Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk okay; kerun, let's u)ork ON OUR. COUNTING AGAlN. NOW, HOU) MANY FIN6ER5 PO YOU 5EE ? ALL BUT THE THUMB.. //-21 Jæja, Rabbi, komum aftur að Hve marga fingur sérðu núna? telja... Alla nema þumalinn .., BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími691100 # Símbréf 691329 BRÉFRITARI telur langflesta íslendinga teþ’a kynblöndun óæskilega. Að búa tíl kynþáttafordóma Frá Jóni Magnússyni: UNDANFARIÐ hefur nokkur um- ræða og blaðaskrif verið um innflytj- endur til landsins. Utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, vill auka innflutning útlendinga til íslands samkvæmt lögákveðnum „kvóta“, sbr. grein hans „Griðland" í Mbl. 21. desember 1993. í sam- bandi við þetta nefnir hann kyn- þáttamisrétti og útlendingahatur, „sem náð hefur að skjóta rótum hér á landi“, og finnst það, að vonum, hið versta mál. íslendingar eru fámenn þjóð, og þekkja ekki þá erfiðleika, sem stór- þjóðir verða að fást við í innbyrðis átökum þjóðarbrota og skoðana- hópa. Það er óviturlegt að ætla að hjálpa öðrum þjóðum með því, að opna þeim aðgang að íslandi, gera ísland að „griðlandi" fyrir flóttafólk. Það getur ekki í alvöru verið keppikefli íslenskra stjórnmála- manna að fylla landið af útlending- um. Hér er verulegt atvinnuleysi. Lög um veitingu ríkisborgararéttar sýna, að árlega er fjölda útlendinga veitt hér landvist, fyrir utan þá, sem koma tímabundið í atvinnuskyni. Og þeim mun fjölga ört. Óhjákvæmilega verður þá einnig sú óæskilega kyn- blöndun, sem langsamlega flestir íslendingar eru andvígir. Við höfum mörg óleyst vandamál. Hvers vegna skapa ný? íslendingar eru að mestu lausir við kynþáttafordóma, því að ástand, sem leiðir til útlendingahaturs hefur ekki myndast hér ennþá. Við þekkj- um mörg dæmi utanlands frá af kynþáttavandamálum. Ríkisstjórn íslands og einstakir ráðherrar eiga fyrst og fremst að gæta hagsmuna íslands og íslendinga og á íslenskum forsendum. Þetta er okkar land. Glæpaverk nasista (hann nefnir ekki kommúnista) eiga að réttlæta þá skoðun ráðherrans, að Island eigi að taka við miklu fleiri flóttamönn- um en áður, og vitnar hann í því sambandi til mannréttindayfirlýs- ingar SÞ, en samkvæmt henni eiga menn rétt á því að leita griðlands erlendis, vegna ofsókna heima fyrir. Ákvæðið vísar til stjórnvalda þessa lands, sem menn vilja fara frá. Það má sem sagt ekki meina ofsóttum mönnum að fara úr landi. En ekkert ákvæði mun þar vera, sem skyldar önnur ríki til þess að taka við flótta- mönnum, hvorki pólitískum né ópól- itískum. Hver og einn verður að hlíta þeim reglum, sem gilda um innflytjendur í því landi, sem hann vill beiðast landvistar í. Fólk með ólíka menn- ingu, siðvenjur, trúarbrögð, tungu- mál og litarhátt mun valda margvís- legum erfiðleikum hér. Og það mun reynast örðugt að fella úr gildi lög- fest ákvæði um „kvóta“ innflytj- enda. Væntanlega mun eiga að ákveða flóttamannakvóta ráðherr- ans í prósentum af fjölda lands- manna. Útlendingar, sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt, telj- ast því með þegar kvóti er reiknaður. JÓN MAGNÚSSON, Bókhlöðustíg 7, Reykjavík. Hvað merkir fagráð? Frá Ágústi H. Bjarnasyni: í GREININNI „Hvað varð um þjóð- argjöfina?" (Morgunblaðinu 11. 6.) vakti ég athygli á því hveija Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra skipaði í fagráð Landgræðslu ríkisins. Ég gat mér þess jafnframt til í greininni að Halldór Blöndal myndi skipa ann- aðhvort prest eða lækni í stað bónd- ans sem sagði sig úr því. Nú hefur komið á daginn að ég reyndist nokk- uð sannspár, því að samkvæmt upp- lýsingum landbúnaðarráðuneytisins hefur ráðherra skipað tannlækni í stað bóndans. Helst kemur manni í hug, að ráðherra telji þennan mann best þjálfaðan í að fínna skemmdir á gróðri sem og í tönnum. I fagráðinu sitja því nú: alþing- ismaður, lögfræðingur, verkfræðing- ur, ráðunautur, landslagsarkitekt og tannlæknir. Þetta er það fólk, sem á að ijalla um áætlanir í landgræðslu, starfsaðferðir við varðveizlu og end- urheimt landgæða, leiðir til sjálf- bærrar landnýtingar (hvað sem það merkir) og allt skipulag landgræðslu- starfsins. Hér er um viðamikið verk og vandasamt að ræða en hvað sem segja má um þetta annars ágæta fólk, leyfi ég mér að draga í efa, að það hafí næga þekkingu til þess að fjalla um það. Vænti ég þess að fleiri geti tekið undir það með mér. Að lokum vil ég beina fáeinum fyrirspumum til landbúnaðarráðherra og vænti svara innan skamms tíma. Skiptir engu máli hvaða fagmenn sitja í fagráði? Hvemig ber að skilja nafn- ið fagráð Landgræðslunnar? Hefur landbúnaðarráðherra verið kynntur árangur af „áburðarflugi" Land- græðslu ríkisins? (Tekið skal fram, að hér er einungis verið að spyija um áburðarflug ,en ekki aðra starfsemi.) ÁGÚST H. BJARNASON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.