Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD 50 ÁRA Vel heppnuð hátíð- ardagskrá þrátt fyrir rigningarskúr LEIKSVIÐIÐ þar sem hátíðardagskráin á Þingvöllum fór fram. Á sviðinu sljórnar Garðar Cortes hátíðarkórnum og Sinfóníu- hljómsveit íslands en til hliðar við sviðið veifa börn í barna- kórnum fánum. HÁTÍÐARDAGSKRÁ þjóð- hátíðarinnar á Þingvöllum tókst hið besta þótt rigning- arskúr drægi aðeins úr há- tíðleikanum. Hátíðardag- skráin stóð í þrjá klukku- tíma og fluttu þjóðhöfðing- ar Norðurlandanna þar allir ávörp. Haraldur Noregs- konungur sagðist sann- færður um að atburðir und- anfarinna daga hefðu ekki áhrif á vináttu íslands og Noregs og vísaði þar til Svalbarðadeilnanna. Bæði Haraldur Noregskonungur og Karl Gústaf Svíakonung- ur lýstu því yfir að stofnað- ur yrði sjóður til að styrkja menningarleg tengsl þjóða þeirra og íslendinga. Gestir voru famir að koma sér fyrir í brekkunni fyrir ofan leiksvið- ið góðri stundu áður en hátíðardag- skráin hófst. Á meðan komu um 1.000 börn úr barnakórum víðs vegar af landinu sér fyrir á söng- pöllunum. Bömin, sem voru flest í litskrúðugum lopapeysum eða í þjóðbúningum, settu mjög skemmtilegan svip' á dagskrána því eftir að söng kórsins lauk tóku þau virkan þátt í hátíðarhöldunum. Dagskráin hófst um klukkan 13.30 með því að barnakórinn söng við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands og undir stjóm Garðars Cortes. Þegar börnin höfðu sungið nokkur lög bættist þeim liðstyrkur hátíðarkórs sem samanstóð af Kór íslensku óperunnar, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórnum Fóst- bræðrum. Hátíðarkórinn söng ís- lensk lög rtiilli ávarpa og annarra dagskrárliða og átti tónlistin ekki sístan þátt í að skapa þá stemmn- ingu sem myndaðist á hátíðarsvæð- inu. Undir söngnum gengu boðsgestir til sæta sinna á sérstökum áhorf- endapalli framan við leiksviðið: ráð- herrar, þingmenn, embættismenn, erlendir sendimenn og fulltrúar er- lendra þjóðþinga og ríkisstjórna ásamt mökum. Margar konur bám íslenska búninga til að auka á hátíð- leikann. Himinninn var talsvert rigningarlegur og starfsmenn Al- þingis dreifðu regnhlífum og bráða- birgðaregnstökkum til boðsgest- anna. Þessar skjólflíkur áttu eftir að koma í góðar þarfir áður en hátíðinni lauk. Þjóðhöfðingjar Síðastir gengu þjóðhöfðingar Norðurlandanna á hátíðarsvæðið meðan kórarnir fluttu Úr útsæ rísa íslandsfjöll, eftir Pál ísólfsson og Davíð Stefánsson. Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands var í farar- broddi ásamt Halldóru Eldjám fyrr- BARNAKÓRINN setti mikinn svip á hátíðardagskrána. verandi forsetafrú, en á eftir þeim gengu Margrét Þórhildur Dana- drottning og Henrik prins, Haraldur Noregskonungur og Sonja drottn- ing, Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning og Martti Ahtisaari forseti Finnlands og Eeva Ahtisa- ari. Áhorfendur í brekkunni fyrir ofan stóðu upp og klöppuðu og börnin í barnakórnum veifuðu ís- lenskum fánum. Þegar boðsgestirnir voru sestir drógu skátar íslenska fánann að húni og trompetleikarar léku lúðra- stef þjóðhátíðarinnar. Að því búnu setti Matthías Á. Mathiesen hátíð- ina og eftir að hátíðarkórinn hafði flutt Rís íslands fáni, eftir Pál ísólfsson og Davíð Stefánsson, flutti Davíð Oddsson forsætisráð- herra ræðu og sagði meðal annars: „Við heitum því, að rækta svo okk- ar hlutverk og sinna svo okkar skyldum, að þeir sem eftir 50 ár og 100 ár koma hér saman, geti hugsað til okkar með sama hlýhug og virðingu og við hugsum nú til þeirra, sem fullkomnuðu íslenska sjálfstæðis- og frelsisbaráttu hinn 17. júní 1944.“ Skin og skúrir Norrænu þjóðhöfðingjarnir fluttu allir ávörp. Fyrst talaði Margrét Danadrottning og sagði meðal ann- ars, að þó að í Danmörku hafi mátt finna óánægju með þá ákvörð- un íslendinga að slíta tengslum við Dani fyrir 50 árum væri í dag hægt að ræða á opinskáan hátt um alla þætti fyrri samskipta þjóðanna tveggja og allir Danir gleddust yfir því að atburðir þessa tíma urðu ekki til að skaða hin nánu og inni- legu samskipti Dana og íslendinga. Karl Gústaf Svíakonungur vitn- aði í Hávamál þar sem segir að maður sé manns gaman, og flutti tilvitnunina á íslensku við mikinn fögnuð hátíðargesta. Ahtisaari vitn- aði einnig á íslensku í orðtæki Jón Sigurðssonar forseta, eigi skal víkja. Haraldur Noregskonungur fékk ekki síðri móttökur hátíðargesta en hinir þjóðhöfðingjarnir þótt sam- skipti Islendinga og Norðmanna hafi verið nokkuð stirð síðustu daga vegna Svalbarðadeilnanna. Harald- ur breytti út af áður prentuðu ávarpi sínu og drap nokkuð á þess- ar deilur. Hann sagðist þess fullviss að atburðir síðustu daga myndu ekki skyggja á vinskap þessara bræðraþjóða og sagðist vona að þær fyndu á þeim lausn í sameiningu. Þegar Noregskonungur var hálfnaður með ávarp sitt tók að rigna og skúrina herti meðan Ahtisaari flutti sitt ávarp. Það var nokkuð óvenjuleg sjón þegar boðs- gestirnir íklæddust gegnsæjum plastsláum og brugðu upp bláum og hvítum regnhlífum og mynduðu einskonar bláhvítt þak yfir áhorf- endapallinum. Rigningin dró nokkuð úr hátíð- leikanum sem einkennt hafði dag- skrána fram að því þótt fljótlega stytti upp að mestu. Áhorfendum í brekkunni ofan við leiksviðið fækk- aði talsvert en dagskráin hélt þó áfram eins og ekkert hefði í skor- ist. Dansarar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur dönsuðu dans sem einnig var dansaður á þjóðhátíðinni 1874 og leikarar Þjóðleikhússins fluttu atriði úr íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Á milli atriða söng hátíðarkórinn og þjóðkórinn, það er áhorfendur á Þingvöllum, tók vel undir við hvatningu Garðars Cortes. Vigdísi Finnbogadóttir var fagn- að innilega þegar hún flutti ávarp sitt. Þar sagði hún meðal annars að afmælishátíðin gæfi öllum ís- lendingum endumýjaðan sjálfsstyrk til þess að víkja frá sér tímabund- inni bölsýni og fylla hugann þeirri trú á framtíðina sem feður þeirra og mæður áttu þegar þau stóðu á Þingvöllum fyrir fimmtíu árum. Eftir að Ólafur Skúlason biskup íslands flutti ávarp lauk dagskránni með því að allir viðstaddir sungu íslenska þjóðsönginn, Ó guð vors lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.