Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 136. TBL. 82. ARG. SUNNUDAGUR 19. JUNI1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugir þúsunda fögnuðu 50 ára lýðveldisafmæli á Þingvöllum Morgunblaðið/Þorkell MIKIL stemmning var meðal þjóðhátíðargesta á Þingvöllum sem fjölmenntu þiisundum saman í brekkurnar til að fylgjast með þingfundi og hátíðardagskrá. „Efst í huga sá mikli þjóðar- styrkur sem þama ríkti“ TUGIR þúsunda fögnuðu 50 ára afmæli Lýð- veldisins íslands með þátttöku í hátíðarhöld- um á Þingvöllum 17. júní. „Allt sem fram fór á gamla þingstaðnum á Þingvöllum var til mikillar sæmdar. Það var gaman að vera íslendingur í gær,“ sagði Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Islands, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Dagurinn varð ógleymanlegur í alla staði og er þegar orðinn stórkostlegur minningardagur. Mér er efst í huga sá mikli þjóðarstyrkur sem þarna ríkti, fólk sótti í gær innri styrk til að horfa fram á veginn með minningamar að leiðarljósi. Ég er sann- færð um að í framtíðinni verði hvetjum manni í minni sú sterka tilfinning sem var í hjarta hans, hvar sem hann kann að hafa verið staddur í landinu á þessum afmælisdegi þjóð- arinnar. Við skynjuðum að margir voru í geðshræringu,“ sagði forseti íslands. Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri þjóð- hátíðarnefndar, áætlar að allt að 75 þúsund manns hafí komið á hátíðarsvæðið en Jón- mundur Kjartansson, yfirlögregluþjónn í Ar- nessýslu, telur að þar hafi verið um 60 þús- und manns. Þúsundir manna komust ekki til Þingvalla vegna tafa í umferð og eyddu þjóð- hátíðardeginum í bílum sínum. Þess eru fjöl- mörg dæmi að fólk hafi verið sex klukku- stundir á leið þangað frá Reykjavík og ekki komið á staðinn fyrr en hátíðarhöld voru að mestu um garð gengin. Varpaði þetta skugga á hátíðina. Fjölmenni tók einnig þátt í hátíð- arhöldum vegna dagsins á vegum sveitarfé- laga um land allt. Börnin heilluð Þegar Morgunblaðið ræddi við forseta ís- lands í gær kvaðst hún hafa hitt fjölmarga á förnum vegi í gær og hefðu allir lokið upp einum munni um að andrúmsloftið á Þingvöll- um hefði verið sérstakt. Þar á meðal hefðu margir haft á orði að börnin hefðu verið heilluð. „Þessi dagur var mikið og gott vega- nesti fyrir æskuna,“ sagði Vigdís Finnboga- dóttir. „Þjóðhöfðingjarnir höfðu allir sem einn orð á því hve sérstakt þeim þætti að fá að vera með okkur í gær,“ sagði Vigdís Finnbogadótt- ir. „Við veittum því athygli hve hlýlega þeir töluðu til okkar. Þeir voru mjög hrifnir og fannst mikið til koma hve vel okkur hefði tekist að gera þessa hátíð úr garði.“ „í öllum meginatriðum tókst þessi hátíð afskaplega vel,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra. „Það var mikil stemmning í kring- um hátíðina, ekki síst á Þingvöllum en reynd- ar um allt land. Ég held að það hafi tekist að skapa mikla samkennd með þjóðinni í kringum þennan atburð og hlýjar tilfinningar í garð þessa áfanga og þess sem áunnist hefur í 50 ár.“ Þj óðarstemmning Forsætisráðherra kvaðst hafa gengið um á Þingvöllum. „Þrátt fyrir að það hafi verið skúrir á stundum skein gleði úr hvetju and- liti. Fólkið var mjög sátt við sjálft sig og landið sitt og sögu sína,“ sagði Davíð Odds- son. Forsætisráðherra kvaðst ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þeim vandamálum sem komu upp í sambandi við umferð að Þingvöllum á þjóðhátíðardaginn. Sjálfsagt mætti segja að eitthvað hefði farið úrskeiðis við skipulagningu en forsætisráðherra kvaðst telja að meginástæðan væri sú að vegakerfið hefði ekki haft undan þegar fólk hefði flykkst af stað þegar það sá að veður yrði skárra en spáð hafði verið. „Auðvitað er það afskap- lega leiðinlegt og ömurlegt að fjöldi manns vildi sækja á Þingvelli en komst ekki. í þeim efnum held ég þó ekki að við einhvern sér- stakan sé að sakast,“ sagði forsætisráðherra. Davíð Oddsson sagði að erlendu gestirnir hefðu verið himinlifandi og dálítið undrandi eftir hátíðarhöldin. „Þeim fannst umhverfið auðvitað magnþrungið og allir höfðu orð á þessari miklu þjóðarstemmningu, sem kom þeim aiveg í opna skjöldu.“ ■ Þjóðhátíð/2,4,10-25,28-31,37,51, leiðai i/26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.