Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 21 LISTIR Hvað kemur hann mér við, hann ég? BOKMENNTIR Skáldsaga í LUKTUM HEIMI Höfundur: Fríða Á. Sigurðardóttir. Útgefandi: Forlagið 1994. 281 síður. Kr. 3.380. TÓMAS er sonur Jóhanns Marsilí- usar. Hann er tæplega fimmtugur sonur Jóhanns Marsilíusar. Hann er viðskiptafræðingur að mennt, sonur Jóhanns Marsilíusar. Yngri sonur hans. Svo er enn yngri dóttir. Jóhann Marsilíus er yfir og allt um kring, þótt viðvera hans í sög- unni sé fremur stutt. Aðal söguper- sónan er Tómas, hinn tæplega fimmtugi viðskiptafræðingur, sem hefur, ásamt Pétri bróður sín'um, rekið fyrirtæki föður þeirra árum saman. Þeir eru nútíma viðskipta- menn með nútímaviðskiptahætti, þ.e.a.s: Þeir taka áhættu. Ekki litla. Þeir leggja allt undir. Eða Pétur leggur allt undir, að því er Tómas segir. Tómas, sem þolir ekki ábyrgðarleysi, afneitun og sjálfs- blekkingu. Tómas er undir miklu álagi. Líf hans.er að taka stakkaskiptum. Á örfáum mánuðum hefur tilvera hans breyst frá því að vera venju- legur eiginmaður — með stöku frá- vikum — yfir í að standa einn í stormviðri lífsins. Sér til mikillar undrunar. Þótt hann hafi ekki verið trúr og tryggur og þótt hann hafi haldið við hálfsystur eiginkonunnar, eru viðbrögð hennar honum með öllu óskiljanleg. Hún er farin með jörðina sem hann stóð á og hann svífur í tómi. Allt er í móðu og hann leitar að föstum stað til að stíga aftur á fast land. I þessu lausa lofti hefst sagan um Tómas, hinn landlausa, og hún fer öll fram í því tómarúmi sem yfirtekur hann þegar hann stendur einn og óstuddur — og maður hugs- ar: Fjandinn vorkenni honum. En lag fyrir lag er varnarkerfinu flett af Tómasi. Varnarkerfi sem er svo þykkt að hann kemst ekki í gegnum það sjálfur, þó þunnt eins og eggjaskurn og brotnar ef á það er andað. Andstæðurnar eru ekki bara sterkar í Tómasi. Þær skipta honum í tvo hluta sem virðast ekki þekkj- ast. Hann er sjálfur sögumaður og lesandinn er að rýna í dagbókina hans, þar sem hann ræðir sjálfan sig í 3. persónu. En hann gerir það bara líka í mannlegum samskiptum. Nema í þau örfáu skipti sem nann grillir í tilfinningar sínar í gegnum móðuna; sárar tilfinningar einsemd- ar. En hann er fljótur að afneita tilfinningum sínum, þessi maður sem þolir ekki afneitun og spyr: „Hvað kemur hann mér við þessi bjálfi sem gerði sig að viðundri fyr- ir stelpugæs?" Og hann reynir að afneita ástinni. En því meira sem hann afneitar, því fastari verður hann í vef þráhyggjunnar. Sem sögumaður er Tómas ótrú- verðugur. Hann ber sig saman við Pétur, bróður sinn, og hefur vinn- inginn. Hann segir Pétur hafa lesti sem hann þoli ekki, en í næstu andrá afhjúpar hann sömu eigin- leika hjá sjálfum sér. En Tómas er ekki blindur á sjálfan sig. Hann bara þekkir sig alls ekki neitt. Hann hefur eytt lífínu í að vera einhver allt annar en hann er; einhver sem gæti hugsanlega öðlast viðurkenn- ingu frá Jóhanni Marsilíusi. En á þeim vikum sem hann hefur staðið jarðarlaus frammi fyrir spegilmynd sinni — og allar tilraunir til að fínna nýja konu til að láta sér líða vel hafa misheppnast af ýmsum ástæð- um — byrjar hann að brotna undan þeirri viðurkenningarþrá, reynir að öðlast hana frá einhverjum öðrum, án árangurs. Veröld hans hefur umpólast, gildismatið byrjar að gliðna og hann fer að velta því fyr- ir sér hvað hafi tilgang og hvað sé einhvers virði. Fimmtugur maður- inn veit það ekki gott vel. Hugsan- ir hans eru ótjósar og ruglingsleg- ar. Atburðir líka, hvort sem þeir eru í nútíð eða þátíð. „í luktum heimi" er saga manns, sem má segja að sé að ganga í gegnum breytingaskeið. Hann stendur á tímamótum, þar sem fortíðin er honum lokaður heimur þar sem hann hefur gengið að öllu sem sjálfsögðum hlut; aldr- ei staldrað við, ekki spurt spurninga. Hann hefur liðið í gegn um lífið eins og vélmenni með djúpa gjá milli hugsunar og tilfinn- inga. Tilfinninga sem hafa verið lokaðar inni. Og þótt hann streitist á móti sársaukanum, sem fylgir því að lokan brestur og uppsafnað tilfinningaflæði streymir stjórnlaust fram, fær hann ekki við neitt ráðið. Tómas er að verða að manneskju, sem á framtíð sem er honum líka lokaður heimur — á bak við svartar dyr. Sagan er ferðalag um skilyrt og afmarkað innra líf Tómasar og myndir þar skoðaðar eins og vasa- ljósi sé brugðið á vegg í miklu myrkri. Smám saman verður til heildarmynd. Þráðurinn, sem gæti virst ruglingslegur í fyrstu, verður ljósari og heilsteyptari eftir því sem ljósinu er oftar brugðið upp og eft- ir því sem efast er meira um stað- hæfingar Tómasar. Frásögnin fer hægt af stað en verður smám sam- an hraðari og hraðar í Hrunadansi vþess Tómasar sem var, að deginum sem hann gengur að dyrunum svörtu. Saga Tómasar er sérlega vel skrifuð. Fríða nær að lýsa karimann- inum, sem er fastur í hefðbundnu hlutverki og munstri ekki síður en konan. Öll hans mannlegu samskipti hafa mótast af hlutverkinu sem hann leikur, irman fjölskyldunnar, í fyrir- FRIÐA A. Sigurðardóttir tækinu, í samfélaginu, í samskiptum við konur og sem karlmaður. Hlutverk, sem hentar honum ekkert endilega. Myndin af þeim flækj- um, sem hafa orsakast af því, er skýr og virki- lega sannfærandi. Það er ekki svo gott að dæma hann fyrir það hvernig hann hefur reynt að klambrast í gegnum lífíð. Hann hef- ur gert sitt besta. Því miður hefur það aldrei verið það besta fyrir hann sjálfan. Ég man ekki eftir nokkurri sögu annarri, þar sem lýst er eins vel öryggisleysi karlmanns- ins í því hlutverki sem hann leikur, baráttu hans við einsemd pg sárs- auka, þörf fyrir ást og hlýju og bið eftir þeirri viðurkenningu sem hann mun seint fá frá föður sínum. Það hlutverk sem faðirinn leikur í mótun einstaklingsins, hvort sem er með nærveru sinni eða fjarveru, er að mínu mati sterkasti þáttur bókar- innar. „í luktum heimi" er sérstæð saga, vel skrifuð og skemmtileg, þar sem varpað er ljósi á tilfinning- ar og líf karlmannsins; heim sem ekki er mikið fjallað um í bókmennt- um. Og víst er að hræsni Tómasar, sem er auðvitað ekkert annað en sjálfvirk afneitun til að komast hjá sársauka, kemur ekki í veg fyrir að maður finni sárlega til með hon- um. En þrátt fyrir dramatískan efnivið er mikill húmor í sögunni og kveður þar sannerlega við nýjan tón hjá Fríðu. Súsanna Svavarsdóttir „Margar vistaverur" TONIIST Sólon Islandus RAF- OG TÖLVUTÓNLIST Á ÍSLANDI FRÁ UPPHAFI Sunnudagur 30. október 1994. ÍSLENSKRI tónlistarhátíð, á nótum raf- og rölvutækni, lauk með tónleikum sl. sunnudagskvöld. Svo- kölluð raftónlist á sév líklega nær fjörutíu ára sögu á íslandi og engan veit ég hafa meiri rétt til að kallast frumkvöðull þessarar tónlistar- stefnu hér en Magnús Blöndal Jó- hannsson, sem með réttu var valinn heiðurstónskáld hátíðarinnar. Tölvutónlist er raunar sama fyrir- brigðið, en að viðbættum öllum þeim möguleikum sem tölvan býr yfir og þar með myndbandinu, þar sem maður getur t.d. horft á tíðni- svið tónsins og styrkleika hans. Það er stökkbreyting sem ekki verður séð fyrir endann á, en vitanlega má byggja myndbandið upp á hverj- um þeim myndum sem höfundur kýs. Myndbönd verka sunnudags- tónleikanna voru með fyrrtöldu að- ferðinni, utan eitt. Ef satt skal segja komu verkin á tónleikunum mér á óvart og sötfn- uðu jafnframt vitur orð Biblíunnar „í húsi föður míns eru margar vist- arverur". Ég tek fram að ég tel mig lítt í stakk búinn til að leggja það mat á verkin sem ég gæti varið með nokkrum rökum. Tölvuþekking mín takmarkast við að geta kveikt á fyrirbærinu, ennþá ekki kominn það langt að geta slökkt á því. Mat mitt byggist því eingöngu á and- legri og líkamlegri líðan minni á öftustu bekkjaröð fyrir og eftir hlé. Fyrsta verkið var eftir einn af qkkar yngstu tónskáldum Kjartan Ólafsson. Verkið kallar hann Chronology, skrifað fyrir saxofón (Úlfur Eldjárn), gítar (Pétur Jónas- son) og tónband. Element verksins voru ekki mörg, en vel tengd, aldr- ei tilgangslaus og verkið varð aldr- ei langdregið, minnti mig stundum á veðurfar í byrjun vetrar. Gott jafnvægi. var á milli hljóðfæra og tónbands, - vel heppnuð vinna frá hendi ungs höfundar. Næsta verk, Patrita, eftir Helga Pétursson, einskonar kantata, byrj- aði á jólaklukkum með undirieik ryþmísks bassa, sem minnti á þegar freðin jörðin springur undan ofur- þunga frostsins, - kórþáttur og í lokin einskonar aría, dálítið jassað verk og fjölþætt, en varð þó -í lengsta lagi. Þetta var frumflutn- ingur verksins. Finnur Torfi Stefánsson kom á óvart - ekki áður heyrt raf- og tölvu- verk eftir hann, með tilbrigðum um þrástef og tóninn A. Líklega er verkið frumraun Finns Torfa á þessu sviði og þrátt fyrir að tilbrigð- in um tóninn A þyldu tæplega alla þessa tímalengd, hef ég á tilfinning- unni að Finnur Torfi eigi frekara erindi við tölvuna. Verkið sem reis upp úr í kvöld var Samstirni eftir Magnús Blöndal Jóhannssori. Engan skal það þó undra, hann er elstur og þroskaðast- ur höfunda kvöldsins og raftæknin hefur lengi verið hans hjartans mál. Hér var rafeindunum raðað svo meistaralega upp að úr varð heil- steypt, magnað listaverk. Einn ör- veikur tónn og einn, vart sjáanlegur punktur á myndbandinu, byrjuðu sköpunarsöguna. Stjörnuheimar splundruðust, verkið gekk til baka og hvarf í örveikan tón og ósýnileg- an punkt, meistaraverk. Myndband- ið fannst mér þó of einhliða. Tónleikunum lauk með villtri tón- bandssveiflu Lárusar Halldórs Grímssonar, sem hann kallar Búmm, búmm í Burkley, - ef ég heyrði rétt. Engin ástæða er til að spá um lífdaga raf- og tölvutónlist- ar, en til hamingju Erki-Tíðar- menn. Ragnar Björnsson. Hrímhvíta móðir MYNDLIST Mcnningarmiöstööin Gcröubcrgi HÖGGMYNDIR ÓLÖF NORDAL Opið mánud.-fimmtud. kl. 10-21 og föstud.-sunnud. kl. 13-17 til 6. nóv- ember. Aðgangur ókeypis I LISTASÖGUNNI er að finna fjölmörg dæmi þess að eðlisþættir konunnar jafnt sem náttúrunnar séu persónugerðir og þær ímyndir sem þannig verða til bera með sér ýmis einkenni, sem oft eru tengd ákveðn- um persónum úr menningarsögu eða goðsögum þeirra þjóða, sem hafa alið listamennina. Þannig hefur per- sónuímynd Jóhönnu af Ork oft verið notuð sem tákn um kjark, einurð og trú, jafnt sem sameiningartákn Frakka; Islendingar hafa leitað til ímynda Hallgerðar Höskuldsdóttur, Bergþóru Skarphéðinsdóttur og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur til að styrkja ákveðna þætti þjóðarsálar- innar, og loks skapað hina huglægu Fjallkonu, sem endanlegt tákn lands- ins_ í kvenlegum búningi. ímynd konunnar og tákngildi hafa hins Vegar orðið stöðugt fjölskrúð- ugri í myndlistinni og nægir að benda á jafn ólíka listamenn og Edvard Munch og Lucien Freud í því sam- bandi; auk þessu hefur auglýsinga- og tískuheimurinn eignað sér kvení- mynd samtímans, teygt hana og tog- að allt þar til ekkert hefur verið eft- ir annað en skelin. Vegna þessa er eðlilegt að lista- konur sýni hin síðari ár sífellt vax- andi áhuga á að takast á við ímynd konunnar í myndlist og þar með í raun eigin sjálfsmynd. Hinar eilífu spurningar, sem Gauguin tók upp (Hvaðan komum við? Hver erum við? Hvert förum við?) eru enn í fullu gildi, og hér á landi hefur mátt sjá þess ýmis merki, að listakonur leiti svara; sýningin „Tvískinnungur kvenholdsins" á Mokka fyrir tæpu ári var ef til vill sterkasta formgerð þessarar leitar til þessa. Sýning Ólafar Nordal í Gerðu- bergi, sem fer senn að ljúka, er hluti OLOF Nordal: Hrímhvíta móðir (hluti). af þessari þróun. Það hefur mikið breyst í list hennar á stuttum tíma, eða frá því hún var að vinna með form og línur á sýningu í Gallerí Sævars Karls fyrir þremur árum; sýninguna nú nefnir hún „Sjálfs- mynd", og í fáum en hreinskiptum verkum er tekist á við allt í senn - ímynd konunnar, landsins og persón- unnar. Hin ríka tilhneiging okkar íslend- inga til að persónugera landið er ekki fyrst til komin með rómantísk- um skáldum 19. aldar, en á sér lengri sögu. Vegna þessa er vel til fundið hjá listakonunni að taka upp í sýning- arskrá stuttan kafla úr „Crymogæa" Arngríms læra frá 1609, þar sem hann líkir landinu við mannslíkama, og greinir hvaða landshlutar sam- svara hinum ýmsu líkamspörtum. Slík „líkamning" landsins er óvenju- leg; algengara hefur verið að per- sónugera þær ímyndir, sem við tengj- um því og lífi okkar í faðmi þess, og síðan skreyta þæi' með tilvísun til kennileita eða sérkenna þess. Þetta er sú aðferð sem Ólöf fylg- ir. „Hrímhvíta móðir" er samsett verk úr fjórum litlum postulínsstytt- um - ásynju, madonnu, álfkonu og fjallkonu - sem standa á flísalagðri hillu andspænis áhorfandanum. Þó tákn hverrar ímyndar séu skýr, eru stytturnar vísvitandi aðeins óljóst mótaðar, líkt og til að leggja áherslu á táknin; þau eru það sem jafnan vekur athygli, en aldrei sú kona sem býr að báki. Konan er þannig ekki hluti ímynd- innar sjálfrar, heldur skraut hennar fremum en inntak. Til að leggja áherslu á þetta atriði hefur Ólöf síð- an unnið tvær stórar teikningar af vinsælum náttúrutáknum, sem eru stílfærðar og rammaðar inn í skraut- legum borðum; enn er það ímyndin fremur en inntakið, sem öll áherslan er á. Hér er því saman komin afar „þjóðleg" sjálfsmynd, þar sem öll ytri gildi ímyndarinnar er til staðar. En það reynist ekki nóg; ímyndin er ímynd tómleikans. Hin innri gildi persónunnar eru erfiðari viðfangs og væntanlega jafn brothætt og yfirborð postulínsins, sem hér er þegar tekið að bresta. Hér ræður viðfangsefnið vinnu- brögðum. Sýningin ber vott um frjóa listhugsun og gott samræmi hug- myndar og framkvæmdar hjá ungri listakonu, og er rétt að benda listunn- endum að fylgjast vel með henni í framtíðinni, og gjarna líta inn í Gerðuberg áður en sýningunni lýkur. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.