Morgunblaðið - 28.06.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Með líftækni má auka
vaxtarhraða fisks
Á Háskóladögum í Perl-
unni gat dr. Sigmund-
ur Guðbjarnason um
nokkur rannsóknar-
verkefni sem hann segir
að eigi að geta fært ís-
lendingum efnahagsleg-
an ávinning á næstu
árum.
DR. SIGMUNDUR Guðbjarnason,
fyrrverandi háskólarektor, segist
telja að innan fárra ára verði
hægt að auka mikið vaxtarhraða
fisks með aðferðum líftækninnar.
Hann sagði að erlendis hafi ágæti
þessara aðferða verið staðfest með
rannsóknum á músum og nú séu
að hefjast rannsóknir hér á landi
sem miði að því að auka vaxtar-
hraða fisks.
Tæknin er til
Sigmundur flutti um helgina
erindi á Háskóladögum í Perlunni
um vísindi og framtíð Íslands.
Hann ijallaði þar um nokkur rann-
sóknarsvið sem hann telur að
muni færa okkur efnahagslegan
ávinning á næstu árum. Sigmund-
ur sagði í samtali við Morgunblað-
ið að margir íslenskir vísindamenn
séu að vinna að athyglisverðum
verkefnum sem sum hver eigi eft-
ir að hafa áhrif á lífskjör okkar á
næstu áratugum. Hann sagði að
það nægi fyrir menn að skoða
rannsóknarskrá Háskóla íslands
og yfirlit yfir þau rannsóknarverk-
efni sem hlotið hafa styrk úr ís-
lenskum rannsóknarsjóðum til að
sannfærast um þetta.
„Menn hafa komið fyrir forskrift
af vaxtarhormóni fyrir rottur í
músum og þær uxu og urðu miklu
stærri en venjulegar mýs. Tæknin
er því til staðar og nú á að fara
að beita henni á físk. Sennilega eru
þær rannsóknir hafnar
erlendis. Nýlega var
veitt fé til rannsókna
á þessu úr rannsóknar-
sjóði Rannsóknarráðs
ríkisins og ég geri ráð
fyrir að þær rannsókn-
ir heijist á þessu ári,“
sagði Sigmundur.
Áhrif hljóðbylgna á
fisk
í erindinu á Há-
skóladögum fjallaði
Sigmundur m.a. um
möguleika sem notk-
un hljóðbylgna gefur
við að hafa áhrif á
atferli dýra. Hér á
landi er áhugi á að rannsaka hvort
hægt sé að nota hljóðbylgjur til
að hafa áhrif á atferli fiska.
Nokkrir aðilar á Austfjörðum eru
að fara af stað með tilraunir á
þessu sviði eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum.
„Ýmis dýr, t.d. hundar og leður-
blökur, skynja hljóbylgjur sem
hafa hærri tíðni en við getum
greint. Hljóðbylgjur sem hafa
lægri tíðni en við heyrum, svo-
nefnd infra-hljóð, geta fiskar
skynjað, einnig fuglar og ýmis
dýr. Slikar lágtíðni hljóðbylgjur
geta borist hundruð kílómetra og
virðist þorskur skynja
þessi hljóð. Fisktorfur
gefa einnig frá sér slík
lágtíðnihljóð og væri
fróðlegt að vita hvemig
hljóðin eru sem fylgja
loðnu- eða síldar-
göngum. Infra-hljómur hafsins
gæti þannig gefið mikilvægar upp-
lýsingar um fiskigöngur. Einnig
væri gagnlegt að vita hvort þorsk-
urinn eltir ioðnuna eftir infra-
hljómi eða eftir ýmsum þeim efn-
um sem loðnan gefur frá sér.
Með rannsóknum á áhrifum
hljóðbylgna á físka er leitað leiða
til að lokka vissar físktegundir á
hentuga veiðistaði eða fæla burt,
t.d. frá inntaki orkumannvirkja.
Infra-hljóð dofnar mjög hægt í
vatni og getur borist
mörg hundruð kíló-
metra. Nánari þekk-
ing á áhrifum mis-
munandi lágtíðni-
hljóðbylgna á þorsk-
inn og aðra nytjafiska
gæti skapað leiðir til
að lokka fiskinn inn í
hentuga firði til veiða
eða eldis. Fjarðar-
mynninu mætti síðan
loka með fælandi
stefnubundnum hljóð-
bylgjum sem færu
þvert fyrir fjarðar-
mynnið,“ sagði Sig-
mundur.
Örverur sem éta mengun
Það eru fleiri svið sem Sigmund-
ur sagðist telja að íslendingar
hafi möguleika'á að nýta sér til
efnahagslegs ávinnings. í framtíð-
inni eigi að vera hægt að vinna
hollustuefni og lyf úr lífverum
sjávar, bæði dýrum og jurtum.
Hann sagði að með rannsóknum
á lífríki landsins megi kanna hvort
mismunandi fjallagróður og gras-
lendi hafi áhrif á hollustugildi
landbúnaðarafurða. Þá þekkingu
mætti nýta tii að skapa íslenskum
afurðum sérstöðu á erlendum
mörkuðum sem ómenguðum holl-
ustuvörum. Hann sagði
einnig vert að auka
rannsóknir á íslenskum
Iækningajurtum með
útflutning á heilsubót-
arefnum í huga.
Sigmundur sagði að
menn muni örugglega halda áfram
að leita leiða til að nýta enn frek-
ar hitakærar örverur úr hverum
landsins og kuldakærar örverur
úr hafínu. Sigmundur sagði að sá
möguleiki sé nálagt okkur í tíma
að nota örverur sem -hreinsitæki
til að éta og brjóta niður mengun-
arefni, svo sem PCB, og einnig til
að safna upp þungmálmamengun.
Hann sagði að fyrsta lífveran sem
einkaleyfí var veitt fyrir sé örvera
eða baktería sem geti étið hráolíu.
Dr. Sigmundur
Guðbjarnason
Hitakærar ör-
verur sem
hreinsitæki
Gefur ráð um skynsamlega lyfjanotkun
Eftirlit með
lyfjaávísunum
lækna mikilvægt
Dr. Hugh McGavock
Norður-írski læknir-
inn Hugh
McGavock hefur
með ótvíræðum hætti
fundið leið til að spara í
heilbrigðiskerfi heima-
lands síns. Hann hefur á
síðastliðnum áratug fylgst
með lyfjaávísunum heimil-
islækna með það að mark-
miði að finna leiðir fyrir
lækna að nota ódýrari lyf
og að kanna hvort læknar
nota rétt lyf. Á N-írlandi
hefur sparnaður vegna
þessa starfs numið hátt á
annan milljarð króna á síð-
ustu þremur árum og gerir
McGavock ráð fyrir að
álíka mikið muni sparast á
næsta ári. Andvirði sparn-
aðarins er m.a. nýtt til
þess að koma í veg fyrir
að sjúkrahúsum sé lokað.
Dr. Hugh MaGavock kom til ís-
lands í síðustu viku í boði heilbrigð-
isráðuneytisins í því skyni að
kynna hugmyndir til sparnaðar í
heilbrigðiskerfinu.
— Hvers vegna telur þú nauð-
synlegt að fylgjast með ávfsunar-
venjum lækna og endurskoða þær?
„Megin ástæðan er sú að nú-
tímalyf eru mjög dýr. Ég tel því
að læknar þurfi að fá gagnrýni á
ávísunarvenjur sínar og fá góð ráð
um hvað betur megi fara í þeim
efnum. Takmark okkar er að benda
læknum á möguleika til þess að
vísa á ódýrari lyf, sé þess kostur.
Einnig er reynt að gefa læknum
næmari innsýn í lyfjafræðin. í
mörgum tilvikum komumst við að
því að læknar hafa ekki vísað á
rétt lyf eða réttasta lyfið og gerum
við þá tillögur til breytinga. Síðara
markmiði okkar er erfíðara að ná,
enda höfum við orðið vitni að stór-
tækum framförum í lyfjafræðinni
á síðustu árum.“
— Hvemig er þetta eftirlit með
heimilisiæknum framkvæmt?
„Við höfum útbúið sérstakan
lyfjalista, eins konar áttavita
lækna (corapass), sem er úr-
vinnsluforrit. Það skoðar alla út-
gefna lyfseðla á ákveðnu tímabili
og vinnur upplýsingar upp úr þeim.
Við förum síðan yfir upplýsingarn-
ar og gerum tillögur
um hvað betur mætti
fara, t.a.m. hvaða sam-
heitalyf hgfði mátt
nota, sem eru jafn-
framt ódýrari. Á sex
mánaða fresti heim-
sækjum við læknana og gerum
grein fyrir athugasemdum okkár.
Við verðum að hafa það í huga
að hlutskipti þeirra sem gera at-
hugasemdir við lyijaávísanir
reyndra lækna og heimsækja þá
síðan er sérlega erfitt. Þeir eru að
dæma hæfa kollega sína og þurfa
að vera mjög vandvirkir og kurteis-
ir. Ef þetta er aftur á móti vel
gert, höfum við séð af reynslu
okkar að læknarnir sjálfir gera sér
grein fyrir að þeir geti gert betur
og þurfí að breyta ávísunarvenjum
sínum. Þeir sem heimsækja lækn-
ana og ráðleggja þeim eru allir
fyrrverandi heimilislæknar. Þeir
hafa ennfremur hlotið sérstaka
þjálfun sem m.a. lýtur að því að
viða að sér þekkingu um ný lyf
og lyfjameðferðir.
Ég hef oft líkt starfí mínu og
aðstoðarmanna minna við starf
siglingafræðings. Hans hlutverk
er að stýra skipi sínu heilu í höfn
og á sama hátt reynum við að leið-
beina læknum þannig að þeir kom-
ist á rétta braut, að þeir vísi á
rétt lyf og jafnframt ódýr. Eins
og siglingafræðingar vita þá þýðir
► DR. HUGH McGavock er
fæddur á Norður-írlandi árið
1939. Hann lagði stund á lækn-
isfræði og að loknu doktorsnámi
gerðist hann heimilislæknir í
heimalandi sínu. Fyrir fjórtán
árum varð hann að hætta störf-
um af heilsufarsástæðum, en því
fór fjarri að hann hafi hætt af-
skiptum af fræðigrein sinni.
Hann helgar nú líf sitt rann-
sóknum á ávísunarvenjum heim-
ilislækna og hefur ásamt aðstoð-
arfólki sínu með skipulögðum
hætti veitt heilbrigðisyfirvöld-
um og læknum ráðgjöf um skyn-
samlega lyfjanotkun. Hann hef-
ur skrifað fjölda greina um
rannsóknir sínar og hefur haft
áhrif á sljórn lyfjamála á Bret-
landseyjum og víðar.
ekki að fara stystu leið að mark-
miði sínu. Þess vegna hef ég alltaf
lagj; áherslu á að fóma ekki gæðum
einungis til að ná fram sparnaði."
— Er þetta eftirlit auðveit í
framkvæmd?
„Já. Lyfjalistinn er algjörlega
tölvuvæddur eins og fram hefur
komið og aðeins einn starfsmann
þarf til að vinna við forritið. Á
móti kemur að lið sérfræðinga
þarf til að fara yfír upplýsingam-
ar, en athugasemdir og tillögur eru
samdar fyrir sérhvern
Iista.“
— Kannt þú að
nefna dæmi um lyf sem
læknar hafa á einhvern
hátt misnotað eða of-
notað á N-írlandi?
„Ég hef sérstaklega orðið var
við að tvenns konar lyf hafí verið
misnotuð. Annars vegar tel ég það
mikla sóun og í sumum tilvikum
hættulegt að nota magasárslyf á
þann hátt sem margir gera í
heimalandi mínu. Lyfið hefur
t.a.m. reynst hylja krabbamein. í
annan stað hafa sýklalyf verið of-
notuð að mínu mati, en þau geta
í vissum tilvikum aukið hættu á
að sjúkdómur taki sig upp.“
— Geta íslendingar tekið upp
sams konar eftirlits- og ráðgjaf-
arkerfi?
„Þið getið vissulega gert það.
íslensk heilbrigðisyfirvöld verða þó
að taka ákvörðun um það hvort
slíkt komi til greinat. Ég get sagt
það eitt að kerfið er auðvelt í upp-
setningu og það gæti hentað vel í
ykkar landi. Eg tel það mjög mikil-
vægt að íslenskir læknar séu til-
búnir að taka gagnrýni og góðum
ráðum varðandi lyfjaávísanir sínar.
Læknar verða sjálfír að hafa frum-
kvæði að því að koma á úrbótum
í lyfjaávísanakerfínu, þær þurfa
ekki að eiga uppruna sinn hjá ríkis-
valdinu.
Sparnaður
N-lra á annan
milljarð króna