Morgunblaðið - 28.06.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 9
FRÉTTIR
Morgunblaðið/ Guðlaugur Tryggvi Karlsson
KJÖRI fimm heiðursdoktora var lýst á Háskólahátíðinni. Þeir eru
Hafsteinn Guðmundsson, bókaútgefandi, frá félagsvísindadeild,
dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, og séra Sigurjón Guðjónsson
frá guðfræðideild og Hans Martin Lipp, prófessor frá Þýskalandi
og Per Bruun, prófessor frá Danmörku, frá verkfræðideild.
Sveinbjörn Björnsson, há-
skólarektor.
510 kandidatar braut-
skráðir frá Háskólanum
Á HÁSKÓLAHÁTÍÐ síðastliðinn
laugardag voru 510 kandidatar
brautskráðir frá Háskóla íslands.
Aldrei hafa fleiri verið braustskráðir
frá skólanum í einu. Kjöri fimm heið-
ursdoktora var lýst. í hátíðarræðu
Sveinbjörns Björnssonar, háskóla-
rektors, lýsti hann þeirri skoðun sinni
að ekki verði hjá því komist að gera
breytingar á skipulagi náms á há-
skólastigi hér á landi. Hann sagði að
í því sambandi sé vert að líta m.a.
til reynslu Finna.
Tveir útskrifuðust frá guðfræði-
deild, 163 frá læknadeild, 35 frá
lagadeild, 65 frá viðskipta- og hag-
fræðideild, 81 frá heimspekideild, 6
frá tannlæknadeild, 33 frá verk-
fræðideild, 69 frá raur.vísindadeild
og 58 frá félagsvísindadeild. Þar að
auki luku 74 viðbótarnámi frá félags-
vísindadeild. Alls hafa 809 kandidat-
ar lokið námi á þessu háskólaári og
128 viðbótarnámi.
Breytingar á háskólanámi
Sveinbjörn Björnsson, háskóla-
rektor, gerði brejAingar á námi á
háskólastigi að umfjöllunarefni í
ræðu sinni. Hann sagði að á íslandi
vanti háskóla sem sinni fyrst og
fremst fræðsluhlutverki. Háskóla ís-
lands sé ætlað að vera bæði rann-
sóknarháskóli og vísindaleg fræðslu-
stofnun. Hann sagði að víða erlendis
sé þessu hlutverki skipt á milli há-
skóla og ströng inntökuskilyrði sé
fyrir inntöku í rannsóknarháskóla.
Sveinbjörn vakti athygli á því að
árlega hverfa 600 stúdentar frá námi
í Háskóla íslands.
„Þversögnin í námsframboði á
háskólastigi hér á landi felst í því
að eini skólinn sem stendur öllum
opinn er rannsóknarháskóli sem býð-
ur fræðilegt nám, en það er ekki við
hæfi helmings þeirra sem til hans
sækja. Sá íjöldi úr hveijum árgangi
sem hér lýkur fræðilegu háskólanámi
er svipaður og gerist með skyldum
þjóðum, en við eigum ekki sambæri-
lega skóla og aðrar þjóðir sem bjóða
aðgengilegra háskólanám með
áherslum á verkmenntun," sagði
Sveinbjörn.
Finnar hafa á síðustu árum verið
að gera athyglisverða tilraun með að
breyta námi á háskólastigi, sem miðar
m.a. að því að styrkja kennslu í faghá-
skólum sem bjóða upp á skemmri verk-
menntun. Sveinbjöm sagði að íslend-
ingar gætu hugsanlega nýtt sér
reynslu Finna af þessari tilraun.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
GUÐJÓN Þórarinsson við einn af eyðilögðu bíiunum.
40-50
bílar voru
rústaðir
Keflavík. Morgunblaðið
„ÞETTA er í fjórða sinn á einu ári
sem bílarnir hjá mér eru lagðir í
rúst án þess að lögregla geti nokk-
urt aðhafst og ég hef orðið fyrir
verulegu tjóni af þessum sökum,“
sagði Guðjón Þórarinsson hjá Bíla-
partasölu BG í Keflavík eftir að
nokkrir piltar undir lögaldri höfðu
gengið berserksgang á athafnasvæði
bílapartasölunnar. „Núna voru 40-50
bílar á svæðinu sem þeir skemmdu
og af þeim voru nokkrir sem voru
hér í geymslu. Tjónið nú nemur
nokkrum hundruða þúsunda og ein-
sýnt að ég verða að bera það sjálfur."
Guðjón sagði að vitað væri hveijir
væru að verki og lögregla stæði ráð-
þrota. Piltarnir sem hér hefðu verið
á ferð væru ólögráða og hvorki þeir
né foreldrar þeirra væru borgunar-
menn fyrir skemmdunum. Guðjón
sagði að athafnasvæði partasölunnar
væri girt með 3 metra girðingu en
það virtist ekki stöðva skemmdar-
vargana. „Maður er orðin langþreytt-
ur á þessu og það er með ólíkindum
að ekki skuli vera hægt að koma
lögum yfir þessa pörupilta," sagði
Guðjón Þórarinsson.
Toscana - eða Alpafiöllin
í einu fegursta héraði ÍTALIU - * ^
í nágrenni listaborganna FLÓRENS, PISA og LUCCA og baðstaðarins VIAREGGIO.
MONTECATINI TERME, einn frægasti heilsulindabær Evrópu, allt frá dögum
Rómverja til forna. Falleg borg og yndislegt umhverfi. Stórkostleg aðstaða til i
heilsubótar og alhliða endurhæfingar. Frægir sögustaðir og listaborgir allt í kring.
KYNNINGARVERÐ:
Vikudvöl á hóteli ásamt flugfari báðar leiðir frá
kr. 49.000 með morgunverði
kn 56.700
með hálfu fæði (flugvallarsk. ekki innif.)
BROTTFÖR: 16. júlí - fá sæti.
AUSTURSTRÆTI17,4. hæi 101 REYKJAVÍK-SÍMI 620400-FAX 626S64
Franskar buxnadragtir úr hör
Verð kr. 27.700
TES5
v Nfc
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Opið virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14.
Allir muna eftir Aromatic,
vinsælustukaffikönnunni á
markaðnum.
Moccamaster frá Techni-Vorm
er verðugur arftaki.
MOCCAMASTER
- glæsileg og traust kaffikanna
Fæst í næstu
raftækjaverslun.
I. GUÐMUNDSSON & Co. hf.
, UMBOÐS DQ.HEILDVERSLUN
SlMI 91-24020 FAX 91-623145
Listræn
1 Skurðarhnífur 15 sek. sendihraði 120 nr. minni
með hópsendingum Biðsending Ljósmynda-
| stilling * Tengingar fyrir síma og símsvara > Val
* umtölvutengi Sendir 10 síður í einu o.m.fl.
ARVIK
Ármúla 1 S. 91-687222
Dönsku ELFA háfarnir eru glæsilegir,
stílhreinir og sönn eldhúsprýði.
Við bjóðum nú nýjar gerðir af þessum
vinsælu háfum í 16 mismunandi litum, stáli eða kopar.
Eínar
MmM Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 S 622901 og 622900
LANIER 500
er ótrúlega nett
tæki sem búið er
öllum helstu
kostum stærri
myndrita.