Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 49
morgunblaðið SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 49 LISTIR PETER Máté og Guðný Guðmundsdóttir. Fella- og Hólakirkja Listviðburður endurtekinn Tónvakinn Fimmtán keppa um að komast í úrslit í SUMAR ef;úr Ríkisútvarpið í þriðja sinn til keppni um Tón- vakann, Tónlistarverðlaun Rík- isútvarpsins. Keppnin er í fyrsta sinn undankeppni fyrir norræna Tvíæringinn, Ung Nordisk So- listen Biennial. Sigurvegarinn hlýtur keppn- isfé að upphæð 250 þúsund og kemur fram á hátíðartónleikum Ríkisútvarpsins og Sinfóníu- hljómsvitar íslands næsta haust sem útvarpað verður á Norður- löndum. Fyrsti hluti Tónvaka- keppninnar er að baki. Fimmtán tónlistarmenn, hljóðfæraleikar- ar og söngvarar taka þátt í öðrum hluta_ keppninnar, sem fram fer í Útvarpshúsinu, 20. og 21. júní. Jazz fyrir börn JAZZ-TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur barnalög í jazz-útsetn- ingum í Gallerí Borg sunnudag- inn 19. júní klukkan 15.00. Tríóið skipa þeir Ólafur Steph- ensen á píanó, Tómas R. Einars- son á bassa og Guðmundur R. Einarsson á trommur. Sýning Tryggva Ólafssonar stendur yfir en henni lýkur á þriðjudag- inn 21. júní. GUÐNÝ Guðmundsdóttir konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og ungverski píanóleikarinn Peter Máté flytja fiðlusónötur eftir Edward Grieg í Fella- og Hóla- kirkju nk. mánudag 20. júní kl. 20. í apríl sl. fluttu listamennirnir sónötumar í Norræna húsinu og var það í fyrsta sinn sem þær voru leiknar allar saman á íslandi. Um þá tónleika skrifaði Jón Ásgeirsson, tónskáld og gagnrýnandi, í Morgun- blaðið: „Trúlega hefur Guðný náð þama lengst í listrænni og tilfinn- ingaþmnginni túlkun, sem fékk og sérstakan hljóm í afburða góðu samspili Máté og má því segja að tónleikamir í heild væru stór listvið- burður." Edvard Grieg samdi einungis þrjár fiðlusónötur. Þá fýrstu, sem er opus 8 í F-dúr, samdi hann að- eins 22 ára gamall og er hún full af æskuijöri og mjög lífleg. Aðra sónötuna, sem er opus 13 í G-dúr, samdi Grieg aðeins tveimur árum síðar og einkennist hún af norskri þjóðlagatónlist. Þriðju sónötuna, opus 45 í c-moll, samdi Grieg svo ekki fyrr en 20 árum síðar þá full- þroskaður listamaður. Hún er mjög dramatísk og alvarleg og hefur orð- ið afar vinsæl og er sú af fiðlusónöt- um Griegs sem oftast er flutt á tónleikum. Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari, er nú í starfsleyfi frá Sin- fóníuhljómsveit íslands og einbeitir sér að æfingum og tónleikum. Hún og ungverski píanósnillingurinn Peter Máté, sem er kennari við tón- listarskólana í Reykjavík, munu í kjölfar þessara tónleika í Fella- og Hólakirkju taka sónötumar upp í kirkjunni til útgáfu á geisladisk. Hljómburður er mjög góður í kirkj- unni og þar er nýr Steinway-flygill sem Petér Máté leikur á. Námskeið í mynd- þerapíu SIGRÍÐUR Bjömsdóttir heldur verklegt kvöldnámskeið á Brekku- stíg 8 í myndþerapíu, nk. mánu- dagskvöld þann 20. júní. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað kennurum, fóstrum, þroska- þjálfum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og öðru fagfólki á kennslu,- uppeldis-, félags- og heil- brigðismálasviðum og jafnframt öðru starfsfólki á viðkomandi stofn- unum. Sigriður Bjömsdótir er löggiltur félagi í Hinu breska fagfélagi myndþerapista (BAAT). Hér á landi hefur menntamálaráðuneytið metið námskeið Sigríðar til stiga. Bergxtr Thor- berg sýnir í Portinu BERGUR Thorberg hefur opnað sýningu í Portinu í Hafnarfirði. Á sýningunni em 15 málverk, öll máluð með akríi á striga. Þetta er önnur einkasýning Bergs, en henni lýkur 3. júlí. Allir eru velkomnir. Ford Econoline 250, árg. 1989, ekinn 60 þús. km, innréttaður og vel útbúinn bíll, 6 cyl. m. framdrifi, 38“ dekk, dráttarkúla o.fl. o.fl. (o) B I LASALAN SKEIFAN SKEIFUNNI II 108 REYKJAVÍK SÍM|:689 555 Við opnum nýja glæsilega verslun að Suðurlandsbraát 50 v/Fákafen Með fataefni, gjafavörur og leðurtöskur. Okkar árlega sumarútsala W&Sn hefst kl. 10 í fyrramálið í báðum versl. SUÐURLANDSBRAUT afsL FÁKAFEN Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • Sími 91-651660 Suðurlandsbraut 50 • 108 Reykjavík • Sími 91-884545

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.