Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 6

Morgunblaðið - 08.09.1994, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 8. SEFfEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ A VEIÐUM I SMUGUNNI Bragi Einarsson slasaðist um borð í Júlíusi Geirmundssyni IS Læknirinn skipti sköpum „ÞAÐ VAR ekki liðinn hálftími frá því slysið varð þar til ég var kominn undir læknis- hendur um borð I Óðni. Eg tel að tilkoma lækn- isins hér geti skipt sköpum og það væri hrein skömm ef við hefðum ekki haft hann,“ sagði Bragi Einarsson, bátsmaður á frystitogaranum Júi- íusi Geirmundssyni frá Isafirði. Hann slasaðist við vinnu um borð að- faranótt sunnudagsins. Júlíus var að hífa flottrollið og var Bragi að taka gilsinn aftur þegar hann klemmdist við stoð. Klemmdust tveir fingur vinstri handar og segist hann raunar hafa verið heppinn að slasast þó ekki meira. Sigurður Ágúst Kristinsson læknir á Óðni gerði margra klukkutíma aðgerð strax um nóttina og segist Bragi vera ánægður með starf hans þrátt fyrir bágbomar aðstæður. Hann missti framan af tveimur fingrum. Fer hann með Óðni til Noregs og flýgur þaðan heim. Vonast hann til að komast sem fyrst aftur til vinnu. Bragi er 62 ára. Hann hefur verið hjá Gunnvöru hf. sem gerir út Júl- íus Geirmundsson í tuttugu ár og á sjó í alls 45 ár. „Það fer að líða að því að ég hætti,“ segir Bragi. „Það er ákaflega mikilvægt að Bragi Einarsson hafa lækni hér, ekki síst bæklunarlækni. Það sýnir reynslan. Ef ekki hefði verið læknir hefði þurft að sigla að lágmarki fimm tíma í átt til lands á móti þyrlu og einhvern tíma hefði þurft til viðbótar til að komast í land og á sjúkrahús," segir Bragi. Þýðir ekki að vera með græðgi Júlíus Geirmundsson kom í Smuguna 19. ágúst og var léleg veiði í botntroll fyrstu fjóra dagana. Með í skipinu voru tvö gömul flottroll, sem ekki höfðu ver- ið notuð lengi og voru nánast kom- in á haugana, að sögn Braga. Um 23. fór að veiðast í flottroll og eftir það stöðvaðist vinnslan ekki um borð fram á mánudag og mann- skapurinn stóð frívaktir. Verðmæti framleiðslunnar var 4,5 til 5 milljón- ir á sólarhring. Bragi segir að í aflahrotunni hafi Gunnar Arnórsson skipstjóri oft híft trollið úr mikilli veiði, svo upp kærni hæfilega mikill fiskur í vinnsluna. „Það var oft búið að draga lengi uppi í sjó til að ekki kæmi meira á meðan verið var að vinna úr móttökunni. Það þýðir ekkert að vera með græðgi í þessu. Ég vildi ekki vinna fiskinn úr þess- um stóru holum, 50-60 tonna, sem menn voru að fá. Fiskurinn skemm- ist bara,“ segir Bragi. Allur smáfiskur sem kemur um borð í Júlíus er hausaður og heil- frystur, að sögn Braga. Morgunblaðið/Erlingur Björnsson Góð veiði ÍSLENSKU togararnir hafa veitt vel af þeim gula í Smug- unni. Rangt varðskip Skipstjórarnir hafa góða samvinnu í Smugunni og hjálpa hveijir öðrum eins og þeir geta. Stundum getur hjálpin gengið of langt, þegar þeir ruglast á varðskipum, eins og heyrðist í talstöðinni í gær- morgun: „Heyrðu félagi, sá grái er að koma hér suðureftir á 20 mílna ferð.“ Tveimur mínútum síðar: „Þú þarft ekki að beygja alveg svona mikið, þetta er sá íslepski!" Dagbók úr Barentshafi Flottrollsskipin fara norður með norsku línunni Flottrollsskipin hafa verið að færa sig norður með norsku línunni, þar sem lítð hefur veiðst á syðra svæðinu. Á norðursvæðinu, sem nær frá norsku fiskveiðilögsögunni og 12-20 mílur norður með fisk- vemdarsvæði Norðmanna við Sval- barða, hafa undanfarna daga verið sjö íslenskir togarar með botntroll og fimm færeyskir og lifnaði aðeins yfir veiðinni þar í fyrradag. Skipin voru að fá þar 2-5 tonn í botntrollið eftir 4-5 tíma tog. Barði frá Neskaupstað fékk mest, eða 8 tonn. Fiskurinn er góður, betri en á suðursvæðinu, að sögn Sveins Benediktssonar, skipstjóra á Barða. Um miðjan dag í gær voru skipin byijuð að fá í flottrollin. Sveinn segir að færeysku skip- stjórarnir hafi farið mikið norðar til að kanna svæðið, þeir séu vissir um að þar fáist fiskur innan tíðar. Óðinn með norskan fána Óðinn hélt í gærmorgun áleiðis til Hammerfest í Noregi með 6 sjúklinga, sem þurfa að komast á sjúkrahús til rannsóknar eða heim til íslands. Áður en Óðinn fór úr Smugunni leituðu tveir sjómenn til læknisins í Óðni og eru skjólstæð- ingar hans nú orðnir 30 og sumir hafa komið oft til hans éða dvalið í „sjúkraskipinu". Kristján Jónsson, skipherra er byijaður að taka til norska fánann, sem hafður er uppi Blaðamaður Morgun- blaðsins, Helgi Bjarna- son, fylgist nú með veiðum íslenskra togara í Smugunni og hefur farið á milli skipa á miðunum ásamt þeim íslenska þegar siglt er inn til hafnar í Hammerfest. Sjómenn á úthafsveiðiflotanum hér kunna vel að meta þjónustu Óðins, ekki síst læknisins, og hafa sumir skipstjóranna lokið Smugu- ferð sinni með því að senda varð- skipsmönnum þakklæti og kveðjur um leið og þeir hafa haldið heim. Barist við riturnar Gríðarlega mikið af sjófugli fylg- ir skipunum í Smugunni, enda flæð- ir fæða til þeirra úr skipunum allan sólarhringinn. Riturnar setjast mik- ið á skipin og eru mikil óþrif af þeim. Dritið er svo sterkt að það leysir upp málninguna og skipin fara að ryðga ef þau eru ekki þrif- in og máluð. Skipveijar reyna ýmis- legt til að losna við ófögnuðinn. Á Sigurbjörgu er úðað vatni reglulega yfír stefnið og heldur það fuglinum frá. Einnig plasttætlur, sem skip- veijar á Sjóla hafa bundið með reglulegu millibili á band hringinn í kringum skipið. Hins vegar sett- ust riturnar strax á fuglahræðu, sem sett var frammi á Baldvin Þor- steihssyni. Líka nóg að gera 1968 Bátsmaðurinn á Óðni, Kristinn Hilmarsson, var messagutti á Óðni 1968 þegar hann fór sem aðstoðar- skip með síldarflotanum til Bjarnar- eyjar. Skipið fór tvo túra og segir Kristinn að þar hafi verið mikill fjöldi skipa, bæði íslensk og fær- eysk. Læknir var um borð og við- gerðarmenn og segir Kristinn að viðgerðarmennirnir hafi alla vega haft nóg að gera. Vígvöllur í stríðinu Skipalestir Bandamanna milli Bretlands og Rússlands fóru yfir Smugusvæðið í síðari heimstyijöld- inni, stundum með viðkomu á ís- landi. Flugvélar Þjóðveija með bækistöðvar í Noregi og kafbátar grönduðu miklum fjölda skipa á þessari leið. Ánægðastir voru Þjóð- veijar og Bandamenn jafnframt vonsviknir með PQ17 skipalestina, sem fór austur um í júní 1942. Þá fóru 30-35 flutningaskip með vopn og vistir undir herskipavernd úr Hvalfirði og áttu að fara til Múr- mansk og Arkhangelsk. Aðeins 11 náðu til áfangastaðar. Sverrír Kjartansson, skipstjórí á Hegranesinu Smugnveiðarnar bjarga okkur HEGRANESIÐ frá Sauðárkróki saltar aflann um borð og á mánu- dag þegar veiðin minnkaði þurfti aðeins 30 tonn til að fylla skipið og halda heim, en einhver bið varð á því. Hegranesið er eitt af þeim skipum sem hvað harðast hafa sótt í Smuguna og á Svalbarðasvæðið og stundum lent í útistöðum við Norðmenn. Sverrir Kjartansson skipstjóri segir að skipið hafi með þessum túr veitt um 1.100 tonn af þorski í 4 túrum og sé verðmæti saltfisksins hátt í 90 milljónir. Drangey hafi gert annað eins og Skagfirðingur farið einn túr. Smuguveiðin hafi bjargað miklu fyrir útgerð skip- anna. Sverrir segir að skipið hafi ein- göngu stundað þessi fjarlægu mið frá því á sjómannadag. Fyrsti túrinn var norður fyrir Bjarnarey. Þar var góð veiði meðan friður fékkst fyrir Norðmönnum. Næstu tveir túrar voru farnir í Smuguna og á Sval- barðasvæðið og var komið heim með fullfermi af saltfiski eftir þá báða, eða vel yfir 300 tonn í hvort skipti. Gýs upp aftur Fimmtán sólarhringar voru liðnir frá því að Hegranesið lagði af stað frá Sauðárkróki í þennan túr þegar blaðamaður skrapp um borð á mánudag. „Það hefur verið óheyri- lega góð veiði í marga daga. Fiskur- inn er aðeins við norsku línuna en enginn veit hvers vegna,“ sagði skipstjórinn. Hann sagði að veiðin væri búin í bili en hún gysi upp aftur, það sýndi reynslan. Sverrir segir að frekar lágt verð fáist fyrir saltfiskinn eins og er. Hins vegar hefði aflinn náðst á stuttum tíma, eða þremur vikum í tveimur síðustu og það stefndi í svipað nú. Þessir stuttu túrar komu ágætlega út fyrir mannskapinn. Svo væri lítið við að vera heima. Bátar væru látnir veiða þorskkvóta skips- ins og lélegt verð hefði fengist fyr- ir karfann. „Smuguveiðamar hafa algerlega bjargað okkur.“ Erfitt að semja Sverrir sagðist ekki taka ákvörð- un um það hvort haldið yrði til veiða á Svalbarðasvæðinu. Útgerðin yrði að taka þá ákvörðun. Þangað yrði allavega ekki farið með fullt skip af fiski, frekar væri að reyna að byija þar. Annars segist hann ekki hafa haft tíma til að hugsa mikið um þetta meðan fiskaðist. „Maðui' er að draga flottrollið alveg niður við botn og verður að rýna stöðugt í skjáinn til að missa það ekki í botn enda er túrinn búinn ef svo fer,“ segir Sverrir Kjartansson. Hann segir að erfitt geti orðið að semja um kvóta þegar svona vel hafi veiðst. „Það verður erfítt fyrir okkur að kyngja 5-10 þúsund tonn- um við þessar aðstæður. Líklega hefði það verið heilladrýgst fyrir Norðmenn að vera búnir að semja,“ segir Sverrir. Hann telur að mikil pressa hljóti að vera á Norðmönnum vegna veiða íslendinga og erfitt fyrir þá að sætta sig við þær. Hins vegar væri erfitt fyrir þá að beita sér hér vegna þess hversu mörg skipin væru. Slæmar minningar frá veiðum í fyrra SJÓMENNIRNIR, sem voru að veiðum í Smugunni í nóvember í fyrra, fá hroll þegar þeir minnast verunnar hér. Skipin voru norðar- lega í Smugunni þegar mikið norð- an hvassviðri gekk yfír. Leituðu mörg þeirra skjóls undir ísröndinni og sum sigldu inn í vakir á ísnum. ísing settist á skipin og þurftu skipstjórar minni skipanna, eins og til dæmis Runólfs frá Grundarfirði, að senda menn út til að beija ísinn af nokkrum sinnum til öryggis. ís- birnir sáust þarna allmargir. Áhætta að fara í Smuguna Guðmundur Jóhannesson kokkur á Runólfi segir að áhætta sé fyrir sjómenn að fara í Smuguna, en hásetamir seu aldrei spurðir og ferðin í nóvember í fyrra hafi sýnt að lítil skip hafí ekkert að gera þangað seint á haustin. Hann viður- kennir að þriðja kynslóðin sem hann kallar, þ.e. ungu strákarnir um borð, séu margir harðari af sér. Þeir séu hörkuduglegir og sjái þarna tekjumöguleika. Sjómaður á frystiskipi sem var í Smugunni á þessum tíma sagði að ansi kalt hefði verið í kojunni þegar sem kaldast var og erfitt að koma sér í gang við vinnsluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.