Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hundruð manna farast í brennandi olíu og flóðum í Egyptalandi Ibúarnir höfðu oft varað við eldhættu Dronka. Reuter. 450 lík höfðu fundist í gær eftir elda og flóð í suðurhluta Egypta- lands og talið er að dánartalan eigi eftir að hækka. Yfirvöld sæta gagnrýni fyrir að hafa ekki gert nægilegar ráðstafanir vegna eld- hættunnar, þótt þau hafí margoft verið vöruð við henni. Egypskir embættismenn segja að sex tíma úrhelli og fárviðri hafi valdið því að járnbrautarteinar við bæinn Dronka hafi sigið niður, með þeim afleiðingum að tveim tank- vögnum hvolfdi og olía streymdi út úr þeim. Eldur hafí kviknað í olíunni, hugsanlega vegna eldingar. Afburða- lærisveins Dengs leið- toga leitað Peking. Reuter. KÍN VERJ AR hafa efnt til spurn- ingakeppni þar sem reynirá þekkingu manna á fræðum Dengs Xiaopings, hins aldna leiðtoga Kína. Sigurvegarinn fær 2.000 yuan, jafiívirði 16.000 króna, og honum verður hampað sem afburðalæri- sveini í fræðum leiðtogans. Efnahagsblað- ið birti í gær 45 spurningar um fræði Dengs, degi eftir að önnur útgáfa af úrvals- greinum leiðtogans kom út. Les- endurnir voru beðnir um að senda svörin, ásamt nafni, heiti vinnu- veitanda og starfstitli, fyrir 31. desember. Nefnd hátt settra emb- ættismanna fer yfir svörin og svari fleiri en einn spurningunum fullkomlega rétt verður meistar- inn í f ræðum Dengs Xiaopings dreginn út. Þátttakendurnir þurfa að svara hugmyndafræðilegum spurning- um eins og: kínverski kommúnistaflokkurinn var lítill í fyrstu en honum tókst að sigrast á erfiðleikunum vegna a) hernað- armáttar byltingarmanna eða b) trúar á marxisma og kommún- isma. Þeir sem standa fyrir keppninni segja að henni sé ætlað að hvetja f ólk til að kynna sér betur fræði Dengs og öðlast skilning á þeim. Áhugi almennings á slíku námi hefur minnkað, en Kínverjar voru skyldaðir til að nema fræði fyrir- rennara Dengs, Maós formanns. Brennandi olían blandaðist flóð- vatni sem kaffærði hús í bænum. Eldur var enn í öðrum tankvagn- anna í gær og 390 lík höfðu fund- ist í bænum. Reykmökk lagði yfir Nílardal, um 320 km suður af Ka- író. 200 hús eyðilögðust og allt að 100 hektara svæði líktist einna helst vígvelli í fyrri heimsstyrjöld- inni. Talið er að fleiri lík eigi eftir að fínnast og líklegt er að það taki nokkrar vikur að finna öll fórn- arlömbin vegna mikils aurs á svæð- inu, sem að sögn sjónarvotta er allt að mannhæðardjúpur. Að minnsta kosti 60 manns biðu bana af völdum flóða í nokkrum nágrannabæjum. Eldhættan hunsuð íbúar Dronka sögðust margoft hafa kvartað yfir olíubirgðastöð, sem er aðeins 100 metrum frá bænum, en yfirvöld hefðu ekki gert neinar ráðstafanir til að bregð- ast við eldhættunni. Slökkvilið hefði ekki komið á staðinn fyrr en eftir fjórar klukku- stundir, en þá hefði það verið alltof seint, allir bæjarbúar látnir eða flúnir. ELDAR OG FLOÐ I EGYPTALANDI Hundruö manna létu líf ið í eldum og flóöum í kjölfar óveöurs ( suðurhluta Egypta- lands í fyrradag Reuter SLOKKVILIÐSMENN toga slöngu að eldi á olíubrák á flóðvatni í bænum Dronka í Egyptalandi í gær. Að minnsta kosti 390 manns biðu bana og 200 hús eyðilögðust í eldinum. Gielgud ekki oftar ásvið I.oikIiiii. The Daily Telegraph. BRESKI leikarinn sir John Gielgud hefur ákveðið að leika ekki oftar á sviði en hyggst í sumum tilvikum þiggja smá- hlutverk í kvikmyndum. Giel- gud er níræður að aldri. Leikarinn segist ekki vera fær um að hætta alveg störf- um en „ég verð alltaf svo óskaplega taugaóstyrkur á sviðinu núna". Skipt var um heiti á Globe- leikhúsinu í West End á mið- vikudag við hátíðlega athöfn og verður það framvegis Gielgud-Ieikhúsið. Japanar hanna tor- séða orrustuþotu London. The Daily Telegraph. JAPANSKIR vísindamenn og tæknifræðingar eru að hanna tor- séða orrustuþotu sem gert er ráð fyrir að verði tekin í 'notkun snemma á næstu öld. Háttsettur, breskur flugliðsforingi, sem kynnti sér hugmyndir að vélinni nýlega er hann var í heimsókn í Japan, segir að hún sé „nokkrum kynslóðum á undan öllu sem verið er að gera á Vesturlöndum". Torséðar flugvélar er vart hægt að greina á ratsjá vegna lögunar þeirra og efnanna sem notuð eru í skrokkinn. Þotan væntanlega er kölluð FI-X og verður hraðfleygari og betur vopnum búin en Eurofig- hter 2000, orrustuþota sem nokkur Evrópuríki eru að smíða í samstarfi og verður reiðubúin 1998. Sagt er að með þotusmíðinni vilji Japanar verða síður háðir Banda- ríkjamönnum um hátæknivopn en þeir smíða nú m.a. F-16 orrustuþot- ur með leyfi bandarísku verksmiðj- anna. Að sögn heimildarmanna í vopnaiðnaði kanna fulltrúar Súk- hoi-flugvélaverksmiðjanna rúss- nesku nú samstarf við Japani um smíði orrustuvéla. Nýja þotan verður að sögn kunn- áttumanna mjög auðveld viðureign- a'r fyrir flugmanninn og á skjám í klefa hans verður beitt svonefndum sýndarveruleika til að hann fái sem besta mynd af aðstæðum. Norskur olíuút- flutningur eykst SAMKVÆMT úttekt Petrole- um Intellingence Weekly um framtíðarhorfur . í olíufram- leiðslu í heiminum gætu Norð- menn þegar á næsta ári farið fram úr Irönum og orðið næst- mestu olíuútflytjendur heims. Norðmenn flytja nú út um 2,5 . milljónir fata á dag. Olíufram- leiðsla þeirra eykst um 10% á ári og gæti að mati blaðsins náð hámarki árið 1996 með 3,22 milljónum fata á dag. Þjóðarat- kvæði um keisara? HREYFING rússneskra keis- arasinna tilkynnti í gær að hún hefði safnað tilskildum fjölda undirskrifta til að knýja fram þjóðaratkvæði um að rússn- eska keisaraættin kæmist aft- ur til valda árið 1988. Lög kveða á um að undirskrift milljón manna nægi til að knýja fram þjóðaratkvæði og hreyfingin kveðst hafa náð því marki. „Við teljum að stofnun keisaraveldis sé raunhæf Ieið til að koma á stöðugleika í þjóðfélaginu . . . keisari myndi stuðla að sáttum milli þjóðar og ríkisvalds og vera hafinn yfir pólitískan meting og öfg- ar," sagði Vjatsjeslav Gretsjnev, leiðtogi hreyfingar- innar. Frostið kem- ur sér vel VETRARKULDINN í norður- hluta Rússlands gæti komið sér vel í Komi-héraði, þar sem olía hefur lekið í mýrlendi og ógnar lífríkinu. Yevgeníj Mínajev, yfirmaður umhverfis- máladeildar rússneska orku- málaráðuneytisins, sagði i gær að blautur jarðvegurinn tefði hreinsunarstarfið sem stendur en frostið myndi hins vegar auðvelda hreinsunina. Kafbátur í rússneskri landhelgi YFIRMAÐUR Norðurflotans í Rússlandi, Oleg Jerofejev, lét í gær í ljós óánægju með að bandarískur kafbátur skyldi hafa siglt inn fyrir landhelgi Rússlands. Hann sagði að kaf- bátsins hefði orðið vart aðeins fimm mílum frá mynni Hvíta- hafs og hann hefði ekki siglt í burtu fyrr en eftir nokkrar viðvaranir. AFSLATTUR SEM NEMUR VIRDISAUKANUM Yfirjtafnir í mörgum gerðum. Dragtir, hvííar skyrtur og margt, margtfleira. Rúllukragapeysur, 20 litir. Treflar, ýmsar gerðir, 40 litir. Hlýjar peysur, 70 gerðir OPIÐ 10-18, FÖSTUDAG KL. 10-18.30, LAUGARDAG KL. 10-18, SUNNUDAG KL. 13-17. Tryggjum atvinnu - Verslum heima £é beneífon Laugavegi 97, simi 629875
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.