Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 56
fM*tgmiÞ!ðfr& \%A MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 4. NOVEMBER 1994 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vinnslustöðin á verðbréfaþing AÐALFUNDUR Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum verður haldinn í Vestmannaeyjum síðdeg- is á morgun. Þar verður m.a. greint frá því að fyrirhugað er að hluta- bréf fyrirtækisins verði skráð á verðbréfaþingi fyrir mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa stjórnendur fyrir- tækisins unnið áð því að undan- förnu að fá hlutafjárloforð upp í þá 400 milljóna króna hlutafjár- aukningu, sem heimiluð var á aðal- fundi félagsins fyrir ári, þótt ekki liggi enn fyrir hvort hlutaféð verði endanlega aukið um 400 milljónir eða eitthvað lægri fjárhæð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins liggur ekki fyrir hversu há upphæð verður í hlutafjárútboð- inu þegar fyrirtækið verður skráð á markaði, þar sem endanleg upp- hæð mun ráðast af því hversu margir nýta sér forkaupsrétt að hlutafjáraukningunni og að hve miklu leyti. Raunar fer fram lokað hlutafjárútboð á bréfum Vinnslu- stöðvarinnar fram undir miðjan mánuð, þar sem nýtt hlutafé er selt á nafnverði. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að fyrsta skráða gengi á hlutabréfum í Vinnslustöðinni verði um nafnverð, 1-1,05. ¦ Dó Sambandið aldrei?/28 Seðlabanki íslands Húsbréf seld á ný SEÐLABANKINN seldi í gær hús- bréf á Verðbréfaþingi íslands fyrir um 38 millj. kr. og voru söluvext- irnir 5,82% og 5,78%, skv. upplýs- ingum Yngva Arnar Kristinssonar, framkvæmdastjóra peningamála- sviðs bankans. Þetta er í fyrsta skipti í sex mánuði sem Seðlabankinn selur húsbréf á verðbréfamarkaði en bankinn hefur þótt halda nokkuð að sér höndum á markaðnum að undanförnu. Yngvi Örn telur hugsanlegt að ávöxtunarkrafa húsbréfa muni fara heldur lækkandi á næstu dögum en hún hefur hækkað ört að undan- förnu. Náði hún hámarki í gærmorgun þegar ávöxtunarkrafa kauptilboða á verðbréfaþingi var 5,95% fyrir nýjustu flokka húsbréfa og lítið eitt hærri vegna eldri flokka hús- bréfa. Yngvi Orn sagði að um miðj- an dag í gær hefði ávöxtunarkrafan hins vegar tekið að síga niður á við og síðdegis hefði Seðlabankan- um tekist að selja dálítið af hús- bréfum. Einu verðbréfafyrirtækj- anna hefði verið gert gagntilboð sem það gekk að með ofangreind- um vöxtum. Morgunblaðið/Golli Sigur í vígsluleik Morgunblaðið/Kristinn UNGMENNAFELAGIÐ Breiða- blik í Kópavogi fagnaði merkum áfanga í gærkvöldi, þegar því var afhent nýtt og glæsilegt íþrótta- hús í Kópavogsdal og íslenska landsliðið í handknattleik kórón- aði vígslukvöldið með því að sigra Dani á alþjóðlega Reykja- vikurmótinu, 23:22. A stóru myndinni er sigrinum fagnað; Guðmundur Hrafnkelsson faðm- ar Bergsvein Bergsveinsson, sem stóð í markinu í lokin, og varði skot eins Danans af línu er að- eins ein sekúnda var eftir. Bjarki Sigurðsson er fyrir miðri mynd. Áður en húsið var formlega afhent og vígt var listaverkið Upphaf eftir Grím Marinó Stein- ðórsson afhjúpað af Gesti Guð- mundssyni. Steinn hvílir í fjög- urra metra hæð á súlum. Fyrir 45 árum settust Gestur og Guð- mundur Guðmundsson á steininn í lóð Gests og þar fæddist hug- myndin að stofnun ungmennafé- lags í Kópavogi, sem síðan var stofnað 12. febrúar 1950. 55.000 hafa framfærslu- tekjur að mestu frá ríkinu 40.000 manns fá tekjur úr félagslega kerfinu, 55% fleiri en árið 1984 ALLS fá 55.000 manns hér á landi, eða um 20% þjóðarinnar, mest- an hluta framfærslutekna sinna frá ríkinu. Þeir, sem fá tekjur sínar að öllu leyti frá félagslega kerfinu í formi ýmiss konar bóta og lána, eru nærri 31.000 talsins og starfsmenn ríkisins eru um 24.000. Þetta kemur fram í grein eftir Þór Sigfússon, hagfræðing og ráð- gjafa fjármálaráðherra, í vikurit- inu Vísbendingu, sem út kemur í dag. Þar segir ennfremur að við þennan hóp bætist um níu þúsund manns, sem fái hluta af fram- færslutekjum sínum frá ríkinu. Ótaldir séu hins vegar þeir starfs- menn einkafyrirtækja, þar sem ríkið sé aðalkaupandi þjónustunn- ar, en það myndi enn hækka töluna. Óskar Vigfússon um hentifánaskip Horfið til fortíðar MIKLAR umræður urðu um ráðningarkjör íslenskra sjó- manna á hentifánaskipum '• á þingi Sjómannasambands ís- lands í gær. Lagðir voru fram samningar sjómanna á Sigli og Hágangi I og II. Óskar Vigfús- son, fráfarandi formaður Sjó- mannasambandsins, sagði að með þeim væri verið að hverfa áratugi aftur í tímann. Við brottvísun úr starfi fær sjómaður, samkvæmt samning- unum, greidd laun aðeins fram að brottvísunardegi og skal hann greiða ferðakostnað sinn og þess sem kemur í hans stað. ¦ Hentifánaskip/17 25% Iandsmanna greiða tekju- og eignarskatt Fram kemur í grein Þórs að á seinasta ári hafi um 25.000 manns fengið framfærslutekjur frá ríkinu í formi framlaga frá almanna- tryggingakerfinu, t.d. elli- og örorkulífeyris, fæðingarorlofs og atvinnuleysisbóta. Níu þúsund elli- og örorkulífeyrisþegar hafi fengið hluta framfærslu sinnar frá al- mannatryggingum og tæplega 6.000 námsmenn haft framfæri sitt af lánum frá Lánasjóði ís- lenzkra námsmanna. Samtals séu því um 40.000 manns (15% þjóðar- innar) með meirihluta framfærslu sinnar frá ríkinu að ríkisstarfs- mönnum frátöldum, og hafi þessi hópur stækkað um 55% frá árinu 1984, er hann var um 26.000 manns (11% þjóðarinnar). „Þess má geta að á árinu 1993 greiddu um 25% landsmánna tekju- og eignarskatt þegar tekið hefur verið tillit til barna- og vaxtabóta," segir Þór í grein sinni. „Árið 1984 var hlutfallið um 30%. Þeir sem hafa lífsviðurværi sitt frá ríkinu verða því að líkindum orðn- ir fleiri en skattgreiðendur innan fárra ára ef fram heldur sem horf- Helmingsfjölgun ör- orkulífeyrisþega Þór vekur athygli á að örorkulíf- eyrisþegum hafi fjölgað um hart- nær helming á tíu árum. Engin ein skýring sé á þessu, en nefna megi að sífellt meira tillit sé tekið til svokallaðrar félagslegrar ör- orku. Þá sé líklegt að slæmt at- vinnuástand hafi ýtt undir þróun- ina, en slíkt bitni oft á fólki með Fófk með framfærslu frá ríkinu árin 1993 og 1984 Hðpur Bllllfíeyrlsþegar með óskerta tekjutrygglngu Ororkulíleyrisþegar m. HJM 3.300 óskerta tekjutryggingu Hh.8 I.830 ¦ 4.500 127765 AOIIar sem fengu greltt [ læðlngarorlol Atvinnulausir á ISHBi 5.600 atvinnuleyslsbátum H 1.480 Námsmenn á námslánum Irá LÍN .5.850 5.428 Ellllífeyrisþegar með skerta tekjutrygglngu Öwrkulífeyrisþegar m. »2.060 skerta tekjutrygglngu fass skerta starfsorku. Reglur um ör- orkumat séu oft óljósar og túlkun á þeim hafí orðið rýmri. Sem hugsanlegar leiðir til úr- bóta nefnir Þór að færa örorku- kerfið yfir til sveitarfélaga, en þau séu líklegri cn ríkisvaldið til að reyna að hjálpa fólki til sjálfshjálp- ar. Einnig sé brýnt að draga úr ríkisumsvifum. Engu mun- aði að snjó- flóð hrifi bílinn „ÉG ER tiltölulega róleg yfir þessu en geri mér ljósa grein fyrir að ekki mátti miklu muna að illa færi," sagði Vilhelmína Héðinsdóttir eftir að hún lenti í snjóflóði á alræmdum kafla skammt norðan Sauðaness utan Dalvíkur um kvöldmatarleytið ígær. Hún var ein á ferð á leið frá Ólafs- firði til Akureyrar. Skilyrði voru slæm, dimmt og nokkur hríð, þannig að hún sagðist hafa ekið hægt og rýnt út í veðrið.- „Þá tók ég eftir að það ultu kögglar niður úr hlíðinni og yissi þá að ekki var allt með felldu. Ég negldi bílinn niður, sem betur fer, því hefði hann verið bíllengd framar hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum," sagði Vilhelmína. Fyrir neðan veginn er brött hlíð niður í sjó. Snjór upp á vélarhlíf Flóðið geystist framhjá og gat hún lítið að gert og sagðist hafa verið hrædd um að meira kæmi niður úr fjallinu. Bíllinn sat kolfastur, snjór- inn náði upp á vélarhlífina og lítið dugði þótt hún reyndi að krafsa hann frá. Tveir gámabílar komu nokkru síðar á vettvang og dró ann- ar þeirra bílinn úr flóðinu. Flóðið var um 2 metra þykkt og 10-15 metra breitt og var vegurinn milli Dalvíkur og Ólafsvíkur lokaður í u.þ.b. klukkustund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.