Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 35 MINNINGAR tilliti hans, þegar sá var á honum gállinn. Sigurður var kvæntur yndislegri konu, Sóffíu Briem. Með þeim voru ekki einungis ástir góðar, heldur voru þau líka vinir og félagar í blíðu og stríðu. Þau hafa átt miklu barna- láni að fagna. Við Erna sendum Soffíu, börnum þeirra og öðrum ættingjum og venslamönnum dýpstu samúðar- kveðjur á þessari stundu. Með Sig- urði J. Briem er kvaddur vammlaus og vílalaus drengur. Hann var hug- rakkur og æðrulaus til hinstu stund- ar. Slíkir menn gleymast ekki. Knútur Hallsson. Fallinn er frá góður vinur og starfsfélagi, Sigurður J. Briem, fyrrverandi deildarstjóri í mennta- málaráðuneyti, 76 ára að aldri. Með honum hverfur af sjónarsviðinu óvenju mætur maður og drengur góður. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurra ára skeið, en kvartaði lítt og gerði að gamni sínu fram til hins síðasta með stríðnisglampa í auga. Hann var maður óvílsamur og jafnan glaður í bragði. Hann bjó yfir „urði af hugargleði" eins og sagt var um merkan mann snemma á þessari öld. Bros lék löngum um varir hon- um. Segja má að Sigurður væri fædd- ur og uppalinn á árbakkanum, þar sem myrkrödduð muldrar á flúðum Miðfjarðará, svo að vitnað sé í Hannes Pétursson skáld. Honum varð snemma reikað niður að ánni með veiðistöng í hendi. Hann hafði yndi af þeirri íþrótt æ síðan. Svo sem venja var um sveitapilta átti hann margt spor við ær og kýr í æsku og fór á haustin í göngur fram á heiðar. Hann átti mjög góð- ar minningar um heimili sitt á Melstað, þar sem faðir hans séra Jóhann Briem var prestur yfir 40 ár. Myndarlegt og hlýlegt heimili Sigurðar og frú Soffíu, konu hans, hefur lengst af verið í Lönguhlíð 9 hér í borg. Þangað var hverjum manni gott að koma, enda hús- bændur veitulir gestum sínum, og hefur sá er þessi orð ritar setið þar marga góða veislu. Fyrir það eru nú færðar einlægar þakkir. Vissulega er mikil eftirsjá að Sig- urði J. Briem, þeim ljúfa og prúða manni, en hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí, segir séra Hallgrímur. Frú Soffíu og fjölskyldunni allri sendi ég ríkar samúðarkveðjur. Runólfur Þórarinsson. Sigurður J. Briem starfaði um tíma við heildverslun Ásbjörns Ólafssonar en gerðist bókari í Stjórnarráðinu 1943, var fyrst full- trúi í félagsmálaráðuneytinu, en 1950 varð hann fulltrúi í forsætis- og menntamálaráðuneytinu. Hann lét af störfum sem deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu árið 1988 eftir 46 ára starf í Stjórnarráðinu. Af skiljanlegum ástæðum man ég ekki fyrsta fund okkar Sigurð- ar. Hann var þá 14 ára en ég 2'A mánaðar gamall. Við vorum systrasynir. Foreldrar mínir fóru með mig, hvítvoðunginn, með Súð- inni frá Siglufirði til Hvamms- tanga, þaðan að Melstað. Þar var ég skírður hinn 21. september 1932 á afmælisdegi móður minnar, af séra Jóhanni Briem, föður Sig- urðar. Á æskuárum mínum kom ég oft að Melstað með foreldrum mínum í heimsóknir til séra Jóhanns og Ingibjargar, móðursystur minnar. Þangað var gott að koma. Ég minn- ist þar margra gleðistunda. Þegar séra Jóhann settist við orgelið og spilaði. Hann var einstakt ljúf- menni. Ingibjörg engri lík í fasi, gestrisin og stjórnsöm. Þau voru um margt ólík, en þó jafnræði með þeim. Á þessum árum var farið í Mið- fjarðarréttir á haustin. Þá komu Steindór og Betty, Siggi og Soffa, Camilla var heima, en Ólöf farin til Danmerkur. Nú eru þær systurn- ar einar eftir á lífi af þessari yndis- legu fjölskyldu. Síðar á lífsleiðinni átti ég þess kost að endurnýja kynnin við þetta fólk. Á fysta háskólaári mínu tóku þau mig í fæði, séra Jóhann og Ingibjörg. Síðan eru liðin 40 ár. Allt er þeta þó ljóst í minningunni. Um leið urðu kynnin við Sigga og Soffu svo náin. Oft kom ég í Löngu- hlíðina til þeirra og vel man ég við- komur til Sigga í stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þar sem nú er for- sætisráðuneytið og skrifstofa for- seta íslands. Ég var stoltur af þessum frænda mínum sem sýndi stráknum vinskap frá fyrstu tíð. Hann var deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu á þessum árum, ailt tii ársins 1988. Og seinna á árum mínum sem sveit- arstjóri átti ég við hann samskipti sem embættismann. Þau voru öll á einn veg. Þegar ég kom í menntamálaráðu- neytið vorið 1991 var Sigurður hættur störfum eftir 38 ára starf í því ráðuneyti. Hann stjórnaði þar greiðsludeildinni. Ég þykist heyra á þeim sem stðrfuðu með honum í ráðuneytinu að hann hafi verið einkar ljúfur starfsfélagi. Það þyk- ist ég líka vita að þeir sem erindi áttu við hann í ráðuneytið hafi feng: ið réttláta úrlausn sinna mála. í nafni menntamálaráðuneytisins og þeirra mörgu sem þar störfuðu með Sigurði á löngum embættisferli hans þakka ég dygga þjónustu og samstarf. Við systkinin, makar okkar og börn, sendum Soffíu og niðjum hennar og Sigurðar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þeim guðs blessunar. Við söknum Sigurðar. Ólafur G. Einarsson. ELINMARGRET JAKOBSDÓTTIR + Elín Margrét Jakobsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 24. apríl 1912. Hún lést á Landspítalanum 12. okt. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Gísladóttir og Jakob Eyjólfsson. Hún átti eldri hálfsystur, Svanlaugu, og tvö yngri systkin, Ingi- leifu og Gísla, og eru þessi systkin nú öll látin. Eftirlifandi eiginmaður hennar, Gunnar Gunnarsson frá Galtarvík í Innri-Akraneshreppi, er fæddur 10. júlí 1904. Eignuð- ust þau tvær dætur, Guðrúnu Margréti, f. 4. júlí 1933, og Jó- hönnu Kristínu, f. 16. des. 1934. Útför Elínar fór fram frá Foss- vogskapellu föstudaginn 21. október. OKKUR barnabörnin langar til að kveðja ömmu okkar með örfáum orð- um. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum til sex ára aldurs en þá var henni og yngri systur hennar komið fyrir í fóst- ur eins og algengt var á þessum tíma. Amma lenti hjá fullorðnum afbragðs- hjónum, Margréti og Jóni í Vestur- holtum, austur undir Eyjafjöllum sem hún bar ætíð mikinn velvilja og hlý- hug til. Hjá þeim dvaldi hún til 12 ára aldurs en flutti þá aftur til for-. eldra sinna út í Eyjar. Oft talaði hún um að gjarnan hefði hún viljað vera lengur hjá þessum indælishjónum. Lífið á þessum tíma var ekki alltaf auðvelt og svo var heldur ekki fyrir ömmu. Ung fór hún að heiman, var í vist í Reykjavík, vann við kaupa- vinnu og ymis onnur störf þar til hún réðst til starfa í Galtarvík í Innri-Akraneshreppi þá tvítug að aldri. Þar kynnist hún afa okkar, Gunnari, og byggðu þau sér heimili á Akranesi og eignuðust tvær dæt- ur, Guðrúnu Margréti og Jóhönnu Kristínu. Á Akranesi bjuggu þau til 1961 en fluttu þá til Reykjavíkur enda báðar dæturnar og fjölskyldur þeirra fluttar suður. Amma var kjarnakona, hún var á vinnumarkaðinum til 75 ára aldurs og féll aldrei verk úr hendi, var af- skaplega samviskusöm og eftirsóttur starfskraftur. Heima fyrir var hún mikil húsmóðir, aldrei sá á neinu þrátt fyrir þá miklu handavinnu sem hún stundaði. Hér áður fyrr þegar við vorum lítil saumaði amma á okkur föt, bæði úr nýjum efnum og eins nýtti hún annan fatnað sem hentaði. Einnig prjónaði hún mikið og nú mörg undanfarin ár hefur hún prjón- að lopapeysur sem hafa farið út um víða veröld. Á heimili ömmu og afa hefur alltaf verið heimabakað bakk- elsi á boðstólum, nánast alveg sama hvenær við komum, alltaf var dregið fram heimabakað brauð, ýmsar kökur og ekki má gleyma kleinunum frægu. Amma lét sig allt varða sem okkur öllum í fjölskyldunni hennar viðkom. Hún vildi halda utan um sinn hóp og var stór hluti af lífi okkar allra. Alveg síðan amma og afi fluttu til Reykja- víkur höfum við öll farið í Hátúnið á jóladag, bæði í síðdegiskaffi og jóla- mat. Hangikjötið og laufabrauðið hennar ömmu varð fastur punktur í tilveru okkar. Henni var það mikils BLAÐ ALLRA L A N. D S minni i alpagreinum mmr Davis-bikarinn: Þrftugasl! sigur Banda- rflqanna i««»>i..»Uc«...... nf. nr - fe^f ^. Á þribjudögum er gefib út séistakt íþróttablab þar sem fjallab er um allt þab helsta sem gerst hefur í íþróttaheiminum innanlands og utan. Úrslit eru birt úr fjölmörgum greinum íþrótta, t.d. öllum deildum í knattspyrnu, hand- og körfuknattleik, einnig eru fréttir af golfi, júdó, blaki, karate, frjálsum íþróttum og kappakstri svo eitthvab sé nefnt. Vibtöl eru tekin vib íþróttafólk, umsagnir um leiki og lífleg umf jöllun um allt sem tengist íþióttum. Fylgstu með á þribjudögum! fc^ * _____L " á virði að smala hópnum saman, sem nú er um 30 manns, og hélt jóladag- inn hátíðlega sem sannarlegan fjöl- skyldudag þar til hún varð að hætta vegna heilsuleysis fyrir þremur árum. Fyrir tveimur árum datt amma illa og mjaðmagrindarbrotnaði, það var slæmt brot sem kostaði langa spítalalegu, vanlíðan og mikla þjálf- un. Ekki gafst hún upp, smám sam- an náði hún tökum á göngugrindinni og síðan hækjunum. En það var fleira sem herjaði á heilsuna og eftir stutt en erfið veikindi andaðist hún á Landspítalanum 12. október sl. Ömmu okkar kveðjum við með virð- ingu og þakklæti fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Elsku afi, við vitum að það er þér sárt að horfa á eftir ömmu, við biðj- um Guð að gefa þér kraft og styrk. Blessuð sé minning ömmu. Barnabörn. Afmælis- pottur Fálkans Vikutilboð prósenta Skautum, fatnaði, sjónvörpum, myndbands- tækjum og höggdeyNm Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.