Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 37 MliMNINGAR BALDUR KRISTJÁNSSON + Baldur Krist- jánsson var fæddur í Ytra- Skógarnesi á Snæ- fellsnesi 28. ágúst 1923. Hann andað- ist í Borgarspítal- anuni 24. október 1994. Foreldrar hans voru Sigríður Karítas Gísladóttir, f. 2. febrúar 1891, d. 15. nóvember 1988, og Kristján Ágúst Krisljáns- son, f. 4. ágúst 1890, d.4.júlíl934, bóndi í Ytra-Skógarnesi og skjalavörður Alþingis. Foreldr- ar Sigríðar voru Jóhanna Ólafs- dóttir frá Sviðnum á Breiða- firði og Gísli Kristjánsson bóndi og smiður í Ytra-Skógarnesi. Foreldrar Kristjáns voru Ág- ústína Halldóra Gísladóttir og Kristján Kristjánsson bóndi á Rauðkollsstöðum. Baldur var annar í röðinni af níu systkin- um, en þau eru Jens, f. 1925, Auður og Unnur, f. 1926, Arn- dís, f. 1929, Einar Haukur, f. 1930, Jóhanna, f. 1932, Kristjana Ágústa,- f. 1934, og llamia, f. 1922, d. 1979. Bald- ur kvæntist árið 1950 Unni Sveins- dóttur, f. 7. mars 1923, frá Eyvindará á Fljótsdalshéraði. Synir þeirra eru: 1) Kristján Ágúst, verslunarmaður, kvæntur Stefaníu Þorvaldsdóttur og eiga þau tvo syni, Baldur og Finn. 2) Sveinn, raf- virki, kvæntur Sesselju Signýju Sveinsdóttur og eiga þau tvo syni, Baldur og Valgeir. Þau eignuðust eina dóttur, Ingunni Valgerði, sem andaðist mánað- ar gömmul; 3) Einar Valur, sagnfræðingur, ókvæntur. Baldur starfaði sem lögreglu- þjónn í lögregluliði Reykjavík- urborgar samfellt frá 1946 til 1983. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag. Með straumsins hraða nálgast æ sinn ós hið eina líf sem mér er tryggt og víst, ég aldrei veit er áfram hnöttur snýst hvort oftar skal ég sjá hið glaða ljós. Þetta kvæðisbrot eftir Jón Helga- son prófessor kom mér í hug við sviplegt andlát Baldurs bróður míns að kvöldi 24. október sl. Það eru helst slíkir atburðir, sem fá mann til að staldra við eitt andartak og hugleiða hversu dýrmæt hver stund í lífinu í raun og veru er og hve mikilvægt það er að njóta hvers augnabliks eins og það væri hið síð- asta, en ekki tekið úr ótæmandi sjóði. Hvað er betra í þessum heimi en að fá að vakna að morgni heill heilsu til að fagna nýjum degi og vita góðan vinnudag fara í hönd, geta gengið út í morgunsárið til að anda að sér ferskum blæ, heyra þyt vindsins og horfa á skýin og himin- inn, sem stöðugt birtist manni í nýjum og dýrðlegum myndum frá degi til dags? Allar þær miklu dá- semdir, sem lífið færir manni ríku- lega á degi hverjum, verða aldrei eins augljósar og andspænis dauð- anum. Baldur fæddist og ólst upp í Ytra- Skógarnesi á sunnanverðu Snæ- fellsnesi á strönd Faxaflóa þar sem útfiri verður mest á landi hér og kallast Löngufjörur. Þar lærði hann ungur að njóta þess sem best er í íslenskri náttúru, fínna ilm gróðurs og moldar, hlusta á fuglasöng á vorin, en nið úthafsöldunnar á vetr- um og horfa á víðan og fagran fjallahring með sjálfum Jöklinum í öndvegi, tákni hins mikla, hreina og fullkomna. Þar lærði hann lítill drengur að forðast þær hættur, sem að smáfólki steðja jafnt í friðsælum sveitum sem í stórborgum, því að í önnum hversdagsins voru foreldrar né aðrir ekki ætíð nálægir að gæta hans. í hólunum bjuggu álfar og huldufólk, en tröll í fjöllunum. I djúpum brunni í veitunni hélt sig ófrýnilegt brunnaskrímsli, en í bæj- arlæknum, sem kallaður var keldan, leyndist keldusvínið. Þetta voru óvættir, sem börnum var betra að forðast. í Víkinni neðan við túnið þar sem sjórinn varð djúpur á flóð- inu við háa bakka bjó Grýla gamla sjálf og bærði ekki á sér nema börn kæmu hættulega nærri þeim háska- stað. Allt voru þetta barnafælur, sem þróast höfðu í huga fólksins á þessum slóðum um aldir til að varna því, að óvitar færu sér að voða, þótt fullorðnir þyrftu af þeim að líta um stundar sakir. Inni í bænum mátti nær ætíð finna ömmu eða afa, ef eitthvað bjátaði á og aðrir voru ekki tiltækir. Þarna var hann leiddur fyrstu skrefin á þroska- brautinni af umhyggjusömum for- eldrum og heimafólki og stundum góðgjörnum heimiliskennurum, sem urðu ævilangt vinir hans. Allt þetta umhverfi setti mjög mark sitt á manndóm og lífsviðhorf æsku- mannsins og varð honum til góðs gengis síðar meir. Baldur ólst upp í stórum og glöð- um systkinahópi við leik og störf, en hann var ekki nema 11 ára, þeg- ar hann varð fyrir þeirri miklu sorg að missa fóður sinn með snöggum hætti. Þar sem hann var elstur sinna bræðra, kom fljótt í hlut-hans að sinna búverkum ásamt móður sinni og vinnumönnum, sem framan af voru ráðnir til starfa tímabundið, en frá 16-17 ára aldri varð hann fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni og systkinum eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Búið var all- stórt eftir því sem þá gerðist, enda þurfti marga að fæða og klæða, en litlar bætur að hafa í þá daga né tekjur umfram það, sem búið gaf af sér. Engin nútímatækni var kom- in til sögunnar, allra heyja var aflað með því að slá með orfi og ljá, til flutninga voru notaðir reiðingshest- ar og hestvagnar, mór (svörður) var tekinn upp og þurrkaður til elds- neytis og fé var haldið til beitar allan veturinn. Öll sveitastörf voru með sama hætti og tíðkast hafði frá upphafi vega. Það var því þrotlaust erfiði frá morgni til kvölds og frí- stundir fáar. Baldur óx mjög hratt á æskú- og unglingsárum og varð með hæstu mönnum. Hann átti löngum við að stríða bakveiki og vanlíðan af þeim sökum og þurfti að leita sér lækn- ingar. Hefur þetta eflaust bæði staf- að af erfiðinu, sem lagt var á ungar og bráðþroska herðar, og því hve húsakynni flest voru lágreist og þröng á þessum tíma og óvíða hugs- að fyrir þörfum hávaxinna manna. Baldur varð snemma einstaklega fjárglöggur og gaf hverri kind nafn og hélt nákvæma skrá um lífsferil þeirra. Hann hafði einnig mikið yndi af hestum og átti góða reið- hesta, sem hann tamdi sjálfur. Hann var því líklegastur okkar systkina til að verða bóndi í sveit, ef ekki hefðu á þessum árum komið fjár- pestir og önnur óáran í landbúnaði, sem gerði búskap lítt fýsilegan. Hann gerðist snemma þátttakandi í ungmennafélagshreyfingunni og gegndi störfum^ formanns í Ung- mennafélaginu Árroða í Eyjahreppi í allmörg ár og var mjög liðtækur í leikstarfsemi, sem þessi félög stunduðu á þeim tíma. Sökum fá- tæktar í æsku átti hann ekki kost t á menntun umfram venjulegan barnaskólalærdóm og hlaut því að haga starfsvah sínu með þá stað- reynd í huga. Hann var lagtækiir í höndunum eins og hann átti kyn til í móðurætt og stundaði þá iðju nokkuð einkum í frístundum. Fram um tvítugsaldur vann hann búinu og stundaði vegavinnustörf þess á milli, en árið 1946 fluttist hann til. Reykjavíkur og gerðist þá fljótlega lögregluþjónn í lögregluliði Reykjavi'kurborgar og gegndi því starfi til ársins 1983, að hann varð að hætta sökum vanheilsu, enda var hann þá búinn að ná eftirlauna- aldri. Róstusamt var oft í Reykjavík á þessum tíma, sérstaklega á árun- um eftir heimsstyrjöldina, þegar mikil umbrot voru í þjóðlífinu. Allal- gengt var, að lögreglumenn hlytu meiðsl við störf sín, t.d. í óeirðunum miklu, sem urðu við Alþingishúsið hinn 30. mars 1949, en þá fékk Baldur auk annars steinshögg í andlitið, en stálhjálmur hans varn- aði því, að hann hlyti alvarlegri áverka. Um tíma annaðist Baldur rekstur pöntunarfélags fyrir lóg- reglumenn og kom honum þá að góðum notum, að hann hafði með sjálfsnámi aflað sér töluverðrar þekkingar í bókhaldi og sá hann um bókhald fyrir ýmsa smærri aðila. Arið 1950 kvæntist Baldur Unni Sveinsdóttur mikilli ágætiskonu ættaðri austan af Héraði. Hún bjó honum notalegt og fagurt heimili og 61 honum þrjá syni, sem allir urðu foreldrum sinum til mikiliar ánægju og gleði. Saman tókst þeim með elju og dugnaði, þrátt fyrir þröngan launakost, að koma sér tvívegis upp húsnæði í Reykjavík, fyrst allstórri hæð í Skaftahlíð 33 á árunum 1952-1954 og síðar 'myndarlegu raðhúsi í Kúrlandi 5, en þangað fluttu þau árið 1970. Þai undu þau sér vel og Baldri tókst að gera garðinn þeirra einstaklega fallegan með natni og eljusemi. Baldur hafði líka mikla ánægju af bókum og kom sér upp allmiklu safni góðra bóka, batt þær inn sjálf- ur að hluta og safnaði fágætum bókum. Öllu þessu kom hann fyrir í röð og reglu af sinni snyrti- mennsku. Hann hafði einnig áhuga SIGURÐUR JONSSON ¦4- Sigurður Jóns- ' son fæddist á Hóli í Sæmundar- hlíð í Skagafirði 11. ágúst 1916. Hann lést á Borgarspítal- anum 28. október siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Sveins- son bóndi og kona hans Margrét Sig- urðardóttir. Sig- urður varð stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1939. Var við nám í Laugavegs apó- teki frá október 1939 til októ- ber 1942, lauk exam. pharm. prófi frá Lyfjafræðingaskóla Islands í október 1942. Hóf síð- an nám í Philadelphia College of Pharmacy and Science 1943 og lauk B.Sc.-prófi þaðan í júní 1945. Starfaði í Laugavegs apó- teki 1945-1946, hjá Heildversl- un Stefáns Thorarensen frá júní 1946 til september 1952 og var framkvæmdasljóri Efna- gerðar Reykjavíkur frá sept- ember 1952 til júlí 1963. Hann var apó- tekari í Húsavík- urapóteki frá 1. ág- úst 1963 til 1. júní 1970, apótekari á Sauðárkróki frá 1. maí 1970 til 1. júlí 1989. 2. febrúar 1946 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Margréti Magnúsdóttur. For- eldrar hennar voru Magnús Björnsson og Vilborg Þorkels- dóttir. Börn Sigurð- ar og Margrétar eru: Margrét, f. 16. júlí 1947, lyfjatæknir, sambýlismaður hennar er Guð- mundur Hafsteinn Friðriksson, og Magnús f. 19. febrúar 1949, efnaverkfræðingur, kvæntur Ölfu Sigrúnu Sverrisdóttur. Barnabörnin eru Sigurður Jó- hann og Arnar Már, synir Mar- grétar, og Jóhannes, Jón Bjarni og Margrét, börn Magnúsar. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. VIÐ VILJUM með nokkrum orðum minnast kærs vinar og kveðja hann. Sigurður var apótekari í Sauðár- króks apóteki þegar við kynntumst honum sem vinnuveitanda, og síðar sem góðum vini sem reyndist okkur best þegar á reyndi. Sigurður hafði sértaka kímnigáfu sem mörgum tíefði ekki þótt hæfa virðulegum borgara, en þeir sem höfðu við hann dagleg samskipti kunnu flestir að meta viðmótið. Það kom oft fyrir að við fórum léttari í skapi úr vinnunni en við komum í hana. Hann hafði lag á að sjá spaugilegu hliðina á málum sem við sáum ekkert spaugilegt við. Sigurð- ur átti það til að koma fram við okkur eins og óþekkur strákur, lét strákapör sín bitna á okkur og naut þess að létta okkur lund, þannig var hann, gaf af sjálfum sér þótt yfirborðið væri hrjúft. Sigurður var hafsjór af fróðleik og víðlesinn, það skipti ekki máli hvort kaffitíminn í vinnunni færi í nokkra klukkutíma, frásagnargáfa Sigurðar var slík að unun var á að hlýða. Hann safnaði bókum og batt inn það sem hann fékk óbundið, en frístundirnar fóru í umhirðu bók- anna. , Sigurður var mikill fjölskyldu- maður og áttu þau Margrét fallegt heimili saman, þar sem gott var að koma á góðum stundum. Ekki var heldur barnabörnunum í kot vísað og sóttu börn Margrétar dóttur þeirra mikið til afa og ömmu. Einn- ig börn Magnúsar sonar þeirra en hann bjó fjarri þeim. Þegar kom að starfslokum hjá Sigurði fluttist fjölskyldan suður. Skagfirðingar allir söknuðu Sigurð- ar og Margrétar, en þau voru dug- leg að koma norður þegar tækifæri gáfust. Við stelpurnar í apótekinu vissum ekki hvað við áttum fyrr en við misstum. Enginn gat komið í stað okkar gamla góða Sigurðar. Við sendum fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur og vonum að Guð styrki þau í sorg sinni. • Lovísa Símonardóttir og Steinunn Hjartardóttir. í dag kveðjum við Sigurð Jónsson fyrrum lyfsala. Sigurður lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1939 og hóf strax að því loknu nám í lyfjafræði í Laugavegs Apóteki og lauk prófi frá Lyfjafræðingaskóla íslands haustið 1942. Þar starfaði hann sem aðstoðarlyfjafræðingur næsta árið. Á þessum tíma sóttu flestir ís- lenskir lyfjafræðingar framhalds- nám í Danmörku, en vegna stríðsins fór nokkur hópur íslenskra lyfja- fræðinga til náms í Ameríku og var Sigurður í þeim hópi. Hann lauk B.Sc. prófi í lyfjafræði frá Philad- elphia College of Pharmacy and Sciences árið 1945. Að loknu stríði kom Sigurður aftur heim og hóf störf í Laugavegs Apóteki að nýju og ári síðar við Heildverslun Stefáns Thorarensens. Hann var framkvæmdastjóri Efna- gerðar Reykjavíkur til ársins 1963 að hann fékk veitingu fyrir Húsa- víkur Apóteki. Þar var hann lyfsali næstu 7 árin en þá fluttist hann í fæðingarhérað sitt Skagafjörð og var lyfsali á Sauðákróki til ársins 1989 að hann hætti af heilsufars- ástæðum. Lyfjafræðingafélag íslands send- ir eiginkonu Sigurðar og börnum þeirra innilegustu samúðarkveðju. Mímir Arnórsson. á ættfræði og kom sér upp kerfis- bundinni ættartölu. Leitaði ég jafn- an til hans, ef ég þurfti á vitneskju að halda um þau efni, því fróðleikur sá var ekki mín sterka hlið. Þegar kraftar hans tóku að þverra, undi hann sér best í garði sínum og við bækurnar. Ég minnist þess, að Baldur lét sér ætíð mjög annt um hag og vel- ferð okkar yngri systkinanna og lagði stundum mikið á sig til að bregðast ekki vonum okkar, ef þess var nokkur kostur. Eitt sinn, er við höfðum dvalist óratíma að okkur fannst á farskóla í sveitinni og loks var komið að þeim degi, að við skyldum fá að fara heim til mömmu, var vetrarhríðin svo svört, að vart sást milli húsa og engin von til þess, að við yrðum sótt þann daginn, en mættum þreyja langar stundir þar til upp birti. Þegar öll von virtist úti, sást Baldur koma askvaðandi gegnum snjóskaflana og bylkófið til að sækja okkur og það varð ólýsan- leg gleði í ungum hjörtum. Á hinum miklu kreppuárum fyrir stríð var ekki óruggt, að öll börn fengju jólagjafir. Þ6 brást það aldrei, að við systkinin fengjum hvert sinn jólapakka til að opna á aðfangadagskvöld. Eg man, að eitt sinn, er litlar horfur voru á jólagjöf- um, tók Baldur sig til, fékk lánuð smíðatól hjá afa og gerði listileg leikföng handa okkur öllum til að setja í jólapakka, en móðir okkar saumaði að venju einhverja nýja flík á alla krakkana til þess að enginn færi í jólaköttinn. Þetta lögðu þau á sig, þótt þau' sæju vart út úr öllu því, sem gera þurfti á heimilinu. Þannig hrannast upp hugljúfar minningar frá þessum löngu liðnu tímum. Ég hitti Baldur síðast við jarðar- för frænda okkar í Fossvogskirkju hinn 21. október sl. Þá var ekki að sjá á honum feigð. Daginn eftir veiktist hann skyndilega og missti meðvitund. Tveimur sólarhringum síðar var hann allur. Allt tekur enda í þessu lífi. Kert- ið brennur ofan í stjakann og ljósið deyr, en það eimir lengi af skari.*> Það er líklega fátt, sem mildar eins söknuðinn eftir þann sem horfinn er á braut og að halda ögn í hönd- ina á þeim, sem eiga sárast um að binda og rifja upp það, sem Ijúfast er í minningunni, en það tengist oft þeim árstíma, sem nú fer senn í hönd, undirbúningi hátíðarinnar miklu. Mér kemur í hug erindi úr kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, sem lýsir ákaflega vel hugblæ þess- ara sameiginlegu minninga: Við munum og geymum með miklum yl þær menjar, án nokkurs skugga, , um lítinn torfbæ með lágreist þil og ljós úti í hverjum glugga, um baðstofuhlýjunnar blíðuseið, sem bræddi af rúðunni klakann, um dýrðlega kvöldið, sem kom - og leið, um kerti, sem bann o'n í stjakann. Blessuð sé minning bróður míns Baldurs Kristjánssonar. Fari hann Guði á vald til bjartari, sælli og betri heima. Öllum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Einar H. Kristjánsson. Erfidrykkjur ESJA HÓTEL ESJA Sími689509
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.