Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 31 FRETTIR Hlutafjársöfnunum Edinborgarhúsið á Isafirði ísafirði. Morgunblaðið. HLUTAFELAGIÐ Edinborgarhúsið á ísafirði er nú að hefja hlutafjár- söfnun. Félagið var stofnað árið 1992 um uppbyggingu menningar- miðstöðvar í Edinborg, gömlu pakk- húsi sem nokkur menningarfélög á staðnum höfðu þá nýverið fest kaup á. Félagið hefur sent frá sér kynn- ingarbækling þar sem rakin er tilurð félagsins og gerð grein fyrir helstu áformum um hlutverk hússins. í bæklingnum segir að félagið vilji stuðla að því að auka fjölbreytni í mannlífi og atvinnuháttum á Vest- Ijörðum og styrkja þannig byggðina. Markmiðunum hyggst félagið ná með því að setja á stofn Hönnunarmiðstöð og Listaskóla í húsinu. Hönnunarmið- stöðinni, sem verður rekin sem list- iðnaðarskóli, er ætlað vera faglegur farvegur fyrir handverk og listiðnað á Vestfjörðum með varanleg tengsl við atvinnulífið. Hugmyndin er að hönnuðir og listafólk veiti ráðgjöf um hönnun og handverk í vinnslu, auk þess sem fólk verði þjálfað í að vinna úr hugmyndum og koma þeim í markaðssetjanlegt form. Listaskólinn hefur þegar verið stofnaður og heitir Listaskóli Rögn- valdar Ólafssonar, eftir arkitektin- um sem teiknaði Edinborg, en hann hefur stundum verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn. Skólanum er ætlað að bæta úr þörf fyrir íjöl- breyttara námsval á sviði lista og menningar á Vestfjörðum. Boðið verður upp á samþættingu list- greina, s.s. myndlistar, leiklistar, tónlistar, danslistar og ritlistar. Starfsemi skólans verður í formi stundaskrár, en einnig verða haldin einstök námskeið og námskeiðarað- ir, jafnt fyrir unga sem aldna. Þegar hafa fengist framlög úr húsafriðunarsjóði og ríkissjóði, en stefnt er að því að starfsemi geti hafist í húsinu eftir 2 til 3 ár. Síða úr bæklingnum sem gef- inn hefur verið út um Edin- borgarhúsið á ísafirði vegna hlutafjársöfnunarinnar. B DAGANA 22.-24. júlínk. hitt- ast burtfluttir og búandi Kleifar- menn og -konur með fjölskyldur sínar á Kleifum í Ólafsfirði. Kleifar er þyrping nokkurra bæja við vest- anverðan Ólafsfjörð í minni Ytri- Árdals. Fyrr á öldinni var þar mikil útgerð og búskapur. Mikið fjölmenni var á Kleifum á þessum tíma og mikið líf. Kleifarmenn hafa alla tíð haldið mikla tryggð við Kleifarnar og er þetta í þriðja sinn sem slík samkoma er haldin. ■ KYNNING á Kripalujóga verð- ur haldin fimmtudaginn 30. júlí kl. 20.30 i Jógastöðinni Heimsljósi, Skeifunni 19, 2. hæð. í júh' hefst námskeið hjá Heimsljósi þar sem kenndar verða leiðir kripalujóga til að takast á við kvíða og fælni. I lok námskeiðs verður stofnaður stuðn- ingshópur. Leiðbeinandi verður Ás- mundur Gunnlaugsson, jógakenn- ari. ATVIN N MMAUGi YSINGAR Framhaldsskóla- kennarar Laus er staða deildarstjóra og kennara við sjávarútvegsdeildina á Dalvík - V.M.A. Umsóknarfrestur til 19. júlí. Skólastjóri, símar 96-61380 og 96-61162. Yiimuimðlun Reykjavíkurborgar Atvinnuráðgjafar Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða tvo atvinnuráðgjafa frá og með 1. ágúst nk. Störfin felast í margvíslegri aðstoð og ráð- gjöf við fólk í atvinnuleit m.t.t. náms og starfa, ásamt upplýsingagjöf varðandi atvinnuleit, vinnumiðlun og atvinnuleysistryggingar. Umsækjendur skulu hafa reynslu af störfum við starfsmannahald, atvinnuráðgjöf, náms- ráðgjöf eða aðra hliðstæða starfsreynslu og æskilegt er að þeir hafi lokið burtfararprófi frá viðurkenndum háskóla í einhverri grein félagsvísinda eða lögfræði. Umsóknir, með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 12. júlí nk. til framkvæmdastjóra Vinnumiðlunar Reykjavík- urborgar, sem einnig gefur upplýsingar um störfin. Englatelgur 11 • Sími (91) 882580 • Fax (91) 882587 Innheimtufulltrúi Hjá innheimtu- og greiðsludeild Hafnarfjarð- arbæjar er laus 50% staða innheimtufull- trúa. Vinnutími e.h. Krafist er reynslu í innheimtu- og gjaldkera- störfum og meðferð tölvuupplýsinga. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STH. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði, Strandgötu 6, eigi síðar en 5. júlí nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Stundakennsla Flensborgarskólinn óskar að ráða stunda- kennara á haustönn 1994 í eftirtaldar kennslugreinar: a) Tölvufræði. b) Viðskiptagreinar (bókfærslu, hagfræði- greinar, verslunarrétt). Umsóknarfrestur er framlengdur til 1. júlí 1994. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 650400 eða 50560. Skólameistari. SHI STÚDENTARAÐ HÁSKÓLA 1SLANDS STUDENTAHE1MIUNU V HRINGBRAUT auglýsir laust til umsóknar starf fram- kvæmdastjóra landssöfnunnar á vegum Stúdentaráðs. Um er að ræða 3-4 mánaða vinnu síðsumars og í haust. Umsóknum ber að skila á skrifstofur SHÍ, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí nk. Á skrifstofum SHÍ fást einnig allar frekari upplýsingar. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Laus staða íleikfangasafni Þroskaþjálfi óskast í fullt starf frá 1. septem- ber. Æskileg reynsla af starfi með ung, fötluð börn. Upplýsingar veita forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og forstöðumaður leik- fangasafns í síma 641744. Umsóknir berist fyrir 9. júlí. auglýsingar FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Fjölskylduhelgi í Þórsmörk (Langadal) 1 .-3. júlí. Mjög ódýr helgarferð I tilefni árs fjölskyldunnar og 40 ára atmælis Skagfjörösskála. Frltt f. börn 10 ára og yngri í fylgd foreldra sinna og hálft gjald fyrir 11-16 ára. Fjölbreytt dagskrá, m.a. göngu- ferðir, ratleikur, leikir, kvöldvaka, pylsugrill. Góð fararstjórn. Gist I tjöldum og skála. Brottför föstudagskvöld kl. 20. Pantið og takið farmiða tímanlega. Næturganga yfir Fimmvörðuháls 1 .—3. júlf. Það er nóg pláss í þessa ferð miðað við að gist sé í tjöldum. Þessi ferð býðst á sérkjörum fjöl- skylduferðarinnar. Brottförkl. 20. Fimmtudagskvöld 30. júni kl. 20.30-22: Hornstranda- kvöld (opið hús). Kynntar verða Hornstrandaferð- ir sumarsins og árbókin „Ystu strandir norðan Djúps", sem fjallar um svæðið. Gerist félagar og eignist þessa glæsilegu og fróðlegu bók. Fararstjórar mæta. Árbókarferðin 7.-14. júlí Ystu strandir norðan Djúps Hlöðuvík - Hornvík. Enn eru laus pláss í þessa stuttu og þægilegu Hornstrandaferð sem er sérstaklega tileinkuð ár- bókinni. Brottför frá Reykjavík á miðvikudagskvöldi og til baka á fimmtudagsmorgni. Farangur ferjaður milli staða. Gist í góðum húsum að Horni og í Hlöðuvík (aðeins 18 pláss á hvorum stað), einnig hægt að vera með tjöld. M.a. verður í boði sigling undir Hælavíkurbjarg. Pantið og tak- ið farmiða strax. Snæfell-Lónsöræfi og dvöl á Lónsöræfum. Þessi gönguleið nýtur vaxandi vinsælda. Brottför í 7 daga ferð- ir 16/7, 30/7 (aukaferð), 6/8 og 13/8. 7 daga ferðir með dvöl í Múlaskála á Lónsöræfum eru með brottför 22/7 og 12/8. Sjálfboðavinna Sjálfboðaliðar óskast I gæslu Hvítárnesskála fyrstu vikuna í júlí og nokkrar aðrar vikur í júlf og ágúst og í ýmsar vinnuferðir. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 6S253* Miðvikudaginn 29. júní: Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð, kr. 2.700. 1/2 gjald fyrir börn frá 7 ára. Ath.: Odýr sumarleyfisdvöl i Þórsmörk. Hringið til okkar á skrifstofuna og athugið verð og tilhögun. Kl. 20.00 Úlfarsfell (296 m). Létt og skemmtileg gönguleið. Verð kr. 600. Laugardaginn2.júl(: Kl. 08.00 Hagavatn, dagsferð. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Heimsækið Þórsmörk með Ferðafélaginu ísumar Dagsferðir með brottför kl. 8.00 alla sunnudags- og miðvikudags- morgna. Næsta ferð 29. júní. Helgarferðir allar helgar. Ódýr fjölskylduhelgi 1.-3. júlí. Einriig tilvalið að dvelja milli ferða. Það er stöðugt verið að bæta að- stöðu til dvalar, bæði I skála og tjöldum. Við tjaldhús (dagdvalar- hús) eru komin tvö ný útigrill og nýverið voru smíðaðir svefnbálk- ar á vesturloft Skagfjörðsskála. Verð I dagsferðir í Þórsmörk kr. 2.700. Allir þátttakendur í Þórs- merkurferðum fá frítt Þórsmerk- urkort Fl. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag Islands. UTIVIST Hallveigarstig l • simi 614330 Helgarferðir 1 .-3. júlí: Botnsúlur. Gönguferð með allan búnað um hina ýmsu tinda Botnsúlna og Súludals. Gist eina nótt I skála og aðra í tjaldí. Tiivai- in æfingarferö fyrir lengri göngur sumarsins. Fararstjóri Hörður Haraldsson. Básar við Þórsmörk. Nú er sum- arið komið í Þórsmörk og á Goðalandi. Fjölbreyttar göngu- ferðir með fararstjóra. Gist í skála eöa tjöldum. Fararstjóri Eyrún Ósk Jensdóttir. Fimmvörðuháls. I tengslum við ferð í Bása verður dagsferð yfir Fimmvörðuháls á laugardag. Reikna má með um 9-10 klst. langri göngu. Fararstjóri Árni Jóhannsson. Sumarleyfisferðir: Landmannalaugar - Básar 5.-8. júlí. Vegna forfalla eru nokkur sæti laus I ferðina. Geng- ið frá Landmannalaugum til Bása á 4 dögum. Gist í skálum. Fararstjóri Árni Jóhannsson. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.