Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 6
6 PÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ t FRETTiR Errósafnið í Hafnarhúsið Efasemdir úm hugmyndir menningarmálanefndar í Þróunarfélagi og hafnarstjórn skoðaðar ásamt þeim hugmyndum sem liggja fyrir um nýtingu hússins. Hann sagðisf gera ráð fyrir að borgarráð samþykkti á þriðjudag að stofna starfshóp til að fara yfír þetta mál áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Nýting hússins bundin í hafnarlögum Árni sagði að meðal þess sem þyrfti að taka afstöðu til væri eignarhald á húsinu. Ekki væri um það að ræða að hafnarsjóður Reykjavíkúr gæfí borgarsjóði húsið. Hafnar- sjóður væri bundinn af hafnarlögum sem m.a. kvæðu á um leyfílega nýtingu eigna hafna. Brunabótamat Hafnarhússins er um 850 milljónir króna, en söluverðmæti þess er eitthvað lægra. „Ég hef ekki verið sannfærður um ágæti þeirrar hugmyndar að taka svona stóran hluta hússins undir eina tegund af starfsemi. Þetta mál gengur fyrst og fremst.út á að glæða húsið lífí og fá líf í miðbæinn. Mér fínnst hugmyndin um listasafn eða menningarmið- stöð athyglisverð, en ég er ekki sannfærður um að rétt sé að taka allt húsið undir slíka starfsemi. Ég útiloka það hins vegar alls ekki," sagði Arni Þór. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Þróunarfélags Reykjavíkur, sagðist vera fylgjandi því að þessar hugmynd- ir menningamálanefndar yrðu skoðaðar. Hann sagðist hins vegar ekki vera tilbúinn að falla frá hugmyndum um að verslanir og þjónustu- starfsemi verði í Hafnarhúsinu. „Það hefur verið stefna borgaryfirvalda og jafnframt Þróunarfélags Reykjavíkur, að Hafnarhúsið yrði aðallega nýtt undir verslun- ar- og þjónustueiningar til að efla þann þáttinn í miðborginni. Stað- reyndin er sú að verslanir hafa verið að flytja úr Kvosinni á undan- förnum árum og það er nauðsyn- legt að reyna að snúa þeirri þróun við," sagði Vilhjálmur. ; Guðrún sagði að þó að nú væri rætt um að nota stærstan hluta af Hafnarhúsinu und- ir listasafn þýddi það ekki að engar verslanir yrðu í húsinu. Nútímalistasafni fylgdu ein- mitt verslanir með listaverk. Hún sagði að hugmyndir menningarmálanefndar gengju út á að koma upp lifandi safni sem drægi til sín margt fólk, ekki síst ferðamenn. Hún minnti á að á hverju sumri kæmu þúsundir ferða- manna með skemmtiferðaskipum, sem legð- ust að hafnargarðinum við Hafnarhúsið. Menningarmálanefnd Reykja- víkur vill að kannað verði hvort hægt sé að ná samkomulagi við Reykjavíkurhöfn um að Listasafn Reykjavíkur og Errósafn fái aðstöðu í Hafnar- húsinu. Egill Ólafsson leitaði álits á þessari hugmynd. GUÐRÚN Jónsdóttir, formaður menn- ingarmálanefndar, sagði að hugmyndir nefndarinnar væru að nýta meirihluta Hafnar- hússins undir Listasafn Reykjavíkur, þar með talið Errósafn. Eftir ætti að vinna útfærslur í einstökum atriðum. Hún sagði að menning- armálanefnd væri sammála um að setja þessa hugmynd fram og láta á það reyna hvort hún væri framkvæmanleg. „Við teljum að með þessari hugmynd sé hægt að slá margar flugur í einu höggi. Með þessu fæst meira rými fyrir Listasafn Reykja- víkur, hægt verður að sýna list Errós og eins tel ég að þetta gæti orðið til að styrkja miðbæ— 'inn," sagði Guðrún. Stórt hús í góðu standi Hafnarhúsið var byggt á fjórða áratugnr um. Hönnuður hússins var Sigurður Guð- mundsson, húsameistari. Það var á sínum tíma eitt af stærstu húsum á íslandi. Húsið var upphaflega þrjár hæðir, en það kom upp eldur í því skömmu eftir stríð og við endurbygginguna var einni hæð bætt ofan á það. Hver hæð hússins er um 1.900 fermetr- ar. Á fjórðu hæð eru skrifstofur, á þriðju eru skrifstofur og geymslur, á annarri eru geymslur og á fyrstu hæð er ýmis starfsemi, en hún er ónotuð að hluta. Þau rými sem hafa losnað á fyrstu hæð hafa ekki verið leigð út aftur vegna óvissu um framtíðarnýtingu hússins. Leigjendur sem voru á fyrstu hæð hafa margir hverjir fært starfsemi sína út í Faxaskála. Fjölmargar stofnanir hafa starfsemi í Hafnarhúsinu í dag. Þeirra á meðal eru skrif- stofur Reykjavíkurhafnar, samgönguráðu- Erró Árni Þór Sigurðsson Guðrún Jónsdóttfr Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssön Nútímalista- saf ni fylgja verslanir neytið, félagsmálaráðuneytið, Dagvist barna, tveir skipamiðlarar, eitt skipafélag og nokkr- ir minni aðilar sem tengjast útgerð eða skipa- rekstri. Skipafélögin nýta geymslurnar, auk Reykjavíkurhafnar, Slysavarnafélagsins og Alþingis. Húsinu hefur verið haldið vel við í gegnum árin og er því í góðu standi. Fyrsta hæðin er að stærstum hluta óeinangruð og óupphituð. Guðrún sagði að einn af kostun- um við þessa hugmynd væri að hægt væri að taka hluta hússins undir starfsemi Listasafns Reykja- víkur með litlum fyrirvara og án míkils kostnaðar. Hún sagði afar brýnt að taka á húsnæðismálum Listasafns Reykjavík- ur, en þau væru í miklum ólestri. Hugmynd- ir hafa verið uppi um að byggja við Kjarvals- staði og uppdrættir hafa verið gerðir þar að lútandi. Erró hefur ekki skoðað husið Erró hafði ekki skoðað Hafnarhúsið, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en sagð- ist gera ráð fyrir að skoða það áður en hann færi af landi brott. Hann sagðist treysta sér- fræðingum borgarinnar til að velja gott hús undir Listasafn Reykjavíkur og sín verk. Hann sagði afar brýnt að bæta aðstöðu Lista- safnsins og gera það sýnilegt. Núverandi aðstaða þess væri óviðunandi. Erró sagði að víða erlendis hefði sú leið verið farin að breyta gömlum vöruskemmum í listasöfn. Þetta hefði í mörgum tilvikum tek- ist mjög vel. Fram að þessu hafa verið hug- myndir um að nýta tvær neðstu hæðir Hafnarhússins undir lista- og menningarstarfsemi, verslanir og veitingahús. Gerð hafa verið drög að teikníng- um, sem m.a. ganga út á að byggja yfir mið- rými hússins. I stefnuskrá Reykjavíkurlistans fyrir síðustu kosningar er tekið undir þessar hugmyndir. Arni Þór Sigurðsson, formaður hafnar- stjórnar, sagðist skilja mjög vel að menningar- málanefnd skuli ágirnast Hafnarhúsið undir Errósafn. Húsið væri mjög skemmtilegt og byði upp á mikla möguleika. Hann sagði eðli- legt að hugmyndir menningamálanefndar yrðu Taka verður afstöðu til eignarhalds DV borið út á mánudags- morgnum DAGBLAÐIÐ-Vísir mun frá næsta mánudegi koma til lesenda að morgni mánudaga og laugardaga, í stað þess að vera borið út um hádegi. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, segir að lengi hafí verið lögð áhersla á þetta fyrirkomulag í samningum um prentun blaðsins, sem er prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins, og fyrir skömmu hafí verið gerður nýr samningur þar sem þetta var sam- þykkt. Aðspurður hvort mánudagsútgáfa Morgunpóstsins hafi haft áhrif á þessa ákvörðun, segir Jónas að óskir stjórnenda blaðsins um breytinguna séu nokkrum árum eldri en útgáfa Morgunpóstsins, en tilkoma þess hafí þó ekki latt þá til að hrinda breytingunni af stokkunum. íslendingar gangi í Alþjóða hvalveiðiráðið áður en veiðar hefjist Þjóðréttarleg trygging „SJÁLFSAGT er að hefja veiðar á hrefnu og öðrum hvalategundum hérlendis, enda hniga að því vísinda- leg rök, en tryggt þarf að vera að sú ráðstöfun sé ekki gagnrýnd á þjóðréttarlegum forsendum," segir Björn Bjarnason, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis. Hann kveðst telja að til að koma í veg fyrir slíka gagnrýni eigi íslendingar aJð ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið, með fyrirvara, þar sem þeir áskilji sér rétt til hvalveiða án tillits til hvalveiðibanns ráðsins frá 1982. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt þingsályktunartillögu um að leyfa hrefnuveiðar 1995. Björn sagði að með inngöngu á áðurnefndum for- sendum, gætu íslendingar tryggt þjóðréttarlega stöðu sína, auk þess að öðlast sama sess og Norðmer.n. „Staða Norðmanna afsannar þau rök að aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu komi í veg fyrir að við getum stund- að hrefnuveiðar eða aðrar hvalveið- ar. Við þurfum hins vegar að gæta þess að hafa alla fyrirvara í lagi," segir Björn. Hann kveðst þeirrar skoðunar að álit íslands á alþjóðavettvangi geti verið stefnt í hættu, hefjist veiðar án þeirrar þjóðréttarlegu stöðu sem aðild veiti. Hefjist veiðar að óbreyttu, muni ísland án efa sæta ákúrum háværra náttúruverndar- samtaka á borð við Greenpeace, en gagnrýni þeirra rynni út í sandinn ef þjóðréttarlega staðan væri tryggð, þar sem forsendur fyrir veiðum séu sterkar frá vísindalegu sjónarmiði. Til þess að þetta verði að veruleika, þurfi Alþingi að breyta ákvörðun sinni frá febrúar 1983 þegar samþykkt var með eins at- kvæðis meirihluta að hlíta banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Tæki Al- þingi slíka ákvörðun, væri staða okkar skýr," segir Björn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jólastjörn- urnar full- þroskaðar JÓLASTJÖRNUR hafa unnið sér fastan sess á heimilum lands- manna og þegar þær fara að sjást í hillum blómabúðanna eru jólin á næsta leyti. í gróðurhúsi garð- yrkjustöðvarinnar að Laugalandi á Flúðum eru jólastjörnurnar nú fullþroskaðar og þau Magnús Emilsson og Guðný Arngríms- dóttir voru að vökva blómin, sem þau hafa annast frá því að græð- lingum var stungið í pottana í júlí. Uppsögn Ilálí' dans Henryssonar hugur í monnum íí „MENN ræða af sáttahug um þær hugmyndir sem fram hafa komið og ennþá vona ég að sættir náist, hvort sem hug- myndirnar taki einhverjum breytingum eða ekki á leiðinni að niðurstöðu," segir Reynir Ragnarsson, sem á sæti í sátta- nefnd er fengin var til að miðla málum milli Hálfdans Henrys- sonar og stjórnar Slysa- varnafélags íslands, sem rak hann úr starfí deildarstjóra. Reynir kveðst mátulega bjartsýnn, enda fái sjaldnast báðir aðilar sitt fram þegar tveir deila. Með öllu sé óvíst að niðurstaða náist á næstu dögum, en hann voni þó að svo verði innan skamms. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun staða mála í sáttaviðræðunum afar viðkvæm og hafa aðilar málsins varist frétta af megni. Fyrsti fundur Hálfdans og sátta- nefndar var á mánudagskvöld og kynnti nefndin á þriðjudag stjórnarmönnum SVFÍ þær hugmyndir sem fram hafa komið til sátta. í gær fundaði sáttanefnd að nýju með Hálf- dani. Hálfdan Henrysson hefur lýst því yfír að hann telji að fullt réttlæti nái ekki fram að ganga fyrr en hann fái stöðu sína hjá félaginu að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.