Morgunblaðið - 11.08.1994, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENDSINA
HELGADÓTTIR
+ Erlendsína
Helgadóttir
fæddist 8. ágúst
1889 í Vatnsleysu-
strandarhreppi. Hún
lést á dvalarheimil-
inu i Garði 2. ágúst
siðastliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Helga Sigvaldason-
ar og Ragnhildar
Magnúsdóttur. Þau
eignuðust fjögur
börn og var Erlends-
ína næst yngst
þeirra. Erlendsína
giftist 9. maí 1909
Magnúsi Jónssyni, fæddum 2.
september 1881 að Gufunesi í
Mosfellssveit. Fyrstu þrjú árin
bjuggu þau að Þverfelli í
Lundareykjardal, en fluttust
svo í fæðingarsveit Erlendsínu,
Vatnsleysustrandarhrepp, og
bjiiggu þar eftir það. Fyrst voru
þau á Halldórsstöðum, þar til
um 1925 að þau kaupa nokkru
stærri jörð þar nálægt, þ.e. býl-
ið Sjónarhól. Árið 1943 flytjast
þau í Voga og koma sér upp
_ litlu húsi sem þau einnig nefndu
Sjónarhól. Magnús dó 17. febr.
1963 og eftir það bjó Erlendsína
ein í þessu húsi í 15 ár, eða þar
til hún fór til dóttur sinnar og
tengdasonar að Kirkjugerði 5 í
Vogum. Þar var hún álíka lengi,
en síðustu þrjú misserin dvald-
ist hún á Garðvangi, þ.e. elli-
heimilinu í Garði. Börn Erlends-
ínu eru Helgi, fæddur 1910 á
Þverfelli. Fyrri kona hans var
Valgerður K. Guðmundsdóttir
af Ströndinni, en sú seinni var
Guðbjörg Magnúsdóttir. Helgi
dó 1962. Guðjón, fæddur 1912,
dó 1913. Ragnhildur, fædd
1913, giftist Kristmundi Guð-
mundssyni og bjuggu þau í
Hafnarfirði. Guðjón, fæddur
1918, kvæntist Kristjönu Jónas-
dóttur, en hann dó 1983. Anna
Dagrún, fædd 1919. Fyrri mann
sinn, Gunnlaug Kristjánsson,
missti hún 1962 en er nú gift
Valgeiri Vilhjálms-
syni. Þau voru á
Djúpavogi, en eru nú
komin á Stór-
Reykjavíkursvæðið.
Næst er Guðrún Lo-
vísa, fædd 1922, gift
Guðmundi Björgvini
Jónssyni. Börn
þeirra urðu tólf.
Næst var Guðlaug,
fædd 1924 en dó
1943. Alls eru niðjar
hennar orðnir 188.
Eins og áður er sagt,
fæddist Helgi á
Þverfelli, en hin
voru fædd á Halldórsstöðum,
nema tvær yngstu dæturnar,
Sigurveig og Sesselja, sem
fæddust á Sjónarhóli. Sigurveig
er fædd 1928, gift Leifi Krist-
jánssyni frá Bárðarbúð á Snæ-
fellsnesi. Þau búa í Vogum.
Yngst var Sesselja, fædd 1932,
en dó 1934. Systkini Erlendsínu
voru þijú: Guðrún, fæddd 1884
í Skjaldarkoti, Vatnsleysu-
strandarhreppi, en hin í
Litlabæ, sama hreppi. Guðrún
giftist Guðmundi Olafssyni, f.
10. september, dáinn 7. janúar
1947. Guðrún dó 12. mars 1917
frá fimm ungum börnum. Börn
þeirra voru: Ársól Klara, Reg-
inbaldur, Ilelgi Ragnar Haf-
berg, Ólafur og Guðjón. Næstur
í röðinni var Guðlaugur, sjó-
maður, fæddur 22. febrúar
1887, dáinn 31. mars 1952. Hann
kvæntist Guðrúnu Ólafsdóttur,
fædd 21. september 1887, dáin
10. febrúar 1971, systur Guð-
mundar áðurnefnds. Þau áttu
tvo syni, Friðjón og Magnús.
Yngstur systkinanna var Jón,
fæddur 1895, kvæntist Höllu
Kristínu Magnúsdóttur, fædd
18. febrúar 1894, lést 16. júlí
1985. Þau bjuggu í Hafnarfirði
alla tíð. Þau áttu einn son,
Magnús. Jón lést 30. desember
1986. Útför Erlendsínu verður
gerð frá Kálfatjarnarkirkju í
dag.
HIN ALDNA heiðurskona Er-
lendsína Helgadóttir lést annan dag
þessa mánaðar nær 105 ára að aldri.
Erlendsína ólst upp með systkinum
sínum í foreldrahúsum, Litlabæ á
T ^ Vatnsleysuströnd. Á þessum árum
voru kjör fólks á Suðumesjum mjög
kröpp, eins og víða á landi hér fyrr
og síðar. Sauðkindin var þá, eins og
allt frá upphafi Íslandsbyggðar eitt
af „haldreipunum" í lífi fólks og sjór-
inn gaf og sjórinn tók. Foreldrar
Erlendsínu voru duglegar og útsjón-
arsamar manneskjur að sjá heimili
sínu farborða. Skólaganga bamanna
var lítil eða engin en foreldrar
kenndu börnum sínum að lesa og
skrifa þar sem möguleikar vom fyrir
hendi. Móðir systkinanna í Litlabæ
reyndist þeim góður kennari í þessum
og fleiri fræðum og það reyndist
þeim gott veganesti á lífsleiðinni.
Unglingar hófu verkleg störf innan
__r heimilis og utan snemma á lífsferlin-
'um. Algengt var að stúlkur og piltar
færu í kaupavinnu að sumrinu og
piltar til sjóróðra á vetrinum.
Erlendsína gifti sig um tvítugt.
Maður hennar lést 1963, en þá höfðu
þau verið í hjónabandi í rúm 54 ár
og eignast níu böm. I sautján ár
bjuggu þau að Sjónarhóli í Vatns-
leysustrandarhreppi eða frá árinu
1925 til ársins 1942. Sjónarhóll þótti
allgóð bújörð á þeim ámm. Hið stóra
heimili þurfti mikils með þótt kröf-
umar væm ekki miklar. Lítið sem
ekkert af nútíma þægindum fyrir
hendi, a.m.k. ekki hvað heimilisverk
snerti. Ekki rafmagnseldavél, þvotta-
vél, ísskápur, ryksuga né önnur raf-
magnstæki. Til lýsingar varð að not-
ast við olíuljós innan bæjar og í úti-
húsum. Þau hjón bjuggu góðu meðal-
búi eftir því sem gerðist þar um sveit-
ir og höfðu sauðfé og kýr.
Magnús var oft við vinnu og út-
réttingar utan heimilis. Má nærri
geta hversu mikið starf lenti oft og
tíðum á herðum Erlendsínu, innan
húss sem utan. Það gleymist oft og
gleymist enn, að húsmóðirin er ekki
síðri fyrirvinna heimilisins en hús-
bóndinn. Þegar þau hjón hættu bú-
skap að Sjónarhóli 1942 höfðu þau
komið upp öðmm Sjónarhóli í Vogum
í sama hreppi.
Eftir að Magnús lést 1963 bjó
Erlendsína áfram í húsi sínu næstu
fimmtán árin, en flutti þá til dóttur
sinnar og tengdasonar, Guðrúnar
Lovísu og Guðmundar Björgvins
Jónssonar, að Kirkjugerði fimm í
Vogum. Þar dvaldist hún að mestu
það sem eftir var ævinnar.
Eftir að Erlendsína fluttist í Vog-
ana var hún sívinnandi sem áður. I
fiskvinnu og heima við pijónaskap.
Þau verða víst seint talin stóru og
efnismiklu ullarteppin sem hún gerði
og gaf til ættingja og vina. Einnig
gaf hún mikið af sinni framleiðslu
LEGSTEINAR
MOSAIK
Hamarshöfða 4
H.F.
simi 871960
til hjálparstofnana t.d. Rauða kross-
ins, Póllandssöfnunar o.fl. Þá bar
Erlendsína hag Kálfatjamarkirkju
mjög fyrir bijósti og naut kirkjan
þess í ríkulegum gjöfum frá henni.
Erlendsína var ákaflega heilsteypt
og góðhjörtuð manneskja, ávallt veit-
andi. Hún var ef svo mætti segja
fjarskalega elskulegt og hugljúft
gamalmenni.
Sem áður getur átti hún því miklu
láni að fagna, að dveljast á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar, Lúllu
og Björgvins, á lokaárum tilverunnar
í þessum heimi. Umönnun þeirra og
ástríki til gömlu frænku var mikil
og látin í té af heilum hug og mik-
illi einlægni.
Guðjón Guðmundsson.
Hún amma á Sjónarhóli er dáin.
Orð verða fátækleg þegar lýsa á
þeirri sómakonu sem nú er frá okkur
tekin. Þessi kona hafði séð og reynt
ótrúlegustu hluti á langri ævi.
Hún sagði okkur frá því þegar hún
var ungabarn og engin mjólk til á
bænum. Þá var látið kaffi á pelann.
Hún sagði okkur frá því þegar faðir
hennar óskaði leyfis frá prestinum
til að stækka kartöflugarðinn um
eina veggjarbreidd en fékk neitun.
Hún sagði okkur frá því þegar hún
bjó á Þverfelli að enginn hafði verið
til sópur á bænum. Þá voru gólf sóp-
uð með fuglsvængjum. Sóp eignaðist
hún síðar á Halldórsstöðum.
Minningarnar streyma fram við
þessi tímamót. Hún hafði sagt mér
fyrir mörgum árum að hún vissi ekki
hvað Guð væri að hugsa með því að
láta hana lifa svona lengi. Henni
þótti ekki ólíklegt að Guð hefði
gleymt henni í hérvistinni. Ég held
að hún hafi fært þetta „vandamál"
í tal við guðsmenn, ef það mætti
verða til lausnar þess. Amma óttað-
ist ekki dauðann. Hún taldi að hinum
megin væri eilíf sæla, enda var hún
mjög. trúuð.
Fyrstu minningar um ömmu á
Sjónarhóli voru heimsóknir þangað.
Þegar sandur fór í augu þá hreins-
aði amma þau með sinni sérstöku
aðferð. Litlar kaldar hendur gat hún
nuddað hlýjar með einstakri lagni
og ástúð. Þá ber hátt í minningunni
kræsingar sem á borð voru bornar,
enda heimilið rómað fyrir einstakan
höfðingsskap á öllum sviðum.
Það var í september 1978 sem
amma flutti til foreldra minna að
Kirkjugerði 5 í Vogum en hún bjó
þar við mikið ástríki og góða umönn-
un í fjórtán ár.
Við eldhúsborðið í Kirkjugarði
voru oft fjörugar rökræður um lífið
og tilveruna í víðasta skilningi.
Amma hafði ákveðnar skoðanir á
flestu sem um var rætt og lét þær
óhikað í ljós. Þarna voru til umræðu
ólíkustu málefni margt frá „gömlu
dögunum" hennar.
Sérstaklega var eftir því tekið
hvað hún var oft gamansöm við hin
ýmsu tækifæri.
Erlendsína var mikinn hluta ævi
sinnar að gefa þeim sem minna
máttu sín í löndum þjóðanna. Ýmist
voru þetta rausnarlegar peningagjaf-
ir eða innlendur pijónaiðnaður gerð-
ur með eigin höndum. Þegar amma
var á 102. aldursári grét hún þegar
hendur hennar voru þannig að hún
gat ekki lengur pijónað, taldi sig þá
gagnslausa hér. Þetta er mjög sér-
stakt í ljósi þess að til eru aðrir sem
vilja gera flest annað en vinna fyrir
sér í nútíma þjóðfélagi.
Að lokum þakka ég og fjölskylda
mín heiðurskonunni Erlendsínu
Helgadóttur fyrir liðnar samveru-
stundir í hérvistinni. Minningar um
góða konu munu lifa.
í norðurendanum ljómar línserkur hreinn
á litla bænum hefur nú fækkað um einn
hún amma er dáin hún dó klukkan fjiígur
í nótt
og duft hennar liggur hér kyrrt og þögult
sem steinn.
Með rósemi í hjarta, til heimferðar hún sig
bjóst,
því hlutskipti Guðsbama var henni ætíð
Ijóst.
í Paradís er hún hin prúða og göfuga sál,
en Passíusálmamir hvfla við slokknað bijóst.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Haukur Guðmundsson.
Elsku langamma, Erlendsína
Helgadóttir, fædd 8. ágúst 1889,
Litlabæ á Vatnsleysuströnd, er nú
farin til Guðs. Þar sem hún var nú
farin að hafa orð á þvi að Hann
væri örugglega búinn að gleyma að
kalla hana til sín, skulum við ætla
að tekið hafi verið sérstaklega vel á
móti heiðursfélaga Vatnsleysustrand-
arhrepps, en þann titil hlaut hún á
100 ára afmæli sínu, 8. ágúst 1989.
EYRÚNJÓNA AX-
ELSDÓTTIR
+ Eyrún Jóna Ax-
elsdóttir fæddist
27. júní 1937. Hún
lést í Sjúkrahúsi
Suðurlands 3. ágúst
1994. Eyrún var
dóttir Axels Krist-
jáns Eyjólfssonar,
sem lést árið 1982.
Eiginkona Axels var
Sigríður Bryndís
Jónsdóttir, sem
einnig er látin. Móð-
ir Eyrúnar er Jónína
Árnadóttir, sem býr
á Dvalarheimili
aldraðra í Borgar-
nesi, hún er gift Bjarna Bjarna-
syni í Borgarnesi. Bróðir Eyr-
únar Jónu er Guðmundur
Bjarnason. Eftirlifandi eigin-
maður er Páll Birgir Símonar-
son. Börn þeirra eru: Axel,
kvæntur Ingveldi Birgisdóttur.
Símon, kvæntur Lilju Guð-
mundsdóttur. __ Guðmundur, í
sambúð með Önnu Helgu Hall-
grímsdóttur. Sigurbjörg, ógift.
Herbert, í sambúð með Sesselju
Guðmundsdóttur. Útförin fer
fram í dag frá Selfosskirkju.
í DAG, fimmtudaginn 11. ágúst, er
til moldar borin tengdamóðir okkar,
Eyrún Jóna Axelsdóttir, eða Dúna
eins og hún oftast var kölluð. Þessi
litla grein á ekki að vera tæmandi
yfirlit um æviferil, heldur aðeins lít-
il kveðja til hennar frá okkur.
Hún Dúna var blíð og góð kona
sem óx og styrktist við hveija þá
raun sem hún mátti þola. Raunirnar
voru m.a. erfíð veikindi
oftar en einu sinni. Frá-
fall hennar nú kemur
því ekki á óvart, en skil-
ur engu að síður eftir
spumingar og sár.
Á stundum sem þess-
um koma upp í hugann
minningar sem hver um
sig verður að geyma
með sér sem sinn ljúf-
asta fjársjóð.
Dúna hafði yndi af
ferðalögum. Síðustu
árin voru þær ófáar
ferðirnar sem hún og
Biggi fóru á húsbílnum
sínum vítt og breitt um landið.
Könnuðu staði og kynntust nýju
fólki.
Biggi okkar, þinn missir er mik-
ill, enda voruð þið mjög svo sam-
rýnd hjón og góðir félagar. Undan-
farnir mánuðir hafa verið þér erfíð-
ir, enda stóðst þú við hlið hennar
þar til yfír lauk. Nú er hún komin
á betri stað þar sem engin veikindi
eru og engin kvöl er til. Hún Dúna
hefur fengið nýtt hlutverk, hennar
var þörf á æðri stöðum.
Börn Dúnu og Birgis eru fímm á
lífi og barnabörnin sjö á lífi. Þeirra
missir er mikill og söknuðurinn sár,
en vegna þess hve kær hún var
okkur öllum, óskuðum við henni
þess ekki að þurfa að þjást lengur.
Við verðum að sætta okkur við þær
ákvarðanir sem teknar eru fyrir
okkur við upphaf lífsins, um það
hve langt æviskeiðið skuli vera.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
Að lokum viljum við senda starfs-
fólki á deild og í eldhúsi Sjúkrahúss
Eftir Sínu ömmu man ég, og öll
fyrstu bamabarnabörnin, á Sjónar-
hóli, við sem áttum heima í Vogunum
gátum alltaf farið og fengið okkur
eitthvað til að maula hjá ömmu, jafn-
vel með heila bamahjörð á eftir okk-
ur.
Við vomm öfunduð af því að eiga
svona gamla og góða ömmu, sem
ekkert aumt mátti sjá, gefandi aur-
ana sína sem hún sagðist ekkert
hafa með að gera, til bágstaddra úti
í heimi, pijónaði teppi svo aumingja
fólkinu væri ekki kalt, eins og hún
myndi orða það, og senda þau svo
þangað sem þeirra var þörf.
Árið 1984 gaf ég dóttur minni
nafnið Erlendsína Ýr og var injög
stolt af því að skíra hana eftir svo
mætri manneskju, sem amma var.
Gaf hún mér svo það veganesti eftir
athöfnina að láta dóttur mína læra
að þykja vænt um nafnið sitt, þann-
ig gæti hún stolt borið það án þess
að skammast sín fyrir það, það hafði
hún gert. Þegar mann langaði að
gleðja ömmu með gjöfum, mátti ekki
kaupa glingur eða eitthvað svoleiðis,
því það þótti henni óþarfí, heldur
máttum við færa henni myndir af
afkomendum. Það gat glatt hana
mest, þegar við gáfum okkur tíma
að setjast niður með henni og skoða
myndirnar sem hún hafði fengið í
jólakortum af litlum og stórum
frændum og frænkum.
Elsku amma mín, þú hefur sýnt
okkur sem yngri erum fordæmi á
allan hátt.
Hvíldu í friði!
Lovísa Ósk Erlendsdóttir og
fjölskylda.
Elsku langalangamma.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín Erlendsína Ýr Garðarsdóttir.
Suðurlands hjartans þakkir fyrir þá
frábæru umönnun sem Dúna naut
þar síðustu mánuðina.
Elsku Biggi, Axel, Símon,
Gummi, Sigurbjörg og Herbert og
bamaböm. Við biðjum góðan Guð
að gefa henni Dúnu frið og okkur
hinum líkn á erfíðum stundum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ingveldur og Lilja.
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjöm Egilsson)
Elsku amma mín er dáin langt
um aldur fram. Ég vildi að hún
gæti verið lengur hjá okkur en veg-
ir guðs eru óútreiknanlegir. Hún
kenndi mér marga góða hluti sem
ég gleymi aldrei.
Minningin um þig mun lifa í
hjarta mínu.
Þinn Ágúst Óli.