Morgunblaðið - 08.09.1994, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mildi náttúrunnar
ÞÓRÐUR Hall: Skýjasær. 1994.
MYNDLIST
Norræna húsiö
MÁLVERK/GRAFÍK
ÞÓRÐUR HALL/ÝMSIR
LISTAMENN
Sýningarsalir opnir alla daga kl.
14-19 til 18. september. Aðgangur
ókeypis.
Þórður Hall
LISTAMENN eiga ekki síður en
aðrir á hættu að festast í kunnug-
legum förum, hvort sem varðar við-
fangsefni eða miðla; þroski þeirra
byggist ekki síður á fjölhæfni í verk-
lagi og kjarki til að reyna sig á
annan hátt en algengast hefur ver-
ið. Myndlist án tilrauna og end-
urnýjunar hefur aldrei átt sér langa
lífdaga.
Þórður Hall hefur fyrir löngu
skapað sér nafn á vettvangi grafík-
listarinnar, enda verið formaður
félagsins Islensk grafík, tekið þátt
i fjölda grafíksýninga hér á landi
og erlendis, setið í sýningarnefnd-
um og hlotið starfslaun, auk þess
sem hann er yfirkennari grafík-
deildar MHÍ. Listunnendur kannast
þó við að Þórður hefur fengist að
nokkru við aðra miðla, og m.a. sýnt
pastelmyndir, en nú hefur hann
skipt um gír, því á þessari sýningu
er eingöngu að finna stór olíumál-
verk, sem listamaðurinn hefur unn-
ið á síðustu tveimur árum.
Viðfangsefnin eru í sjálfu sér
svipuð og fyrr hjá Þórði, þ.e. stöðug
rannsókn á hinni mildu birtu náttúr-
unnar, sem ýmist hylur landið mistri
og gerir allar línur óljósar, eða virð-
ist í þann mund að greiða því leið
fram í tært dagljósið. Hinn nýi
miðill gefur listamanninum tæki-
færi sem hann hefur ekki haft áður
til að sýna hvað undir býr. Undir
gráma þokunnar eða bláma fjar-
lægðarinnar titrar oft litadýrð
landsins, og læðist jafnvel í gegn á
stöku stað, eins og í „Síðsumardag-
ur“ (nr. 17) og umbreytir þá verk-
inu.
í pastelverkum sínum hefur
Þórður oft byggt mikið á jarðlitun-
um, og í þessum olíumálverkum fá
slíkar myndir mun meiri fyllingu
en áður; brúnir, gulir og grænir lit-
ir ráða miklu um þá hlýju, sem staf-
ar af verkunum, og samspil blárra
og daufbleikra litatóna í t.d.
„Streymi“ (nr. 9) og „Speglun“ (nr.
19) er afar vel heppnað.
Myndbyggingin er ætíð vel mót-
uð í verkum Þórðar, eins og sést í
„Lágskýjað" (nr. 20), „Heiðmyrk-
ur“ (nr. 5) og „Skýjasær" (nr. 8),
þar sem bláminn er að hverfa í
þoku fjarlægðarinnar. Ef nokkuð
er, má helst finna að því að jafn-
vægi myndbyggingarinnar sé of
fastbundið; þar vanti þá spennu eða
sundrungu, sem oft verður til að
gera einstök verk öðrum minnis-
stæðari. Það er helst í verkum eins
og „Uppsprettur" (nr. 7) sem vottar
fyrir þeirri lausung, sem á stundum
þarf til að heildin gangi upp.
Þórður hefur valið að takast á
við fremur einfalt myndmál, sem
tengja má við höfgi hins fljótandi
heims fremur en glæsileik litanna
eða átök ljóss og skugga. Þessi við-
fangsefni krefjast fínlegs jafnvægis
forma og litatóna, og gefa um leið
ýmis tækifæri til að kanna dýpt
myndsviðsins, sem ekki er alltaf
ljóst; það þarf aðeins að falla í
freistni litanna til að jafnvægi heild-
arinnar raskist og verkin missi þá
seiðmögnun, sem þau búa yfír.
Þórður er löngu búinn að sanna að
hann hefur gott vald á þessu jafn-
vægi í öðrum miðlum, og er gaman
að sjá því fylgt fram í olíulitunum,
um leið og möguleikar þeirra eru
kannaðir á ýmsan hátt.
Er rétt að hvetja listunnendur til
að líta inn í sýningarsali Norræna
hússins næstu vikurnar.
Grafík úr listlánadeild
Starfsemi Norræna hússins hefur
frá upphafi verið fjölbreytt og náð
til ýmissa sviða, en almenningur
er misvel upplýstur um starfið í
heild. Einn vinsælasti þáttur þess,
sem margir hafa notfært sér í gegn-
um tíðina, er listlánadeildin, sem
er hluti bókasafnsins. Þessi deild
tók til starfa 1976, m.a. fýrir hvatn-
ingu Norræna grafíkbandalagsins.
Nú eru í eigu deildarinnar hundruð
listaverka, sem almenningur, stofn-
anir og fýrirtæki geta fengið lánuð
tímabundið gegn vægu gjaldi til að
skreyta sín húsakynni, og mun
þetta sívaxandi þáttur í starfsemi
bókasafnsins.
Grafíkin er mest áberandi meðal
þessara listaverka, og hefur húsið
átt gott samstarf við grafíklistafólk
á öllum Norðurlöndunum vegna
þessa starfs. Það er því vel við
hæfi að gefa gestum hússins örlítið
tækifæri til að kynnast nokkru af
því sem listlánadeildin hefur að
geyma, en nú eru uppi í anddyri
hússins tæplega tveir tugir grafík-
mynda eftir listamenn frá öllum
Norðurlöndunum.
Það er vonlítið að gefa nokkra
marktæka mynd af jafn stóru safni
með svo lítilli sýningu, og því betra
að líta á það sem hér er boðið upp
á sem dæmi um þá fjölbreytni, sem
er að finna innan þess. Verkin eru
öll verk þroskaðra listamanna, og
er athyglisvert að sjá hversu vel
þau eldast, en hér eru margar
myndanna frá upphafsárum listl-
ánadeildarinnar.
Fulltrúar íslands í hópi sýnenda
eru þeir Sigurður Guðmundsson og
Bragi Ásgeirsson, og eru verk
þeirra kunnugleg íslenskum list-
unnendum; þó er rétt að benda á
að hvöss form myndheims Sigurðar
njóta sín ekki síður í þessum miðli
en öðrum. Samspil ljóss og skugga,
þar sem byggingar borganna eru
viðfangsefnið, í myndum Danans
Palle Nielsens er vel leyst í fletin-
um, og gefa góðan samanburð við
sjávarklettamyndir landa hans
Johns Olsens. Verk Victors Sparre
frá Noregi vísar á nokkurn hátt í
einmanalegan heim Edvards
Munchs, þó úrvinnslan sé öllu létt-
ari; myndir Lars Ahlgréns frá Finn-
landi eru greinilega börn síns tíma,
en eru ekki síður forvitnileg í dag.
Þessi litla sýning gefur örlitla
innsýn í starf listlánadeildar og þá
breidd verka, sem þar er að finna;
fastir viðskiptavinir deildarinnar og
Norræna hússins ættu að kunna
að meta þetta framlag, og rétt er
að hvetja aðra til að kynna sér það
við fyrsta tækifæri.
Eiríkur Þorláksson
Saga sem allir þekkia.
Láttu ekki þessa
stórkostlegu sýningu
fram hjá þeir fara.
Blta Gfsladóttir.
Jóhannes Bachmann.
Magnús Kjartansson.
Esther Helga Guömundsdóttlr.
SONGLEIKURINN
LONDON
NEW YORK
REYKJAVÍK
Leikstjóri:
Dansstjóri:
Framkvæmdastjóri:
A HOTEL ISLANDI
Miða- og borðapantanir alla daga á Hótel Islandi
í síma 687111 og hjá Söngsmiðjunni í síma 612455
Þumalína með
íslensku tali
KVIKMYNPIR
Bíóhöll/Bíóborg
ÞUMALÍNA
„THUMBELINE" ★ ★
Leikstjóri: Don Bluth. Leikstjóri ísl.
talsetningar og þýðing: Ágúst Guð-
mundsson. Leikraddir: Edda Heið-
rún Backman, Felix Bergsson, Óm
Ámason, Lísa Pálsdóttir, Jóhann Sig-
urðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Magnús Ólafsson, Hanna María
Karlsdóttir, Margrét Ákadóttir, Þór-
hallur Sigurðsson. Wamer Bros.
1994.
ÆVINTÝRI H.C. Andersens um
Þumalínu litlu hefur nú fundið sér
leið upp á hvíta tjaldið með aðstoð
teiknimyndadeildar Warner Bros.
kvikmyndaversins undir stjórn
teiknimyndagerðarmannsins Don
Bluths („An American Tale“).
Myndin, sem ætluð er yngstu kvik-
myndahúsagestunum, er með ís-
lensku tali en það er orðinn fastur
liður hjá Sambíóunum að talsetja
teiknimyndimar sínar og bjóða
þannig krökkum uppá sjálfsagða
þjónustu. Bíða örugglega margir
spenntir eftir stórmyndinni Kon-
ungi ljónanna, sem kemur með ís-
lensku tali um jólin. íslensk talsetn-
ing á teiknimyndir þíóanna er orðin
að föstum punkti í tilverunni og því
ber að fagna. Þannig verða þær
aðgengilegri og skemmtilegri börn-
um að ekki sé talað um menningar-
Iegt gildi þess að hafa skemmtiefni
sem þetta á íslensku.
Þumalína er talsvert minni í snið-
um en Disneyteiknimyndirnar en
talsetning hennar undir leikstjórn
Ágústs Guðmundssonar, sem einnig
þýðir textann, hefur tekist með
ágætum. Með helstu raddir fara
Edda Heiðrún Backman og Felix
Bergsson sem leika Þumalínu og
álfaprinsinn en í minni hlutverkum
leikarar eins og Örn Árnason, Jó-
ATRIÐI úr teiknimyndinni
um Þumalínu, sem sýnd er
með íslensku tali.
hann Sigurðarson og Ólafía Hrönn
Jónsdóttir.
Don Bluth er afkastamesti teikni-
myndahöfundur í Hollywood sem
starfar utan Disneyfyrirtækisins en
myndir hans hafa ekki náð sömu
vinsældum eða gæðum og Disney-
myndirnar. Helsti gallinn við Þuma-
línu er að sagan er ekki nógu sterk
eða mikilfengleg og Bluth hefur
tekið á það ráð að fylla upp í eyðurn-
ar með fjöldamörgum söngatriðum,
sem vart teljast mjög spennandi og
koma í röðum hvert á fætur öðru.
Barry Manilow hefur verið fenginn
til að semja tónlistina og honum
hefur ekki tekist að gera neitt lag-
ið sérstaklega grípandi eða líflegt.
Teikningarnar ættu þó að fanga
yngstu áhorfendurna því þær eru
bæði ævintýralegar og fallegar og
spennan að líkindum hæfileg fyrir
þann aldurshóp.
Sjálf er Þumalína ekki sérlega
áhugaverð persóna frá hendi
Bluths. Ólíkt þeirri þróun sem átt
hefur sér stað hjá Disneyfyrirtæk-
inu þar sem kvenpersónumar hafa
fengið aukið vægi og orðið virkari,
sterkari og sjálfstæðari í takt við
kvennabaráttu síðustu áratuga, er
Þumalínu frekar óvirk og helst
umhugað um fallegt útlit sitt og
fallega draumaprinsinn.
Arnaldur Indriðason