Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 15
Oreiða í japönskum stjórnmálum eftir afsogn Hatas
Óvissa um stöðu
Japana á G7-fundinum
Reuter
LEIÐTOGI Frjálslynda demókrataflokksins, Yohei Kono t.h. var
brosmildur þar sem hann ræddi við flokksbræður sína, eftir að
Tsutumo Hata sagði af sér.
Tókýó. Reuter, The Daily Telegraph.
TILRAUN tveggja stærstu stjórn-
málaflokkanna í Japan til þess að
skipa eftirmann Tsutumos Hatas,
sem á laugardaginn sagði af sér
embætti forsætisráðherra, mistókst
í gær og ber mikið í milli. Svo getur
farið að Hata muni mæta til fundar
sjö helstu iðnríkja heims (G7), í
næsta mánuði, án þess að hafa starf-
hæfa stjórn að baki sér, og eru hag-
fræðingar ekki á eitt sáttir um hver
áhrif það muni hafa á stöðu Japana
á fundinum.
Eftir að hafa setið í stól forsætis-
ráðherra í rúma tvo mánuði, til-
kynnti Hata afsögn sína á laugar-
daginn, áður en kæmi til atkvæða-
greiðslu um vantrauststillögu á
minnihlutastjórn hans. Hann mun
sitja áfram uns þingið velur eftir-
mann hans. Engin af þrem stærstu
fylkingunum á þingi, sem eru flokka-
bandalag Hatas, Sósíalistar og Ftjál-
syndi dertiókrataflokkurinn, hefur
þar meirihluta. Takist ekki að mynda
stjórn á næstunni, gæti Hata neyðst
til þess að fara sem fulltrúi Japans
á G7 fundinn sem haldinn verður í
Napólí 8.-10. júlí. Yrði það annað
árið í röð sem leiðtogi Japans mætir
til G7 fundar undir slíkum kringum-
stæðum.
Til bóta eða ekki?
Reyndar segja sumir hagfræðing-
ar að það gæti orðið Japönum í hag
ef fulltrúi þeirra verður forsætisráð-
herra án starfhæfrar stjórnar.
Bandaríkjamenn muni ekki beita sér
af hörku í viðleitni þeirra til þess
að ná jöfnuði í viðskiptum ríkjanna.
Þeir þurfi að veija dollarann frekara
falli gagnvart jeni, og viti að þeir
megi ekki fara sér að neinu óðslega
ef árangur á að nást. Aðrir hagfræð-
ingar telja óvissuna í japönskum
stjórnmálum tvímælalaust koma sér
illa fyrir Hata, fari hann á fundinn
sem bráðabirgðaforsætisráðherra.
Þótt Bandaríkjamenn muni ef til vill
ekki beita þrýstingi í gjaldeyrismál-
um, þá geti þeir knúið á um breyting-
ar á hagstefnu, til að mynda að inn-
flutningshöft verði afnumin.
Mikið ber í milli
Fulltrúar Frjálslyndra demókrata
og Sósíalista ræddust við í gær, en
sá fundur skilaði þeim árangri einum
að fulltrúarnir samþykktu að reyna
að koma sér saman um stjórn hið
fyrsta. Aðalatriðið væri að sættast
á hver yrði næsti forsætisráðherra,
og yfirlýsingu frá leiðtogum flokk-
anna í gær sagði að þeir myndu
drífa í því í dag. Þingmenn töldu
þó lítið að marka þau orð, þetta
væri ekki sagt til annars en að slá
ryki í augu almennings. Munurinn á
grundvallar stefnumálum flokkanna
er mikill, og gátu fullrúar ekki einu
sinni komið sér saman um hvenær
skyldi halda fund næst.
Dagblaðið Asahi, sem er vinstri-
sinnað, sagði að það yrði affarasæl-
ast ef Fijálslyndir demókratar
mynduðu næstu ríkisstjórn. Það
væri best að hafa þann „fjanda“
sem maður þekkti helst, og var þá
vísað til þess að Fijálslyndir demó-
kratar höfðu setið í ríkisstjórn í 38
ár, þegar flokkabandalag Hatas bar
sigur úr býtum í kosningum fyrir
tæpu ári.
Uppþvottavél gerö LP 770
■ 5 þvottakerfi.
■ Gljáefnahólf.
■ Hljóölát — aðeins 45 db.
■ Innrabyrði úr ryöfríu stáli.
■ Þreföld sía á vatnsinntaki.
■ Sparnaðarkerfi/hraöþvottakerfi.
■ Tekur borðbúnað fyrir 12 manns.
Afborgunarverð kr. 44.800.
Staögreiösluverö kí, 41.900.
Þvottavél gerö LP 550P
IQKO þvottavélar
og uppþvottavélar frá Ítalíu.
Fxafen 9, sfmi 887 332
opiö mánud.-föstud. 9-18 og laugard. 10-14
■ 14 þvottakerfi.
■ Tekur 5 kg af þvotti.
■ Orkusparnaðarrofi.
■ Fjórskipt sápuhólf.
■ 600 snúninga vinduhraði.
■ Tromla og belgur úr ryðfríu
stáli.
Afborgunarverö kr. 41.600.
Staögreiösluverö kr. 38.900.
Blaft allra landsmanna!
|)S9Y0ttttl>laMb
- kjarni málsins!
Clinton breytir
námslánakerfinu
Endurgreiðslur verða í hlutfalli við laun
BANDARÍKJASTJÓRN mun á næstu dögum gefa út endanlega reglu-
gerð um nýtt námslánakerfi, sem á að auðvelda fólki að kljúfa kostnað-
inn af framhaldsnámi. Er þetta í samræmi við kosningaloforð Bills
Clintons, forseta. Blaðið Herald Tríbune greindi frá þessu um helgina.
í nýja kerfínu er gert ráð fyrir að endurgreiðslur láglaunafólks á
mánuði muni minnka verulega, og er þess vænst að þeim fækki sem
gefast upp á því að endurgreiða námslán.
Núverandi kerfí er byggt á þeirri fólki úr millistétt að standa straum
reglu að námsmenn endurgreiða
námslán samkvæmt 10 ára áætlun
eftir að þeir hafa lokið námi, án til-
lits til hversu há laun þeir hafa. Sam-
kvæmt nýja kerfmu geta námsmenn
dreift endurgreiðslum á mun lengri
tíma, og því verði greiðslan lægri í
hveijum mánuði. Stjórnin gerir ráð
fyrir að breytingin muni auðvelda
af kostnaði við framhaldsnám.
Kostnaðarauki
Gagnrýnendur benda hins vegar
á að því lengri tíma sem það taki
að endurgreiða lánin, því meiri verði
vextirnir af þeim. Þess vegna sé í
raun verið að auka kostnað við fram-
haldsnám.
Skotið á rokkhátíð-
argesti með loftriffli
Björk var skemmta á sama tíma
FIMM manns særðust þegar skotið
var á þá með loftriffli á Glastonbui-y-
rokkhátíðinni í Englandi um helgina
en meðal skemmtikrafta þar voru þau
Elvis Costello og Björk Guðmunds-
dóttir. Voru tveir menn handteknir.
Samkvæmt Reulers-ívélt á
sunnudag voru þrír illa haldnir eftir
skotárásina en þar sagði ekkert um
hvers konar byssu hefði verið beitt.
Fram kom hins vegar, að atburður-
inn hefði átt sér stað á sama tíma
og þau Elvis Costello og Björk hefðu
verið að skemmta á tvöföldu sviði.
Björk sagði í viðtali við Morgun-
blaðið, að bresku blöðin hefðu gert
mikið úr þessum atburði en sjálf
hefði hún og hennar fólk ekki veitt
honum athygli. Fyrstu fréttirnar um
hann hefði hún fengið úr fjölmiðlum
og um hefði verið að ræða loftriffil
eða -riffla.
Um 80.000 manns sóttu Glaston-
bury-hátíðina og að sögn lögregl-
unnar voru 200 manns handteknir,
þar af 48 fyrir eiturlyfjasölu.
Honda er auðveldur í
endursölu og heldur sér
vel í verði. Hugleiddu það,
nema þú sért að kaupa
þér bll til htstíðar.
Það er mikill munur á því hversu
vel bílar halda sér í verði. Munurinn
á endursöluverði ársgamallrar
Honda og annarra bíla getur verið
töluverður. Að ári liðnu getur
Honda verið allt að 25% verðmeiri
en aðrir bílar í sama verðflokki.
Í0i
HOND
VATNAGÖRÐUM - SÍMI
-góð fjárfesting