Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 13

Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 13 VIÐSKIPTI Fjármálamarkaðir Dollarinn ekki sökudólgur? London. Reuter. LÆKKUN dollarans hefur verið kennt um umrótið á verð- og skuldabréfamörkuðum, en sérfræð- ingar telja það of einfalda skýringu. Verðlækkun verð- og skulda- bréfa hófst í febrúar þegar fram- virkir skuldabréfasamningar fóru að lækka vegna uggs um verðbólgu í Bandaríkjunum. „Undirrót alls vandans er bandaríski skuldabréfa- markaðurinn, sem nú hefur lamandi áhrif á dollarann og á verðbréf," segir bandarískur hagfræðingur, sem bendir á að verðbólga minnki arð af skuldabréfum fjárfesta. Þótt eignir fjárfesta lækki í verði vegna fallandi gengis dollars halda sérfræðingar því fram að erfiðleikar dollarans séu ekki aðalorsök verð- lækkunarinnar. „Þótt nú sé sam- band þarna á milli held ég því samt fram að jafnvel þótt dollarinn hækki muni það ekki endilega bæta ástandið á skuldabréfamarkaðn- um,“ sagði David Cocker, sérfræð- ingur Chemical Bank í London. Hann sagði að valdið hefði áhyggjum á skuldabréfamörkuðum að bandarískir vextir hefðu verið hækkaðir fjórum sinnum síðan í febrúar án þess að það hefði sann- fært miðlara um að Clinton-stjórnin og bandaríski seðlabankinn hefðu sigrazt á verðbólgu. Einnig veldur áhyggjum á skuldabréfamörkuðum að atvinnu- leysi í Bandaríkjunum og nýting afkastagetu eru á svipuðu stigi og í tveimur fyrri hagsveiflum. I bæði skiptin var afleiðingin aukin verð- bólga. Veikur dollar hefur hins veg- ar aðeins smávægileg áhrif á verð- bólgu og eykur því lítið ugg manna um verðlækkun. O^vrnnc loftræstiviftur fyrir ___ W.CKKC HVERS KONAR HÚSNÆÐI LOFTVIFTUR MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ ^ fyrsta S flokks Ö frá iii#- /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Rússland Obreyttur útflutingur áls 1994 Moskvu. Reuter. ÚTFLUTNINGUR Rússa á áli verð- ur óbreyttur, eða 2,14 milljónir lesta 1994, en framleiðslan mun líklega minnka um 253.000 tonn, úr 2,8 milljónum 1993, að sögn rússneskra álfrömuða. Georgíj Volfson, einn stjórnar- manna rússneska Alúminíj-fyrir- tækisins, sagði á málmráðstefnu Samveldis fullvalda ríkja að minni framleiðsla yrði í samræmi við sam- komulag framleiðsluþjóða um minni álframleiðslu. Júríj Ovtsjinnikov, framleiðslu- stjóri Novokuznets-versins, kveðst hins vegar undrast spá Aluminíjs um óbreyttan útflutning. Hann seg- ir að eftirspurn innanlands eftir rússnesku áli sé að aukast á ný eftir mikla sölutregðu á síðari árum. Volfson sagði að 300-500 millj- óna dollara fjárfesting á næstu 6-7 árum væri nauðsynleg til þess að færa rússnesk álver í nútímahorf. Rússneskur álkostnaður kynni að verða meiri en í öðrum löndum heims ef ekki yrði ráðin bót á fjöl- mörgum vandamálum, sem tengd- ust auknum eldsneytis-, flutninga- og hráefnakostnaði. Gamaldags útbúnaður og fjár- festingaskortur há rússneskum ál- verum. Þar er notað meira rafmagn en í vestrænum verum — rafmagns- kostnaður nemur nú 27% heildar- framleiðslukostnaðar, að sögn Volf- sons. Tölvur Apple tekur upp eWorld- tengingu Cupertino, Kaliforníu. Reuter. APPLE-tölvufyrirtækið hefur tekið upp svokallaða „eWorld“-beinteng- ingarþjónustu fyrir notendur Mac- intosh-tölva og Apple-tækja. eWorld-þjónusta fyrir Macintosh- tölvur býður upp á tölvupóstþjón- ustu, fréttir, upplýsingar og fleira. Um 100 samstarfsaðilar, þar á meðal Reuters America Inc., Tri- bune Media Services og Ziff- Net/Mac, hafa tekið að sér að bjóða ýmsa þjónustu með eWorld-bein- tengingu. Með því að ýta á hnappa fá Apple-notendur aðgang að ýmsum byggingum á svokölluðu „ráðhús- torgi". Byggingar eru merktar Blaðsöluturn, Menning og Tóm- stundir eða Fræðasetur og gefa notendum til kynna hvar þeir geta aflað upplýsinga sem þeir vilja afla. Notendur geta einnig sent og feng- ið tölvupóst um heimstölvukerfið Internet. Spilaðu með! Fáðu þér miða á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrir kl. 16 á miðvikudag. Röðin kostar aðeins 20 kr. LéTTÍ milljómi? f Islendingur \ sem keypti sjálfvalsmiða fyrir 200 krónur vann 39,5 miUjónir fyrir nokkrum vikum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.