Morgunblaðið - 28.06.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 28.06.1994, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftirmálar sveitarstjórnarkosninga í sameinuðum Hólmavíkurhreppi Kosningarnar úr- skurðaðar ógildar Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhanna afhendir lyklana KOSNINGAR í nýlega sameinuð- um Hólmavíkurhreppi sem áður skiptist í Hólmavíkurhrepp og Nauteyrarhrepp hafa verið úr- skurðaðar ógildar af sérskipaðri kjörnefnd. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að lögmæltar fjórar vikur hafi ekki liðið frá lokum framboðsfrests til kjördags í hinu nýja sveitarfélagi. Málsatvik voru þau að aðeins einn listi hafði verið lagður fram fyrir auglýst lok framboðsfrests 30. apríl sl. Framboðsfrestur var síðan framlengdur um tvo daga og á þeim tíma bárust tvö fram- boð í viðbót. Nefndin telur að framboðsfresturinn hinn seinni hafi ek^i verið birtur opinberlega nægilega snemma. Kosningarnar, sem ákveðnar voru 28. maí, hafi BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir um niðurstöður í sam- anburði ASÍ á launaþróun á al- mennum vinnumarkaði og í opin- bera geiranum benda til að for- sendur þjóðarsáttar séu ekki leng- ur fyrir hendi. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir að saman- burður ASI byggist á mistúlkun launavísitölu í samanburði sínum og leggur áherslu á að eina hlut- verk launavísitölu sé að hafa þriðj- ungs vægi í lánskjaravísitölu. Samanburður ASÍ gefur til kynna að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað um 5 til 6% umfram kjarasamninga á síðastliðnum fjórum árum. Forsvarsmenn ASÍ sögðu á blaðamannafundi í gær að launa- vísitala hefði hækkað um 16,7% síðastliðin fjögur ár. Almennar launabreytingar væru 14,6% og með einfaldri jöfnu miðað við sam- setningu vinnumarkaðarins mætti finna út að opinberir starfsmenn og/eða bankamenn hefðu hækkað um 20,4% á tímabilinu. Benedikt Davíðsson, forseti fyrst verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda 9. maí sl. Kosningarnar voru kærðar 2. júní sl. og var lögð fram ein aðal- krafa en fjórar til vara. Kærandi krafðist þess aðallega að I-listi, sameinaðra borgara, yrði úrskurð- aður sjálfkjörinn og að kosningar lýstar óþarfar og marklausar. Sá listi hafi verið eina framboðið sem lagt hafí verið fram fyrir auglýstan framboðsfrest 30. apríl. Nýjar kosningar? Ríkharður Másson sýslumaður í Strandasýslu segist eiga von á því að boðað verði til nýrra kosn- inga í hreppnum. Hann bendir þó á að kæra megi úrskurðinn til fé- lagsmálaráðuneytisins en kæru- frestur er ein vika. ASÍ, sagði um niðurstöðurnar að útlit væri fyrir að forsendur þjóð- arsáttar væru ekki lengur fyrir hendi. Aðspurður sagði Benedikt að ekki hefði verið komist að niður- stöðu um hvaða leið væri best að fara til leiðréttingar. En ýmsar sértækar aðgerðir gætu nýst vel. Hann sagði að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum um breytingar á launavísitölu frá Hagstofu íslands. Á sama hátt GUÐMUNDUR Árni Stefáns- son, nýskipaður félagsmálaráð- herra, kom til síns fyrsta vinnu- dags í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun. Þar tók á móti honum forveri hans í embætti, hefði ítrekað verið reynt að fá fund með forsætisráðherra um málið. Ekki væri að efa að góð svör bærust frá báðum aðilum. Mismunandi niðurstöður Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, boðaði til blaðamannafund- ar hálfri klukkustund eftir að fundi ASÍ lauk. Hann lagði áherslu á Qögur atriði í gagnrýni sinni á útreikninga ASI. Hið fyrsta var að niðurstöður kjarasamanburðar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi félagsmálaráðherra. Hún afhenti nýja ráðherranum þá lykla sem embættinu fylgja og óskaði honum velfarnaðar I starfi. réðust af því hvaða aðferðum væri beitt. Annað var að niðurstöð- ur kjararannsóknarnefndar segðu annað en niðurstöður ASÍ. Því til stuðnings kom fram samanburður nefndarinnar á kjörum landverka- fólks innan ASÍ og opinberra starfsmanna frá fyrsta árfjórðungi 1990 til fjórða ársfjórðungs í fyrra. Niðurstöðurnar bentu til 20,1% launahækkunar landverkafólksins á móti 18,8% hækkunar opinberra starfsmanna. í þriðja lið er bent á að við út- reikning launavísitölu sé miðað við heildarsafn ríkisins um launakjör en aðeins 500 manns á almennum vinnumarkaði. En í ijórða og síð- asta lagi viðurkennt að einstakir hópar hafi fengið launaleiðrétt- ingu af ýmsum ástæðum. En oft megi rekja þær aftur fyrir þjóðar- sáttatímabilið. Nefndir eru m.a. dómarar, prestar, lögreglumenn, tollverðir, flugumferðarstjórar, hjúkumarfræðingar og meina- tæknar. Að lokum er lögð áhersla á að samanburður byggi á afar veikum grunni og með honum sé launavísitala mistúlkuð. S.iávarútvegsráðherra Fleischer er okkur að góðu kunnur „CARL August Fleischer er okkur að góðu kunnur. Sjálfur las ég hann þegar ég var að fræðast um þjóða- rétt í lagadeild Háskólans. Hann er flestum íslenskum lögfræðingum að góðu kunnur og virtur fræðimaður á þessu sviði,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Á sunnudag birtist greinargerð norska lagaprófessorsins Carls Aug- usts Fleischers um réttarstöðu vernd- arsvæðisins við Svalbarða í Morgun- blaðinu og norskum fjölmiðlum. Greinargerð Fleischers var samin að beiðni utanríkisráðherra Noregs. I henni segir lagaprófessorinn afstöðu íslendinga í Svalbarðamálinu á mis- skilningi byggða og enginn vafi leiki á að Norðmenn hafi rétt til 200 mílna efnahagslögsögu við Svalbarða. „Um þessa grein er ekki annað að segja en að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leita til erlendra þjóðrétt- arfræðinga til þess að fá óháð mat á þessari stöðu og ég vil bíða með að kveða upp álit af minni hálfu I þessu þar til við höfum fengið það lögfræðiálit í hendur. Það er mjög mikilvægt fyrir málflutning okkar og mat á stöðunni," sagði Þorsteinn. ------♦ ♦ ♦---- Sléttanesið í togi FRYSTITOGARINN Sléttanes fékk trollið í skrúfuna aðfaranótt sl. laug- ardags. Frystiskipið Snorri Sturluson er nú með Sléttanesið í togi á leið til lands. Að sögn Magnúsar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Fáfnis á Þingeyri, sem gerir út Sléttanesið, varð óhappið um 550 mflur suðvestur af Reykjanesi og var skipið nánast með fullfermi, 260-270 tonn af unnum úthafskarfa. Snorri Sturluson var að ljúka veið- um þegar óhappið varð og tók Slétta- nesið í tog. Skipin koma til hafnar í Reykjavík í dag. Þar er ráðgert að skera trollið úr skrúfunni og halda síðan með aflann til Þingeyrar og ianda honum þar. Forsendur þjóð- arsáttar brostn- ar að mati ASI Fjármálaráðherra telur ASI mistúlka launavísitölu Hækkandi álverð bætir stöðu Landsvirkjunar Raforkuverð til álversins hækkar RAFORKUVERÐ til álversins í Straumsvík er tekið að stíga eftir að hafa í heilt ár verið í algjöru lágmarki. Orkuverðið hækkaði um 0,3 mill í síðasta mánuði og búist er við að það hækki enn meira eft- ir mánaðamótin. Betri afkoma Járn- blendifélagsins á Grundartanga hefur einnig aukið tekjur Lands- virkjunar. Raforkuverð til álversins er tengt verði á áli á alþjóðlegum mörkuð- um. Lækki álverð lækkar raforku- verð frá Landsvirkjun, en hækkar að sama skapi hækki álverð. Raf- orkusamningur Landsvirkjunar og ÍSAL gerir þó ráð fyrir að raforku- verð geti aldrei farið niður fyrir 12,5 mill. Undanfarið ár hefurorku- verð verið í þessu lágmarki. Verðið komið upp í 12,81 mill Álverð hefur verið að hækka síð- ustu vikur og er hvert tonn komið upp í 1.500 dollara, en fór lægst niður fyrir 1.100 dollara. Þessi hækkun hefur leitt til þess að raf- orkuverð frá Landsvirkjun til ÍSAL er núna komið upp í 12,81 mill og hefur þá ekki verið tekið tillit til síðustu hækkana á álverði. Nýtt orkuverð verður reiknað eftir mán- aðamót og gildir það út þriðja árs- fjórðung. Om Marinósson, við- skiptafræðingur hjá Landsvirkjun, sagði ekki ljóst hvað hækkunin yrði míkil. Hann sagði að ekki lægi held- ur fyrir hvað hækkunin hefði að segja fyrir Landsvirkjun á þessu ári. Hann sagði hins vegar að hækk- un um eitt mill hækkaði tekjur fyrir- tækisins um 100 milljónir reiknað á ársgrundvelli. ÍSAL tapað 3 milljörðum Rannveig Rist, upplýsingafulltrúi ÍSAL, sagði að flest bendi til að hagnaður verði af fyrirtækinu á þessu ári. Það hafi verið rekið með hagnaði fyrstu mánuði þessa árs og sú hækkun sem nú hafi orðið auki þann hagnað. Hún sagði að þó verði að hafa í huga að hærra álverð leiði til hækkana á aðföngum til álvers- ins, bæði á raforku og súráli. Á þeim þremur árum, sem lægð hefur verið á álmörkuðum, hefur ÍSAL tapað um þremur milljörðum króna. Járnblendifélagið á Grundar- tanga er einnig farið að sýna hagn- að eftir langt erfiðleikatímabil. Þetta hefur jákvæð áhrif á stöðu Landsvirkjunar, en Landsvirkjun gerði á sínum tfma sérstakan samn- ing við Járnblendifélagið til að hjálpa því meðan tap fyrirtækisins var sem mest. Samningurinn gerði ráð fyrir afslætti á raforkuverði. Nú hefur afsláttur fallið niður og leiddi það til þess að tekjur Lands- virkjunar urðu 30 milljónum hærri á síðasta ári en annars hefði orðið. Reiknað er með að þessi upphæð verði enn hærri á þessu ári. Morgunblaðið/Ámi Sæberg 3.000 manns á flugdegi FLUGDAGUR fjölskyldunnar og Flugtaks var haldinn í annað skipti á sunnudag á Reykjavík- urflugvelli. Um 3.000 manns komu skoðuðu þær 30 vélar sem til sýnis voru, en auk þess var flugsýning og boðið var upp á útsýnisflug í þyrlu. Flugdagur- inn var með svipuðu sniði og síðast,, að sögn aðstandenda, en ein helsta nýjungin var þyrlu- flugið. Einnig voru til sýnis flugmódel og tvær þotur Flug- leiða flugu lágflug yfir flugvöll- inn. Ekki voru öll loftförin stór og mikil og á myndinni sést hvar Ómar Ragnarsson situr í fisinu sínu sem kallast Skaptið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.