Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ lr FRETTIR tr A að f ækka Islendingum? Fti Ólaii Ólafssyni: "^f Ég er ekki sammála vim' mlnum ' prófessor Reyni Tómasi Geirssyni (Mbl. 15.10. 1994) um aS alltof j mörg börn fæðist á tslandi, | I ¦ I I rÍINUIH ÞoRsk'ur NÝLÍÐUM i'G-MUMD Það er nú fleira matur en þorskur Reynir minn. Líttu bara á nýliðun kartaflna, ansi vantar nú marga munna til að torga þeim öllum, góði .... Landlæknir um fjölgun penisillín- og fjölónæmra sýkla Hvetur eldra fólk til að láta bólusetja sig ÓLAFUR Ólafsson landlæknir segir að vegna fjölgunar penisillínónæmra sýkla undanfarin ár sé áríðandi að eldra fólk notfæri sér bólusetningu gegn lungnabólgu sem stendur því til boða á öllum heilsugæslustöðvum. Bólusetning, sem veitt getur 60-70% vörn gegn lungnabólgu, hófst hér á landi fyrir þremur árum og var ísland fyrsta þjóðin sem hóf slíkar bólusetningar. Nú hafa um 30% fólks 60 ára óg eldri verið bólusett úti á landsbyggðinni, en rúmlega 12% á Reykjavíkursvæðinu. Verið er að prófa nýtt bóluefni fyrir ungbörn á Landspítalanum í samvinnu við banda- rísku heilsufræðistofnunina í Atlanta, og segir Ólafur að ef vel tekst til með þetta verkefni geti það komið í veg fyrir sýkingu af völdum fjöló- næmra lungnabólgusýkla. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri rétt sem kom- ið hefði fram upp á síðkastið um að veruleg fjölgun hefði orðið á penisillínónæmum sýklum umdan- farin þrjú ár, líklega af völdum ríf- legrar sýklalyfjagjafar hér á landi. Hins vegar væri meirihluti sýkla næmur fyrir flestum öðrum sýkla- lyfjum, og ef rætt væri um sýkla sem eru fjölónæmir, þ.e. ónæmir gegn öllum sýklalyfjum sem gefin eru í gegnum munn, þá væri þar um niikinn minnihluta sýkla að ræða. Ólafur sagði að ljóst hefði orðið fyrir um 20 árum að hér á landi væru sýklalyf gefin ríflega, og land- læknisembættið og fleiri aðilar hefðu ítrekað bent á þetta, m.a. í Læknablaðinu og dagblöðum. Kom- ið hefði í ljós að sýklalyfjanotkun var mest í Reykjavík, en minni úti á landi, og athygli hefði vakið að það- fylgdi almennri lyfjanotkun. Ekki haft árangur sem erfiði „Það var til dæmis minna gefið af róandi lyfjum úti á landi en í Reykjavík, og við drógum gjarnan þá ályk'tun að þetta fylgdi ýmsum breytingum í hegðunarmynstri fólks og það hefur komið á daginn að það virðist vera þannig. Nú hef- ur munurinn á milli landsbyggðar- innar og Reykjavíkur minnkað, en þó vitum við að það er sums staðar enn verulegur munur. Við höfum bent á þetta rækilega í mörgum greinum í Læknablaðinu og síðan höfum við síðastliðin þrjú ár ásamt lyfjamáladeild heilbrigðisráðuneyt- isins birt þar mánaðarlega greinar um lyfjamál, en margar þeirra eru einmitt í þá veru að benda á þetta. Það verður hins vegar að segjast eins og er að við höfum kannski ekki beint haft árangur sem erfiði. Það var líka ein ástæðan fyrir því að við Iétum það óátalið þó að greiðslur fyrir sýklalyfjaávísanir kæmu að öllu leyti frá sjúklingun- um, því við sáum að annað virtist ekki hafa áhrif. Það hafði svo í för með sér að ávísanafjöldinn lækkaði töluvert," sagði Ólafur. Átölur Innkaupastofnunar Reykjavíkur „ Vísum átölum til föðurhúsa" „VIÐ vísum átölum Innkaupastofn- unar Reyjavíkurborgar til föðurhús- anna," segir Gunnar Birgisson, for- maður bæjarráðs Kópavogs, en stofnunin hefur fundið að þeirri aðferð sem kaupstaðurinn beitti við val verktaka í lokuðu útboði við fimmta áfanga Hjallaskóla, þar sem aðeins verktakar með aðsetur í Kópavogi urðu fyrir valinu. Gunnar segir að einn þeirra verk- taka sem var valinn hafi aðsetur í Garðabæ, þannig að gagnrýnin sé ekki að fullu rökstudd, auk þess sem „Innkaupastofnun og Reykjavíkur- borg eru engin sérstök lögregla um aðferðir við tilboð á höfuðborgar- svæðinu," segir hann. „Égheld þar að auki að það heyri til undantekn- inga að fyrirtæki í Kópavogi eða hinir mörgu hæfu tæknimenn sem þar eru hafi fengið að vera með í lokuðum útboðum sem haldin hafa verið í Reykjavík, og þegar ég hef spurst fyrir um ástæður þessa. hef ég fengið þau svör í gegnum tíðina að þeir þekki ekki nein fyrirtæki í Kópavogi." Lokuð útboð einvalaliðs „Reykjavíkurborg hefur verið hörð í að semja beint við fyrirtæki, samanber Ráðhúsið, og vera með lokuð útboð fyrir svo kallað einvalal- ið. Kópavogskaupstaður heldur mik- ið af lokuðum útboðum, bæði fyrir gatnaframkvæmdir og annað, og megnið af þeim fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir valinu eru frá Reykjavík. Þá heyrist hvorki hósti né stuná frá Reykjavíkurborg eða Innkaupastofnun borgarinnar." Gunnar segist fylgjandi lokuðum útboðum, þar sem hæfír menn séu valdir til verka, en Kópavogur muni halda áfram að blanda saman lok- uðum og opnum útboðum, enda hafi sú blanda gefist ágætlega. Hann geti ekki tekið gagnrýni stofnunar- innar alvarléga, en henni verði hugs- anlega svarað á öðrum vettvangi. Siguröur Hróarsson endurráðinn Islenskum verkum fjölgað FYRIR skömmu sam- þykkti Sigurður Hróarsson, leik- hússtjóri Borgarleikhúss- ins, boð stjórnar Leikfé- lags Reykjavíkur um fram- lengingu ráðningarsamn- ings um fjögur ár frá og með 1. september 1995. Um sama leyti var eins árs samningum tíu leikara við LR sagt upp með sex mán- aða fyrirvara. Auglýsa á stöðurnar lausar. Sigurður kveðst þó ekki merkja ann- að en að starfsandi innan LR sé jafn góður og fyrr. - Reyndiröu að fela vilja til að losna við ákveðna leikara innan þessa tíu manna hóps, með því að segja þeim öllum upp? „Nei, hefði það eitt vak- að fyrir mér að segja upp samning- um tiltekinna leikara vegna þess að ég mæti stöðuna svo að þeir hefðu ekki innstæðu fyrir því að vera á samningi, hefði ég gengið beint til verks og gert það með þeim hætti. Fyrir mér er þarna sannarlega verið að hrinda í fram- kvæmd grundvallarsjónarmiði sem mér finnst leikhúsinu og leiklistinni til framdráttar þegar til lengri tíma er litið. Það var eina ástæðan." Borgarstyrkur til LR nam 41,1 milljón króna seinasta heila leikár- ið í Iðnó 1988-1989, sem er fram- reiknað til núvirðis um 65 milljón- ir króna og hefur verið um 120 milljónir seinustu tvö leikár, sem er þrepaskipt hækkun upp á alls tæp 85% á þessu tímabili. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar eru LR ætlaðar rúmar 120 milljónir króna til starfsemi sinnar á þessu ári, sem eru rúm 82% af samanlögðum styrkjum borgarinnar til menningarmála, að frátöldu framlagi til Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Velta er um 230 milljónir króna, þar af um helmingur sjálfsaflafé, og renna um 80% í launakostnað að jafn- aði. Ef setja má nokkurs konar þumalputtareglu um reksturinn, er hægt að segja að 15% þeirra verka sem leikhúsið sýnir greiði kostnað við 85% verka. - Rekstur LR einkennist aftals- verðum sveiflum milli ára ogþann- ig var hagnaður af starfseminni leikárið 1991-92, en um 30 millj- óna króna tap leikárið 1992-93 og á seinasta leikári var reksturinn neikvæður um á aðra milljón króna. Er þetta ekki óviðunandi? „Ég tel engar líkur á því að LR geti haldið uppi fullri og metnað- arfullri starfsemi, með því að þurfa að treysta í jafnmiklum mæli á sjálfsaflafé og verið hefur, og held að stær;sta mál- ið nú sé að fá meiri 'fjár- muni til rekstursins. Knýja þarf fram aukið framlag frá Reykjavík- ™™"¦"¦¦"¦* urborg eða öðrum aðilum. Við fáum ekkert frá ríkinu í augna- blikinu og þarf að heria á það aftur eða aðra utanaðkomandi aðila, því að mér þykir saga LR sýna fram á að við getum haldið jöfnu hlutfalli milli styrks og sjálfsaflafjár. Á því tímabili sem utanaðkomandi fé til leikhússins hefur tvöfaldast, hefur sjálfsaflafé hússins gert það einnig og mér fínnst engin ástæða til að ætla annað en það geti haldist í hendur áfram, sem er í sjálfu sér dálítið makalaust. Það er hins vegar röng stefna að gera sér vonir um að við getum náð þessu hlutfalli upp fyrir helming. Við viljum meina að ef borgarstyrkurinn myndi hækka upp í 160 miiljónir króna, treystum við okkur til að reka hér Sigurður Hróarsson ?SIGURÐUR Hróarsson er fæddur 1956 í Bifröst í Borgar- firði, ólst upp á Laugum í Reykjadal, lauk stúdentsprófi frá MA 1977, stundaði nám í Bandaríkjunum um eins árs skeið, lauk BA-prófi í íslenskum fræðum og almennum bók- menntum frá HÍ 1982 og cand. mag. prófi í islenskum bók- menntum 1985. Til 1990 starf- aði hann m.a. sem auglýsinga- og textasmiður, stundakennari við HÍ og leikhússtjóri hja Leik- félagi Akureyrar. Auka þyrffti styrk borgar metnaðarfulla dagskrá án mikillar áhættu svo langt sem við sjáum. Borgarleikhúsið var reist af mikl- um stórhug þeirra stjórnmála- manna sem að því verki stóðu, en þeim stórhug hefur ekki verið fylgt eftir af stjórnmálamönnum við reksturinn í húsinu. Enn þann dag'í dag er LR, þrátt fyrir um- fang sitt með tilliti til leikara, húsakynna og aðsóknar, hvað op- inberleg framlög snertir, litla leik- húsið í bænum." - Leikdómar um LR seinustu ár leiða í Ijós mismikla ánægju með listrænt val og stjórn. Er breytinga að vænta? „Nú er það blessunarlega þann- ig í leikhúsi að maður spáir aldrei alveg rétt. LR hefur um langt árabil gengið til móts við áhorf- endur og skilgreint sig í einhverj- um skilningi sem alþýðuleikhús. Það þýðir að leikhúsið hefur verið óhrætt við að setja upp sýningar sem öðru fremur þjóna þeim til- gangi að skila aurum í kassann, jafnvel þó að bæði okkur innan- húss — að ekki sé minnst á gagn- rýnendur — fínnist þau verkefni oftar en ekki af íhaldssamari toga eða að á bak við þau sé lítill list- rænn metnaður, í einu orði skilgreint sem af- þreyingarefni. Mér finnst ekkert að því ¦——¦"— nema síður sé að halda þessari stefnu áfram. Hins vegar ef við lítum yfir 20 vinsælustu sýningar LR seinustu 20 ár, lætur nærri að 15 þeirra séu á nýju ís- lensku efni. Við þykjumst nokkuð geta séð fyrir hvernig þau verk- efni eru sem við erum sáttust við að framleiða og hafa mestar likur á að taka inn marga áhorfendur og verulegar tekjur; þ.e. góð — þótt slíkt mat sé afstætt - íslensk verk um íslenskan veruleika. Ég vil ekki vera með neinaryfirlýsing- ar um verulega breyttar áherslur í starfi á þessari stundu, en get þó sagt að ég hef og mun ráða fleiri íslenska höfunda til leikhúss- ins og Ieggja enn meiri áherslu en verið hefur á frambærilegt nýtt íslenskt efni. Þess mun greini- lega sjá stað á næstu árum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.