Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Kravtsjúk
með
forystu
LEONÍD Kravtsjúk, forseti
Úkraínu, og Leoníd Kuchma,
forsætisráðherra, urðu efstir í
fyrstu umferð forsetakosning-
anna í Úkra-
ínu, sem fram
fóru á sunnu-
dag. Sam-
kvæmt óopin-
berum tölum
náði hvorugur
þeim 50% at-
kvæða, sem
nauðsynleg
eru til að ná
kjöri og verður því að kjósa aft-
ur. Var áætlað að forsetinn hefði
hlotið um 40% fylgi, aðallega í
vesturhlutanum en forsætisráð-
herrann um 35% fylgi, mest í
austurhluta landsins.
Fundartími
staðfestur
BANDARÍKJAMENN staðfestu
í gær að viðræður þeirra og
Norður-Kóreumanna yrðu 8. júlí
nk. eins og þeir síðarnefndu
lögðu til. Verður Robert
Gallucci, aðstoðarutanríkisráð-
herra, fulltrúi Bandaríkjanna.
Nú er unnið að dagskrá fundar-
ins, sem talsmaður Bandaríkja-
forseta sagði að myndi vara eins
lengi og þörf krefði. Meðal þess
sem á að ræða eru lausn deil-
unnar um kjarnorkuáætlun N-
Kóreu, hversu mikið kjarnorku-
eldsneyti hefur verið nýtt í
vopnaframleiðslu, öryggi á Kór-
euskaganum, hersveitir Norður-
Kóreu og sala á flugskeytum,
t.d. til Sýrlands.
Ástralir sagðir
drykkjusvolar
ÁSTRALIR,
sérstaklega
ungt fólk, eru
að öilum lík-
indum mestu
drykkusvolar í
heimi, að sögn
ástralsks sér-
fræðings.
Sagði hann
Ástrali sjá drykkju í dýrðarljóma
og að timburmenn væru eitt-
hvað til að stæra sig af. Því
meira sem menn drykkju og því
meira sem menn eyddu í áfengi,
því betra.
Sljórnar-
myndun út
um þúfur
Stjórnarmyndunarviðræður fóru
út um þúfur í Hollandi í gær
vegna djúpstæðs ágreinings um
velferðarkerfið. Er þar með Ijóst
að Verkamannaflokkurinn,
Fijálslyndir og D66, miðju-
vinstri flokkur, munu ekki
mynda stjórn en viðræður höfðu
staðið yfir í sjö vikur.
Fyrsti blakki
biskupinn
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, skipaði í gær biskup
af pakistönskum ættum og er
hann fyrsti biskup landsins sem
ekki er hvítur. Biskupinn, Mich-
ael Nazir-Ali, er 44 ára og verð-
ur biskup af Rochester. Hann
var biskup í Raiwand í Indlandi
1984-1986 og hefur verið að-
stoðarbiskup í Southwark í
London frá 1989.
Kravtsjúk
ERLENT
• X / * J 1 1 Reuter
Banð a motmælendum
SÉRSVEITIR lögreglu á Jakarta mælti banni á þremur fréttatíma- barðinu á lögreglunni og 24 voru
ráðast gegn hópi fólks sem mót- ritum. Urðu um 100 manns fyrir handteknir.
Játvarður
og Sophie
hætt við
trúlofun?
London. Reuter.
BRESKA
slúðurblaðið
The Daily
Mirror hafði í
gær eftir
heimilda-
manni innan
hirðarmnar Rhys-JoneS
að Játvarður
prins og Sophie Rhys-Jones
hefðu slitið trúlofun sinni. Hvor-
ugt þeirra vildi nokkuð segja
um áreiðanleika fréttarinnar.
Blaðið segir ástæðu slitanna
vera að Rhys-Jones hafi fengið
bakþanka um líf eiginkonu við
hirðina, í ljósi þess hvernig fór
fyrir Díönu prinsessu og Söru
hertogaynju af York, en hjóna-
bönd beggja enduðu sem kunn-
ugt er með aðskilnaði.
Fylkisþingkosningar í Sachsen-Anhalt á sunnudag
Samstjóra kristilegra og
jafnaðarmanna líkleg
Bonn. Reuter.
DAGBLÖÐ í Þýskalandi sögðu í
gær, að Kristilegi demókrataflokk-
urinn, CDU, sem fékk flest atkvæði
í kosningunum í Sachsen-Anhalt í
Austur-Þýskalandi á sunnudag, yrði
að mynda stjórn með jafnaðarmönn-
um, SPD. Þeir fengu aðeins minna
fylgi en CDU en samstarfsflokkur
kristilegra í ríkisstjórn, Fijálsir demó-
kratar, FDP, komust ekki yfir 5%-
markið. Athygli hefur vakið og jafn-
vel hneykslan mikið fylgi við arftaka
gamla kommúnistaflokksins.
CDU fékk 34.4% atkvæða og
vegnaði betur en spáð hafði verið
þar sem mörg hneykslismál honum
tengd hafa komið upp í Sachsen-
Anhalt að undanförnu en SPD fékk
34%. FDP kom ekki manni að þar
sem fylgið náði ekki 5%.
„Niðurstaða kosninganna í Sachs-
en-Anhalt er þessi: Rudolf Scharp-
ing, leiðtogi jafnaðarmanna, er að
sækja á í austurhlutanum. Helmut
Kohl kanslari getur ekki enn verið
viss um sigur í þingkosningunum í
haust,“ sagði þýska fjármálablaðið
Handelsbiatt. „Eftir þá útreið, sem
fijálsir demókratar fengu, hlýtur að
koma til samstarfs kristilegra demó-
krata og jafnaðarmanna. Sú gæti
einnig orðið raunin í ríkisstjórn að
loknum þingkosningum í október."
Batnandi liorfur
Frankfurter Allgemeine Zeitung
sagði, að CDU hefði gengið betur
en búist hefði verið við og þakkaði
það batnandi horfum í efnahagslíf-
inu og persónu Kohls sjálfs.
í kosningunum á sunnudag fengu
græningjar 5,1% atkvæða en PDS,
arftaki gamla kommúnistaflokksins,
fékk 19,9%. „Þetta fylgi við PDS
er sannkölluð hrollvekja," sagði
Handelsblatt. „Sumir Austur-Þjóð-
veijar hljóta að hafa skelfilega lélegt
minni.“ Frankfurter Allgemeine
sagði, að PDS væri mótmælaflokk-
ur, sem lofaði fólki gulli og grænum
skógum í trausti þess að þurfa aldr-
ei að standa við stóru orðin.
Hútúar
fagiia
Frökkum
Stríðsgæfan að
yfirg-efa Serba?
Kigali. Reuter.
HARÐIR bardagar geisuðu í Kig-
ali, höfuðborg Rúanda, í gær og
komu þeir í veg fyrir, að starfs-
menn Rauða krossins gætu flutt
sært fólk frá sjúkrahúsum í þeim
hluta borgarinnar, sem stjórnar-
herinn ræður . Hútúmenn fagna
mjög komu franska herliðsins til
landsins og trúa því, að það muni
koma í veg fyrir, að uppreisnarher
tútsímanna leggi það undir sig.
Svo virðist sem uppreisnarmenn
hafí náð á sitt vald öllu svæðinu í
kringum Kigali og nú láta þeir
sprengjunum rigna yfir þau hverfí,
sem stjórnarhermenn ráða enn.
Talið er, að þau muni falla þeim'í
hendur fljótlega og Rauði krossinn
og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
hafa hætt um sinn við tilraunir til
að flytja burt særða frá borgar-
hverfunum en talið er, að þar haf-
ist enn við um 30.000 manns.
200.000 á flótta
Um 200.000 hýtúmenn hafa flú-
ið til landshlutans undan sókn upp-
reisnarmanna en hann er sá hluti
landsins, sem er einna ófijóastur
og það á mörkunum, sem þeir sem
fyrir voru, hafi haft nóg að bíta og
brenna.
Sarajcv o. Reutcr.
HERSVEITIR Bosníustjórnar,
múslima og Króata, styrkjast stöð-
ugt og erulíklega að undirbúa mikla
sókn á hendur Serbum. Kom þetta
fram hjá Sir Michael Rose, yfir-
manni herliðs Sameinuðu þjóðanna,
um helgina en hann telur, að hér
eftir muni halla á Serba í stríðinu.
Þeir ráða nú um 70% lands í Bosn-
íu og hafa notið þess vopnabúnað-
ar, sem júgóslavneski herinn réð
áður yfir.
Þegar Bosníustríðið hófst börðust
Króatar og múslimar saman en síð-
an snerust þeir hvorir gegn öðrum.
Nú hafa þeir náð sáttum og mynd
að með sér sambandsríki og Rose
segir, að við það hafi losnað um
tugþúsundir hermanna, sem geti
snúið sér af alefli gegn • Serbum.
Aðflutningsleiðir eftir Adríahafs-
strönd frá Króatíu hafi einnig opn-
ast og við það hafí dregið úr áhrif-
um vopnasölubannsins.
Stjórnarherinn að styrkjast
„Ég tel, að Serbar nái ekki lengra
í þessu stríði," sagði Rasim Delic,
foringi í Bosníuher. „Þeir hafa ekki
bolmagn til að ná lengra en stjóm-
arherinn er að styrkjast og getur
nú hafíð sitt frelsisstríð."
Danir hættir
að nota „fótlás“
LÖGREGLA í Danmörku mun
hætta að nota „fótalás" á óróa-
seggi, að sögn Jose Ayala Lasso,
mannréttindafulltrúa Samein-
uðu þjóðanna. Lasso er i heim-
sókn í Danmörku, og sagði að
Erling Olsen, dómsmálaráð-
herra, hefði fullvissað sig um
að lögregla myndi ekki nota lás-
inn framar, og fram færi rann-
sókn á meintri hættu sem af
aðferðinni stafar.
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International gagnrýndu
dönsku lögregluna harðlega í
síðustu viku fyrir að nota téða
aðferð í baráttu við óróaseggi.
Hún er ekki notuð í nokkru öðru
landi í Vestur-Evrópu, nema
Noregi.