Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4' BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Áhugi á jafnari skiptum vimiunnar Frá Steingrími Steingrímssyni: HUGMYNDIN er að stofna þrýsti- hóp sem vinnur með þeim stjórn- málaflokki (-flokkum) sem hann á helst samleið með þar sem aðal- markmiðið er að lögum verði breytt þannig að „allir" fái vinnu og því verði náð með stjórnvaldsaðgerð- um svo sem að stytta vinnudaginn og jafnvel vinnuvikuna ef á þarf að halda. Stuðli að því að fólk sem er at- vinnulaust, hefur verið það eða óttast að verða atvinnulaust eða hefur bara áhuga á að afnema þessa þjóðfélagsmeinsemd hittist og beiti sér sameiginlega með því að skipuleggja aðgerðir eins og undirskriftalista, fundi og vinni markvisst saman að því að afnema atvinnuleysi með öllum finnanleg- um ráðum. Hálfnað verk þá hafið er Áður en fólk gefur sig í svoleið- is þarf það að hafa á tilfinning- unni að það verði einhver árangur af því sem það er að fara út í sem þýðir að ef hæft og áhugasamt fólk fæst til að beita sér og almenn- ur áhugi kviknar, þá er hálfur sig- ur unninn. Fyrsta skrefið gæti verið að menn og konur sém hafa áhuga á að beita sér til þess að gripið verði til raunhæfra aðgerða gegn at- vinnuleysi hittist og leggi niður lausleg drög og komi með vinnu- plan um stofnun samtaka og aug- lýsi síðan stofnfund. Upplýsingaöflun er eitt af mark- miðum hins nýja félags til að eiga auðveldara með að koma með raunhæfar hugmyndir að aðgerð- um til að „koma í veg fyrir" at- vinnuleysi. Það þarf að skípuleggja upplýs- ingaöflunina áður en henni er hrundið af stað þannig að réttu upplýsingarnar berist með hliðsjón af væntanlegu markmiði félagsins. Hvaða aðgerða hefur verið grip- ið til og hvaða aðgerðir eru fyrir- hugaðar í t.a.m. Danmörku, Þýskalandi, Japan og öðrum vest- rænum samfélögum til að uppræta atvinnuleysi og eru til einhver sam- tök atvinnulauss fólks sem berjast fyrir því að afnema atvinnuleysi, sem hlýtur að vera aðal hagsmuna- mál atvinnulausra. Kostir og gallar Hverjir eru helstu pólitísku kost- ir og ókostir atvinnuleysis, hverjir hagnast á atvinnuleysi og hverjar eru afleiðingarnar fyrir einstakling- inn og samfélagið og hverjar gætu orðið hugsanlegar afleiðingar? Hverjir eru niögulegir andstæðing- ar lagabreytinga? Þetta eru þættir sem styðja tilurð félagsins og þess markmiðs sem það ætlar að ná. Fólk á ekki að þurfa að sætta sig við að vera ýtt til hliðar og sett í einhvern þriðja flokk í þjóðfélag- inu vegna ástæðna eins og þeirra að það sé of gamalt, of ungt, það sé ekki allra besti umsækjandinn eða það hafi ekki útlitið með sér o.s.frv. eða hvert stefnir svoleiðis þjóðfélag? STEINGRÍMUR STEINGRÍMSSON, Fannafold 217a, Reykjavík. Persónuafsláttur Friðriks Sophussonar Frá Oddi Einarssyni: FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra tók við áskorun frá Félagi einstæðra foreldra samkvæmt frétt Mbl. á þriðjudaginn. Áskor- unin var þess efnis að heimilt yrði að nýta persónuafslátt fullorðinna barna. Ráðherrann sýndi málinu skiln- ing samkvæmt fréttinni, en minnti síðan áskorendurna á að „ef ein- hvers staðar töpuðust tekjur yrði að taka þær af annars staðar." (Leturbr. mín.) Mikill er hroki þess manns sem leyfir sér að tala svona við þá þegna þessa lands sem líklega eiga almennt erfiðast að framfleyta sér og sínum, og eiga þó margir erfitt í dag. Mikil er sú dæmalausa ósvífni og hroki þess manns sem talar þannig við fólk sem í mörgum tilfellum hefur engin ráð til að komast sómasamlega af þrátt fyr- ir óheyrilegt vinnuálag. Hvað hef- ur þetta fólk sagt við þig og þína líka þegar þið aukið jafnt og þétt skattaálögur þess? Hvernig hefur það brugðist við? Ekki getur það tekið annars staðar þær tekjur sem það tapar til þín þegar þú lækkar persónuafsláttinn eða hækkar skattprósentuna. Hversu stutt er minni þitt, Friðrik? Það er ekki langt síðan þú varst almennur þingmaður og það birtust myndir af þér hjólandi í vinnuna kvart- andi yfír því að þú hefðir ekki nógu há laun eða nógu mörg auka- störf til að geta framfleytt þér og þínum. Nei Friðrik, talaðu ekki niður til þeirra sem búa við aum kjör, því þess aumu kjör eru að kenna því óréttlæti sem er inn- byggt í það kerfi sem þú og þínir líkar hafa komið á. Láttu ekki eins og þú vitir ekki hversu mikið rugl þessi svokallaði persónuafsláttur er, sjáðu sóma þinn í að lagfæra óréttlætið. Ef sú lagfæring kostar minnkaðar tekjur, þá skalt þú fara að eins og hinir einstæðu foreldr- ar, þú skalt spara. ODDUR EINARSSON, fjölskylduf aðir og fyrrverandi bæjarstjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, tf ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.