Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Orri Vigfússon á N-írlandi Vill kaupa netaveiði- réttvið strendur ORRI Vigfússon var í Belfast í gær og átti þar fundi með norður-írskum laxveiðimönnum og ráðgaðist við þá á hvern hátt væri unnt að kaupa upp laxveiðiréttindi í net, en slíkar veiðar eru stundaðar víða með ströndum og þá innan sex mílna marka landa. Þessi netaréttindakaup eru ákveðið verkefni sem tengist bæði Norður- írlandi og írska lýðveldinu og er verið að samræma aðgerðir. Orri sagði við Morgunblaðið að viðræðurnar í gær hefðu verið við Ulster-samtök laxveiðimanna. Jean Kennedy Smith, sendiherra Banda- ríkjanna, hefði stutt þessar viðræður eindregið, svo sem og stjórnvóld í Bandaríkjunum hefðu ávallt gert. írar eru mjög áhugasamir um að stöðva strandnetaveiðina, því að í kjölfar úthafsveiðibannsins, sem þegar hefur komizt á, fjölgaði veidd- um löxum á stöng mikið á síðastliðnu sumri. Orri Vigfússon sagði Evrópuráðið hafa samþykkt fjárhagslegan stuðn- ing við þetta verkefni, ennfremur írsku rafveiturnar og írska ferða- málaráðið. ? ? ? Flugleiðir íslandsferð á 299 dali í AUGLÝSINGU í blaðinu Lögbergi- Heimskringlu, sem gefið er út í Is- lendingabyggðum vestanhafs, aug- lýsa Flugleiðir fargjöld til íslands á 299 dollara eða á um 20 þúsund krónur. Innifalið eru tvær gistinæt- ur, ferðir til og frá hóteli og mögu- leiki á viðkomu í Evrópu. Einar Sig- urðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að um væri að ræða takmark- að kynningartilboð. Flest flugfélög færu þessa leið við tilraunir við að ná athygli á markað- inum. Jafnframt ykist nýting í vélum á tímum þegar offramboð væri á sætarými. „Við höfum verið að gera tilraunir með þessi afsláttarfargjöld hér á landi og ætlum að halda því áfram," sagði Einar. Rússnesk skipí Smugunni AÐ MINNSTA kosti tvö rúss- nesk skip eru nú við veiðar í Smugunni. Að sögn Kristins Gestssonar, skipstjóra á Snorra Sturlusyni, sem er við veiðar í Smugunni, eru þetta skip sem eru búinn með kvótann á Sval- barðasvæðinu. Hann sagðist furða sig á því ef Norðmenn gera ekki athugasemdir við veiðar skipanna. Skipin í Smugunni hafa verið að fá 2-3 tonn eftir sex tíma tog, en það er skárri veiði en hefur verið undanfarnar vikur. Kristinn sagði að veiðin væri mjög léleg á Svalbarðasvæðinu. Rússnesk skip sem þar hefðu verið að veiðum hefðu flúið af Svalbarðasvæðinu austur fyrir Smugu. A.m.k. tvö rússnesk skip hefðu hafið veiðar í Smug- unni, en hann sagðist ekki vita til að Rússar hefðu reynt veiðar þar áður. Kvennaathvarf Stjórn vikið frá ÓREIÐA á fjármálum kvenna- athvarfsins hefur orðið til þess að skipuð hefur verið bráða- birgðastjórn fyrir athvarfið og hin fyrri leyst frá störfum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var þessi ákvörðun tekin í byrjun vikunnar. Nýja stjórnin er skipuð til sex mán- aða og er Hildigunnur Ólafs- dóttir afbrotafræðingur for- maður hennar. Teknir með fíkniefni TÆKI til fíkniefnaneyslu, hass- molar og vigt, fundust á öku- manni og farþega bifreiðar sem lögreglan stöðvaði á mótum Lindarbrautar og Hæðarbraut- ar á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld. Mennirnir voru fluttir á lög- reglustöðina ásamt bifreiðinni, en við leit í henni fundust hátt í 40 grömm af hassi undir sæti. Rjúpnaskyttur sýkn- aðar í Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær feðga af Akranesi sem Héraðsdómur Vesturlands hafði dæmt fyrir tilraun til fuglaveiða í Geitlandi í Borgar- firði. Dómur Hæstaréttar byggist á því að vafí leiki á um hvernig eignar- rétti Hálsahrepps og Reykholtsdals- hrepps á landinu sé háttað. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa í október 1992 ætlað að ganga til rjúpna í Hafrafelli. Þeir höfðu þá að engu ábendingar bónda og veiði- eftirlitsmanns sem þeir hittu á leið sinni. Hafði hann tjáð þeim að Hafra- fell væri hluti 'af Geitlandi, sem væri friðlýst svæði í eigu Hálsa- og Reykholtshreppa og skotveiðar væru bannaðar en heimilt væri að veita ákveðnar undanþágur til heima- manna. í dómi Hæstaréttar er rakið hvað heimildir, allt frá Landnámu, segi um Geitland og eignarhald á því og segir að í kjölfar landnáms virðist Geitland hafa verið fullkomið eignar- Vafi um eignar- rétt Hálsa- og Reykholtshrepps á Geitlandi land en þegar litið sé til elstu heim- ilda um rétt Reykholtskirkju að Geit- landi virðist það vafa undirorpið hvort landið sé eignarland. Afréttur eða eignarland? Heimildir ríkisins til að ¦ afsala Hálsahreppi Geitlandi hafi verið leiddar af rétti Reykholtskirkju og leiki því vafi á hvort það sé eign sem háð sé beinum eignarrétti. Ekki verði ráðið af afsali hvort Geitland teljist afréttur eða eignarland. Ekki verði ráðið af öðrum gögnum hvort Hálsa- hreppur og Reykholtsdalshreppur eigfi bein eignarréttindi að Geitlandi eða einvörðungu beitarrétt eða önnur afnotaréttindi. Vegna þessa vafa voru menirnir sýknaðir af ákæru um að hafa brot- ið gegn ákvæðum þágildandi laga um fuglaveiði og fuglafriðun sem heimiluðu landeiganda einum fugla- veiði í landareign og vísar rétturinn til laga sem heimili öllum íslenskum ríkisborgurum fuglaveiði í afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra. Þá segir að við meðferð málsins í héraði hafi ákæruvaldið fallið frá kröfum um refsingar vegna brots gegn auglýsingu um friðlýsingu Geit- lands og í lögum um náttúruvernd segir að af þeim sökum komi það ekki til álita í málinu hvort mennirn- ir hafi hugsanlega gerst brotlegir við þessi ákvæði. Því voru mennirnir sýknaðir og sakarkostnaður oglOO þúsund króna málsvarnarlaun Ólafs Sigurgeirssonar hrl., felld á ríkissjóð. Erró í Kringlunni Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENSKIR dagar standa y l'ir í Kringlunni til 12. nóvember. í tengslum við þá verður sýning á íslensku handverki á göngugöt- um Kringlunnar nú um helgina. Einnig verða verk eftir Erró sýnd þar á meðan dðgunum stendur. Listaverkin eru frá tímabilinu 1955 til 1957 og hafa aldrei áður verið sýnd á íslandi. Myndin var tekin þegar verið var að koma verkunum fyrir. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn j gær Staðbundin löggæsla falli undir reynslusveitarfélög GUNNAR Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, lagði á borgarstjórnarfundi í gær fram tillögu fyrir hönd minnihlutans í borg- arstjórn þess efnis að borgarstjórn Reykjavíkur beini því til ríkisstjórnarinnar að iögum er varða skipan löggæslurriála í landinu og lögum um reynslusveitarfélög verði breytt þannig að sveit- arstjórnum sem taki þátt í reynslusveitarfélaga- verkefninu verði veitt heimild til þess að hafa með höndum stjórn staðbundinnar löggæslu. Að tillögu borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, var tillögunni vísað til borgarráðs til nánari umfjöllunar. Gengur lengra en samþykkt borgarráðs Tillagan er lögð fram í kjölfar annarrar tillögu borgarstjóra sem samþykkt var á borgarráðs- fundi sl. þriðjudag um m.a. að beina þeim ein- dregnu tilmælum til dómsálaráðherra að lög- gæsla í Reykjavík verði efld, forvarnastarf á vegum lögreglunnar aukið og meðferð afbrota- mála á rannsóknar- og dómsstigi hraðað. Tillaga minnihlutans nú gengur því lengra en tillaga borgarstjóra. Borgin þarf að geta brugðist skjótt við í greinargerð með tillögu minnihlutans segir m.a. að á það hafi verið bent að nauðsynlegt sé að borgarstjórn beri meiri ábyrgð á stjórn lög- gæslunnar í Reykjavík og geti brugðist skjótt við aðsteðjandi vanda í þeim efnum. „Með lögum um reynslusveitarfélög er reynslusveitarfélögum gefið tækifæri til þess að yfirtaka marga mikil- væga málaflokka. Það að færa staðbundna lög- gæslu frá ríki til sveitarfélaga er ekki flóknara en t.d. að færa heilbrigðisþjónustuna til sveitar- félaganna." Með staðbundinni löggæslu er átt við aila almenna Jöggæslu, jafnt umferðariög- gæslu, forvamarlöggæslu sem og verkefni al- mennrar rannsóknardeildar, þ.e. önnur lög- gæsluverkefni en þau sem heyra undir Rann- sóknarlögreglu ríkisins eða fíkniefnalðgregluna. í umræðum um tillöguna kom m.a. fram í máli Ingibjargar Sólrúnar að hún teldi sjálfsagt að skoða tillöguna með opnum huga en benti á að hún væri fullseint á ferðinni. Umræða um reynslusveitarfélög og hvað í þeim ætti að felast hefði farið fram á Alþingi fyrir u.þ.b, ári og þá hefðu sveitarfélögin átt að móta stefnu í þeim málum. Dómsmálaráðherra hefði raunar hafnað hugmyndum Reykjavíkurborgar í þessa átt. Gunnar Jóhann svaraði því til að á þeim tíma hefði dómsmálaráðherra haft frumvarp til laga um löggæslumál í smíðum. Það frumvarp hefði síðan dagað uppi og það yrði ekki lagt fram óbreytt aftur. Áðstæður væru því allar aðrar nú til að sækja að dómsmálaráðherra með þessi mál. Borgarstjóri lagði til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs og var það samþykkt. RUV send- irútfrá Alþingi ALÞINGI hefur samið við Ríkis- sjónvarpið um að sjónvarpa beint frá fundum Alþingis fram til þess að reglubundin sjón- varpsdagskrá hefst síðdegis. Að sögn Friðriks Ólafssonar skrifstofustjóra Alþingis eru útsendingarnar Alþingi að kostnaðarlausu. Alþingi sér hins vegar um upptökur í Al- þingishúsinu og að koma sjón- varpsmerkinu út úr húsinu. Samningur hefur verið í gildi við sjónvarpsstöðina Sýn um sjónvarp frá þingfundum en þær útsendingar hafa aðeins náð til höfuðborgarsvæðisins. Undanfarnar vikur hefur Stöð 2 hins vegar sent út dagskrá sína í Sýn í tengslum við mynd- lyklaskipti en þingfundum hef- ur verið sjónvarpað bæði á Stöð 2 og í Sýn þar til reglubundin dagskrá hefst. Fer nú sama útsendingin samtímis til Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2. Sjónvarp frá þingfundum hefur verið rætt nokkrum sirin- um af þingmönnum á Alþingi, m.a. vegna óánægju með að útsendingar Sýnar ná ekki út á land. Fram hefur komið að kostnaður Ríkissjónvarpsins við að setja upp sérstaka rás til að sjónvarpa frá Alþingi myndi nema nokkur hundruð millj. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.