaðið ræddi við hana undir kvöld því að hún var búin að gefa öllu starfsfólki þjóðgarðsins frí og ætlaði sjálf að taka næturvaktina. Um 130 manns hafa unnið á veg- um þjóðgarðsvarðar að undirbúningi þjóðhátíðar. Þar af eru 110 ungling- ar frá Garðabæ og Kópavogi sem hafa lagfært göngustíga og tröppur og málað og snyrt í þjóðgarðinum. Hanna María sagði að þessi hópur hefði staðið sig hreint frábærlega. Hún sagði að nú tæki við frágangur eftir hátíðina og unglingarnir myndu hjálpa sér við þá vinnu. „Það hefur verið góður andi á svæðinu. Mér hefur sýnst að það hafí ríkt einlæg gleði meðal gest- anna,“ sagði Hanna María. „Ég bjóst við fleira fólki og mikilli rigningu og hafði þess vegna miklar áhyggjur af gróðri, en ég er mjög ánægð með hvernig til tókst. Mér sýnist fólk hafa gengið vel um þjóðgarðinn." Morgunblaðið/RAX Afmælisdagur á þjóðhátíð DAGNÝ Björk Pétursdóttir frá Kópavogi hélt upp á 35 ára afmæli sitt ásamt fjölskyldu sinni á þjóðhátíð á Þingvöllum. „Þetta er nijög skemmtilegt enda sögulegur og hátíðlegur atburður og margt mjög athyglisvert sem hér er verið að sýna,“ sagði Dagný og sagði að kannski yrði eftirminnilegast hvað illa hefði gengið að komast á staðinn en ferðalagið úr Kópavogi hófst skömmu fyrir hádegi og tók rúmlega þrjá tíma. Hvernig er að eiga afmæli 17. júní? „Ég þekki náttúrlega ekkert annað,“ sagði Dagný Björk, „en ég var orðin nokkuð gömul þegar mér var sagt að hátíðarhöldin væru ekki í tilefni af afmælinu mínu,“ sagði Dagný Björk Pétursdóttir. : •! v í -1* íri •• I V . 1 v / . /' J\ Yt J» Hefði ekki viljað missa af þessu HAUKUR Þór Haraldsson, Bylgja Birgisdóttir og son- ur þeirra, Bjarki Þór, sögðust hafa lagt af stað frá Reykjavík um klukkan 11 að morgni og verið þrjá klukkutíma á leiðinni. Þau sögðu að skipulagsleysi í sambandi við umferðarmálin hefði sett leiðinlegan svip á daginn. „En það er gaman að verið komin hing- að og vera með í þessari stemmningu," sagði Bylgja. „Maður hefði ekki viljað missa af þessu og ég held að maður eigi eftir að hafa meira gaman af þessu þegar frá líður.“ „Ég hugsa að það sama hafi átt við um fólkið sem var hérna fyrir 50 árum. Það fyrnist yfir ferðatímann og rigninguna en maður man eftir öðru,“ sagði Hauk- ur Þór Haraldsson. Morgunblaðið/Golli Wissiii' iþéi ii|éi SÍéttww4ta^itei§stawæi l§l«a -wéíll®® wppli éi S#H>CI> Itvw GINGE SC 40 Nett og meðfærileg slóttuvél fyrir litla og meðalstóra garða Með grassafnara, 40 sm slóttubreidd , og hjólalyftum. A Verð kr. 29.900,- f Stór og kraftmikil slóttuvél með 5 hp B&S Quantum mótor. Vélin er með drifi, auðstillanlegum hjólalyftum og stórum grassafnara. Slóttubreidd 21 ” eða 51 sm. Verð kr. 73.886,- MTD 072 Odýr lúxusvél með 3,75 hp B&S Sprint mótor, slóttubreidd 20" eða 50 sm, stór og breið hjól, útbúin auðstillanlegum hjólalyftum. Meðfærileg í gm flutningi og geymslu. § Verð kr. 28.635,- J FLYMO L 47 Létt loftpúðavél hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. Með 4 hp tvigengismótor. Verð kr. 48.345,- GINGE S 46 SNOTRA Þrælsterk slóttuvél með 3,75 hp B&S mótor, 46 sm slóttubreidd og hjólalyftum. _ Verð kr. 29.900,- Æ FLYMO RE 300 Rafmagnsvél sem er létt og meðfærileg með hjólastillibúnaði og grassafnara. Verð kr. 24.416,- GINGE HD 38 Handslóttuvél sem er góð jafnt fyrir hraustarj konur og litla garða sem og hrausla karla og stóra garða. Verð kr. 9.792,- G.A. PETURSSON HF Faxafen 14 • Sfmi 685580 Góð varuhlula- og viðgcrðaþjónusta. Hressir söluinemi! .CE)DK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.