Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 29
il MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDIÐ ÍSLAND 50 ÁRA Ragnar Amalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins Brýnt að varðveita þann þjóðarauð sem tilvera Islendinga veltur á HÆSTVIRTI forseti! Góðir ís- lendingar! Á hálfrar aldar afmæli lýðveldis- ins er mjög við hæfí að minnast þess, hve brýnt er að varðveita þann þjóðarauð sem tilvera íslend- inga veltur á. Löngum vissu menn fátt um lífíð í hafinu. En þótt þekking á sjávar- líffræði hafí mjög aukist á seinni árum, verður að játa í hreinskilni, að enn rennum við blint í sjóinn, þegar svara þarf ýmsum grundvall- arspurningum um lífríki hafsins. Framlag það til grunnrannsókna á vistkerfi sjávar sem hér er gerð tillaga um og einkum er ætlað að auka skilning á lægstu þrepum fæðukeðjunnar í sjónum er vissu- lega sem dropi í hafíð miðað við það mikla verkefni sem við blasir en mun þó engu að síður koma að góðu gagni. Auðlindir íslands eru marghátt- aðar. Þær leynast ekki aðeins í jörðu eða í djúpinu sem lykur um land okkar. Dýrmætasta auðlindin er sá lífsins kraftur sem felst í sjálfstæði þjóðarinnar — og íslenskri tungu. Það er óumdeild staðreynd, að á lýðveldistímanum hefur íslenskt efnahagslíf þróast af meiri hraða og krafti en efnahagur stærstu ríkja Evrópu. Fyrir hundrað árum var hér frumstæðara atvinnulíf og meiri örbirgð en víðast annars staðar í okkar heimsálfu. Ekki er ósennilegt, að einhverjum hafí þá fundist það óraunsæ bjart- sýni, jafnel undarleg einangrunar- stefna, þegar smáþjóð sem aðeins taldi eitt hundrað þúsund manns sótti fram til' fullveldis og algers sjálfstæðis. En með undraverðum hraða tókst íslendingum að lyfta sér úr mestu fátækt og niðurlægingu og skipa sér í hóp þeirra þjóða sem í dag búa við hvað best lífskjör. Á því er enginn vafi, að þetta hefði ekki getað gerst ef þjóðin hefði ekki hlotið sjálfstæði heldur verið, svo dæmi sé tekið, afskekkt greifadæmi undir breskri krúnu, bandarískt fylki eða amt í Dan- mörku. íslenskt efnahagslíf hefur ein- mitt þróast hratt á þessari öld og þá einkum á lýðveldistímanum vegna þess að við tryggðum okkur rétt til sjálfstæðra ákvarðana í eig- in þágu og gátum því aftur og aft- ur brugðist við nýjum aðstæðum óháð öðrum, þegar mest lá við. Við hefðum t.d. aldrei haft þá forystu í landhelgismálum sem raun bar vitni, hefði landið verið hluti af stærri heild. Rétt eins og hver einstaklingur þarf að varast að ofmetnast og telja sig öllum öðrum merkilegri og rétt eins og menn þurfa einnig að forð- ast vanmetakennd gagnvart öðru fólki, eins er það nauðsyn lítilli þjóð í stórum heimi að varðveita sjálfs- traust sitt og heilbrigðan metnað. Stórkostleg velgengni til eflingar þjóðarinnar á öldinni sem nú er senn á enda er m.a. því að þakka, að íslendingar öðluðust sjálfstraust sitt á ný og hættu að láta stjóm- SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 29 málamenn á meginlandi Evrópu í mörg þúsund kílómetra fjarlægð ráða yfír sér og hugsa fyrir sig. Sú fjárveiting til eflingar ís- lenskri tungu sem hér er til um- ræðu er fyrst og fremst táknrænt framlag. Við þurfum sem fyrst að afnema veltuskatta af íslenskri menningar- og listastarfsemi ög tryggja íslenskri tungu vísan sess í vitund nýrra kynslóða á öld alþjóð- legra Ijölmiðla. Það var gæfa íslendinga við upp- haf ritlistar í Norður-Evrópu, að þegar lærðir menn rituðu nær ein- göngu á latínu, settu forfeður okkar saman stafróf byggt á íslenskri hljóðfræði sem síðan ruddi braut þeirri miklu bókmenntahefð sem hér varð og ekki átti sér hliðstæðu á þeim tíma. Árangurinn varð sá, að bók- menntimar urðu almenningseign en ekki forréttindi fárra útvaldra menningarvita eins og annars stað- ar varð. Þær tengdu saman fortíð og nútíð og íslensk tunga varð því sjálfkrafa það sameiningartákn sem átti meiri þátt í því en flest annað að íslendingar öðluðust sjálfstæði á ný. Góðir íslendingar! Læmm áfram af sögunni! Látum afmælishátíð lýðveldisins efla í huga okkar allra, yngri sem eldri, það heit er unnið var á þessum stað fyrir hálfri öld, að standa trúan vörð um tungu okkar og sjálfstæði. Páil Pétursson formaður þingflokks Framsóknarfiokksins Tungangerir Islendinga að þjóð FRÚ forseti — góðir íslendingar. Hvað er það sem gerir íslend- inga að þjóð? Það er öðru fremur tungan. Hún tengir okkur saman og gerir okkur að sérstökum hópi í samfélagi ver- aldarinnar. Hún gefur okkur tæki- færi til að halda uppi bókmenntum og menningarlífi sem er frábrugðið menningu annarra þjóða. Hún varðveitir menningararf fyrri alda og gefur okkur eigin sögu sem kemur okkur við og tengir okkur við fortíðina og landið sem við byggjum. Órlögin höguðu því svo að hing- að til íslands komu forfeður okkar um úfin höf og settu hér byggð. ísland hefur verið heimkynni okkar í meira en ellefu hundruð ár og við eigum þetta land. Fyrir fímm- tíu árum komu menn saman hér á Þingvöllum og stofnuðu lýðveldi. Þeir völdu það form stjómskipunar að yfírlögðu ráði þar sem að þeir töldu að það hentaði íslendingum best. Þá töldu menn að hagsmun- um okkar væri best borgið með því að við værum fullvalda og réð- um málum okkar sjálfír. Það var stórkostleg tilraun er menn stofnuðu til á Þingvöllum 1944, tilraun svo fámennrar þjóðar að starfrækja sjálfstætt og full- valda þjóðfélag þar sem fólkið byggi við menningarlega og efna- hagslega velferð og félagslegt ör- yggí- Þegar við lítum til baka yfir 50 ára lýðveldisskeið getum við stað- hæft að sú tilraun hefur tekist vel. ísland hefur getað búið börn- um sínum efnahagslega velferð. Gróðurmoldin og' hafíð umhverfís landið, lífbeltin tvö, hafa megnað að búa okkur góð lífsskilyrði. Þjóð- in sjálf, fólkið í landinu, hefur reynst þess umkomin að búa í menningarlegu samfélagi. Okkur hefur varðað hvert um annað. Þótt við öll getum bent á margt sem betur hefði mátt fara er ég viss um að flestöll viðurkennum við að okkur þætti ekki eftirsóknarverð- ara að búa annars staðar. Við erum íslendingar og tilheyrum þessari þjóð og þessu landi. ísland er gott land og gjöfult og mun í framtíðinni áfram geta búið börnum sínum farsæld og góð lífsskilyrði ef við gætum þess að umgangast það og nýta auðlindir þess af fyrirhyggju og virðingu. Okkur er höfuðnauðsyn að þekkja land okkar og möguleika þess og skilyrði. Efnahagsleg velferð þjóð- arinnar mun í framtíðinni öðru fremur byggjast á þeim afrakstri sem við höfum af hafinu. Við vitum ennþá alltof lítið um það hvaða lögmál gilda í lífríki hafsins. Það er því vel við hæfi að minnast 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi með því að veija nokkrum íjármunum sérstaklega til þess að efla íslenska tungu og í öðru lagi til þess að gera sérstakt átak í vistfræðirann- sóknum á lífríki hafsins. Fimmtíu ára lýðveldisskeið hef- ur fært okkur heim sanninn um að við íslendingar getum lifað hér góðu lífí í framtíðinni. Það er ekki vandalaust í viðsjálum heimi. Til þess þurfum við að hafa trú á okkur sjálfum og landi okkar. Ég vara við þeirri uppgjöf, þeirri van- trú á okkur sjálf og land okkar, sem felst í því að telja þann kost vænlegastan fyrir okkur að tengj- ast útlendum ríkjabandalögum og lúta þeirra forsjá. Við eigum að leita dæma í sögu okkar og af reynslu annarra þjóða sem svipað hefur verið ástatt um. Þá sjáum við glöggt hve geysimikilvægt full- veldi er þjóðum, hversu dýrmætt það er að geta ráðið sér sjálf og þurfa ekki til annarra að sækja. Við eigum að ástunda vinskap við aðrar þjóðir og efla við þær sam- skipti en ákvörðunarvaldinu meg- um við aldrei afsala okkur. Við þurfum sjálf að geta átt lokaorðið um lífshagsmuni okkar þegar við viljum. Ég á mér þá ósk á þessum tíma- mótum að okkur auðnist að halda áfram í heiðri þær hugsjónir sem lýstu mönnum hér á Þingvöllum fyrir 50 árum: ísland verði áfram sjálfstætt og fullvalda lýðveldi. ís- lendingar hafi áfram trú á sjálfum sér og landi sínu, treysti áfram sjálfum sér og sjái þá möguleika og þann auð sem ísland býður upp á og þá gæfu að vera íslendingur. Við erum svo lánsöm að eiga þetta góða og fagra land og mun- um það einnig að þetta land á okkur. F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI ¥ Goldstar símkeríi, þar sem ekkert er gefið eftir. Traust fyrirtœki sem tekur réttar ákvarðanir, og er í góðu sambandi við viðskiptavini sína. Það velur traust, fullkomið og tœknilegt símkerfi frá Goldstar. Nýja línan frá GoldStcir Örugg þjónusta. Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir, hafa kosið símkerfi frá Istel. Komdu við í Síðumúlanum, eða sláðu á þráðinn. Og tryggðu góðan árangur. S htei SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 687570

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.