Morgunblaðið - 28.06.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 28.06.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 17 LISTIR STEINAR WAAGE Ath.: Úr leðri og leðurfóðraðir POSTSENOUM SAMDÆGURS -'5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Kringlunni, Toppskórinn Kringlunni 8-12, sími 689212 Veltusundi, sími 21212 PHILIPS hlaut hin eftirsóttu verðlaun frá „European Imaging and Sound Association“ Vegna hagstæðra innkaupa getum við nú boðið fullkomið PHILIPS sjónvarpstæki með Blackline S myndlampa á einstöku verði. 109.900 WBOPtAN IMAOINO SOUND ASSOCIAriON kr.stgr. PHILIPS WorldCupttSm Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO 8« Umboðsmenn um land aiit. PHILIPS Nafnlaus blásarakvartett TONLIST Gerðarsafn KAMMERTÓNLIST Tríó fyrir tréblásara eftir Ibert, Villa-Lobos og Malcolm Amold, kvartettar eftir Óliver Kentish og Jean Francaix. Sunnudaginn 26. júní 1994. SUMARTÓNLEIKAR er yfir- skrift kammertónleika, sem haldnir voru í Gerðarsafni sl. sunnudag. Flytjendur voru Hallfríður Ólafs- dóttir, flautuleikari, Matej Sarc, óbóleikari, Ármann Helgason, klarínettu- leikari og Rúnar Vil- bergsson, fagottleik- ari. Tónleikarnir hóf- ust á tríói fyrir óbó, klarínett og fagott eft- ir Jacques Ibert og er þetta leikandi létta verk samið 1935, þeg- ar þáverandi nútíma- tónlist var ýmist orðin atónal eða að Schön- berg var að ná valdi á tólftónatækni sinni. Samhliða þessu umróti var samin tónlist er tók að mestu leyti mið af hefðþundinni hljóma- skipan en með meira fijálsræði í hljóm- lausnum og meðferð ómstríðra tónbila og kallaðist nýklassík. Fimm tríóþættir eftir Ibert eru leikandi létt- ir, múskantískir að gerð, en höfundurinn leitar lítt til annars en leiks með hljóðfall og nettlega samdar tónhendingar. Sama hljóðfæraskipan var í tríói (samið 1921), eftir Villa Lobos en auk leikandi ritháttar mátti heyra margt mjög skemmtilegt. Þar ægði saman stuttum tónstefjum, er oft minntu á tónbrot úr íslenskum þjóð- lögum, er segir það eitt, að í ekta þjóðlegri tónlist þjóða heimsins er að finna sömu grunntónmyndirnar alls staðar. Tónmálið minnti nokkuð á Stravinsky, en höfundurinn dvaldi í París nokkur ár frá 1923, svo að hann hefur, þegar þetta verk er samið, haft einhveija vitneskju um það sem efst var á baugi þar í borg. Bæði verkin voru mjög vel flutt og ef til vill er hér að verða til frábær blásarahópur, sem með áframhald- andi vinnu ætti að ná langt. Divertimento eftir Arnold er mjög í anda frönsku verkanna, leik- andi létt að gerð en hefðbundnari í hljómskipan og raddferli. Sagt er að bæði Frakkar og Englendingar hafi ekki getað samið sig að öllu leyti að þeim aðferðum sem þýsk tónskáld voru að fitja upp á um og eftir aldamótin 1900 en Englend- ingar hafi samkvæmt íhaldssömu eðli sínu haldið lengur í við nýjung- arnar, enda er Divertimento samið 1952. Þarna var flautan leiðandi hljóðfæri og sýndi Hallfríður að hún á sitt sæti í þessum ágæta samleiks- hópi. Frumfluttur var blásarakvartett, saminn 1989, eftir Óliver Kentish. Ekki er um nýtískulegt verk að ræða og á köflum er það sérkenni- lega bundið við einfalt stefjaefni, er minnir á tónhugmyndir, sem Ármann Helgason, Matej Sarc, Rúnar Vilbergsson og Hallfríður Ólafsdóttir. mikið voru notaðar í passkaglíum á tímum barokkmeistaranna og vinnan utan um stefin því oft nærri því að vera tilbrigði. Ritháttur verksins var liðlegur og skemmti- legastur í síðasta kaflanum, sem var mjög vel fluttur. Tónleikunum lauk með kvartett eftir Francaix, sem saminn var 1933 og er í þessum músíkantíska millistíl, er minnir á svolítið á franskt tildur og pífustand. Skemmtilega unnin en yfirborðsleg skemmtitónlist, er gefur hljóðfæra- leikurum tækifæri til að leika sér að alvöruleysinu. Þessi glettna og vel gerða en grunnhyggna tónlist var frábærlega vel flutt. Samleiks- hópur þessara sumartónleika-er vel mannaður og var flutningur þeirra félaga að öllu leyti mjög góður. Vonandi tekst þeim sem mynda þennan nafnlausa kvartett að halda hópinn og þá er víst að von er góðra hluta frá þeim í framtíðinni. Jón Ásgeirsson HEILSUBOTARDAGAR ÁREYKHÓLUM Við bjóðum ykkur vellomin í 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júlí og ágúst. Þar verða kynntar leiðir til að bæta heilsuna og öðlast meiri lífsgleði og frið. Tímabilin eru: 4. -11. júlí 21. - 28. júlí 12.-19. júlí 29. júlí - 5. ágúst Við bjóðum: • Heilsufæði (fullt fæði) • Fræðsluerindi • Rúmgóð 2ja manna herbergi • Uppskriftir • Líkamsæfingar, jóga •Tónleika • Gönguferðir • Nudd • Hugkyrrð, slökun • Svæðanudd Sérstakir fyrirlesarar og tónlistarmenn veröa á hverju námskeiöi. Á staönum er glæsileg sundlaug og nuddpottur. Nánari upplýsingar veita Helga og Hreinn í síma 91 -76074 á milli kl. 17.00 og 19.00 alla virka daga til 30. júní. Eftir þaö á Reykhólum í síma 93-47805 Ifeer kveðja SigrýnOlsen Thor Barödal Blab allra landsmanna! JBcratmMafci* - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.