Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÚA endurreisir frystihúsið á Grenivík
Fiskvinnsla
hefst að nýju
á fimmtudag
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur ákveðið að fiskvinnsla hefjist
að nýju í frystihúsinu á Grenivík á fímmtudag, og munu 20-30 manns
fá vinnu við vinnslúna. Frystihúsið, sem hafði áður um 40 manns í
vinnu, varð gjaldþrota í mars sl. og keypti ÚA eignir þrotabúsins fyrir
27 milljónir króna fyrir skömmu. Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri
ÚA, kveðst eiga von á reynt verði að sérhæfa starfsemina á Grenivík
í náinni framtíð, en' til að bytja með verði aðallega unnið með hefð-
bundnar tegundir, ýsu og þorsk.
Gunnar segir að með tilkomu
frystihússins eygi menn von um
aukna hráefnisöflun og ýmsa hag-
ræðingu. Óvíst sé að togarar ÚA
muni landa á staðnum til að byrja
með, en um einhveija löndun verði
þó að ræða, auk þess sem ekið
verði með afla frá Akureyri til
vinnslu á Grenivík. Áætlað sé að
á milii 6-10 tonn af fiski verði
unnin í frystihúsinu á dag.
Skip MHF fái að landa
Á fundi bæjarráðs Akureyrar
síðastliðinn fimmtudag var lagt
fram bréf frá Inga Björnssyni,
framkvæmdastjóra Mecklen-
búrger Hochseefíscherei í Rostock,
dótturfyrirtækis ÚA, þar sem
hann fer þess á leit að bæjarstjórn-
in beiti sér fyrir því að skip MHF
fái að landa afla sínum á Akur-
eyri. Gunnar segir að málið sé svo
nýtilkomið að ekkert hafi verið
aðhafst, og virðist stjómvöld enn
setja fyrir sig að skip MHF fiski
í sameiginlegum stofnum. Hags-
munir fyrirtækisins og jafnframt
bæjarfélagsins séu hins vegar
miklir og vonist hann eftir fullt-
ingi bæjarstjómar í málinu. „Þessi
framleiðsla er að stærsta leyti fyr-
ir Coidwater í Bandaríkjunum og
sölukerfið þar, þannig að okkur
þykir óeðlilegt að þurfa að sigla
með aflann til Færeyja og senda
hann jafnvel með þarlendum skip-
um til Bandaríkjanna, í stað þess
að íslenskir aðilar hafí umsjónina
í sínum höndum,“ segir Gunnar.
Glæsileg raðhús
á Akureyri
Trésmíðaverkstæði Sveins Hreiðars hf. er með í byggingu 16 raðhúsa-
íbúðir við Huldugil í Giljahverfi á Akureyri, en það hverfi er verið að byggja
upp. í næsta nágrenni verða verslanir, grunnskóli og leikskóli.
íbúðirnar eru seldar allt frá því að vera tilbúnar undir málníngu og upp í það
að vera fullbúnar. Stærð íbúða er frá 123 til 140 fm fyrir utan bílskúr en
áföst bifreiðageymsla fylgir hverri íbúð. Auk þess er um 20 fm herbergi yfir
bílskúr. Hægt er að gera ýmsar breytingar á innra skipulagi íbúða, s.s.
stærð herbergja, í samráði við seljanda, sem hefur lítinn eða engan
kostnaðarauka í för með sér.
íbúðimar eru afhentar eftir óskum hvers og eins allt
frá nokkrum vikum upp í 1 'h ár.
Hafið samband og við sýnum ykkur íbúðirnar.
Tryggið ykkur vandaða eign á góðu verði.
Trésmíðaverkstæði
Sveins Heiðars hf.
Skipagötu 16, 600 Akureyri.
Símar 96-12366 og 985-27066. Fax 96-12368
Skrifstofan er opin frá kl. 14-17, mánudaga - föstudaga
Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri, Bæjarsíðu 5,603 Akureyri sími 96-21589
AKUREYRI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hleðslumeistarar
„STRÁKARNIR eru fljótir að
læra handtökin. Ég hef lofað að
útskrifa þá sem hleðslumeistara
gangi allt vel,“ sagði Sigurður
Jósefsson, verkstjóri, þar sem
hann var að vihna við Strandgötu.
Hann sagði að þeir væru sex í óða
önn að hlaða 70 cm háan og 250
til 270 m langan vegg við götuna.
Ofan á vegginn, sem er 70 cm
breiður, yrðu settar hellur og þar
ofan á tréplankar þar sem fólk
gæti tyllt sér og horft á fuglalíf-
ið. Sprengt grjót er valið úr grjót-
námu við Krossanesverksmiðj-
una. Siðan tekur við flutningur í
bæinn og að lokum er hverjum
steini valinn sinn staður í veggn-
um. Fyrir framan vegginn er gert
ráð fyrir gangstétt og grasflöt
að götunni. Að ofan eru þeir (f.v.)
Sigurður, Helgi Sigurðsson,
Kristinn Ingvarsson og Orlygur
Örlygsson og á neðri myndinni
Steinólfur Guðmundsson og Bald-
vin Ásgeirsson.
Hundruð
sóttu Ólafs-
fjörð heim
Morgunblaðið. Ólafsfirði.
DAGAR Ólafs Bekks í Ólafsfirði um
seinustu helgi heppnuðust eins og
best verður á kosið, þrátt fyrir mis-
jafnt veður. Nokkur hundruð manns
heimsóttu Ólafsfjörð af þessu tilefni,
þar á meðal brottfluttir Ólafsfirðing-
ar og ungir knattspyrnumenn frá
nágrannabyggðum.
Ferðamálaráð Ólafsfjarðar undir
forustu Gunnlaugs J. Magnússonar
hafði veg og vanda af samsetningu
skemmtidagskrár sem samanstóð af
íþróttamótum, listsýningum og hvers
kyns annarri skemmtan til að minn-
ast landnámsmannsins Ólafs Bekks.
Dagskráin hófst sl. fimmtudag en
þá var haldið Jónsmessumót í golfi.
Á föstudaginn bar hæst Norður-
landamót í knattspyrnu kvenna.
Fjöldi fólks kom saman í Tjamarborg
um kvöldið, en þar var kaffihúsa-
stemmning með léttri sveiflu. Á laug-
ardag og sunnudag var pollamót
Morgunblaðið/Sigurður Björnsson
Ólafur Bekkur eins og mynd-
listarkonan Ingibjörg Einars-
dóttir sér hann fyrir sér.
Nikulásar í knattspyrnu mest áber-
andi dagskrárliða, en einnig var mik-
il aðsókn að listsýningum í gagn-
fræðiskólanum þar sem listamenn
sem tengjast Ólafsfírði á einn eða
annan hátt, sýndu verk sín.
Póstur og sími
Símatrufl-
anir eru
framundan
SÍMANÚMER í númeraröð-
inni 27000 til 27999 á Akur-
eyri verða tengd yfir í staf-
rænt kerfi miðvikudaginn 29.
júní. Breytingin fer fram milli
kl. 7 og 8 að morgni og búast
má við truflunum á þeim tíma.
Með tilkomu kerfisins kom-
ast símamál í betra horf hjá
símnotendum. Ennfremur
gefst þeim kostur á að not-
færa sér þjónustu stafræna
kerfísins svo sem vakningu,
símtalsflutning og þriggja
manna tal eins og sjá má á
bls. 21 í símaskrá 1994.
Á næsta ári er stefnt að því
að flest númer verði orðin staf-
ræn að því er segir í fréttatil-
kynningu.
Lista-
sumar ’94
Þriðjudagur 28. júní
SÖNGVAKA
í kirkju
Minjasafns-
ins á Akur-
eyri: Rósa
Kristín Baldursdóttir og Þór-
arinn Hjartarson flytja ís-
lenskt efni í tali og tónum.
Dagskráin hefst kl. 20.30 og
er miðuð að hluta við erlenda
ferðamenn.
Á morgun iýkur sýningu á
verkum Jóhannesar Kjarvals
og Ásmundar Sveinssonar í
Listasafninu á Akureyri.
Metró bætir
við sig
VERSLUNIN Metró á Akur-
eyri hefur keypt húsgrunninn
við Hvannavelli 14, sem er
milli núverandi verslunarhús-
næðið fyrirtækisins og verk-
smiðjunnar Lindu. Ingimar
Friðriksson, framkvæmda-
stjóri verslunarinnar, segir
kaupin gerð til að stækka at-
hafnasvæði verslunarinnar og
§ölga bílastæðum, en ekki
hafí verið ákveðið hvernig
svæðið verður nýtt að öðru
leyti. Svæðinu fylgi bygginga-
réttur og því séu ýmsir mögu-
leikar í athugun.
Norsku
klippurnar
á safn
►OTTO Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri Blika hf., afhenti
Byggðasafni Dalvíkur á föstu-
dag klippur þær sem norska
strandgæslan notaði við að
klippa togvíra Blika EA 12 19.
júlí sl. til varðveislu. Strand-
gæslumenn sigldu að togaran-
um á Zodiac-gúmniíbát og
reyndu ítrekað að skera á togv-
írana og höfðu nær farið sjálf-
um sér að voða, að mati skip-
verja. Um síðir urðu Norðmenn
frá að hverfa og náðu skipverj-
ar á Blika þá klippunum um
borð. Ottó afhenti Byggðasafn-
inu klippurnar að afloknum sjó-
prófum vegna málsins.