Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD 50ÁRA ÞINGMENN samþykktu þingsályktunartillögurnar með því að rétta upp hönd allir sem einn. Morgunblaðið/RAX Þjóðhöfðingjar og mikill fjöldi gesta voru viðstaddir hátíðarfund Alþingis Tvær þingsályktunartillögur samþykktar á Lögbergi TALSVERÐUR hópur gesta var kominn á hátíðarsvæðið á Þingvöllum þegar lýðveldis- afmælið hófst klukkan 8.25 á þjóðhátíðar- daginn. Kirkjuklukkum' var hringt, fánar voru dregnir að húni og lúðrastef þjóðhátíð- arinnar eftir Jón Ásgeirsson hljómaði í Al- mannagjá. Þrátt fyrir skýjaveður var tiltölu- lega stillt og þurrt veður allt til hádegis og stöku sinnum birti upp með sólskini. Flestir lögðu leið sína upp í Almannagjá til að fylgjast með morgundagskrá lýð- veldishátíðarinnar eða stöldruðu við á síld- arplani þar sem hressilegar síldarstúlkur voru að gera sig klárar fyrir söltun. Mikill hátíðarbragmr Mikill hátíðarbragur var yfir Almannagjá á meðan morgundagskráin stóð yfir og töluðu þjóðhátíðargestir, ungir sem aldnir, sín á milli í hálfum hljóðum. Þar fluttu Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar, Monika Abendroth hörpu- leikari og tvöfaldur kvartett á vegum söng- málastjóra þjóðkirkjunnar trúarleg og þjóð- leg verk. Klukkan 9.30 hófst hugvekja við krossinn í Almannagjá undir stjórn séra Hönnu Maríu Pétursdóttur þjóðgarðsvarð- ar. Að því loknu flutti Kvennakór Reykja- víkur tregasöngva við Drekkingarhyl. Morgundagskráin á Þingvöllum fór ró- lega og í alla staði friðsamlega fram. Þegar leið á ellefta tímann fór gestum að fjölga mjög og fjöldi tiginna boðsgesta tók sér sæti á sérstökum viðhafnarpalli á völlunum fyrir neðan Lögberg þar sem þeir voru við- staddir hátíðarfund Alþingis sem hófst klukkan 11. Voru boðsgestir á fjórða hundr- að talsins og þeirra á meðal á annað hundr- að fulltrúar erlendra ríkisstjórna og þingfor- setar þjóðþinga nágrannalandáhna; Áður en þingfundur hófst frumflutti Kór íslensku óperunnar Vorkvæði um ísland, hátíðartónverk Jóns Nordals við ljóð eftir Jón Óskar skáld. Allir alþingismenn og ráð- herrar, 63 talsins, sátu á sérpalli með for- seta Alþingis sér á vinstri hönd en mikill földi þjóðhátíðargesta safnaðist saman á pöllunum og í brekkunni að Lögbergi til að fylgjast með fundi Alþingis. Um það leyti sem þingfundur átti að hefjast flaug hópur álfta oddaflug lágt yfir þingpallana og vakti það mikinn fögnuð hátíðargesta sem klöppuðu fyrir þessari óvæntu viðhafn- arsýningu. Þjóðhöfðingjum vel fagnað Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna komu á hátíðarsvæðið laust fyrir klukkan ellefu og ók bílalest með þá niður Almannagjá þar sem þeir stigu út úr bílunum. Harald- ur V Noregskonungur og Sonja Noregs- drotting, Henrik Danaprins og Margrét Þórhildur II Danadrotting, Karl XVI Gú- staf Svíakonungur og Silvía Svíadrottning, Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, og frú Eeva Ahtisaari komu svo gangandi niður göngupallinn úr Hamraskarði og settust á fremsta bekk á þingpalli. Þá gekk forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, á hátíð- arþingfundinn. Voru allir þjóðhöfðingjarnir boðnir velkomnir með lófataki þúsunda áhorfenda. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, setti þingfund Alþingis við Lögberg og flutti setningarávarp. Að því loknu var tekin til afgreiðslu tillaga til þingsályktunar sem flutt var af fulltrúum allra þingflokka um endurskoðun VII. kafla stjórnarskrárinnar. Var tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu og var sáriiþýkkt með handáuppréttingu með 63 samhljóða atkvæðum. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi, að stefna beri að því að ljúka endurskoðun VII. kafla stjórnar- skrárinnar, nr. 33 17. júní 1944, með síð- ari breytingum, fyrir næstu reglulegu al- þingiskosningar. Miðað verði m.a. að því að færa ákvæði kaflans til samræmis við þá alþjóðlegu sátt- mála um mannréttindi sem ísland hefur gerst aðili að. Við endurskoðunina verði höfð hliðsjón af tillögum stjórnarskrár- nefndar frá 5. april 1994. Næst var tekin fyrir tillaga til þingsálykt- unar um stofnun hátíðarsjóðs í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins og fór fram síðari umræða um tillöguna á þingfundinum en fyrri umræða hafði farið fram á sérstökum aukafundi Alþingis 16. júní. Til máls tóku formenn allra þingflokka. Fyrstur talaði Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, næst töluðu Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins, Ragnar Arnalds, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, og síðust talaði Valgerður Kristjánsdóttir, þingflokksformaður Kvennalistans. Þingsá- lyktunartillagan var síðan borin undir at- kvæði og samþykkt samhljóða með hand- auppréttingu með 63 atkvæðum. Þingsá- lyktunartillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á íslandi, að stofna sjóð, lýðveldis- sjóð, og verja til hans 100 milljónum króna árlega næstu fimm ár. Ráðstöfunarfé sjóðsins skal ár hvert á starfstíma hans, 1995-1999, varið með þessum hætti: : a. Helmingi Ijárhæðarinnar, 50 milljón- um króna, til átaks í vistfræðirannsóknum á lífríki sjávar. b. Helmingi fjárhæðarinnar, 50 milljón- um króna, til eflingar íslenskri tungu. Alþingi kýs þriggja manna sjóðstjórn. Hún skal staðfesta rannsóknaáætlun skv. a-lið og reglur um stjórn verkefnisins, svo og um þátttöku vísindamanna og stofnana í því. Énn fremur skal sjóðstjórnin skipta því fé sem er til ráðstöfunar skv. b-lið og samþykkja verkefnaáætlun. Að lokinni atkvæðagreiðslu flutti forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ræðu yfir þingheimi. I lok ræðu sinnar las for- seti bréf um frestun á fundum Alþingis til septemberloka og bað alþingismenn að minnast fóstuijarðarinnar með því að rísa úr sætum. Hrópuðu þingmenn ferfalt húrra fyrir forseta og fóstuijörð. Fjölbreytt atriði um allt hátíðarsvæðið Að hátíðarþingfundi loknum gengu er- lendu þjóðhöfðingjarnir ásamt forseta ís- lands til ráðherrabústaðarins á Þingvöllum þar sem þeir sátu hádegisverð í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og konu hans frú Ástríðar Thorarensen. Gífurlegur fjöldi fólks var saman kominn á Þingvöllum þegar morgundagskrá þjóðhá- tíðarinnar lauk um hádegi. Var stöðugur straumur fólks inn á hátíðarsvæðið á Efri- völlum og einnig eftir Kárastaðastíg niður Almannagjá. Fjöldi lítilla flugvéla flaug yfir svæðið á hádegi og hestamenn riðu hópreið niður Almannagjá. Dreifðist fólk um hátíðarsvæðið áður en formleg hátíðar- dagskrá átti að hefjast klukkan 13.05 og voru þá margvísleg sýningaratriði byijuð vitt og breitt úm sVæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.