Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 41 I DAG Qrvára afmæli. í gær 0\Jl8. júní varð áttræð- ur Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi rekstrar- stjóri Rafmagnsveitna rikisins, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Eiginkona hans var Helga Jórunn Sigurðardóttir, frá Rift- úni í Ölfusi, en hún lést í október 1982. Guðjón er að heiman. WAára afmæli. 17. júní 4 vfvarð sjötugur Jón Björnsson, Ægissíðu 92, Reykjavík. Eiginkona hans er Bryndís Jónsdóttir. Þau hjónin eru að heiman á afmælisdaginn. Pennavinir VELSKUR 26 ára kenn- aranemi sem ætlar að verða grunnskólakennari vill skrifast á við fólk í sömu sporum: Paul Owen, 2 Tnn-Yr-Allt, Cefn-Y-Bedd, Wrexham, Clwyd, North Walcs, Britain. FIMMTÁN ára Gambíu- piltur með áhuga á íþrótt- um: Saijo Khan, c/o Brikama Middle School, Kombo Central, Western Division, Gambia. FRÁ Trinidad skrifar 51 árs karlmaður með áhuga á siglingum, sundi, Ijós- myndun, ferðalögum o.fl.: D. Geddes, P.O. Box 3345, Maraval Post Office, Trinidad, IFest Indies. ÞRÍTUG bandarísk kona sem safnar póstkortum og límmiðum: Linda Munn, 805 N. Stepheson 18, Royal Oak, MI 48067, U.S.A. ÍTÖLSK 24 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, úti- vist, tónlist, kvikmyndum og safnar póstkortum: Nadia Celle, Via Trento 8, 16043 Chiavari (GE), Italy. TÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á tónlist: Adela Rachotova, Zamecka 528, 507 81 Lazne Belo- hrad, Czech Republic. SAUTJÁN ára áströlsk stúlka með margvísleg áhugamál: Kate Daley, 5 Moody Street, Machay Queensland, Australia 4740. Arnað heilla GEFIN voru saman í hjónaband þann 12. mars sl. í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni þau Helga Bachmann og Hallgrímur S. Hall- grímsson. Heimili þeirra er í Hörðalandi 2, Reykja- vík. Q p* ára afmæli. Á Q0 morgun 20. júní verður áttatíu og fímm ára frú Margrét Guðmunds- dóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Guðsteinn Þor- björnsson, fyrrv. bif- reiðasljóri. Þau taka á móti gestum í samkomusal þjónustuíbúða aldraðra í Hafnarfirði laugardaginn 25. júní nk. milli kl. 16-19. Með morgunkaffinu HOGNIHREKKVISI //BURTSéÐ FRX þESSU -HVECNIG LÍ KAR. péR RANN: Ast er... ÞóTT ÞÚ verðir ekki nema helmingurinn af því sem hún móðir þín er, verðurðu samt 65 kíló. 3-IS Að dragast að honum eins og segulstáli. ORÐABÓKIN / tilefni 17. júní HINN 9. þ.m. benti Baldur Pálmason á það í Mbl., hversu hvimleitt er að sjá og heyra menn tala um, að „þetta eða hitt gerist á 17. júní“. Jafnframt tekur hann fram, að margsinnis sé „á liðinni tíð búið að finna að hinni óþörfu og leiðu notkun forsetning- ar á þessum stað, enda þótt nálægar þjóðir við- hafi sambærilegt orð“. Hér hefur áður verið vik- ið að þessu, en ekki sak- ar að minna enn á þetta orðalag, sem hver virðist apa upp eftir öðrum í hugsunarleysi. Þar sem um er að ræða svokallað tímaþolfall á forsetning hér alls ekki heima. Af því leiðir að segja á sem svo, að rignmg hafi verið 17. júní, ekki á 17. júní. Ekki er heldur þjálla í munni að skjóta á hér framan við. Ég heyrði prest segja úr predikun: arstól fyrir viku: „Á næsta sunnudag verður lýðveldisins minnzt nán- ar.“ Hvers vegna ekki: næsta sunnudag? Eins sagði kunnur útvarps- maður sama dag: „For- sætisráðherra sagði á 17. júní 1944.“ Baldur bendir réttilega á, að enginn muni enn segja, að hann sé fæddur á 1. júní, heldur 1. júní. Hann bendir hins vegar á, að fs. á eigi að vera, þegar talað er um, að eitthvað gerist á þjóðhátíðardag- inn, sbr. á sumardaginn fyrsta. Loks vill Baldur eðlilega koma þeirri „meinloku fyrir kattar- nef“ að tala um sautj- ándann fyrir 17. júní. - J.A.J. STJÖRNUSPA cftir Frances Dratc TVIBIJRAR Afmælisbarn dagsins: Þú átt mjög auðvelt með að tjá þig og er það þérgott vega- nesti í viðskiptum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það hentar þér betur í dag að heimsækja aðra en að bjóða heim gestum. Ástin gæti kviknað á ferðalagi. Naut (20. apríl - 20. maf) Fjölskyldan er í fyrirrúmi í dag, en vinur getur valdið þér vonbrigðum. Tilboð sem þér berst þarfnast nánari athug- Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú getur orðið fyrir einhveij- um töfum í vinnunni í dag, en ástvinir eiga saman gott kvöld og fara út að skemmta sér. Krabbi (21. júní - 22. júlf) H8g Láttu ekki smáatriði fara framhjá þér i vinnunni. Við- ræður um viðskipti skila árangri. Treystu á eigið fram- tak. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Einhver sem þú átt samskipti við í dag segir ekki allan sannleikann. Þú getur orðið fyrir auka útgjöldum vegna ijölskyldunnar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú þarft tima útaf fyrir þig til að sinna einkamálunum í dag. Vandamál félaga getur valdið þér áhyggjum í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Einhveijir samskiptaörð- ugleikar geta komið upp í vinnunni í dag og þú þarft að sýna þolinmæði. Ástin blómstrar í kvöld. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Hig Þú kemur vel fyrir í samskipt- um við ráðamenn í dag og þér miðar vel áfram í vinn- unni. Sýndu ástvini um- hyggju í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) «e Reyndu að komast hjá ágreiningi við starfsfélaga í dag. Þú ert að hefja undir- búning að spennandi ferða- lagi. Steingeit (22. des.-19.janúar) Þú átt ánægjulegar stundir með ástvini og hefur lítinn áhuga á að sækja vinafund. Gerðu ekki of mikið úr smá vandamáli. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Félagslífið hefur upp á margt að bjóða í dag. Sumir eignast nýjan ástvin. Það er óþarfi að vera með áhyggjur f kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú þarft ekki að efast um eigin getu því þér eru allar leiðir færar. Góð sambönd reynast þér vel í viðskiptum Stjörnuspdna d aó lesa sem dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grutitii visindalegra stað- reynda. DANMORK VIKULEGA Norræna félagið býður ódýrar ferðir til Billund á Jótlandi alla sunnudaga í sumarfram til 14. ágúst. Nánari upplýsingar á skrifstofu Norræna félagsins í símum 91-10165 og 19670. TIL SOLU SUZUKIGSX 11OOF, árg. '88 Hjólið er 16 ventla, 136 hestöfl, ekið 14 þús. km. Því fylg- ir töskusett frá Krauser, einig sérsaumuð yfirbreiðsla. Bílskúrshjól. Lítur út eins og nýtt, tveir eigendur. Verð kr. 600 þús. staðgreitt. Ath. skipti. Nánari upplýsingar í síma 92-67521, Björgvin. PARADISO HESTAKERRUR F0RTJ0LD FYRIR BÍLA OG HJÓLHÝSI FRÁ TRI0 (0G MIKIB ÚRVAIAF FERÐAVÖRUM). Qísu Jónsson hf Island I Bfldshöfða 14 Sími 91-876644 n nl LJ Reiki- og sjálf- stypkingar- námskeið - Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? - Þarftu á sjálfstyrkingu að halda? - Viltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan? - Ertu tilbúinn að gera eitthvað í málinu? Námskeið í Reykjavík: 21 .-23. júní, 1. stig, kvöldnámskeið. 25.-26. júní, 1. stig, helgarnámskeið. 2. stig samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar og skráning í síma 871334. Guðrún Óladóttir, reikimeistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.