Morgunblaðið - 08.09.1994, Síða 56
SYSTEMAX
Kapalkerfi
fyrir öll kerfl
hússins.
<o>
NÝHERJI
SKIPHOLTI 37 - SlMI 88 80 70
Alltaf skrtfi á undan
HEWLETT
PACKARD
------UMBOÐIÐ
H P Á ÍSLANDI H F
Höfdabakka 9. Reykjavík, slmi 1911671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAIWARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Heppnir Svíar
Morgunblaðið/Júlíus
Veiðiréttareigendur áhyggjufullir
Nýr þörungur
í laxveiðiám
KÍSILÞÖRUNGSTEGUND sem ekki hefur fundist á íslandi fyrr hefur
greinst í Hvítá og Norðurá í Borgarfirði í sumar. Sigurður Már Einars-
son, deildarstjóri útibús Veiðimálastofnunar í Borgarnesi, sagði í samtali
við Morgunblaðið að tegundin væri ný og nokkuð öflug þar sem hún legð-
ist eins og teppi á árbotninn, einkum þar sem straums gætir. Ýmsir veiði-
réttareigendur og leigutakar hafa lýst áhyggjum sínum vegna hugsan-
legra áhrifa slíks þörungs á lífríki ánna, einkum með tilliti til afkomu
laxaseiða.
Óðinn þurfti að bíða
leyfis til hafntöku
Búizt við
að leyfið
fáist í dag
GERT er ráð fyrir að varðskipið
Óðinn, sem aðstoðar íslenzka flotann
í Smugunni í Barentshafi, fái í dag
leyfi norskra stjórnvalda til að koma
í höfn í Hammerfest og Honningsvág
í Finnmörku með veika sjómenn, ti!
að taka olíu og vistir og losa ónýta
olíu úr tönkum. Leyfisveiting hafði
dregizt, þar sem norska utanríkis-
ráðuneytið taldi formgalla á umsókn
Landhelgisgæzlunnar um leyfi.
Að sögn Stefáns Skjaldarsonar,
sendiráðunauts á alþjóðaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, töldu norsk
stjórnvöld að ónógar upplýsingar
kæmu fram í umsókn Landhelg-
isgæzlunnar um leyfi til hafntöku,
og jafnframt hefði hún verið lögð
fram með of skömmum fyrirvara.
Norska utanríkisráðuneytið telur
Óðinn vera herskip og samkvæmt
norskum reglum verða herskip er-
lendra ríkja að sækja um leyfi til
hafntöku með viku fyrirvara. Gæzlan
sótti hins vegar um á mánu-
dag. Sendiráð íslands í Noregi
vann að því í gær að afla þeirra
^ipplýsinga, sem ráðuneytið taldi
vanta. Þær eru einkum tæknilegs
eðlis. Að sögn Stefáns var ráð fyrir
því gert að Oðni yrði veitt undanþága
frá sjö daga reglunni og skipið fengi
leyfið í dag. Áætlaður komutími til
Hammerfest var í morgun, en Óðinn
þarf að bíða fyrir utan fjögurra mílna
landhelgi Noregs eftir því að leyfið
fáist formlega.
■ Snæfugi til heimahafnar/4
■ Á veiðum í Smugunni/6
SVÍAR unnu íslendinga 1:0 í
undankeppni Evrópukeppni
landsliða á Laugardalsvelli í
gærkvöldi. Tommy Svensson
landsliðsþjálfari Svía sagði eft-
ir leikinn að þeir hefðu verið
mjög heppnir að vinna leikinn.
14.361 áhorfandi borgaði sig
inn á völlinn. íslenzka landslið-
ið var ákaft hvatt, enda lék það
einn sinn bezta leik.
■ Landsleikurinn/Dl-4
„Á þessu stigi málsins verð ég
að segja að ég veit hreinlega ekki
nógu mikið um þennan þörung eða
áhrif hans til að geta tjáð mig um
hvort hann geti gert usla eða ekki,“
sagði Sigurður í samtali við Morg-
unblaðið. „Forsaga málsins kann
að vera lengri, að þetta hafi verið
komið til sögunnar í fyrra og jafn-
vel einnig í hitteðfyrra. Ég sé fyrir
mér að næsta skref verði að kort-
leggja þörunginn, átta sig á út-
breiðslunni og afla upplýsinga um
eðli hans. Sýnin sem greinst hafa
til þessa hafa verið úr Hvítá ofan
stóru þveránna og frá Laxfosssvæð-
inu í Norðurá, en vel getur hugsast
að hann sé víðar. Reyna þarf að
auki að finna út með hvaða hætti
þörungurinn hefur borist til lands-
ins. Ef það er skoðað aðeins þá
kemur eitt og annað til greina, t.d.
að þörungurinn hafi borist með far-
fuglum eða með veiðibúnaði er-
lendra veiðimanna. Ekkert verður
þó fullyrt á þessu stigi,“ segir Sig-
urður.
Hann telur ólíklegt að sprettan
sé frá hafbeitarlöxum í Norðlinga-
fljóti komin eða frá úrgangi fisk-
eldisstöðvarinnar að Laxeyri, en
þeim tilgátum hefur verið velt upp
af leikmönnum.
Útbreiðslan könnuð
Gunnar Steinn Jónsson, hjá Holl-
ustuvernd ríkisins ,tók í sama
streng og Sigurður Már, að kanna
yrði útbreiðslu þörungsins
Didymosphenia geminata, en svo
heitir hann, koma á mælingum og
eftirliti og grafast fyrir um með
hvaða hætti hann hefði farið að
vaxa hér á landi með þessum hætti.
„Það er eðlilegt að menn hafí
áhyggjur af þessu, en lítið er hægt
að fullyrða um málið að svo stöddu.
Menn þekkja þennan feril þörunga.
Veðurfarslegar ástæður valda því
iðulega að þörungablómar koma
upp, það er algengt í svifi vatna
og er þekkt m.a. í Tjörninni í
Reykjavík og Mývatni. í sumar
hafa verið óvenjuleg hlýindi á land-
inu og það gæti hugsast að það
spili einhveija rullu í þessari uppá-
komu í Borgarfirðinum. Nú er bara
að sjá hvort þessu skolar út í vetur
eða hvort framhald verður á næsta
surnri," sagði Gunnar.
Morgunblaðið/Jón,as Erlendsson
- Kornsláttur
hafínn í Mýrdal
Fagradal. Morgunblaðið.
BYGG virðist ætla að þroskast
með allra besta móti í haust.
^Ræktaðir eru tvær gerðir af
byggi, sexraða og tvíraða sem
er algengara. Vegna mikillar
mjölfyllingar í korninu má
reikna með mjög góðri upp-
skeru af byggi og hófst sláttur
í gær. Að sögn Ómars Halldórs-
sonar bónda í Suður-Hvammi
«r bygg ræktað í 55 hekturum
í Mýrdalnum.Á bænum Eystri
Pétursey eru í gangi tilraunir
með rúg og hveiti og lofa þær
tilraunir góðu. Einar Þorsteins-
son bóndi og ráðunautur á Sól-
heimahjáleigu sáði í vor byggi
í 5 hektara og bar á engan tilbú-
inn áburð, eingöngu fiskimjöl.
Lítur kornakurinn mjög vel út
og virðist ætla að ná góðum
þroska. Þessi tilraun er unnin
í samráði við Lífrænt samfélag
í Mýrdal.
Cargolux hyggur á fraktflug með viðkomu á Islandi
Vikulegt flug gæti
hafíst í mánaðarlok
CARGOLUX mun á allra næstu dögum sækja um formlegt leyfi til ís-
lenskra og bandarískra stjórnvalda til þess að hefja vikulegt fraktflug frá
Lúxemborg til íslands og þaðan áfram til Bandaríkjanna. Þórarinn Kjart-
ansson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Cargolux í Bandaríkjunum og nú-
verandi eigandi Nortran, sem er umboðs- og söluaðili Cargolux hér á
landi, sagði í samtali við Morgunblaðið að ef leyfi fengist yrði stefnt að
því að hefja fraktflugið í lok september með Boeing 747 breiðþotum
Cargolux.
Væntanlegt fraktflug Cargolux
á milli Evrópu og Bandaríkjanna
með viðkomu á íslandi hefur verið
í undirbúningi í nokkurn tíma.
Stefnt er að því að fljúga á sunnu-
dögum frá Lúxemborg til Keflavík-
Ur og þaðan áfram til Hartford í
Connectieut í Bandaríkjunum.
„Ástæðan fyrir því að Hartford
varð fyrir valinu er að Nortran hef-
ur undanfarið verið í samstarfi við
bandaríska aðila um vikulegt leigu-
flug þangað frá Keflavík með DC
8 flugvélum," sagði Þórarinn.
„Fraktflug Cargolux yrði í raun
útvíkkun á því flugi en Nortran
fékk nýlega söluumboð fyrir flugfé-
lagið hér á landi. í kjölfarið höfum
við verið að vinna í þessum málum
og hvetja þannig til aukinnar þjón-
ustu við útflytjendur á fiski til
Bandaríkjanna.“
Tilraunastarfsemi
Boeing 747-vélar Cargolux yrðu
að sögn Þórarins að stórum hluta
hlaðnar í Lúxemborg. Á íslandi
tækju þær síðan viðbótarfarm sem
stjórnaðist af viðtökum og eftir-
spurn íslenskra útflytjenda. Þórar-
inn sagði að hjá Cargolux væri litið
á fraktflug milli Lúxemborgar og
Bandaríkjanna með viðkomu á Is-
landi sem tilraunastarfsemi. Ef það
hentaði íslenskum útflytjendum
væri viðbúið að þessi þjónusta yrði
veitt til langframa.
„Styrkur okkar liggur í því að
Nortran hefur verið með leiguflug
til Bandaríkjanna. Það má segja að
þar sé kominn mjög sterkur vísir
að þessum fraktflutningum þar sem
tengsl á milli okkar og nokkurra
öflugra útflytjenda eru þegar fyrir
hendi,“ sagði Þórarinn.
Morgunblaðið/Þorkell
Fljótandi auð-
kýfingahótel
EITT stærsta skemmtiferðaskip
sem hingað hefur komið, Crystal
Harmony, lagðist að bryggju við
Sundahöfn í gærmorgun á leið
sinni til Kanada, en um borð eru
960 farþegar, aðallega bandarísk-
ir auðkýfingar. Skipið, sem er
tæpar 50 þúsund brúttórúmlestir,
er hið glæsilegasta að utan sem
innan og að meðaltali kostar gisti-
nóttin jafnvirði rúmlega 100 þús-
unda íslenskra króna, en þeir sem
búa í inestum vellystingum greiða
210 þúsund krónur fyrir nóttina.
Héðan fór skipið í gærkvöldi.
■ Silgt um heimshöfin/29