Morgunblaðið - 11.08.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 39
BREF TIL BLAÐSINS
Slj órnmálaloddarinn
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
GETA íslenskir ráðherrar gert nán-
ast hvað sem er án þess að verða
að segja af sér? — Þessi spurning
hefur oft leitað á huga minn í sam-
bandi við margt sem gerst hefur í
utanríkismálum á þessu kjörtíma-
bili. Margt mætti telja en ég læt
nægja að minna á ósannindi og
blekkingar, sem dundu yfir Alþingi
þegar mest gekk á fyrir utanríkis-
ráðherra að hespa af EES-samn-
ingnum. Muna ekki allir eftir því,
þegar langhalinn sem ráðherrann
sagði að samningar stæðu um að
EB-þjóðirnar mættu veiða í ís-
lenskri lögsögu breyttist allt í einu
í karfa, þegar ráðherrann hafði orð-
ið vissu fyrir því að ekki yrði aftur
snúið, hversu illa sem Alþingi líkaði
þessi vinnubrögð?
Blekkingar
Ekkert lát er enn á blekkingum.
EES-samningurinn, sem utanrík-
isráðherra kallaði á sínum tíma far-
miða inn í 21. öldina og sagði jafn-
framt að íslendingar fengju þar
allt fyrir ekkert og tryggði það að
Islendingar þyrftu ekki að ganga í
Evrópubandalagið eins og það sam-
félag kallaðist í þá daga, virðist nú
aðeins ómerkilegt pappírsplagg að
dómi ráðherrans og þess vegna
verði íslendingar þegar i stað að
sækja um inngöngu í ESB, að öðr-
um kosti sé einangrun og algjör vá
fyrir dyrum. Ef þetta kallast ekki
að afhjúpa eigin ómerkilegheit, þá
væri gaman að vita hvað það heit-
ir. — En þeir sem hafa áttað sig á
vinnubrögðum þessa manns verða
varla undrandi, en því miður eru
þeir allt of fáir. — Það er eins og
það sé bara smámál að standa
frammi fyrir alþjóð með augljósar
blekkingar og ósannindi aðeins ef
með því tekst að ná settu marki. —
Þetta er dapurlegt, en svona kemur
þetta allt mér fyrir sjónir. Það er
ekki nógu gott að þjóðin láti blekkj-
ast af slíkum málflutningi.
Er ekki mál að linni?
Það er margt skrýtið sem getur
gerst í stjórnmálum, en varla er þó
hægt að trúa því að utanríkisráð-
herra sjái ekki hve mjög það hlýtur
að spilla samningsstöðu Islendinga
í fyrirhuguðum viðræðum við ESB,
að hann sé nú að blása í lúðra úti
í Brussel og boða stefnu sem geng-
ur þvert gegn stefnu Alþingis og
ríkisstjómar. Er ekki mál að linni,
og þessi dæmalausi einleikari, sem
æðir um víðan völl og sýnist alltaf
vera að leika Æratobba, fái hvíldina
frá öllu því sem hann hefur sett á
svið í stjórnmálum áður en meira
tjón hlýst af?
Það er ljóst að eitthvað stórt
þarf að gerast til að stöðva þennan
háskalega gauragang í utanríkis-
ráðherra. Það er sýnilegt að ekkert
tillit tekur ráðherrann til þess þótt
forsætisráðherra hafi veitt honum
rækilega áminningu, því þarf hann
að fá enn frekari hirtingu — og þá
hirtingu þarf þjóðin að láta hann
fá, það væri þó nokkur andlitslyft-
ing eftir að hafa látið ósannindi og
augljósar blekkingar ræna sig dóm-
greind um þetta stórmál og nánast
trylla sig — ef dæma skal eftir
skoðanakönnunum.
Skyldustarf
Mér sýnist það vera skylda þess-
arar þjóðar að láta ráðherrann vita
að hún trúi honum ekki fyrir utan-
ríkismálum og hann verði að segja
af sér. Og láti hann skilja að íslensk-
um hagsmunum og fullveldi verði
aldrei fórnað fyrir óskadraum hans
að setjast við borðið í Brussel. En
því miður er víst óskhyggja að þetta
geti gerst, því eftir áminningu for-
sætisráðherra leyfir ráðherrann sér
að tilkynna að undirbúningur sé
þegar hafinn í utanríkisráðuneytinu
til að sækja um inngöngu í ESB.
Það er alveg ljóst að ekkert er
svo fráleitt og öfugsnúið að utanrík-
isráðherra telji það ekki færa leið
og sér samboðna. — Þannig getur
utanríkisráðherra sýnilega unnið
gegn forsætisráðherra. Það er engu
líkara en Jón Baldvin haldi að hann
sé bæði utanríkis- og forsætisráð-
herra. En þar sem ekki verður ann-
að séð en forsætisráðherra ætli sér
Skóli Þóru Einars-
dóttur í Madras
Frá Stefáni Jóni Hafstein:
EFTIR AÐ SÝND var heimildamynd
í Sjónvarpinu um starf Þóru Einars-
dóttur fyrir fátækar og veikar stúlk-
ur í Madras hafa borist fjölmargar
fyrirspurnir frá fólki sem vill styrkja
þetta málefni. Þeim skal bent á
reikning í Búnaðarbanka íslands við
Hlemm, ávísanareikning eða spari-
sjóðsbók númer 72700.
Af skóla Þóru er það helst að
frétta að nemendum hefur fjölgað
á þessu ári og eru nú um 60 stúlk-
ur við skólann. Þær læra ýmislegt
í sambandi við klæðagerð og sauma
eins og sýnt var í myndinni, enda
vel til þess fallið að útvega þeim
vinnu að þjálfun lokinni. Þá er byrj-
að að kenna sérvöldum nemendum
úr fátækrahverfínu á nokkrar tölv-
ur sem gefnar voru frá íslandi.
Mikil eftirspurn er eftir ungu fólki
sem kann á tölvur á Indlandi.
Rekstur skólans er talinn munu
kosta kringum 700-800 þúsund
krónur í ár og er nú starfandi nefnd
með Þóru Einarsdóttur til að
tryggja rekstur skólans. Klúbbar
Soroptimista á íslandi hafa heitið
myndarlegum stuðningi við skóla
Þóru næstu fjögur ár og munar
mikið um það. Hins vegar þarf að
safna að lágmarki um hálfri milljón
árlega til að skólinn geti haldið
áfram. Velunnurum er bent á ofan-
greinda bankareikninga.
STEFÁN JÓN HAFSTEIN,
Freyjugötu 44, Reykjavík.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á ann-
an hátt. Þeir sem afhenda
blaðinu efni til birtingarteljast
samþykkja þetta, ef ekki fylg-
ir fyrirvari hér að lútandi.
GÍTÍP plasthúðun
FJölbreytt vandað úrval af efnum
Fullkomnar plasthúðunarvélar
Vönduð vara - gott verð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
að framfylgja yfírlýstri stefnu getur
hann varla sætt sig við að hafa slík-
an utanríkisráðherra, nema honum
takist að þagga niður í honum og
láta hann hætta öllum loddara-
brögðum.
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kaplaskjólsvegi 55, Rvík.
Síðustu dagar útsölunnar
Brjóstarhöld frá kr, 1000
Undirbuxur frá kr,-500
Sií£i - CRÍuncfur - cSa/in
Borgarkringlunni, 2. hæð, sími 887488
AEG AEG AEG AEG ,
©
tEG AEG AEG
AEG AEG A.íiirs A 1.13-
©
&
©I
og
frá Bræbrunum
Ormsson hf.
4
Kælir/frystir,
neftólítrar, kælir 202,
frystir 90, 2 pressur
orkunotkun
a&eins 1,2 kwst
ó 24 tímum
haeS 185,
breidd 60,
dýpt 60
Stgr. 79.655,-
85.650,-
Kælir/frystir,
nettólítrar, kælir 216,
frystir 79, orkunotkun
1,5 kwst ó 24 tímum
hæS 170,
breidd 60,
dýpt 60
Stgr. 75.556,-
79.533,-
©
©
Kæliskápur►
með 8L íshólfi, nettólítrar 136,
orkunotkun aðeins 0,7 kwstó 24 tímum
hæð 85, breidd 50, dýpt 60.
Kjörinn í sumarbústa&inn
Frystiskápur, Stgr. 29,758,- 31.324,-
nettólítrar 216,
orkunotkun aðeins
1,1 kwst
ó 24 tímum
hæð 155,
breidd 60,
dýpt 60
Stgr. 66.413,-
69.908,-
©
Kælir/frystir,
nettólítrar, kælir 170,
frystir 60, orkunotkun
1,33 kwst ó 24 tímum
hæð 149, breidd 55,
dýpt 60
Stgr. 64.333,-
__________67.719,-
| Frystiskápur,A EH
nettólítrar 255, orkunotkun
íSE 1,1 kwst ó 24 tímum, hæð
Stgr. 75.972,- 79.970,-
Kælir/frystir,
nettólítrar, kælir 204,
frystir 46, orkunotkun
1,2 kwst ó 24 tímum
hæð 144,
breidd 54,
dýpt 58,
Stgr. 59.970,-
63.162,-
oðeins
185, breidd 60, dýpt 60
©
©
Umboösmenn:
Vesturland:
Málningarþjónustan AKranesi.
Ki. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Blómsturvellir. Hellissandi.
Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði.
Ásubúð.Búðardal
Vestflrðlr: Rafbúð Jónasar Þór,
Patreksfirði.
Rafverk, Bolungarvlk
Straumur.isallrði.
Norðurland:
Kf. Steingrlmsfjarðar.Hólmavík.
Kf. V-Hún„ Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga. Blónduósi.
Skagfirðingabúð, Saúðárkróki.
KEA byggingavðrur,
Lónsbakka, Akureyri.
KEA. Dalvík.
Kl. Þingeyinga, Húsavlk.
Urð, Raularhðfn.
Austurland:
Sveinn Guömundsson.
Egilsslðöum. .
Kf. Vopntirðinga, Vopnaliröi.
Stál. Seyðíslirði.
Verslunin Vík, Neskaupsstað.
Kf. Féskrúðsfirðinga,
Fáskrúösfirði. KASK. Hðfn
Suöurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirklnn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri.
Brimnes, Veslmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavik.
Rafborg, Grindavlk.
■4C
©
©
'AEG aeg aeg aeg aeg A£G AEG aeg AEG aeg AEG
B R Æ Ð U R N I Rfr
DIORMSSONHF
Lógmúla 8, Stmi 3 8820
AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG’8