Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR, áöurtil heimilis á Sólvallagötu 5, Reykjavík, andaðist 3. nóvember á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund. Halldóra Elíasdóttir, Jón Dan Jónsson, Ingibjörg Elíasdóttir, Gunnar Runólfsson, barnabörn, bamabarnaböm og barnabarnabarnaböm. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Bergi, Grindavfk. Kristján Sigurðsson, börn og tengdabörn. + Innilegar þakkir fyrir vinarhug og hlut- tekningu vegna andláts og útfarar móð- ur okkar, tengdamóður ömmu og langömmu, CAMILLU ALVHILDE SANDHOLT. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki í Seljahlíð fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur 511. Katrin Þ. Guðlaugsdóttir, Gísli Arnkelsson, Hildur Björg Guðlaugsdóttir, Þórður Ólafur Búason, JennýSt. Guðlaugsdóttir Gröttem, Nils-Johan Gröttem, Pétur Guðlaugsson, Patricia Ann Guðlaugsson, bamabörn og barnabarnaböm. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föðurokkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS RIST vatnamælingamanns. ; María Sigurðardóttir, Rannveig Rist, Jón Heiðar Ríkharðsson, Bergljót Rist, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, María Rist Jónsdóttir. + Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, AÐALSTEINS EGILSSONAR, málarameistara, Hringbraut 17, Hafnarfirði. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, Björg Aðalsteinsdóttir, Ómar Ólafsson, Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Björn Ágústsson, Stefama Eygló Aðalsteinsdóttir, Bergsveinn Halldórsson. GARÐAR ÞORFINNSSON + » Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóð- SVANFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til séra Árna Bergs Sigurbjörnssonar og starfsfólks Hrafn-istu, Reykjavík. A fWM Börn, tengdabörn og a ðrír aðstandendur. -I- Garðar Þor- ' finnsson var fæddur í Reykjavík 8. júlí 1925. Hann lést á Borgarspítal- anum 30. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Þórlaug Guðmundsdóttir og Þorfinnur Gunnar Guðmundsson. Nokkurra mánaða gamall var hann tekinn í fóstur af Gunnjónu Einars- dóttur og Kristjáni Sigurðssyni sem bjuggu á Norðureyri við Súgandafjörð. Systkini hans voru Sveinn og Guðmundur (látinn) Gíslasynir og Kristjana, Kolfinna og Páll (látinn) Þorfinnsbörn. Garðar var bæði bóndi og sjómaður en síðustu \1 árin vélgæslu- maður hjá Aburðarverksmiðju ríkisins. Garðar giftist Sigurl- ín Sigurðar en þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru Pálína Kristín, f. 1. ágúst 1963, og Sigurður Kristján, f, 25. nóv- ember 1961. Pálína á þrjú börn, Óskar, Steinunni og Arn- ar. Síðustu 15 árin bjó Garðar hjá Lilý Karlsdóttur. Útför Garðars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. band okkar var mjög gott og reyndist hann mér eins og besti fað- ir, enda ieit hann á mig eins og dóttur sína. Gjafír hans til mín voru eingöngu frá honum, hann gaf mér ekki gjafir með mömmu. Mamma og Garðar áttu margar góðar stundir saman enda áttu þau mörg sam- eiginleg áhugamái, t.d. dansinn, þar sem þau kynntust, og ferðalög. Þeim fannst mjög gaman á gömlu dönsunum og fóru stund- um oftar en einu sinni um helgar að dansa. Þá fékk ég lánaðan bíl- inn og byrjaði á því að keyra þau upp í Ártún eða annað. Garðar var mjög heimakær, hann vildi helst vera heima við í rólegheitum. Hann vann vaktavinnu hjá Áburðarverk- smiðju ríkisins, þar til fyrir tveimur árum og því svaf hann á hinum ýmsu tímum sólarhringsins. Mamma var sú sem dreif þau hing- að og þangað. Þau ferðuðust mikið innanlands, bæði á sínum bíl og í skipulögðum ferðum með ferðafé- lögum. Nú síðustu árin voru þau líka farin að ferðast fyrir utan litlu eyjuna okkar, t.d. til Búlgaríu, Spánar og Skotlands og höfðu mjög gaman af. Garðar átti tvö börn, Pálínu og Sigurð, sem nú þurfa að kveðja föður sinn. Oft var langur vegur á mílli þeírra, en alltaf var Garðar tilbúinn að hjálpa þeim og styðja þegar þau þörfnuðust þess. Elsku mamma, Pála og Siggi, þótt við vissum hvert stefndi er söknuðurinn alltaf sár. Ég bið þess að Guð hjálpi okkur öllum og veiti okkur styrk í sorg okkar. Guð blessi minningu Garðars Þorfinnssonar. Margrét. I dag kveðjum við góðan vin, Garðar Þorfinnsson. Engum hefði dottið í hug að svona stutt væri hjá honum í ferðina miklu sem við förum öll að lokum. Hann kvaddi þennan heim jafn hljóðlega og hann kom inn í fjölskylduna okkar fyrir 15 árum, þegar hann og Lily fóru að búa saman. Það virðist stuttur tími, en 15 ár geyma margar minningar þegar hugurinn reikar til baka. Við gleymum ekki brosinu hans og hlýju viðmóti né sögunum af sjón- um og af litlu trillunni hans, en hugur hans var oft bundinn við sjóinn, sem var hans yndi, eins og 30. OKTÓBER er mér minnisstæð- ur dagur. Fyrir þrem árum var þetta gleðidagur í fjölskyldunni þegar við hjónin eignuðumst okkar fyrsta barn, en í ár var þetta sorg- ardagur því þá kvaddi Garðar^ góður vinur minn, þennan heim. I ágúst sl. greindist Garðar með krabbamein og stóð það strfð ekki lengi yfir. Síðustu vikur fór honum mjög hrakandi og allir vissu hvert stefndi. Ég kynntist Garðari fyrir 15 áriim þegar hann fór að bjóða móður minni á gömlu dansana og koma í heimsókn til hennar. Of oft að mér fannst, því ég var búin að eiga mömmu og passa vel upp á hana í sjö ár eða frá því að pabbi dó. Eg átti þessa mömmu og hana skyldi enginn taka frá mér. En Garðar var þolinmóður og sýndi mér aldrei annað en hlýhug og elskulegheit þó að ekki færi mikið fyrir því hjá mér. Sem betur fer áttaði ég mig á því fljótlega að við gátum bæði átt mömmu að, hún gat sinnt okkur báðum. Eftir það vorum við miklir vinir. Auðvitað vorum við ekki alltaf sammála, enda verða allir að hafa sínar skoð- anir á hlutunum. Garðar var ávallt boðinn og búinn til að hjálpa mér og styðja við bakið á mér. Sam- ISAKÞORIR VIGGÓSSON + ísak Þórir Viggósson fædd- * ist á Haukalandi við Öskju- hlíð í Reykjavík 31. desember 1935. Hann lést á heimili sínu í Kópavógi 26. október síðast- Iiðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 3. nóvem- ber. í DAG kveðjum við vin og félaga ísak Viggósson. Slæm þótti mér sú fregn að Isak vinur minn væri látinn, en fundum okkar bar síðast saman tveimur dögum fyrir andlát hans. Þá kenndi hann lasleika, sem trúlega varð honum að aldurtila. ísak skilur eftir stórt skarð í þeim hópi, sem hann best þekkti. Nú þegar hann er látinn hrannast upp í hugann allar þær minningar um allt það, sem gerði hann alveg einstakan félaga. Eg kynntist ísak fyrir u.þ.b. 30 árum er ég óreynd- ur sótti ráð til hans á verkstæði hans í Fífuhvamminum, en hæfi- leikar hans og snilli við að leysa vandamál í sambandi við störf hans voru með eindæmum. Síðan lágu leiðir okkar nær samfellt sam- an í gegnum vinnu og félagsstörf, en ísak var félagi í Björgunarsveit Ingólfs frá 1950 til 1985. Störf hans í þágu Björgunarsveitar Ing- ólfs og Slysavarnafélags íslands voru einstök. í stuttri minninga- grein er ógjörningur að gera grein fyrir öllu því, sem ísak áorkaði fyrir Björgunarsveit Irigólfs, það væri frekar efni í heila bók, slík voru verkin og ævintýrin, sem við félagar hans minnumst er við rifj- um upp störf hans í Ingólfi. Alltaf var "Isak með þeim fyrstu sem mættu í útkall og fór iðulega síð- astur heim, eftir að hafa lagfært það sem til þurfti svo tæki og tól væru tilbúin í næsta útkall. Alltaf var ísak glaður i lund og lét ekki vandamálin vefjast fyrir sér, sama hvort starf eða skemmt- un átti í hlut. Með sérlega góðri frásagnarlist hafðí hann þann eiginleika að gera flesta ^hluti skemmtilega. Ég mun minnast ísaks á einn sérstakan hátt fyrir það að þegar ég var nýlega fluttur í Mosfellsbæ kom hann með tvö lerkitré, sem nú eru vaxin upp fyrir hús, en þau + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför bróður okkar, mágs og frænda, BJÖRNS BJARNASONAR. VIGUR, Sigurður Bjamason, Baldur Bjarnason, Þorbjörg Bjarnadóttir, Þórunn Bjamadóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Ólöf Pálsdóttir, Sigríður Salvarsdóttir, Þorsteinn Thorarensen og systkinabörn. + Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hjálp við andlát og útför EIRfKS EINARSSONAR, Skjólgarði, Höfn, Hornafirði. Kærar þakkir fyrir blóm og allar aðrar minningargjafir. Guð blessi ykkur öll. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Rannveig Sigurðardóttir, Guðrún Eiríksdóttir og fjölskylda. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit afmælis- og minn- ingargreina séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé hand- rit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameð- ferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect. einnig auðveld í úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.