Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 46

Morgunblaðið - 08.09.1994, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens En þú veróur aÍT ge/TA t>ér aó nun h*4ur Lih\ S/ruirdök'' L Fí.1 iocur , Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand SEE7Y0U HAVE FlVE T0E5 ON THI5 FOOT AND FIV/E T0E5 ON THAT FOOT.. Sérðu! Þú hefur fimm tær á þess- Það er jafntefli. um fæti og fimm tær á hinum. IF THER.E'5 A PLAV-OFF, i'M IN TROUBLE.. Ef það er úrslitakeppni, er ég í vanda stödd. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Yöm gegn vímu Frá Magnúsi Gunnarssyni: ELÍSA Wíum framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku skrifar pistil í Morgunblaðið 6. september sl. þar sem hún fjallar með nokkrum orð- um um það forvarnarátak Kross- gatna sem nú stendur yfir. í fram- haldi af skrifum hennar tel ég nauð- synlegt að upplýsa eftirfarandi. Áfangaheimili Krossgötur eru sjálfseignarstofn- un sem rekur áfangaheimili sem er einn af þeim valkostum sem mönn- um bjóðast er ánetjast hafa áfengi og fíkniefnum. Forsendur hjálpar- starfs okkar eru kristið siðgæði og og hugsjón hins miskunnsama Sam- verja. Það er stórkostlegt að fá að leggja hönd á plóginn þegar ung- menni losna úr myrkraheimi áfeng- is og eiturlyfja, þar sem lífið virðist vonlaust, snúa sér til lifandi Guðs og fá hjálp A þeim átta árum sem Krossgöt- ur hafa rekið þetta heimili hafa um 200 einstaklingar leitað til okkar. Einnig hafa fleiri hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga leitað til okk- ar eftir annarskonar aðstoð eða hjálp. Á þessum tíma höfum við stöðugt fundið meira fyrir þeirri staðreynd að áfengis- og fíkniefna- neysla fer vaxandi í landi okkar. Allar rannsóknir og kannanir sem gerðar hafa verið af hinum ýmsu félagasamtökum og stofnunum staðfesta þetta. Næg verkefni Vegna þessa starfs sem við erum að vinna er mikið leitað til okkar vegna forvarna, enda höfum við reynt að sinna þeim samhliða öðrum verkefnum. Við höfum ítrekað vak- ið athygli þjóðarinnar á þeirri vax- andi vá sem er fyrir dyrum og dreift upplýsingum í forvarnarskyni. Starfsmenn okkar hafa um margra ára skeið unnið að forvörnum í sam- tölum við þúsundir íslendinga um allt land. Það er ekki rétt hjá Elísu Wíum að um sérstakt upphlaup sé að ræða frá okkar hálfu. Okkur berast beiðnir um að koma í skóla og halda þar fyrirlestra og segja frá reynslu okkar. Af nægum verk- efnum er að taka, en við höfum verið að vinna að samantekt upplýs- inga er varða forvarnir, sem við viljum gefa út og dreifa til kennara og foreldra. Samantekt þessi bygg- ist nær eingöngu á upplýsingum frá þeim aðilum sem hafa unnið að forvarnarverkefnum hér á landi undanfarin ár. Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið í um eitt ár. Við munum hcfja dreifingu á þessu efni á næstunni. Langtímaverkefni Við gerum okkur fulla grein fyr- ir því að óvinurinn verður ekki unn- inn á einni nóttu eða af okkur einum og munum við að sjálfsögðu vinna okkar forvarnarstarf skipulega og af heilum hug til framtíðar í sam- vinnu við Vímulausa æsku og aðra þá aðila sem að þessu vinna og vilja starfa með okkur. Eins og landsmönnum er kunn- ugt stendur nú yfir átak, „Látum ekki í minni pokann fyrir vímefn- um“, og verður að segjast að það hefur gengið afar vel. Tilgangur átaksins er m.a. að afla fjár fyrir starfsemi Krossgatna en þó fyrst og fremst til forvarna. Krossgötur vilja stuðla að upp- byggingu einstaklingsins, þannig að hann búi yfir heilbrigðu gildis- mati og sjálfsöryggi sem byggist á kristnu siðferði, til að hann standist þann þrýsting sem ungmenni verða fyrir og leiðir þau of oft til að neyta áfengis eða fíkniefna. MAGNÚS GUNNARSSON, framkvæmdastjóri Krossgatna. Er Hannes Hólmsteinn vísindamaður? Frá Halldóri Kristjánssyni: HANNES Hólmsteinn Gissurarson hefur flutt útvarpserindi um Karl Marx og John Stuart Mill og hag- spekikenningar þeirra á liðinni öld. Er margt vel um það en þó kunna að slæðast með fullyrðingar sem ekki eru samboðnar vísindamanni. Svo er um það þegar hann fullyrð- ir að „betur sé drukkið“ á íslandi eftir að bjórinn varð frjáls. Mig minnir að Hannes Hólm- steinn hafi fullyrt þetta áður án allra raka og ekki fengist til að rökstyðja það nánar. Vilji Hannes vera talinn til vís- indamanna er hér með skorað á hann að segja af hverju hann álykti að „betur sé drukkið" eftir að bjór- inn kom. Hefur eitthvað dregið úr mis- sætti á og við vínveitingastaði og voðaverkum ölóðra manna fækkað? Hefur eitthvað tekið fyrir það að lögregla væri kölluð í heimahús til að afstýra þar óhæfuverkum, voða og vandræðum? Hefur eitt-hvað dregið úr þeim háska að ölvaðir menn setjist undir stýri á bíl og slysum og mann- skemdum fækkað þar með? Þetta má allt tölum telja og þann- ig meta hvort betur stefnir eða verr. Hér þurfum við ekki að flækja mál með því að glíma við áhrif og orsakir í sambandi við hjúskap og heimilislíf þar sem áhrifavaldar eru margir aðrir en áfengi. En vel mætti hafa til hliðsjónar hvort nokkuð hafi dregið úr um- sóknum um vist á meðferðarstofn- unum og hvort drykkjusýki sé fá- gætari síðan bjórinn kom. Þessu verður Hannes Hólm- steinn að svara vilji hann vera tal- inn til vísindamanna um mannfé- lagsmál fremur en blaðurskjóða sem einskis metur rök og stað- reyndir og veður elginn utan við allan veruleika. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.