Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bændur Gjafagrindur Höfum á boðstólum gjafagrindur fyrir sauðfé. Grindurnar eru í fjórum hlutum, sem mynda ramma utan um rúlluna. Tvær hliðar rammans standa á jörðinni en hinar tvær, gaflarnir, eru á hjólum í rás. Þær ganga saman þegar rúllan minnkar og fé þrýstir á. Grindurnar eru heitgalvaníseraðar en það margfaldar endinguna. Umsögn úr prófun frá Bútæknideild RALA: „20 ær komast að grindinni í einu og virtust þær ná að éta heyið með góðu móti án þess að nokkur umtalsverður slæðingur væri í kringum grindina og sáralítið hey vareftir íhenni." VÍRNETP Borgarbraut 74 - Borgarnesi 93-71000-Fax 93-71819 MINNINGAR SIGURÐURJ. BRIEM - kjarni málsins! Sjábu hlutina ívíbara samhcngi! f ¦+• Sigurður J. ¦ Briem fæddist á Melstað í Miðfirði 11. september 1918. Hann lést á Borgarspítalanum 28. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Kr. Briem, prestur á Melstað í Mið- firði, f. 3.12. 1889, d. 8.6. 1959, og Ingibjörg Jóna ís- aksdóttir, f. 3.9. 1889, d. 7.7. 1979. Systkini Sigurðar voru Steindór Briem, f. 3.9. 1913, d. 25.8.1987, Ólöf Briem, f. 23.9.1914, ogKamilla Briem, f. 5.11. 1916. Hinn 20.4. 1946 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Soffíu Jóns- dóttur Briem, f. 23.9. 1921. Börn þeirra eru Jón G. Briem, f. 29.10. 1948, lögmaður í Reyjavík, Sigrún Briem Fred- enlund, f. 3.5. 1951, kennari í Svíþjóð, og Ingibjörg Briem, f. 24.2. 1957, húsasmiður í Reykjavík. Sigurður tók versl- unarpróf frá Samvinnuskólan- um 1941, var starfsmaður Heildverslunar Ásbjörns Ólafs- sonar.árið 1942, en hóf störf í Stjórnarráðinu 1943 og starf- aði þar þangað til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 1988. Hann var framkvæmda- stjóri Söfnunarsjóðs íslands frá 1975 til 1986. Útfór Sigurð- ar fer fram frá Háteigskirkju í dag. SIGURÐUR J. Briem, fyrrv. deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu, ólst upp á Melstað við öll algeng sveitastörf eins og þau voru þá. Hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri, en breytti til og fór í Samvinnuskólann og lauk þaðan FuTúrA eykur orku og úthald Sala á þessu vinsæla fæðubótarefni hefur nú verið leyfð á íslandi Fæst i apótekum KEMKAUA OKI Tækni til tjáskipta Faxtæki fyrir heimilið og skrifstofuna Meðal eiginleika má nefna: • Sftni og fax (sjálfskipting) • Simsvari innbyggður • 50 númer í minni • Ljósritun • Arkamatari • Skurður • Þægilegur í notkun OKIFAX 4S0 er nú á kynningarverði kr. 49.900,- stgr. m. vsk. @H fæknival Skeifunni 17 - Simi (91) 681665 - Fax (91) 680664 verslunarprófi -1941. Að því loknu starfaði hann um hríð hjá heild- verslun Ásbjarnar Ól- afssonar í Reykjavík, en gerðist bókari í Stjórnarráðinu 1943. Hann var fulltrúi í fé- lagsmálaráðuneytinu 1949-1950, en fluttist í menntamálaráðu- neytið 1. janúar 1951, og var þar deildarstjóri greiðslu- og bókhalds- deildar uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1. janúar 1989. Sigurður varð gjaldkeri Söfnunar- sjóðs íslands 1961 og fram- kvæmdastjóri sjóðsins 1975 til þess er sjóðurinn var falinn Landsbank- anum. Þetta voru aukastörf. Þegar dr. Sigurður Sigurðsson berklayfir- læknir vann að rannsóknum á berklaveiki hér á landi ferðaðist hann vítt um landið og var Sigurð- ur Briem bílstjóri hans og aðstoðar- maður. Sigurður Briem var sæmdur ridd- arakrossi St. Olavs-orðunnar norsku og riddarakrossi fálkaorð- unnar. Sigurður Briem var maður vel verki farinn og skapgerð hans gerði hann vinsælan meðal samstarfs- manna. Hann var jafnlyndur og giaður í viðmóti, en því miður var hann ekki alltaf við góða heilsu. Hann var einn af þeim, sem menn vildu gjarnan hafa í verki með sér og einnig var hann ágætur ferðafé- lagi og tók mikinn þátt í félagslífi samstarfsmanna sinna. Hann hafði mikla ánægju af laxveiði og mun hafa verið slyngur veiðimaður, þótt ég geti lítið um það dæmt því að ég hef nánast engin kynni af laxi nema soðnum. Sigurður hafði góða frásagnargáfu og gerði oft hvers- dagslega atburði eftirminnilega með því að líta á þá frá gamansömu sjónarhorni. Frá okkar langa samstarfstíma í sömu stofnun á ég ekki annað en ánægjulegar minningar og einnig frá samveru utan starfsvettvangs, en við áttum góð samskipti og héld- um áfram að hittast eftir að við létum af störfum. Sigurður var kvæntur frænku sinni Soffíu Briem. Þau eiga þrjú börn, Jón lögfræðing, Ingibjörgu húsfreyju og tækniteiknara og Sig- rúnu húsfreyju og kennara f Sví- þjóð. Heimili Soffíu og Sigurðar var með miklum myndarbrag. Hafa þau lengi búið í Lönguhlíð 9, annarri af tveimur byggingum við þá götu, sem starfsmenn Stjórnarráðsins réðust í að reisa fyrir áratugum, en Sigurður átti þátt í þeim fram- kvæmdum. Við hjónin sendum Soffíu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Birgir Thorlacius. Það var mér og fjölskyldu minni mikil sorgarfregn þegar við fréttum að Sigurður góðvinur okkar væri látinn. Að vísu hafði hann árum saman átt við mikla vanheilsu að stríða, en dauðinn kemur ávallt á óvart. Sigurður hafði með stuttu milli- bili upp á síðkastið þurft að leggj- ast í skyndi inn á spítala með hjartaöng, en brátt komið aftur heim. Ég bjóst við og vonaði nú á dögunum, er hann fór eina ferðina enn, að þetta gengi yfir eiris og áður, en sú von rættist því miður ekki. Sigurð hafði ég þekkt vel í ára- tugi. Hann var mjög ánægjulegur maður, alltaf í góðu skapi og með spaugsyrði á vörum. Hann var afar rólyndur, skarp- greindur, öruggur maður, traustur og góður vinur vina sinna. Alloft fórum við á laxveiðar sam- an og var þá oftast nær Jón Eiríks- son læknir, vinur okkar beggja, þátttakandi. Stundum buðum við Þórdís kona mín þeim báðum með okkur í lax- veiði í Soginu. Fyrir mörgum árum fórum við félagarnir þrír ásamt mökum okkar í langferð í eigin bílum með tjöld og tilheyrandi og bar þá margt skemmtilegt til, enda ungt og fjör- ugt fólk á ferð. Við fórum víða um Norðurland og gistum oftast í tjöldum, einna lengst dvöldum við hjá læknum í Atlavíkinni í Hallormsstaðaskógi í sól og blíðu. Þaðan skruppum við eitt sinn til Seyðisfjarðar til að ná í dálitla brjóstbirtu en þar var verið að salta síld og voru okkur gefnar nokkrar stórsíldar sem lagðar voru í lækinn og síðan snæddar soðnar með kart- öflum í kvöldverð og brögðuðust sem besti silungur! í ferðinni skoðuðum við ýmsa markverða staði svo sem við Mý- vatn og fórum alla leið til Öskju. Það var stórkostlegt og alltaf var fagurt veður. Á heimleiðinni var meiningin að koma að Dettifossi, fara svo í Ás- byrgi og gista þar. En þegar við höfðum skoðað fossinn og héldum áleiðis til nátt- staðarins sáum yið fjölda bíla og margmenni við Ásbyrgi, en þar eð við höfðum lítillega dreypt á brjóst- birtunni við fossinn þorðum við ekki að hætta okkur í fjölmennið og fengum leyfi til að tjalda við djúpan læk rétt austan við Jökulsár- brúna. Næsta morgun sátum við Sigurð- ur við iækinn og vorum að raka okkur og segja brandara. Sáum við þá okkur til mikillar undrunar nokkra laxa í læknum. Ég hafði tekið með mér veiði- áhöld og nokkra maðka, set einn á og sting upp á því við Sigurð að hann taki stðngina og komi með mér upp með læknum og láti agn- ið fljóta rólega niðureftir. Allt í einu er hann á og stekkur. Okkur tókst fljótlega að ná laxinum á land og sýndum hann konum okkar sigri hrósandi. Sigurður var ákaf- lega glaður yfir því að hafa veitt laxinn. Þetta gladdi konurnar mjög. Guðrún kona Jóns sagðist vera feg- in að fá lax að borða í stað saltfisks- ins sem Soffía kdna Sigurðar hafði lagt í bleyti. Undir þetta tók Þórdís kona mín sem sat við sjóðandi pott- inn. Jón kom þarna að brosandi og óskaði veiðimanninum til hamingju. Margt gerðist fleira skemmtilegt í þessari ferð en hér enda ég frá- sögnina. Frú Soffía eiginkona Sigurðar er, eins og hann, meðal bestu vina okkar Þórdísar og fjölskyldu okk- ar. Hún er hlýleg, myndarleg og vel gefin kona, róleg, örugg og vinföst eins og eiginmaður hennar var. . Hún hefur búið honum fallegt og vistlegt heimili. Þangað höfum við hjónin oft komið og notið hinnar miklu gestrisni þeirra beggja og góðra veitinga. Þau hafa einnig oft verið gestir okkar við ýmis tæki- færi. Við Þórdís og fjölskylda okkar sendum frú Soffíu, börnunum og öðrum vandamönnum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurði biðjum við Guðsblessunar og vel- farnaðar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Erlingur Þorsteinsson. Góður vinur okkar, Sigurður J. Briem, fyrrverandi deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, er látinn eftir langvinn og erfið veikindi. Kynni okkar Sigurðar spanna um hálfa öld. Þegar ég kom heim frá fram- haldsnámi í Danmörku eftir seinna stríð, réðst ég sem aðstoðarlæknir berklayfirlæknis vorið 1945. Starf mitt fólst m.a. í því að fara í berkla- rannsóknarleiðangra í héraðsskóla landsins og röntgengegnlýsa nem- endur og starfsfólk skólanna á haustin eftir setningu þeirra. Einnig að fara og röntgenlýsa á öðrum stöðum ef ástæða þótti til. í ferðum þessum var notað handhægt röntg- entæki sem hægt var að flytja í rúmgóðumþíl og nota næstum hvar sem var, a.m.k. þar sem rafmagn var fyrir hendi. Ég minnist vel fyrstu ferðarinnar sem farin var haustið 1945. Með í ferðinni var rafvirki sem sá um röntgentækið og svo Sigurður en hann var þá fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu, en undir það ráðuneyti heyrðu berkla- varnir ríkisins þá og var Sigurður því fulltrúi þess og leiðangursstjóri ferðarinnar. Ekki fór hjá því að við Sigurður kynntumst vel 1 þessum ferðum sem við fórum saman í ein 25 ár og stóðu yfir eina til tvær vikur, og með okkur myndaðist sönn vin- átta. Ekki spillti það vinskapnum þegar Sigurður kvæntist 1946 frænku sinni Soffíu Sigríði Jóns- dóttur Briem. Við Guðrún og þau hjónin höfum átt margar ánægju- stundir saman bæði við hátíðleg tækifæri og án nokkurs sérstaks tilefnis. Við lát góðs vinar sem hverfur af sviðinu er okkur innanbrjósts eins og hlutur af okkur hverfi líka. Með þessum fáu minningar- og kveðjuorðum viljum við Guðrún votta Soffíu, börnunum og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úð. Jón Eiríksson, Guðrún Sigurðardóttir. Þegar samferðamenn hverfa af hinu sýnilega sjónarsviði leitar oft- lega á mann sú hugsun hvað kunni að vera mest virði í fari manna. Þetta á ekki við ættingja, vini eða samverkamenn. Undarlegt er hve mat á lífsgildum breytist eftir því sem menn eldast. Það sem menn á yngri árum mátu mest og sóttust helst eftir verður einatt með árun- um sífellt minna virði og í flestum tilvikum eftirsókn eftir vindi. Því kemur mér þetta í hug við fráfall Sigurðar J. Briem að hann var einn af þeim mönnum sem gerði sér snemma ljóst hver væru hin varanlegu lífsgildi og allur hans lífs- ferill og persónuleiki átti eftir að mótast af því manngildismati sem hann tók ungur trúnað við. Sigurður J. Briem var það sem menn gleyma stundum að er trúlega hið verðmætasta í lífinu; hann var góður maður. Þótt Sigurður væri ljúfur, léttur, kátur í daglegri um- gengni, duldist ekki að þar fór maður með heilsteypta skaphöfn og eðlislægan, látlausan virðuleik. Eftir liðlega þrjátíu ára samstarf er margs að minnast, bæði í starfi og leik. Sigurður hafði yfirumsjón með ýmsum þáttum fjármála í þeim ráðuneytum, sem hann starfaði í, og að hætti Brjánslækjarmanna fórust honum þau störf farsællega úr hendi af samviskusemi og ná- kvæmni, sem aldrei jaðraði við smámunasemi. Hann var um skeið forstöðumaður Söfnunarsjóðs, sem var merkileg og sérstæð stofnun er bar glöggt vitni fjármálahyggju þeirra brímverja. Sigurður var af þeirri gerð emb- ættismanna er leit á störf sín sem þjónustu; að greiða götu manna á eins fljótvirkan og skilvirkan hátt og unnt væri hverju sinni. Góð þjónusta er sjaldnast metin að verðleikum, heldur tekin sem sjálf- sagt mál, en hugsanlega einhvers metin þegar menn komast í kast við andstæðu hennar; ólipurð og þversumhátt. Aðall hins góða emb- ættismanna er þjónustusemi í bestu merkingu þess orðs — svo undarlega sem slíkt kann að hljóma í eyrum einhverra. Góður þjónustu- maður ætlast ekki til sérstaks þakklætis fyrir þjónustu sína. Þakklætið er fólgið í verkinu sjálfu; að fá tækifæri til að vinna gott verk er í sjálfu sér meira en nóg umbun. Þótt Sigurður væri mjög hæfur og góður embættismaður og ein- stakur vinnufélagi, eru þó sam- verustundirnar utan við hið dag- lega argaþras minnisstæðari en flest annað. Gaman var að vera með Sigurði á góðri stund. Manni leið vel í návist hans og frá honum stafaði hlýja og göfgi. Og seint gleymist glettnisglampinn í augna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.