Morgunblaðið - 08.09.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.09.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 15 ERLENT Reuter JÖHANNES Páll páfi flytur ávarp á Péturstorgi í Páfagarði í gær. Hann kvaðst staðráðinn í að fara til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu, sem fyrst þótt hann hefði þurft að fresta fyrirhugaðri ferð sinni þangað. Karl Bretaprins bál- reiður yfir nektarmynd Lundúnum. Reuter. KARL Bretaprins er sagður ösku- reiður yfir nektarmynd sem birt var í þýska dagbiaðinu Bildígæ r. Ráðgjafar hans eru að kanna hvernig bregðast eigi við mynd- birtingunni. A mynd, sem birt var á forsíðu Bild, er breski krónprinsinn að- eins með handklæði yfir öxlunum. „Þetta er mjög óskýr mynd en, jú, hún sýnir allt,“ sagði einn af les- endum Rj’/dþegar hann var beðinn að lýsa myndinni. „Það er algjörlega óréttlætan- legt að traðka svona á friðhelgi einkalífsins, sama hver á í hlut,“ sagði talsmaður konungsfjölskyld- unnar. „Hver sem er tæki slíkum átroðningi mjög nærri sér.“ Ljósmyndarar höfðu setið um kastala Louise de Waldner baró- nessu í Barroux í suðurhluta Frakklands þegar Karl kom þang- að í heimsókn á dögunum og lög- reglan reyndi að hindra að þeir gætu myndað krónprinsinn. Ljóst var þó á þriðjudag að einhveijum ljósmyndaranna hafði tekist að ná nektarmynd af krónprinsinum með aðdráttarlinsum. Bresk dagblöð skýrðu frá því í gær að franska tímaritið Paris Match hefði greitt 30.000 pund, jafnvirði 3,1 milþónar króna, fyrir myndina og hygðist birta hana á morgun. Með mynd- birtingunni virðist Bild hafa skotið tímaritinu ref fyrir rass. Bresk æsifréttablöð birtu ekki nektarmyndina en blaðamenn sem fjalla um konungsfjölskylduna sögðu að Karl væri öskureiður yfir myndinni. Bhutto krefst afnáms vopnasölu- banns Islamabad, Púfagarði. Reuter. BENAZIR Bhutto, forsætisráð- herra Pakistans, og Haris Silajdzic, starfsbróðir hennar í Bosníu, hvöttu til þess í gær að aflétt yrði vopna- sölubanni á múslima í Bosníu. „Er það ekki skömm að fóm- arlömb fasísks hernaðarofbeldis verði að smygla vopnum inn í sitt eigið land?“ sagði Silajdzic á fundi utanríkisráðherra múslimaríkja í Islamabad. Bhutto sagði í setningarræðu að múslimar væra fórnarlömb hemaða- rofbeldis víða um heim og hvatti múslimaríkin til að móta sameigin- lega stefnu varðandi átök og deilur eins og í Bosníu, Afganistan og Kashmír. „Múslimar eru helstu fórn- arlömb hernaðarofbeldis út um allan heim,“ sagði Bhutto. „Samt er um- burðarlyndri trú okkar lýst á Vestur- löndum sem boðbera haturs.“ Krefjast réttarhalda Bhutto tók undir kröfu Silagdzic, sem er sérstakur gestur á fundin- um, um að vopnasölubanninu yrði aflétt og sagði það „ólöglegt og einhliða". Hún krafðist þess að serbneskir stríðsglæpamenn yrðu dregnir fyrir alþjóðlegan dómstól og sakaði þjóðir heims um að sitja aðgerðalausar hjá á meðan Serbar legðu Sarajevo í rúst. Jóhannes - Páll páfí hvatti í gær þjóðir heims til að gleyma ekki fólk- inu í Sarajevo og kvaðst enn staðráð- inn í að fara til bosnísku höfuðborg- arinnar sem fyrst. Daginn áður hafði hann frestað fyrirhugaðri ferð sinni þangað og páfi sagði að sú ákvörðun hefði valdið sér „mikilli kvöl“. Vonsviknir íbúar Sarajevo urðu vonsviknir vegna ákvörðunarinnar og dagblað- ið Oslobodjene, sem gefíð er út í borginni, sakaði Yasushi Akashi, sendimann Sameinuðu þjóðanna, um að hafa í reynd tekið ákvörðun um að fresta ferð páfa. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo sagði að Akashi hefði tvisvar skrifað Páfagarði bréf um ástandið í Sarajevo en ekki ráðið páfa frá því að fara þangað. „Hætt- an var þó skýrt dregin fram,“ bætti hann við. GMFUSARAGOÐUVERÐI —-7—1? Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Kuldaskór barna St. 28-34. Verð kr. 989,- Herrasokkar Dömusokkar 3 í pakka kr. 279,- 3 í pakka kr. 279,- Dömupeysa verð kr. 989,- Þykk gæðahandklæði frotte. 6 litir Stærðir 40 x 70 kr. 199,- Stærðir 65 x 130 kr. 399,- Stærðir 90 x 165 kr. 699,- Þvottapoki kr. 39,- Skrifborðsstóll m/bólstruðu baki og setu kr. 1.995,- i HAGKAUP SKI II I WI. AKUREYRI, AJARÐVÍK Tilboðið gildir aðeins í viku, eða á meðan birgðir endast. Grænl númer póstvcrslunar cr 996680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.