Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 43 ARNI M. MATHIESEN FRÉTTIR ■ SKÓLAKEPPNI Tónabæjar lýkur í kvöld, föstudaginn 4. nóvem- ber, með dansleik þar sem Páll Óskar og MUjónamæringarnir leika fyrir dansi. Sigurvegarar skólakeppninnar verða krýndir og verðlaunaafhending fer fram í þeim greinum sem keppt var í: Fótbolta, félagsvist og spurningakeppni. ■ NÁMSKEIÐ í sjálfrækt sem byggir á vinnu með heild persónu- leikans hefst laugardaginn 5. nóv- ember nk. Gerðar eru skriflegar æfingar til að gera upp bernskuna og úrelt hegðunarmynstur. Kennd- ar eru aðferðir til að byggja upp sjálfsvirðingu og laga til í samskipt- um. Fjallað er um líkamsrækt og hollt mataræði. Sérstök áhersla er lögð á aðferðir til að byggja upp jákvæða hugsun og setja sér skýr markmið. Þátttakendur læra önd- unar- og slökunaræfingar og grunnreglur í sambandi við hug- leiðslu. Einnig er fjallað um orsakir og leiðir til að sigrast á vandamál- um og byggja upp lífsstíl vel- gengni. Námið fer fram í formi fyrirlestra, umræðna og skriflegra æfinga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Kennslubók fylgir og auk þess er 14 daga stuðningsáætlun í sambandi við hugleiðslu, mataræði og líkamsrækt. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson hjá Stjörnuspekimiðstöðinni, Kjörgarði, Laugavegi 59. ■ STJÓRNARFUNDUR hjá Lögreglufélagi Kópavogs haldinn 1. nóvember ályktar: Stjórn Lög- reglufélags Kóp'avogs harmar þann neikvæða fréttaflutning sem verið hefur undanfarið í ijölmiðlum um lögreglumenn í Kópavogi. Meðal annars hefur verið vitnað til skýrslu sem dómsmálaráðuneytið hefur lát- ið vinna um lögregluna í Kópavogi. Fjölmiðlar hafa nokkrum sinnum vitnað í skýrsluna sem átti að vera trúnaðarmál og á ekki að hafa ver- ið birt. Þar hefur verið fullyrt að hún væri til vansæmdar fyrir lög- reglumenn í Kópavogi án þess að heimildarmanna sé getið. Er það von okkar að þessum neikvæða fréttaflutningi linni, sem óhjá- kvæmilega skaðar lögreglu al- mennt. ■ KYNNINGARFUNDUR fyrir unglinga sem hafa áhuga á borg- aralegri fermingu 1995 og að- standendur þeirra verður haldinn laugardaginn 5. nóvember kl. 11-12.30 í Kvennaskólanum, Frí- kirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð, stofum 2, 3 og 4. ■ I LA UGARDAGSKAFFI Kvennalistans 5. nóvember er yfir- skriftin Undir stjórn kvenna. Þar flytur Hansína B. Einarsdóttir erindi um stöðu kvenna á vinnu- markaði framtíðar og konur sem stjórnendur. Kaffið er á Laugavegi 17, 2. hæð og hefst kl. 11. Basar Hringsins um helgina KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnudaignn 6. nóvember kl. 14 í Fóstbræðra- heimilinu við Langholtsveg. Margir fallegir handunnir munir til jólagjafa og góðar kök- ur verða þar til sölu. Basarmunir verða til sýnis fram að basardegi í glugga verslunarinnar Dö- munnar, Laugavegi 32. Ennfremur verðatil sölu nýju jólakortin sem í ár eru með mynd eftir Karólínu Lárusdóttur sem hún gerði sérstaklega fyrir fé- lagið. Allur ágóði rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa af miklum dugnaði unnið að mannúðarmál- um í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspít- ala Hringsins og allan búnað hans. Nú er fyrirhuguð bygging sér- hannaðs barnaspítala. Hrings- konur hafa lofað 100 milljónum króna til byggingaframkvæmd- anna. Langur laugardagur LANGUR laugardagur verður á morgun, 5. nóvember. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir Löngum laugardögum fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þennan Langa laugardag er fyr- irhugað að Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík komi í heimsókn og verði með styrktardag ásamt því að sýna búnað sinn og vera með fjallbjörg- unarsýningu á Laugavegi. Tveir fall- hlífastökkvarar frá flugbjörgun- arsveitinni lenda í Hljómskálagarð- inum kl. 13. Hagkaup Kjörgarði býður upp á harmonikuleik og glímusýningu og skyr verður selt á gamla mátan úr trogi eftir hádegi. Hljómsveitin Lipstick Lovers skemmtir vegfar- endum milli kl. 14 og 16 fyrir utan veitingahúsið Tvo vini. Bangsaleik- urinn verður í gangi og í verðlaun verða fimm vinningar frá versluninni Herrahúsinu Adam, Laugavegi 47. Verslanir og veitingahús verða með tilboð í tiiefni dagsins. Á Löng- um laugardögum eru verslanir opnar frá kl. 10-17. Námstefna um líf og dauða BIBLÍU SKÓLINN við Holtaveg heldur námstefnu laugardaginn 12. nóvember kl. 12.45-18 sem ber heitið Upp á líf og dauða. Leitað verður svara við siðfræðilegum spurningum sem varða upphaf og lok lífsins. Pallborðsumræður og fyr- irspurnir verða í lokin. Gunnar J. Gunnarsson, iektor við KHÍ, fjallar um lífið og dauðann út frá kristnum skilningi, Vilhjálmur Árnason dósent í heimspeki við HÍ fjallar um siðfræði lífs og dauða, Leifur Þorsteinsson, líffræðingur, fjallar um tæknifijógvun, fósturvísa- rannsóknir og möguleika framtíðar- innar á því sviði og Haraldur Jó- hannsson, læknir, fjallar um tækni- lega möguleika á framlengingu lífs og líffæraflutninga. Námskeiðsgjald er 800 kr. og stendur innritun yfir. Námstefnan er öllum opin. Basar og kaffsala í Sunnuhlíð JÓLABASAR verður haldinn í Dag- dvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi laugar- daginn 5. nóvember kl. 14. Verða þar seldir ýmsir handunnir mundir, unnir af eldra fólki, meðal annars margt skemmtiiegra jóla- gjafa. Kaffisala verður í matsal þjón- ustukjarna Sunnuhlíðar og verður þar á boðstólum kaffi og gott með- læti. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar fyrir aldraða í Kópavogi, þar sem fólk nýtur ýmiss konar þjónustu og stuðnings til að geta búið sem lengst heima. Ný umferðarljós á Hringbraut KVEIKT verður á nýjum umferðar- ljósum laugardaginn 5. nóvember kl. 14 á mótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Ennfremur verður sama dag kveikt á hnappastýrðum gönguljós- um á Hringbraut við Birkimel/Ljós- vallagötu. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu Ijósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í nptkun. Rætt um næringu á matvæladegi ÁRLEGUR matvæladagur Matvæla- og næringarfræðingafélags Islands (MNÍ) verður haldinn 5. nóvember nk. að Borgartúni 6 kl. 9-13. Yfirskrift dagsins í ár er: Mat- vælaiðnaður og manneldi. Flutt verðut inngangserindi um æskilega næringu og áhrif matvælafram- leiðslu á hollustu. Vinn ltm ngstöíur ■ ——■ miövikudaginn: 2.11.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING a ••<• 41.419.000 C% 5 af 6 CÆ+bónus 0 2.209.606 E1 5af6 4 151.137 ES 4af6 349 1.697 01 38,6 Ca+bónus 1.279 198 MVinningur: fór til Danmerkur og Noregs UPPtÝSINGAR, SIMSVARI 81- 88 15 11 L.UKKUUHAB9 1000-TEKTAVARP451 3IRT MED FYRIRVABA UM PRENTYILLUR 1 í EITT A F ÞREMUR EFSTU ] STUÐNINGSMANNASKRIFSTQFA DALSHRAUNI 1 1 • QPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL.1 D-2 2 • SÍMAR: 65 43 B9 /65 43 92 GunnarÁ. Beinteinsson, viðskiptafræðingur: „Ég kynntistÁnui í íþróttnnum. Hann kann að ná árangri og veit að til þess þarf vinnu og aftur vinnu. Hann er maðurframtíðarinnar, />ess vegna kýs ég luxnn. “ Gunnar I. Birgisson, verkfræðingur: „Ámi veit livað þarftil að efla atvinnulífið í ReykjaneskjöriUemi. Hann hugsartilframtíðar. Pannig mann styð ég. “ Marín Magnúsdóttir, kvikmyndagerðarkona: „Ég kýsÁma vegna þess að ég treysti honum jyrir skattjfeningunum m ínum og veit að hann misnotar ekki aðstöðu sína. “ Sigurbjörn Bárðarson, íþróttamaður ársins 1993: „Ámi er nutður sem ég treysti. “ Aöaitölur: 8YílYl2: ;14)(22)(32 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 127.916.649 áist: 3.659.649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.