Morgunblaðið - 08.09.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Norrænt
búseta-
þing
ÞING norrænna búsetasam-
taka hefst í íþróttahöllinni á
Akureyri í dag. Þinggestir frá
hinum Norðurlöndunum komu
til bæjarins síðdegis í gær með
þotu Flugleiða, sem hafði safn-
að saman á Keflavíkurflugveili
þeim, sem komið höfðu með
áætlunarflugi frá nokkrum
norrænum borgum. Um 330
manns sitja þingið, þar af 290
útlendingar, og eru öll hótel
og gistiheimili bæjarins full-
bókuð. Þetta er í fyrsta sinn
sem norrænt búsetaþing er
haldið hér á landi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skauta- í
menn
æfa stíft
FÉLAGAR í Skautafélagi Akureyrar
hafa stundað æfingar í tæpan mánuð |
— á malbiki í stað íss og renna þeir 4
sér um á línuskautum. Magnús
Finnsson hjá skautafélaginu segir I
hörkuna ekki eins mikla og þegar (
æft er á ísnum. Reglulegar æfingar
yfir sumarmánuðina hafa ekki áður
tíðkast, en ástæða þess að félagam-
ir hefi'a æfingar svo snemma er að
hópur 14-18 ára stráka úr félaginu
er á leið í æfingabúðir í Vesterás í
Svíþjóð eftir tíu daga og vildu menn
ekki mæta þangað stirðir og andlaus-
ir eftir sumarleyfi. Hópurinn verður /
við æfingar úti í rúma viku og hugs-
anlegt er að Svíar stilli upp gegn j
þeim liði. Fyrir um 15 árum fóru /
nokkrir félagar úr skautafélaginu til
Vásterás og í framhaldi af því var
um tíma þjálfari þaðan hjá félaginu.
Sami þjálfari tekur á móti akur-
eyrska hópnum nú.
Svipað verð í Bónus og Nettó samkvæmt verðkönnun
Neytendafélags Akureyrar
Stríðið stendur enn
„STRÍÐIÐ stendur enn, ekki í
sama návíginu og ekki á eins bijál-
æðislegu plani. Nú er barist af
meiri skynsemi en greinilegt er
að staðið hefur verið við stóru
orðin,“ sagði Vilhjálmur Ingi
Ámason formaður Neytendafé-
lags Akureyrar og nágrennis um
verðsamanburð milli tveggja versl-
ana, Bónus í Holtagörðum og
KEA-Nettó á Akureyri. Hart verð-
stríð var háð í fyrrahaust milli
Bónus, sem opnaði verslun í bæn-
um, og Nettó.
Eftir að Bónus lokað verslun
sinni á Akureyri í vor óttuðust
margir, þar á meðal formaður
Neytendafélagsins, að verð í KEA-
Nettó myndi hækka þegar helsti
keppinauturinn væri á bak og burt.
Forsvarsmenn verslunarinnar full-
yrtu að svo yrði ekki. „Þeir hafa
staðið við það, haldið sig á sömu
línu og Bónus þannig að enn get-
um við Akureyringar notið eins
lægsta vöruverðs sem býðst á
landinu," sagði Vilhjálmur Ingi.
Verðsamanburðurinn var gerð-
Kex frá KEA ódýr-
ara í Bónus en KE A
HAFRAKEX sem framleitt er í
Brauðgerð KEA á Akureyri er ódýr-
ara í verslun Bónuss í Holtagörðum
en í stórmarkaðnum KEA-Nettó.
Munar sex krónum á hverjum
pakka, í Bónus kostar Hafrakex-
pakkinn 119 krónur en 125 krónur
í KEA-Nettó. Aftur á móti bauð
KEA betra verð á kremkexi frá
FRÓN framleiddu á höfuðborgar-
svæðinu, 1% verðmunur var á slík-
um pakka milli verslana, pakkinn
kostar 67 krónur nyrðra en 68 í
Bónus.
Þetta kemur m.a. fram f verð-
samanburði Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis sem gerður var
á milli tveggja verslana, KEA-Nettó
á Akureyri og Bónuss í Holtagörð-
um í Reykjavík.
Önnur akureyrsk framleiðslu-
vara, Lindu suðusúkkulaði, var líka
ódýrari í versluninni syðra og mun-
aði 5% á verðinu.
í Bónus kostaði súkkulaðipakk-
inn 109 krónur en 114 hjá KEA.
Báðar verslanir buðu KEA-lifrar-
kæfudós á sama verði.
Akureyrarbær
Leikskóladeild Akureyrarbæjar
óskar eftir að ráða til starfa
leikskólakennara,
þroskaþjálfa eða
starfsmann
í stuðningsstöðu með fötluðu barni á skóladagheimili
auk liðveislu, sem fyrst.
Reynsla af umönnun fatlaðra barna mjög æskileg.
Ráðgjöf og handleiðsla í boði.
Nánari upplýsingar um starfið getur forstöðumaður
skóladagheimilisins Brekkukots í síma 24779.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur-
eyrarbæjar eða launanefndar sveitarfélaga og Félags
íslenskra leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna-
stjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfs-
mannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 13. september nk.
ur á sama tíma og náði til 103
vörutegunda, merkjavöru sem til
var á báðum stöðum. Könnunin
leiddi í ljós að í heildina var ekki
marktækur munur á verði milli
verslana. Alls voru 56 vörutegund-
ir boðnar á sama verði í verslunun-
um tveimur, 1-5% verðmunur var
á fjölda vöruflokka.
Að sögn Vilhjálms Inga hefur
verðið hækkað um 10% í heildina
í verslununum frá því síðasta verð-
könnun var gerð fyrir um hálfu
ári, en það samsvaraði nokkum
veginn hækkun matvælavísi-
tölunnar. Á tímabilinu hafa til að
mynda orðið miklar hækkanir á
kaffi og sykri. „í Ijósi þess hafa
verslanimar staðið sig mjög vel í
að halda verðinu niðri,“ sagði
hann.
Fylgjiimst með
„Við vomm búin að lofa fólki
þessu og höfum reynt að standa
við það, þannig að við erum ánægð
með að það hefur tekist," sagði
Laufey Ingadóttir hjá Nettó. Hún
sagði að fylgst hefði verið með
verðlagi í Bónus og í því skyni
hefði starfsfólk farið suður til að
gera verðkannanir nokkmm sinn-
um, síðast 25. ágúst síðastliðinn,
og síðan þá virtist sér að verð á
nokkmm vömtegundum hefði
lækkað í Bónus. „Við hefðum auð-
vitað viljað vera með lægra verð,
fyrir neðan Bónus, og stefnum að
því, þannig að við fylgjumst áfram
með verðinu hjá þeim,“ sagði
Laufey.
BAR
OPIÐ:
miðvikudaga: 20:00 - 01:00
fimmtudaga: 20:00 - 01:00
föstudaga: 20:00 - 03:00
laugardaga: 20:00 - 03:00
sunnudaga: 20:00 - 01:00
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Langt ferðalag
TSUYOSHI Machii, 26 ára gam-
all Japani hefur verið á löngu
ferðalagi, hann lagði upp frá
Alaska 1. apríl árið 1992. Hann
ætlar að vera kominn heim aft-
ur fyrir ólympíuleikana 1998,
en heimabær hans er Nagano
í Japan þar sem vetrarólympíu-
leikarnir verða næst haldnir.
Tsuyoshi kom til íslands 29.
ágúst síðastliðinn og hefur lyól-
að hringveginn um Suður- og
Austurland. Eftir skamma við-
dvöl á Akureyri lá leiðin suður
en kappinn ætlaði Sprengi-
sandsleið. Hann lagði af stað
um fimmleytið í gærdag í
þokkalegasta veðri en hefur
eflaust. hreppt rigningu
skömmu síðar. Ferðaáætlun
þessa japanska hjólreiðamanns
er í grófum dráttum þannig að
frá Islandi fer hami til Ósló,
síðan liggur leiðin til Stokk-
hólms og Kaupmannahafnar,
þaðan verður farið um Þýska-
land, Sviss, Ítalíu og Grikkland,
en heim ætlar hann að vera
kominn áður en ólympíuleik-
arnir hefjast.
Viðskiptasið-
ferði verði bætt
HÓPUR einstaklinga, fulltrúa fyr-
irtækja og Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis sem stuðla vill
að bættu viðskiptasiðferði á Akur-
eyri — sem að mati hópsins er
ábótavant — ætlar að beita sér
fyrir því að rannsakað verði hvort
málatilbúnaður í kringum tiltekið
gjaldþrot á Akureyri fyrr á árinu
hafi verið eðlilegur.
Komi í ljós að um óeðlilega við-
skiptahætti hafí verið að ræða
hefur hópurinn í hyggju að leggja
fram kæru.
Fyrir skömmu kom fram í
Morgunblaðinu að eitthvert fé var
til í um helmingi þrotabúa fyrir
þremur árum en nú er algengast
að engar eignir fínnist í þrotabú-
um. „Við viljum skapa umræðu
um viðskiptasiðferði, sem að okkar
mati er ekki alltaf til fyrirmynd-
ar,“ sagði Vilhjálmur Ingi Árna-
son, formaður Neytendafélags
Akureyrar og nágrennis, sem sæti
á í hópnum.
t
-